Morgunblaðið - 26.08.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.08.1965, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 28. kgðst 1965 MORGU N BLAÐIÐ 13 f Biskupstungum og í Laugardal eru 8-10 þúsund hektarar skóglendis Þar er hægt að framleiða nægilegt timbur En plöntun skógar í Hauka- dal hefst fyrst fyrir alvöru árið Síðan Norðmenn komu hingað fyrst til skógræktarstarfa hafa fyrir allt Suðurlandsundirlendið I»AÐ VAR einn bjartan júlí- dag í sumar að Hákon Bjarna son, skógræktarstjóri gerði för úr Reykjavík ásamt land- búnaðarráðherra og nokkr- um áhugamönnum um skóg- rækt. Förinni er fyrst heitið til tilraunastöðvar skógrækt- arinnar við Mógilsá í Kolla- firði en síðan í Skorradal, og til Haukadals í Biskupstung- um. Á öllum þessum stöðum er mikið að gerast og við þá Ágúst Árnason, skógarvörður í Skorradal, ásamt syni sinum ung um. Þeir standa Við reynitréð á hlaðinu í Hvammi, eru tengdar hjartar vonlr í íslenzkum skógræktarmál- um. Tilraunastöðin við Mógils á sem byggð er fyrir norsku þjóðargjöfina verður fullgerð innan skamms. Er gert ráð fyrir að hún kosti um 4 mill- jónir króna. Þar taka á móti okkur tveir ungir og myndarlegir starfs- menn Skógræktarinnar, þeir Haukur Ragnarsson, tilrauna- stjóri og Gunnar Finnbogason stöðvarstjóri. Húsakynni til- raunastöðvarinnar eru hin glæsi- legustu. Þarna mun skapast að- staða til fjölþættrar tilrauna- og rannsóknarstarfsemi í þágu ís- lenzkrar skógræktar. Það starf, sem þar verður unnið mun jafn framt bera fagurt vitni um hlý- hug hinnar norsku frændþjóðar í garð íslendinga. í hlíðum SkorradaLs í norðurhlíðum Skorradals er Stálpastaðaskógur hinn nýi að rísa. Þegar Skógrækt ríkisins hófst þar handa um trjáplöntun árið 1952 var þetta land yfir- leitt allt vaxið kræklóttu kjarri um tvo til þrjá metra að hæð. Undirgróður kjarrsins er fjöl- Skrúðugur blóma- og grasgróður. Ber þar mest á heilgrösum á- samt hrútaberjalyngi, blágresi, brennisóley, maríustakki, fjall- dalafífli og mjaðjurt. Þar sem jarðvegur er ófrjórri er meira um lyngtegundir, svo sem blá- berjalyng, beitilyng, krækilyng og sortulyng. í þetta land hefur nú verið plantað um 500 þúsund trjá- plöntum í um 100 hektara lands. Er nú að verða fullplantað í Stálpastaðaland, en það var eins og kunnugt er gefið Skógrækt- inni af Hauki Thors, fram- kvæmdastjóra, árið 1951. Aðal- lega hefur verið plantað þarna greni og furu ásamt dálitlu lerki. Hafa þessar trjátegundir dafnað þarna prýðilega og munu hæstu sitkagrenitrén nú vera um og yfir 2 m á hæð. Lerkið hefur náð svipaðri hæð. í Háa- fellsreit innar í dalnum er sitka- grenið, sem gróðursett var fyrir 1940 orðið allt að 5 metrar á hæð. Skógarvörður í Stálp>astaða- skógi er nú Ágúst Árnason, sem hefur aðsetur að Hvammi í Skorradal. Það er ánægjulegt að ganga um skóginn á þessum milda og fagra júlídegi. Vöxtur trjánna er öruggur frá ári til árs. Frið- unin ásamt vakandi umönnun og starfi mannshandarinnar hefur lagt þarna grundvöll að víðáttu- miklu og stóru skóglendi, sem Rauðgreni í Haukadal, pLautað 1949 uiu 4 rneirar á hæo. mun er timar líða gefa af sér góðan arð, auk þess sem það skapar skjól og fegurð. Ýmsir einstaklingar hafa gef ið fé til skógræktar í Skorracjal. Þar getur til dæmis að líta Kjar- valsskóg, sem gróðursettur hef- 1949 þegar Norðmenn koma hing að í fyrstu skógræktarför sína fyrir milligöngu Andersen Rysst, sendiherra Norðmanna hér á landi, sem vann íslenzkum skóg- ræktarrrtálum ómetanlegt gagn með skilningi sínum og áhuga á sex hópar Norðmanna komið hingað til lands og unnið við skógrækt víðsvegar um land. Mest skógræktarstarf hafa þeir þó lagt af mörkum í Haukadal. Samtals 'hafa um 300 Norðmenn komið hingað til lands í bessn Hákon Bjarnason. ur verið fyrir fé, sem Ingibjörg og Þorsteinn Kjarval gáfu árið 1953. Þar er einnig Braathen- skógur en í það land hefur að mestu verið gróðursett fyrir gjafafé frá Ludvig G. Braathen Jarðrakan á ílugi í Haukadal. stórútgerðarmanni 1 Osló. í Braathenskógi. var meðal annars gróðursett á árunum 1955—1960, samtals 127 þúsund plöntur í 26 hektara lands. Nálægt bænum á Stálpastöð- um er einnig að vaxa upp minn- ingarskógur um Halldór Vil- hjálmsson skólastjóra á Hvann- eyri. Hefur þar verið gróðursett fyrir fé er gamlir nemendur skólastjórans gáfu til minningar um hann og varið skyldi til skóg ræktar. Óhætt er að fullyrða að minn- ingu góðra manna verði naumast með öðru haldi betur á lofti en með gróðursetningu trjálunda og skóga, sem bæta og fegra land- ið í nútið og framtíð. Brautryðjendastarf Norðmanna í Haukadal í Haukadal í Biskupstungum hefur svipuð saga gerzt og í Skorradal. Skógræktarstarfið byrjar þar þó nokkuð fyrr. Árið 1939 gefur Kristan Kirk verk- fræðingur í Árósum í Dan- mörku, -Skógrækt ríkisins jörð- ina. Endurbyggði hann jafn- framt kirkjuna í Haukadal og girti jafnframt allt Haukadals- land, sem er 1350 hektarar að stærð. Var jarðvegsfok. innan girðingar þar með að mesia heft. gildí þeirra. f Haukadal hefur verið plantað flest öll árin síð- an. Er nú búið að planta þar um 500 þúsund trjáplöntum, sem farið hefur mjög vel fram. Má geta þess að Haukadalsskógur varð ekki fyrir teljandi áföll- um í vorhretinu 1963. Þar hefur nú verið plantað í um 100 hekt- ara lands, aðallega rauðgreni og sitka ásamt nokkrum furuteg- undum. Hefur aðallega verið plantað í vesturhlíðar dalsins. Hákon Bjarnason telur að hin örugga framför trjánna í Hau-ka dal sýni að í sæmilega frjó- sömum birkihliðum sé sízt meiri vandi að koma upp barrskógum hér sunnanlands en til dæmis á Hallormsstað eða Stálpastöðum. í hlíðum Haukadals óx áður lágt birkikjarr eins og í Skorra- dalshlíðum. > Skógræktarstjóri segir að í Biskupstungum og Laugardal séu um 8—10 þúsund hektar- ar skóglendis, sem vaxið er birkikjarri. í þessum hlíðum sé hægt að framleiða nóg timbur fyrir allt Suðurlands- undirlendið um ófyrirsjáan- lega framtíð. skyni og jafnmargir tslendingar hafa farið til Noregs til þess að planta þar skógi í samvinnu við Norðmenn. Hér er um að ræða einn fegursta vott norrænn ar samvinnu. En í kjölfar þessarar sam- vinnu hafa fylgt ýmsar aðrar að gerðii af hálfu Norðmanna, svo stm norska þjóðargjöfin. er nam 6 milljónum íslenzkra króna, 1 þágu skógræktarmála hér á landi, gjafir Ludvig Braathens ásamt stauragjöfum séra Hope. Báðir þessir einstaklingar hafa sýnt einstæðan áhuga á eflingu skógræktar á íslandi. Frá Skotmannsvörðu yfir Aust mannabrekku er útsýni mikið og frítt yfir hinn hlýlega og sögu- ríka Haukadal, þar sem fram- sýnir menn lögðu fyrir mörgum öldum grundvöll að merkilegri skóla- og menningarstarfsemi. f dag er mikið ræktunar- og menningarstarf unnið í Hauka- dal. Þar vaxa upp nýir slcógar, sem benda langt áleiðis úm það sem koma skal á íslandi. Nú vita allir íslendingar, sem vilja vita það að á grundvelli þekk- ingar og vísinda er hægt að Framh. á bls. 15. Á tröppum hinnar nýju tilraunastöðvar við Mógilsá í Kollafirði. Talið frá vinstri: Haukur Ragnarsson, tilraunastjóri; Gunnar Finnbogason, stöðvarstjóri; frú Þóra Briem; Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, frú Guðrún Bjarnason; frú Eva Jónsdótt- ir; Gunnlaugur Briem, ráðuneyti sstjóri og Hákon Bjarnason, skógræk tarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.