Morgunblaðið - 05.09.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.09.1965, Blaðsíða 11
Sunnudagur 5. sept. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 11 Síðasti íslenzki skip- stjórinn á enskum togara Spjallað við Þorstein Eyvinds- son, skipstjóra í Grimsby ICEliAND John kalla brezku togarakarlarnir hann, því þeir geta ekki borið fram hans rétta nafn, Þorsteinn Ey vindsson, og nú er hann kom- inn heim til íslands í sumar- fri eftir áratuga skipstjórn á brezkum togurum, Morguniblaðið hefur hitt Þorstein að máli og varð hann fúslega við þeirri ósk blaðsins að segja frá högum sínum og starfi meðal Breta, — Ég er aettaður úr Hafn- arfirði, sagði Þorsteinn, og starfaði hér áður fyrr á ís- lenzkum togurum, einkum þó hjá Þórarnir Olgeirssyni. En árið 1937 atvikaðist það svo þegar ég var staddur í Grims by, að mér bauðst pláss á enskum togara. Mig langaði til að kanna ókunna stigu og sló því til. Uppfrá því hef ég verið á brezkum togurum. — Mér líkaði svo vel að vinna með Englendingum, að ég ákvað að setjast að með- ál þeirra. Ég vann fyrst sem háseti. Svo kom stríðið og það voru erfið ár, þótt þau væru stundum spennandi. Og ég var einn af þeim heppnu, sem komst heill á húfi í gegn um það. — Eftir stríðið fór ég í sjó- mannaskóla og tók stýri- mannspróf. Varð ég svo að sigla í eitt ár sem stýrimað- ur áður en ég mátti taka skipstjórapróf. Englending- amir hafa annan hátt á þessu en íslendingar. — Ég sigidi svo í 4 ár sem skipstjóri á Northern Duke og 10 ár á Northem Prince. Um síðustu áramót var ég eiginlega hættur á sjónum, en útgerðarfyrirtækið, North ern Trawlers, vildi fá mig til að vera áfram og lét ég til- leiðast að vera þetta árið, þá hætti ég fyrir fullt og allt. Nú er ég með togarann Lord Rowallan, — Það er orðið • erfitt að stunda veiðar á togurum. Það er ekki fyrir gamla menn, heldur unga og hrausta. Það þarf harðneskju til að stunda veiðar á íslandsmiðum. Sam- keppnin er hörð og aflinn fer minnkandi. Þó ég sé ekki nema 55 ára að aldri, er ég þó elzti starfandi skip>stjórinn í Grimsby, eftir því sem ég veit bezt. — Það er prýðilegt að vinna með Englendingum, Þeir eru indælis félagar eins og íslendingar. Englendingar hafa mikið álit á íslendingum og hef ég aldrei heyrt þá tala annað en vel um þá í fuUri alvöru. Að vísu kemur sjómönnum að mismunandi þjóðerni ekki alltaf vel sam- an og kalla þá hvem annan illum nöfnum, en það er ekkl annað en orðin tóm og ekki illa meint. — Það fyrsta sem ég tók eftir á enskum togurum var hve mjög Englendingar vönd- uðu meðferð fisksins. Þeir gera sér ljósa grein fyrir því, að því betri sem fiskurinn er því meira fæst fyrir hann. — Margt er öðru vísi á brezkum togurum en íslenzk- um, sumt betra, annað verra. Itrústu sparsemi er gætt á öllum sviðum. Miklu færri menn eru á enskum togurum eða 19 menn og lærlingur. Það eru því 7-8 menn á dekki í einu þegar kojuvaktir eru hafðar. Unnið er í 18 tíma og hvíld í 6. Þetta eru ó- skráð lög. Allir brezkir tog- araskipstjórar tryggja mönn- um sínum 6 tima hvíld á sól- arhring nú oiðið. — Öll mín skipstjómarár hef ég aðallega stundað veið Þorsteinn Eyvindsson, skipstjóri ar hér við Austur- og Norður land. Það eru mínir heima- hagar, ef ég má komast svo að orði. — Eftir útfærslu landihelg- innar hafa veiðar á íslands- miðum minnkað mikið og hún hefur haft neikvæð á- hrif á togveiðarnar. Þrátt fyr ir það viðurkenni ég nauð- syn útfærslunnar til að vemda fiskistofninn og til hagsbóta fyrir minni skip og báta, sem stunda veiðar frá hinum ýmsu höfnum á Islandi með öðrum veiðar- færum en botnvörpu. — En okkur á erlendu togurunum gremst það, að ís- lenzku togaramir skuli hafa önnur og meiri réttindi en við. Þeir veiða á vissum svæð um a.m.k. sex mílum innar en við. — Það var ekki skemmti- legur tími á meðan Þorska- stríðið stóð yfir. Ég var sár og hryggur út af því, sem sum íslenzku blöðin sögðu um mig á þeim tima. Ég var þá með Nórthérn Prince og fór í öllu að alþjóðalögum og virti hina nýju islenzku reglu gerð fullkomlega, þótt brezka stjórnin hefði þá ekki sam þykkt hana En sum íslenzku blöðin báru á mig mjög leið- an óhróður. Þótt ég væri sak- laus hafði ég sem brezkur togara mjög erfiða aðstöðu til andsvara. — Þá var það, að hinn góði þegn og skipstjóri á brezkum drengur og sanngjarni, Eirík- ur Kristófersson, skipherra, tók upp minn málstað og leið rétti miskilninginn, því auð- vitað var um misskilning að ræða hjá blöðnunum. Ég get seint fullþakkað skipherran- ! um þann mikla greiða, sem hann gerði mér í þetta skipti. En þannig var hann, mjög réttsýnn maður. — Ég hef sjaldan komið í hafnir hér. Það hefur helzt gerzt þegar viðgerða var þörf. Og í þau tæpu 30 ár, sem ég hef starfað meðal Eng lendinga, hefur enginn íslend ingur verið á sama skipi og ég. — I Grimsby sé ég aldrei íslenzk blöð, en ég þekki nokkra Islendinga sem bú- settir eru í nágrenni við mig. Málinu hef ég haldið við með því að hlusta á útvarpið. Ég er mestan hluta ársins á ís- landsmiðum og hlusta þá á- vallt á islenzka útvarpið og hef þannig fylgzt með íslenzk um málefnum. — Ég ann íslandi og óska því og þegnum þess alls hins bezta, þótt ég sé fóstursonur annarar þjóðar. Ég kann vel við mig í Englandi og hef ekki í hyggju að flytjast heim á Frón hér eftir, en mun eyða ævikvöldinu með þeirri þjóð, sem hefur alið mig í nær aldarþriðjimg. — Ég hef verið heppinn á mínum skipstjórnarferli, því aldrei hefur alvarlegt slys orðið um borð hjá mér. Eins var það á stríðsárunum. Það kom aldrei óhapp fyrir þau skip sem ég var á. — Ég er síðastí íslenzki skipstjórinn á brezkum tog- ara. Mér er ekki kunnugt um, að neinn annar íslendingur sé við stjórn á brezkum tog- ara á íslandsmiðum. En marg ir hafa verið það. — Nú er ég hér í heimsókn með Vigdísi konu minni og er það í fyrsta skiptið frá 1937 sem við komum saman til íslands. Við búum hjá frændfólki konu minnar. Við eigum 3 börn, Hrafnhildi, sem er 31 árs og er gift lög- fræðingi í Grimsby, Auði, sem er 29 ára og er gift heildsala, og Jón, sem er 20 ára og er að læra sölu- mennsku. ;— Við hjónin erum yfir okkur undrandi á framfönm- um hérna og dáumst mjög að hinum fallega stíl á nýjustu húsunum. Það hafa orðið miklar breytingar frá því fyr ir stríð. — Við verðum hér aðeins í 8 daga, en höldum þá til Grimsby. Um áramótin hætti ég svo sjómennsku og fer í land. En það versta er, að ég hef ekki hugmynd um, hvað gamall togaraskipstjóri gerir í landi. * Konur og stjórnmál ÞAÐ er athyglisverð staðreynd og tilefni til gaum- gæfilégrar íhugunar, að framtíð lýðræðislandanna í , stjórnmálalegu tilliti skuli nú vera í höndum kvenna. Það er ekki svo ýkja langt síðan konur voru taldar með öllu óhæfar til þátttöku í stjórnmálum, síðan þeim var skikkað að sjá um börn og bú eða ganga í klaustur ella. Þær áttu lengi við að búa fyrirlitn- ingu karlmanna og svipað atlæti af þeirra hálfu og frumstæðar þjóðir af hálfu hinna er lengra voru 1 á veg komnar. Margir karlmenn voru þeirrar skoð- unar, að konur bæru ekkert skynbragð á stjórnmál og fráleitt væri að þær létu þau nokkuð til sín taka, aðrir töldu aftur á móti ástæðulaust að veita konum nokkur réttindi þar sem þeim væri innan handar að hafa af eiginmönnum sínum eða elskhugum það sem þær vildu og gætu og gáfulegra væri að halda heldur í við þær um slíkt Síðan konur fóru að taka virkan þátt í stjórnmálum hefur margt breytzt. Þær taka yfirleitt alvarlega borg- aralegar skyldur sínar, reyna að rækja þær eins og þær bezt geta og þær hafa mikið gert til þess að spekja stjórnmálamennina og stilla til friðar á þeim róstusama vettvangi. Þær eru hálfu meirí friðarsinn- ar en karlmenn, enda er það þeirra að ala börn og koma þeim upp. Og kosningaabrátta er með öðrum svip í löndum þar sem konur láta stjórnmál til sín taka en í hinum þar sem því er ekki að heilsa. Þó sjálf 1 kosningabaráttan fari kannski fram með friði og spekt er oft engu auðveldara að sjá um úrslit, því konur eru ekki eins flokksbundnar og karlmenn, hafa ekki eins fastmótaðar skoðanir og eru miklu líklegri til þess en þeir að skipta um flokk ef frambjóðandi úr öðrum flokki fellur þeim betur í geð. Þétta gerir oft strik í reikninga stjórnmálamannanna. Hvers vegna tóku karlmenn eiginlega upp á því á nítjándu öldinni að fara að veita konum kosninga- rétt? Þjóðfélagsfræðingur einn, Gaston Bothoul, segir í nýútkominni bók sinni, að þjóðfélagslegar forsendur liggi þar að baki. „Þjóðfélagsleg réttindaaukning konunnar", segir hann, „stendur í beinu hlutfalli við lækkaðan ungbarnadauða. Það er að segja, konur urðu að eyða ævinni til þess að mestu leyti hér áð- ur fyrr, að ala börn, ef nokkur von átti að vera til þess að einhver þeirra kæmust á legg.“ Ungbarna- dauðinn gerði konur nánast að varphænum og það var ekki við því að búast að þær gætu sinnt nein- um borgaralegum skyldum. Sjálfur er ég ekki alls kostar sammála þjóðfélagsfræðingnum í þessu. Það er töluvert um barnmargar fjölskyldur nú á tímum og ekki get ég séð að mæður fleiri barna séu neitt áhugaminni en mæður færri barna um að neyta kosningaréttar síns. Ég myndi halda, að sókn kvenna í átt til frelsis og jafnréttis sé þáttur í hinni miklu frelsishreyfingu nítjándu aldarinnar, sem leitt hefur til frelsunar þrælkaðra þjóða, stétta og þá líka kvenna. ÍEn heimsstyrjaldirnar tvær sem orðið hafa á tutt- ugustu öldinni, hafa líka átt sinn þátt í því að kon- ur hafa farið að láta stjórnmál til sín taka. Karl- mennirnir, sem svo lengi höfðu setið einir að stjórn ríkjanna, höfðu með framferði sínu ekki staðfest eða sannað þá stjómvizku er réttlætti að þeir sætu einir með stjórnartaumana. „Það er reynsla ald- anna“, segir Gaston Bothoult, „að því miður lyktar svo nær öllum deilum karlmanna að vopnin eru látin skera úr — það er eins og karlmenn sjái ekki aðra leið færa, eins og þeir viti hreint ekki hvað eigi annað að taka til bragðs en að fara í stríð.“ Vinur minn einn, sem síðar beið bana á vígvellinum, sagði oft: „Karlmenn hafa mætur á styrjöldum af sömu sökum og þeir hafa mætur á kaffihúsunum, af því að þangað fara þeir ekki með eiginkonur sínar.“ — Fullhugum var str-íð fyrirheit um mannraunir og ævintýri, leiðtogunum tákn um vald þeirra og mátt. „Stríð“, sagði skáldið Paul Valéry einhverju sinni við mig, „er undarleg tilskikkan þar sem menn er ekki þekkjast hætishót, drepa hverjir aðra og myrða, til lofs og dýrðar öðrum mönnum, sem þeldcjast og drepa ekki hverjir aðra né myrða.“ Konan átti að vera hinum stríðandi manni hugg- un og athvarf þegar lát varð á bardögum. En hún þreyttist brátt á því. Það er eigind konunnar að vilja stríða á móti eðli hennar. Til þessa hafa konur ekki haft tök á að koma í veg fyrir styrjaldir, þar hafa karlmennirnir ráðið öllu um. En hvað er því til fyrirstöðu að þær geti það nú? Gaston Bothoult gerir það að tillögu sinni, að konur verði látnar skipa helming allra þingsæta og fái jafnan hlut á móti karlmönnum í öllum ríkisráðum. Ef öll stór- veldi heims fylgdu þessu heilræði þjóðfélagsfræð- ingsins yrði öðru vísi umhorfs í heiminum en nú er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.