Morgunblaðið - 05.09.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.09.1965, Blaðsíða 17
Surmudagur f. SCpt. Í965 MOkGUHBLAÐIÐ 17 i Ráðherraskipti Núverandi ríkisstjórn hefur setið miklu lengur en nokkur önnur frá því að þingræði hófst á landi hér. Það er þess vegna eðlilegt, að breyttar aðstæður og þá ekki sízt persónuhagir ráð- herranna hafi leitt til manna- skipta í stjórninni. Nú hafa þrír nf sjö, sem í upphafi skipuðu viðreisnarstjórnina haustið 1959, látið af störfum og nýir menn komið í þeirra stað. En stjórnin er enn hin sama. Hún er studd *f sömu flokkum og sömdu um samstarf sín á milli í nóvember 1959. Þeir samningar voru end- urnýjaðir eftir kosntngasigurinn 1963, og má raunar segja, að þeir endurnýist stöðugt með samkomu Idgi um lausn aðkallandi vanda- mála og undirbúning nýrra stór- átaka. Starfskipting er hin sama og flokkarnir upphaflega sömdu um. í samræmi við það, sem hér hefúr tíðkazt í samsteypustjórn- um, ræður hver flokkur að sjálf- sögðu sínum ráðherrúm og hvern ig hann skiptir þeirra í milli störfum, sem flokknum hafa fall- ið í hlut. Eina undantekningin, sem kunnugt er um frá þeirri reglu, er þegar Alþýðuflokkur- inn sumarið 1934 neitaði Jónasi Jónssyni sem forsætisráðherra, þó að Framsóknarflokkurinn nefndi -hann til þess starfs eftir »ð samkomulag hafði orðið um Á ferð við Hofsjökul. Ljósm. Þorst. Jós. inn þátt í viðskiptasamningun- úm, sem gérð'ir vorú við Sovéfc- ríkin strax eftir lok síðari heims- styrjaldarinnar. Þrátt fyrir þetha hafði það þá engan byr að láta kommúnista ráða utanríkisstefnu íslands, Þess vegna var Kefla- víkursamningurinn gerður haust ið 1946, þó að kommúnistar létu öllum illum látum og hyggðust knýja vilja sinn fram með því að leggja við áframhaldandi veru sína í ríkisstjórn. Eftir brott- hvarf þeirra reyndist skammt þangað til, að Sovétstjórnin neit aði gersamlega viðskiptasamiv- ingum við íslendinga. Stóð þó sannarlega ekki á íslenzkum stjórnarvöldum um slika samn- ingsgerð. Ár eftir ár var leitað til Sovétstjórnarinnar um samn- ingaviðræður en hún lét þeirra engan kost. Á árinu 1953 breytti hún skyndilega um stefnu og voru þá á ný gerðir viðskipta- samningar undir forystu Bjarna Beneditkssonar þáverándi utan- ríkisráðherra, enda hafði* hann árum saman leitað eftir slíkri samningsgerð. Af skrifum Þjóð- viljans nú er svo að sjá sem fyrri landhelgisdeiian við Breta hafi átt þátt í þessari stefnu- breytingu Sovétstjórnarinnar eða e.t.v. öllu ráðið um hana. Hvað sem um það er, hafa viðskipti við Sovétstjórnina ætíð síðan verið verulegur þáttur í utan- ríkisviðskiptum okkar, og allir ís lendingar talið slika samnings- gerð æskilega. REYKJAVIKURBREF •ð Framsókn skyldi mynda stjþrn. En upplýst er, að sú neit- vm var gerð með vitund og yilja -rp Og raunar eftir ósk — meiri- hluta Framsóknar, sem þótti bet- v^r ,fara á að hafa þvílíka hræsni f frammi gegn formanni sínum og aðalstofnanda. Fyrsti ráðherra í úr verkalýðsstétt í samræmi við þessa allsherj- •rreglu var það Alþýðuflokk- urinn, sem ákvað, að Emil Jóns- •on skyldi taka við störfum Guð- múndar í. Guðmundssonar þegar hánn sagði af sér, og valdi Egg- ert Þorsteinsson til að koma i Emils stað. Skipun Eggerts til ráðherrastarfa hefur hins vegar verið tekið vel af öllum — jafn- vel af málgögnum stjórnarand- stæðinga. Eggert á þegar að baki langan þingferil og hefur jafnt á Alþingi sem annars staðar get- ið sér hið bezta orð. Hann er óáleitinn og málefnalegur í rök- ræðum og reyndist réttsýnn og virðuíegur forseti Éfri deildar. Að einu leyti er valdataka hans •lger nýjung. Áðuf hafa ýmsir foringjar verkalýðshreyfingar- innar gegnt ráðherrástörfum. En þeir hafa engir — þótt í hinum svokölluðu „verkalýðsflokkúm" hafi verið — komið úr verkalýðs- stétf, heldur allir áskotnazt verka lýðshreyfingunni utan að, ef svo má segja, sem foringjar. Eggert Þorsteinsson er hinn fyrsti ráð- herra á íslandi, sem frá æsku- dögum hefur vaxið upp inúan verkalýðshreyfingarinnar, unnið þaír fýrir sér sem hver annar og þokast áfram til vaxandi vegs og vanda vegna trausts stéttar- bræðra sinna. Cuðmundur í. S • 1 : lætur af farsælli stjórn utanríkis- mála Þegar Guðmundur í. Guð- mundsson tók við stjórn utanrík- ismála fyrir rúmum 9 árum, var honum mikill vandi á höndum. Með myndun vinstri stjórnar- innar var ekki sízt tilgangur- inn að leggja inn á vinstri ieið Laugard. 4. sepL 1 f méðferð utanríkismála. Her- mann Jónasson háfði fyrir kosn- ingarnar 1956 lýst yfir því klökk- um rórrii í alþjóðar áheyrn, að betra væri að vanta brauð en hafá hér í landi. Þessi ýfirlýsing átti að marka hina' riýju stefnui Ekki er að efa, að ýmsir í stjórn- arflokkúnum gerðu sér frá upp- hafi grein fyrir að þarna hafði fremur verið talað út í hött en bent á ráunhæfa leið. Þeir, sem í alvöru hafa hugsað um varnir íslands, hafa aldrei metið þær til fjár, heldur hitt hvort þeirra væri þörf vegna öryggis íslands og tryggingar heimsfriði. Guð- mundur í. skildi skjótlega, að meira bar að meta raunveru* leika en orðaskak. Atburðarásin skar raunar áður en varði úr um það, að öll óskhyggja um varnar-, leysi hlaut að vera úr sögunni. Áður en hálft ár var liðið frá myndun vinstri stjórnarinnar sáu allir skyni bornir menn, að Islendingar gátu ekki farið neina „vinstri leið“ í varnarmálum. Afturkastið frá orðaskakinu næstu mánuði áður var svo sterkt, að jafnvel kommúnistar þorðu ekki á sér að bæra í þess- um efnum næstu misserin. Sjálfr, staéðismenn höfðu frá upphafi séð, að allt var þetta vinstra tal tóm ráðleysa. Segja má þó, að éins og á stóð í íslenzkum stjórnmálum um þær mundir hafi það verið söguleg nauðsyn að viristri leiðin væri reynd, svo að augljóst yrði, að þar væri á villigötum farið, eins og Guð- mundi I. Guðmundssyni tókst ótvírætt að sanna. Vandinn í land- hel^ismálinu sízt minni Vandinn, sem skömmu síðar varð að leysa í landhelgismál- inu, var sízt minni. Éftir að at- burðirnir í Ungverjalandi haUst- ið 1956 höfðu sýnt kommúnist- um fram á, að vonlaust mundi að gera þátttöku okkar í At- lantshafsbandalaginu að engu með uppsögn varnarsamningsins, þá beindu þeir huga sínum að því að nota landhelgismálið til að kljúfa á milli okkar og banda- lagsþjóða okkar. Allir íslending- ar voru og eru sammála um nauðsyn þjóðarinnar á sem állra viðtækastri fiskveiðihvffsöp'u — Kommúnistar þóttust þess vegna sjá sér leik á borði með því að nota þetta þjóðnytjamál í senn til að gera- tortryggilega þá, sem hvöttu til varúðar, og espa til óvildar gegn þeim útlendingum ér héldu fast við það, sem þeir töldu hefðburidinn " rétt sinn. — Framsóknarflokkur-inn hafði 1956 falið komiriúnistum úr- slitavöld í landhelgiámálinu. Auðvitað vildi Framsókn eins og aðrir Islendingar ná sem stærstri fiskveiðilögsögu, en fýrst og fremst beindist áhi>ginni-að því að halda- stjórninni sarnan. Þess vegna var Lúðvik látinn ráða aðferðinni, þó að fyrirsjáanlega leiddi til þess að spilla fyrir okkar góða málstað út á við. Stærsti sigurinn Þessarj hættu reyndi Guðmund ur í, í lengstu lög að afstýra. Á sínum tíma gagnrýndu Sjálfstæð .ismenn hann fyrir að hafa ekki sýnt í þvi nægan skörungsskap. Eftir á verðuf að játa, að samn- ingarnir, sem sumarið 1958 fóru fram innan Atlantshafsráðsins í .París, áttu sinn þátt í því að af- stýra hinum mestu vándræð- um. Eins og á stóð, má það teljast þrekvirki, að þeir sámningar skyldu geta átt sér stað, og hefði það ekki orðið nema með at- beina Framsóknar, sem reyndi að fara bil beggja milli samstarfs flokka sinna og var hvorugum þeirra trú. Hún var hins vegar eindregin í óvild sinni til Sjálf- stæðismanna og staðráðin í að setja þá til hliðar. Forystumenn hennar neituðu algerlega að fall- ast á þá tjllögu Sjálfstæðismanna að efnt yrði til fundar æðstu manna íslendinga og Breta og helztu ráðamanna Atlantshafs- bandalagsins til að koma í veg fyrir herhlaup Breta hingað haustið, 1958. Með því að taka þá hugmynd upp éftir að yfirráð Framsóknar og kommúnista voru úr sögunni, tókst að leysa málið með hinum farsælu samningum árið 1961. í þeirri samningsgerð átti Guðmundur I. Guðmundsson heillaríkan þátt, og verður þess áreiðanlega lengi minnst honum til lofs. „Tlie British cliinbed down“ f Bevkiávík'urbréfi var- tekin upp þýðing Alþýðublaðsins á frásögn brezka blaðamannsins Richards Gott af þátttöku hans, ásamt Ólafi Jóhannessyni pró- fessor, varaformanni Framsókn- arflokksins, í héraðsmóti Fram- sóknarmanna í Skagafirði. Vegna þess að Tíminn talar sí og æ um ósigur íslendinga í landhelgismál inu, er fróðlégt að lesa, hvað þessi enski mótsgestur Fram- sóknar skrifar um þetta efni. Gott talar um landhelgismálið í grein í Manchester Guardian Weekly, hinn 26. ágúst sl. og segir þar m.a.: „Langvinnasta samband Eng- lands við ísland hafa fiskveiðar myndað og fyrir óvopnaða þjóð, sem alls ekki vill beita valdi, var ísland einstaklega áhrifaríkt í fiskistríði sínu við England. Brezki hæfileikirin til friðunar (,,appeasement“) hefur aldrei sýnt sig betur en 1961, þegar við létum gersamlega undan ís- lenzku kröfunum. Það var ótrú- lega vægilega til orða tekið, þeg- ar við mig var sagt: „Bretland var mjög göfuglynt.“ Oftar heyrði ég sagt: „Ég mundi ekki hafa samþykkt þetta, ef ég hefði verið Breti“. „— — — Bretar sendu rak- leitt herskip til að vernda tog- ara sína. En eftir þrjú ár, gáf- ust Bretar upp („The British climbed down'j, þrátt fyrir það, þó að Íslendingar hefðu í raun og veru ekkert til síns máls. Friðun („appeasement") ^r engu að síður oft nytsamt vopn í skiptum þjóða á milli, og þó að togarar frá Hull og Grimsby hafi ef til vill i bili misst eitt- hvað af fiski, þá er Bretland aftur orðið aðalviðskiptaland íslands." Rétt er að géta þess, að orðið „appeasement", sem hvað eftir annað kemur fyrir i grein Gotts, og helzt maétti þýða með orðinu „friðun", hefur eftir Múnchen- sarimingana 1938, harla ógeð- felldan blæ í ensku máli, og væri sízt of sterkt til orða tekið, þótt það væri þýtt með „undanhald“ eða „uppgjöf.“ íslendingar munu raunar seint viðurkenna, að við höfum ekk- ert haft til okkar máls, en játn- ingin á algerum ósigri Breta er því eftirminnilegri, ef þannig er litið á. Sovét-stjórnin liafnaði viðskipt- um Á sínum tíma duldist engum, að þátttaka kommúnista í ís- lenzku ríkisstiórninni átti mik- „Gaffalbita-póli- tík“ Eftir frásögn íslenzkra komm- únista sjálfra er það mjög und- ir þeirra atbeina og óskum kom- ið, hvort viðskiptin við Sovét- stjórnina aukist, dragist saman eða hverfi með öllu. Um .þetta liggja fyrir óteljandi umsagnir af þeirra hálfu. Einn skýrasti vitnisburðurinn fólst í yfirlýs- ingunni, sem birt var í Þjóðvilj- anum 9. september 1964. Á grund velli þeirrar yfirlýsingar var þvi síðan haldið fram í Þjóðviljan- um, að unnt væri að ná grund- vallarsamriingi við Sovétstjðrn- ina um sölu á niðurlagðri og niðursoðinni síld fyrir allt að -200 millj. kr. En nú er á daginn komið, að Sovétstjórnin hefur aldrei verið erfiðari í samningum en að þéssu sinni, þegar hún á annað borð hefur verið viðmælandi. Hannibal Valdemarsson, for- maður Alþýðubandalagsins, hef- ur í þessu reynzt raurisærri en „félagarnir" sem í fyrrá tölúðu við Brezhnev. Hannibal sakáði þá þegar í stað um að blanda §am- an stjórnmálum og verzlun og talaði í háðslegum tón um „gaff- albita pólitík." Svipta neytendur rétti Til þess að reyna að draga at- hyglina frá þessum óförum fitja kommúnistar nú upp á einú her- bragðinu eftir anað, og fæst rit- stjóri Þjóðviljans þó með engu móti til að bera saman skatta- kerfi í Sovét-Rússlandi og á Is- landi. Hins vegar hefur „félög- unum" tekizt að semja- við Hannibal um að eiga hlut að því innan Alþýðusambandsins að það skyldi neita að fulltrúi þess tæki framar þátt í störfum sex manna-nefndarinnar. Með þessu þykjast „félagarnir" taka . út hefndir á Hannibal fyrir háðið í fyrra. Honum er talið sæmst að sjá um að annað verði nú ofar í hugum manna en orðabelging- urinn í fyrra haust. Samvinna, sem á slíku hugarfari byggist á báða bóga er ekki líklegt til að standa til langframa. Um sinn hefur hún orðið til þess að svipta neytendur möguleika á því, að fulltrúar þeirra eigi íhlutun um ákvörðun búvöruverðs og sölu- kostnað. Þetta ráðslag er því furðulegra þar sem fullt skm- komulag náðist um þessi efni sl. haust og ekkert hefur síðan að Fraimih, á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.