Morgunblaðið - 05.09.1965, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 5. sept. 1965
Skúli Skúfason:
Snarpasta kosningahríð í
Noregi síðan fyrir stríð
Nesbyen, 1. september: —
SÍÐASTLIÐINN hálfan mán-
uð hafa norsku stjórnmála-
flokkarnir verið að kynna sig
fyrir háttvirtum kjósendum í
sjónvarpinu, 90 mínútur þrjú
kvöld vikunnar. Þessum kynn
ingarkvöldum er þannig hag-
að, að sex flokkarnir eiga að
garrga í skrokk á þeim sjö-
unda með óþægilegum fyrir-
spurnum um stefnu hans í
ýmsum málum, en talsmaður
flokksins að svara. Fyrsta
kvöldið, 20. ágúst, var formað
ur stjórnarflokksins, Trygve
Bratteli í eldinum, næst kom
vinstri, þá kristilegi flokkur-
inn, þá hægri, en þar varð
séra Per Lönning fyrir svör-
um, því að fyrrverandi for-
maður, John Lyng, settist 1
fylkismannsstólinn í Akurs-
húsfylki I dag og er því orð-
inn óvirkur í stjórnmálum, en
nýi formaðurinn, Sjur Linde-
brekke er á ferðalagi víðsveg
ar um endilangt landið. Fyrir
miðflokkinn (bænda) svaraði
formaðurinn, Per Borten, en
í kvöid' svaraði Leif Johan-
sen prófessor fyrir kommún-
ista. Þá er aðeins sósíalista-
flokkurinn eftir, en þar verð-
ur vitanlega Finn Gustavsen
fyrir svörunum á föstudags-
kvöld. Því að öllum öðrum
fremur getur hann sagt: —
„Flokkurinn, það er ég sjálf-
ur“.
Eiginlega hefur ekki verið
mikið á þessum útvarpshnipp-
ingum að græða. Stundum er
spurt um svo líitlsverða hluti
að manm liggur við að brosa,
stundum um það, sem eng-
inn mennskur maður getur
svarað. Og stundum út í hött,
en það getur líka haft áhrif
á kjósandann, ef svarað er
hnyttilega.
Talsmenn borgaraflokkanna
fjögurra hafa vitanlega gætt
mestu nærgætni í spurning-
um sínum ög svörum, hver til
annars, til þess að styrkja trú
kjósenda sinna á það, að ef
þeir geti myndað stjórn eftir
kosningarnar, mundi þar
ríkja „eining andans í bandi
friðarins-*. Öðru máli gegnir
um vinstriflokkana þrjá. Tals
maður kommúnista dró t.d.
ekki dul á það, að flokkur
hans hefði — til þess að
hjálpa stjórnarflokknum —
ekki boðið fram í fjórum kjör
dæmum, og löngu áður óskað
samvinnu við flokkinn um
framboð, en verið hundsaður.
Sósíalistaflokkurinn virðist
vinsamlegri í garð stjórnar-
flokksins, víst er um það. að
ef kosningarnar færu svo, að
þessir tveir flokkar næðu
meirihluta saman, mundi
Finn Gustavsen ekki láta sér
detta í hug að leika hlutverk
„kálfsins í postulínsbúðinni“.
eins og hann gerði fyrir tveim
árum, ei hann feldi Gerhard-
sen. — Af þingstuðningi komm
únista við væntanlega verka-
mannastjórn er lítið talað, því
að flestir eru þeirrar skoðun
ar, að þeir fái engan mann
kosinn, fremur en 1961, og
muni hverfa úr sögunnL
Þeir hafa að vísu kjörið
sér nýjan formann, Reidar
Larsen (ritstjóra „Friheten")
í stað Emils Lövlien bónda í
Löten á Heiðmörk, sem alla
tíð eftir stríð hefur verið for
ingi þeirra, en er orðinn aldr
aður. Larsen, nýi formaður-
inn, boðar stefnubreytingu
hjá flokknum, meiri lipurð í
túlkun stefnunnar, vináttu
við allar þjóðir o. s. frv. — og
telur Stalín skaðlegasta
skemmdarverkamann Marx-
stefnunnar. En hvort þetta
stoðar nokkuð, er annað mál.
Að minnsta kosti kemst for-
maðurinn ekki á þing, sem
13. maður í Osló, því að til
þess yrði flokkurinn að auka
atkvæðatölu sína um ca. 110%.
Hinsvegar vantaði Lövlien að
eins 17 atkvæði þá, til þesa
að ná kosningu í Heiðmörk,
svo enn er hann eina vonin.
í Noregi eru 20 stórþings-
kjördæmi: Osló, Bergen og 18
fylkin, sem fram á þessa öld
voru kölluð ömt, eins og
heima. Nafnaskiptin urðu um
líkt leyti og þegar Kristiania
var endurskírð Osló fyrir 40
árum. Fram til 1949 voru kjör
dæmin 29, og þannig skipt að
fylkin 18 skyldu kjósa 100
fulltrúa á þing, en bæirnir 50.
Þetta átti að miða að því að
þingvaldið skiptist sem réttast
milli kaupstaða og sveita. En
stöðunum raskaðist hlutfallið
milli sveita og bæja svo gífur
lega, að þessu varð að breyta
í það horf sem nú er, og er
það þó orðið úrelt í dag. Þó
Osló eigi 13 fulltrúa á þingi
nú, er máttur kjósandans þar
miklu minni en í flestum öðr-
um kjördæmum, því að Osló
vex hratt. — Og í Noregi eru
engin uppbótarþingsæti til að
jafna misfellurnar.
Kringum 1750 eru í fram-
boði við kosningarnar 12.—13.
þ.m. (í mörgum kjördæmum
verður aðeins kosið þ. 13., því
að yfirkjörstjórnirnar ráða,
hvort kosið verður daginn áð-
ur, líka).
— Við þessar kosningar
bjóða flokkarnir fram, sem
hér segir: Verkamannaflokk-
urinn (stjórnarfl.) í öllum
kjördæmum. Hægri sömuleið-
is. Hinir flokkarnir bjóða
ekki fram allstaðar, ýmist
vegna þess að þeir hafa enga
von, eða þá að þeir eru í
opinberu eða leynilegu sam-
Trygve Brattell
var í eldinum
bandi við einhvern annan
flokk og vilja veita honum
stuðning. T.d. eru hægri og
kristilegi flokkurinn í þannig
sambandi í Bergen (eins
og 1961), miðflokkurinn og
vinstri í Austfold en bænda-
flokkurinn býður heldur ekki
fram í Osló, til þess að dreifa
ekki atkvæðum borgaraflokk-
anna, í von um að þeir nái 7
þingsætum höfuðstaðarins (en
stöðunum raskaðist hlutfallið
1961 fengu verkam.fl. 6 Og
Sosíalistar fengu Gustavsen).
I Osló býður fram nýr flokk-
ur, sem kallar sig „Frihets-
værnet“, en ekkert nafn kann
ast ég við, sem er á lista hans,
og tel ólíklegt, að hann komi
manni að. Sama er að segja
um annan flokk, sem kallar
sig „Norges demokr.parti",
sem hefur risið upp á Roga-
landi, og hefur það til síns
ágætis að það hefur ekki
nema 3 menn á lista sínum,
þó þingsæti fylkisins séu tíu.
II.
Hér hafa verið tiltíndar
nokkrar upplýsingar almenns
efnis, þó að þær séu tæpast
þær, sem lesandinn vill helzt
sjá en eru þó nauðsynlegar
til þess að geta gert sér grein
fyrir úrslitunum 13. sept. Ég
vil helzt ekki taka að mér að
gerast spámaður um þau,
vegna þess að mér finnst tví-
sýnan vera meiri nú, en hún
hvjunn gegn Einari Ger-
hardsen aldrei jafn hörð
og nú
hefur verið við nokkrar kosn-
ingar í Noregi síðustu 30 árin,
en síðan 1935 hefur verka-
mannastjórn- verið ráðandi í
Noregi, þar af 5 ár erlendis
— hernámsárin. Enginn góður
Norðmaður viðurkennir að lög
leg stjórn hafi verið í land-
inu frá 7. júní 1940 til 8. maí
1945.
En um úrslitin núna er fyrst
Og fremst að hafa það í huga,
að við síðustu kosningar,
1961, voru vinstri — og hægri
atkvæðin svo að segja hníf-
jöfn, 46,8% hjá stjórnar-
flokknum og 2,4 hjá Finn
Gustavsen ,sem dró sjálfan
sig og Asbjörn Holm inn í
þingið, og 2,9% hjá kommún-
istum, sem drógu engan í
land, þó þeir væru liðsterkari
en Finn. — Hinsvegar voru
svo hægri, sem fengu 19,3 á
„hreinum listum", kristilegi
Á. með 9,3%, vinstri með 7,2.
og miðflokkur (bændafl. með
6,8%. En á samlista borgara-
flokkanna féllu samtals 5,1%
atkvæðanna, þar af 4,1 á sam-
lista miðflokksins og vinstri,
en þeir voru í fjórum mjög
áríðandi kjördæmum, hérum-
bil þeim sömu, sem nú geta
ráðið úrslitum á reiptoginu.
Hvaða flokkum vex fylgi
undanfarin þrjú kjörtímabil?
spyr margur. Árið 1949 náði
verkamannaflokkurinn mest-
um þingmannafjölda, sem
hann nokkurntíma hefur haft:
85 fulltrúa í þinginu, en við
John Lyng
orðinn óvirkur í stjórnmálum
næstu kosningar hrapaði talan
niður í 77, bætti svo við sig
einum manni 1957, en missti
svo.fjóra í síðustu kosningum
og komst í minnihluta í fyrsta
skipti eftir stríð. Það var Finn
Gustavsen sem Olli því, en
hann kom ekki við þann 4.
mann, sem stjórnarflokkurinn
hafði tapað, heldur aðeins
helminginn, sem reyndist þó
nógur til þess að sýna „mátt
þúfunnar". — Hægri hafa ver
ið í vexti á síðan 1953, og
enda síðan 1945 og hefur fjölg
að um fjóra á þingi, upp í 29.
Kristil.flokkurinn hefir 15
þingsæti nú, í stað 14 árið
1953, og miðflokkurinn hefur
bætt við sig einu þingsæti við
þrennar síðustu kosningar og
á nú 16 sæti á þingi, en
vinstri 14 aðeins og má minn-
ast betri daga, er hann var
mestu ráðandi í Noregi í tíð
Gunnars Knudsens og Joh.
Ludw. Mowinkels, hins góða
Islandsvinar.
— Á því kjörtímabili sem
nú er að enda hefur margt
skeð. Borgaraflokkarnir hafa
hnappast betur saman um sín
gömlu ákærumál gegn Ger-
hardsenstjórninni: seinlæti í
sjúkrahúsa- og skólabygging-
um, vegalagningum og þess
háttar, eins og gerist og geng-
ur í öllum lýðræðislöndum.
Hjá kjósendum held ég, að
það sem helzt gæti raskað at-
kvæðafylgi kjósandans, miundi
verða þetta: — Hva'ða skoð-
anir hafa þeir' 4 árgangar
nýrra kjósenda, sem komið
haifa til sögunnar síðan 1961,
á framrbíðarmálum þjóðarinn-
ar? — Það er svo að sjá,
sem þeir hugsi meir um Viet-
Nam og Kasmir stundum, en
þeir hugsi um hvernig Noregi
skuili stjómað. — Eðli ung-
menna og vei*ður alltaf
þannig, að eina boðorðið heit-
ir: að vera óánægður með allt!
Og það er alls ekki sigurvæn-
legt í neinu landi, „ef æskan
vill (ekki) rétta þér örvandi
hönd“ (hans Þorsteins Erlings
sonair). En ekki veit ég
hvernig æskan snýst við Ger-
hardsen. Mér finnst á sumum
ungmennum, sem ég tala við
að þeim þyki hann of seinlát-
ur. En hvort þetta er aðeins
í nösunum eða í huganum er
ainnað mál.
— Eitt aðalmál kosning-
anna núna er löggjöfin um la-
menn eftirlaun (pension) fyrir
alla þegna þjóðfélagsins. Á
fundi í Sandefjord fyrir nær
20 d'ögum, gaf Einair Gerhard-
sen í skyn, að ef borgaraflokk
amir kæmust til valda mundu
Vanefndir verða af þeirra
háífu um að koma á þeirri
eftirlaunalöggjöf, sem nú er
fyrirhugu'ð í Noregi og undir
búin af hálfu núverandi stjórn
ar. En þetta kom í rauninni
úr hörðustu átt, því að ein-
mitt John Lyng hafði í sinni •
stuttu stjómartíð fyrir 2 ár-
um lagt áherzlu á, að flýta
framkvæmd eftMaumalag-
amna.
— En það sem er efst á
baugi í kosningabaráttunni
núna, eru kærur stjómarand-
stæðinga útaf ýmsum grein-
um atvinnumálanna. Iðna'ðar-
málaráðuneytið hefur sannan-
lega verið í vanhirðu hjá ríkis
stjóminni. Tvær rannsóknar-
nefndir hafa verið starfandi í
þeim málum, en sá sem réð
stjóminni þar og sumir kalla
„syndebukken" (amakeflið)
er nú austur í Japan, ti'l þeSs
að semja um hlutdeild Nor-
egs í hvalveiðum.
Kjelfl Holler var sem sé
íðnaðarmálaráðherra á þeim
táma, sem mestu misflellumar
urðu á starfsemi þeirrar stjórn
ardeildar, og þær misfellur
þýða vafalaust mörg þúsund
atkvæða tap fyrir verka-
mannastjórnina 13. sept. Beitt
vopn borgarflokkanna þessa
dagana eru: eftirlitsleysi með
f j ármunum 'ríkisins, en sá sem
það var "falið, situr nú í gæzlu
varðhafldi, — samningar við
Husnes-fyrirtæki, sem er að
byggja aluminumsgerð í utan
ver'ðum Hardangursfirði, fyrir
öyggjuleysi um undirbúning
ýmsra fyrirtækja, svo sem
koksbrennzlu Svalbarðaskola
sem síðan reyndust óbrúkleg
til þess að vinna koks úr þeim,
o.ffl. o.fl. — Ríkisstjórnin hef-
ur viðurkennt, að undirbún-
ingur sumra þessara fyrir-
tækja hafi gerð af fljótfæmi
oig án nógu mikils undirbún-
ings.
Nú, eftir að fór að „sjóða
upp úr pottinuim“ hefur nýtt
mál bætzt við — lika frá iðn-
aðarmálaráðumeytinu. Það
er viðvíkjandi námuteigum á
Svalbarða, sem ameríikanska
olíufélagið Galtex hefir fengið
leyfi tiil að nýta. Eftir því sem
mér skilst átti þetta að beraat
undir utanríkisráðuneytið, en
tvísöngnum ber saman um,
um, að það hafi gleymzt. Þetta
miáfl er mjög svertuimilkið í
fyrirsögnum noraku blaðanna
undanfarna daiga. Upplýsingar
eru hinsvegar fyrir um þaf, mS
gerðir samningar uim námu
teiga á Svaibarða séu fyrir-
liggjandi, bæði við Caltex og
rússneskt olíufélag og hdjóði
báðir upp á það, aS norska
rikið fái 10% af brúttóógóða
fyrirtækjanna í landekuld
(eða það sem kallast • frroy-
aity“ — í milflilandasamning-
um).
Sóknin gegn Einari Ger-
hardsen hefur aildrei verið
jafn hörð og hún er þessa dag-
ana. Og ég gæti vei hugsað
mér, að flökkur hans fengi
ekki nema 68—70 þingsæti nú.
Hvort Finn Gustavsen bætir
við sig einu eða tveim, skiptir
engu máli því að þá eru borg-
araflokkarnir orðnir ráðandi
og verða að sýna, í fram-
kvæmd, að þeir geti orðið sam
mála um að framfcvæma sem
flesfl af því, sam nú er lofað í
kiosningahitanum.
— Hér er svo mikill rugl-
ingur milli flokka, að ég veit
varla í hvaða flokki ég er,
sagði gamall maður hér á
Nesbyen í fyrradag, er við tók
um tal saman. „Ég hef greitt
Gerhardsen atkvæði síðan
1845, en nú veit ég ekki hvað
ég á áð gera. Hvað gerir þú?
sagði Einar gamli Bolsta —
(það er á íslenzku sama sem
Bólstaður). Ég sagði honum,
að síðan 1929 hefði ég ekki
haft kosningarrétt neinsstað-
ar í veröldinni, en þá sagði
hann bara: „hvílík guðsbless-
un fyrir þig!“
— En hvað sem öðru líður
þá finnst flestum norskum
kjósendum það guðsblessun,
er þeir vakna 14. september
að kosningarhríðinni er lok-
Framh. á bls. 31