Morgunblaðið - 26.08.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.08.1965, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 26. ágúst 1965 MORGUNBLADIÐ 15 Verðlag og gæði grænmetis # eftir yfirmads- mann garðávaxta E.B. Malmqust LÍÐANDI sumar hefur verið okkur gjöfult hvað sprettu og nýtingu jarðargróðursins snertir. Garðyrkjuframleiðslan hefur því verið með langmesta móti, að gæðum og magni til, miðað við það sem við eigum að venj- ast. Vegna legu lands okkar og ræktunar-aðstöðu verðum við samt sem áður að glíma við þann vanda að fá megnið af grænmetisuppskerunni á markað yfir mjög takmarkaðan tíma, — þó eru hér undanskyldar nokkr- ar gróðurhúsaafurðir s. s. tó- xnatar, gúrkur, gulrætur, svepp- ir og fleira grænmeti, sem rækt- að er undir gleri svo til allt árið að undanskyldum dimmustu mánuðum ársins. Að vísu hefur tíðarfarið hér einnig sinn gerandi úrskurð, ekki sízt fyrir tómataræktunina, — því sé það þannig að sólar njóti ekki, þ.e.a.s. að tíð sé þung búin, lágskýjað og votviðrasamt, þá tefur það svo fyrir fullri þroskun tómatanna, að sá garð- yrkjubóndi, sem lagt hefur mikið í kostnað við plöntuupp- eldið í skammdeginu, desember- janúar, m. a. með lýsingu og dýrum hita vegna vetrarríkis, — verður ef til vill ekkert fyrr með sína uppskeru á markað, en sá er plantar í gróðurhús sín í marz-apríl, — aðeins vegna þess að það vantar sólbjarta daga til að fullþroska ávextina. En hvað þá um þá er rækta undir beru lofti — án hverahita, hér í okkar óstöðuga tíðarfari, — við úthaf og áhrif íslofsstrauma. Jú meiri ræktunarþekking og stóraukin tækni síðustu ára, hefur orðið til þess að úti-græn- metisframleiðslan er viðunandi sem markaðsvara og sæmilega arðbær atvinnugrein. — En gall- inn er bara sá, að þegar vel viðr- or og uppskeran er góð, þá er markaðurinn og lítill. Það er því þannig komið nú, að garðyrkju- íramleiðandinn hefur ekki að- eins ástæðu til að kvíða slæmu tíðarfari og uppskeran.bresti, — heldur ennfremur óvenju góðu tíðarfari og mikilli sprettu. Ef við setjum okkur í spor rækt- unarmannsins, þá finnum við fljótt, að þetta er allt annað er öryggistilfinning atvinnulega oéð, sem hann þarf að óttast hverju sinni. í góðu tíðarfari kemur ein- mitt uppskeran á markaðinn yfir enn skemmri tíma en í meðalárferði eða laklega það. Það er mjög gott grænmetis- uppskeru sumar núna og horfur góðar á kartöfluuppskeru. Blóm. kálið, hvítkálið, gulrófur, gul- rætur og margt annað grænmeti er yfirfljótandi fyrir þann mark- að, er íslenzkir garðávaxta-fram leiðendur verða -að stóla á. Vegna nefndra ástæðna hafa þeir því einnig stórlækkað verð gróðurhúsa- og garðafurðá oinna. Og nú ættu neytendur að gera tvennt, að minnst kosti, — það er í fyrsta lagi að hagnýta sér Ijúffenga og óumdeilanlega holl- ar fæðutgeundir er hér er um að ræða, meðan verðið er lágt og varan er fersk — þrungin tug un fjörefna, snefilefana og. annarra þeirra efna, er í viður- væri okkar á að vera, eigi heils- an að haldast í góðu lagi sam- kvæmt lögmáli náttúrunnar. Langa skammdegið og stutta Bumarið gerir einmitt það að verkum, að þörf okkur fyrir grænmeti er enn meira þennan stutta uppskerutíma en ella, — við þurfum bókstaflega að hlaða okkur lífsorku fyrir komandi vetur, ef svo má segja. Einnig má benda á, að nú er oð sjálfsögðu rétti tíminn að sióða niður t d. blómkálið, — Nokkur sýnishorn islenzkri framleiðslu garða húsa. gróður- það bíður ekki lengi á markaðn- um hér eftir, samkvæmt reynslu fyrri ára, þegar uppskera er góð. í öðru lagi þurfa reykvískar húsmæður, sem aðrar húsmæður þessa lands, sem kost hafa á því, að sýna og sanna að þær meti það að verðleikum, þegar nauð- synjavörur eru lækkaðar í verði, og eru það ódýrar, að við teljum þær ekki „luxus“, — sem við notum aðeins til hátíðabrigða, Nei, við höfum og þurfum að neytá grænmetis nú meira og minna hvern dag, oft á dag, — á hverju einasta heimili í borg og byggð, svo framarlega sem samgöngur eru í viðunandi lagi, svo hægt sé að dreifa vörunni. Og niðursuða eða frysting græn- metisins, ekki sízt úti á lands- byggðinni, á einmitt nú að inna af hendi af afloknu dásamlegu sumarleyfi húsmæðranna. Nú er rétti tíminn fyrir ís- lenzkar húsmæður að notfæra sér hina marglofuðu sýni- og námsskeiðs kennslu í þessu efni, sem haldin hefur verið undan- farin ár. Hráefnið er til, það er ódýrt, — það er gott. Þetta sem nokkrir, sérstaklega matvörukaupmenn í Reykjavík hafa sagt mér, að neytendur kaupi sama eða svipað magn af grænmeti, sem reyndar mörgu öðru, hvert sem það er dýrt eða ódýrt, er einhver lélegustu og fjarstæðustukenndu ummæli, sem hægt er að halda fram varð andi frjálsa og heilbrigða verzl- unarhætti, — og þessum heimskulegu ásökunum vil ég leyfa mér að segja, þurfa fyrst og fremst húsmæður okkar höfuðborgar að vísa á bug með því m. a. að hagnýta sér vöruna á réttum tíma með vaxandi inn- kaupum, meðan verðið er hag- stætt, úrvalið fjölbreytt og var- an bezt. E. B. Malmquist. — Minningarorð Framhald af bls. 8. stundarhátt: „Til hvers þurfið þér peninga?" Ég sagði eins og var, að treglega gengi hjá mér lögfræðistarfið þessa stundina, og tekjur mínar væru rýrar, þó nóg væri að vinna. „Og ætlið þér þá að byggja „kontórinn“ upp á auknum skuldum?“ spurði bankastjórinn, og horfði glettnislega á mig um leið. „Já — til að byrja með“, svaraði ég hiklaust, og hélt áfram: „Hafið þér ekki byggt þennan banka sjálfur upp úr fátæktinni?" Ég var orðinn galvaskur, enda þóttist ég nú viss um, að þessi ferð mín væri farin að erindis- leysu. Á fjórum fótum skyldi ég þó aldrei ganga fram fyrir nokk urn mann. Einhvern veginn myndi samt úr rætast, þrátt fyrir allt. Hilmar sýndi engin svipbrigði, en spurði, án þess að líta upp: „Hvað þurfið þér að fá mikið fé?“. — „Fimmtíu þúsund krónur í yfirdrátt“, svaraði ég á stundinni. „Það munar ekki um það“, sagði bankastjórinn, og nú leit hann framan í mig, og var bæði hissa og alvarlegur. „Hvaða tryggingu getið þér sett“, hélt hann áfram. „Banka- ábyrgð föður mins á víxli“, sagði ég um hæl, „hann heitir Einar Kristjánsson, og er húsasmiður“, bætti ég við. Eftir augnabliks þögn sagði Hilmar. „Komið þér með blaðið — það má svo sem leggjast ofan á bunkann, sem fyrir er — en ég lofa engu — og alls ekki neinu strax“. Þarna lauk samtalí okkar Hilmars í fyrsta skipti, og ég þakkaði — ag kvaddi. Nokkrum dögum seinna lagði ég inn víxil- eyðublað í bankann — og skömmu seinna var mér tilkynnt símleiðis, að samþykkt hefði ver ið, að veita mér fimmtíu þúsund kxóna reikningslán í bankanum, til eins árs. Upp frá þessu hóf- ust nanari kynni mín og Hil- mars heitins, og síðar varð me® okkur vinátta, sem stóð allt frax* til hins siðasta. í dag er Hilmar Stefánssoa kvaddur. Hann hefur unnið mik- ið og msrkilegt brautryðjanda- starf í bankamálum á íslandi, sem seint verður fullþakkað. Hilmar var eitt af mikilmennum þjóðarinnar á þessari öld, sera kunni vel að meta og vega stað- reyndirnar hverju sinni — og þörf og vanþörf líðandi stundar. Hann var forustumaður á sviði bankamálanna og með honum brann hugsjónaeldur. Hann þurfti ekki að leita ráða annarra í þeim efnum. Hann reisti stór- virki úr sprekum kotungsháttar, sem ríkti oft áður í bankamáí- um hérlendis, og hann vann til persónulegrar virðingar og sæmdar. Meðfæddár verfSeikar hinn jarðneska og þann, sem hans eru nú þjóðarstolt og þann ig skildi hann við. Með Hilmari Stefánssyid, bankastjó'ra, er hniginn máiB maður. Það er eðlilegt, aS saknuður sé að slíkum manni, en eitt sina skal hver deyja. — Far heill via- ur minn og velgerðarmaður. Guðlaugur Einarssoo. — íþróttir Framh. af bls. 22 220 ydis. hilaiup: Brown, S, 26,8 setk. Watson, S. Bjöirk Ingimiundiairdóittiir, 1. Hailldóira Hetlgadóittiir, I. 80 m. girindaíhilaiup: Watsion, S, 12,1. sek. Batriok, S. HaiLldóra Helgadióttir, f, 12,9 sellB. Linda Ríkhaa'ðsdóttir, 1. 4x110 ydis. boðlhiaup: fsianid 52,8 sek. Skoblamd dærnt úr ieik. — / Biskupstungum Framh. af bls. 13. rækta skóg með góðum árangri og öruggum hagnaði í öllum landshlutum. í sumar hefur skóg ræktarstjóri t.d. ferðazt allmik- ið um Vestfirði og komizt að þeirri niðurstöðu, að þar séu víða ágæt skilyrði til skógrækt- ar. Á leið um Laugardal Um það blandast engum hug- ur að Laugardalurinn er eimhver fegursta og gróðursælasta byggð á Suðurlandi. En það er sorg- legt að sjá hvernig farið er með kjarrskóginn þar. Þar getur víða að líta hróplegar afleiðing- ar hinnar skammsýnu rányrkju, Námskeið Framh. af bls. 10 sinna. Annars vakti það athygli mína hve málflutningur þeirra var laus við allan áróður og hve hlífðarlausir þeir voru í gagnrýni sinni á sögu og stjórnmálaþróun í Bandaríkjunum frá upphafi og fram á síðustu ár. Trúað gæti ég því að þið blaðamenn yrðuð hissa og hefðuð gott af að hlýða á slíkt, því hér heima er allt bandarískt ýmist málað dekkstu litum fordæmingar eða hafið til skýjanna á barnalegasta hátt. M.a. fannst mér athyglisverð sú fullyrðing eins þeirra að Tru- man myrrdi í framtíðinni skipa sess sem einn mikilhæfasti forseti Bandaríkjanna, þrátt fyrir atóm- sprengjuárásina, sem mér skilst að flestir hugsandi menn vestra fordæmi sem voðalegt og sorg- legt pólitískt slys. Hins vegar væri það skoðun sérfróðra manna að Eisenhower myndi talinn með hinum lélegustu. Til- högun mótsins var hin bezta. Á hverjum morgni fyrirlestur, síð- an 3 umræðufundir ogskemmti- og fræðslufundir hvert kvöld. Við vorum til húsa í hinum glæsilega og nýendurbyggða lýð- háskóla í Mora, sem er búinn flestum nýjustu þægindum og afar skemmtilegur að sjá. Gest- risni Svíanna var í hvívetna frá- bær og bar hita og þunga dags- ins af allri skipulagningu og skemmtunum Gunnar Löfquist, lektor í ensku við Gautabörgar- háskóla, afar elskulegur Svíi sem lagði sig mjög í framkróka að gera dvöl allra sem ánægju- legasta. Mig langar, mælti Egill að lok- um, til að taka fram, að við ís- lendingar höfum látið undir höf- uð leggjast líkt og fleiri evrópsk- ar þjóðir að kynna okkur nógu vel sögu og menningu Ameríku. Þar af leiðandi er okkur lokuð leið til skilnings á fjölmörgu í fari þessara þjóða. Hin volduga ríkjasamsteypa, Bandaríkin, hljóta nú um skeið að verða á flestum sviðum forysturíki á vest urhveli jarðar, hvort sem okkur líkar betur eða vel. Til þess að slík forysta fari gæfusamlega úr hendi þurfa Bandaríkin á stuðn- ingi, skilningi og jákvæðri, hik- lausri gagnrýni að halda og til þessa er gagngér þekking nauð- synleg. sem metur stundarhag meira ea friðun og ræktun í þágu framr tíðarinnar. Sannleikurinn er sá, að ís- lenzka birkikjarrið, þótt lág- vaxið sé og víða kræklótt er merkilegur stofn, sem fráleitt er að eyða. Þvert á mó<ti ber að friða það sem víðast og taka þau svæði, þar sem það vex til skipu legrar skógræktar. Það verkefni blasir við í flestum ef ekki öll- um landshlutum. Það er merkilegur og nauð- synlegur þáttur í því ræktunar starfi, sem eiga mun ríkastan þátt í að skapa skjól, frjósemi og fegurð í þágu komandi kyn- slóða á íslandi. S. Bj. Ur Austmannabrekku í Haukada 1, plantað mónnum. árið 1949 Norð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.