Morgunblaðið - 05.09.1965, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. sept. 19ffí
MORGUNBLAÐID
3
Sr. Eiríkur J. Eiríksson:
Jarðvegur
Sviðsmynd frá „Eftir syndafallid. Fremst Rurik en 1 baksýn Helga og Yalur.
„Eftir syndafalliö"
Litið inn á æfingu hjá Þjóðleikhúsinu
Nú streyma börnin 1 skólana,
þar sem skólaskyldan naer til
þeirra. Sveitabörninn bíða enn
um sinn skólans, en nokkur bót
er að stafrófskveri náttúrunnar,
sem stendur þeim opið í ríkari
maeli en börnum í þéttbýli.
Hinir ungu nemendur munu
einkum fást við lestrarnám. Von-
andi hafa sem flestir foreldrar
tök á að fylgjast vel með námi
barna sinna, gleðjast yfir sigrum
þeirra og hjálpa þeim yfir örðug-
leikana.
Lestrarnám felur í sér tileink-
un og tjáningu í senn. Gegnum
lestrarfærnina skynjar ungur
nemandi nýjan, stóran heim, sem
er utan hans ‘sjálfs og hið innra
með honum einnig. Barnið verð-
ur að láta af hendi rakna um leið
og það nemur, tileinkar sér.
Uppistaðan er varhugaverð, lygn
og dauðleg, straumurinn verður
að halda áfram, líf að vera og
framrás, áin rennur fram til hafs
ins.
Oft er það svo, að fá böm 1
heilum bekk lesa „eftir efni“.
Kennarar hafa fullan vilja til
að bæta úr þessu. Er mönnum
ljóst, að lesturinn má ekki v^ra
dauð þula, heldur með manns-
móti dg sálar þess, er les, og
stuðli að sköpun og mótim
persónuleikans sem á sér stað
með viðtöku og áð í té sé látið.
„Sá hinn daufi og málhalti",
lesum við í almannakinu við
þenna helgidag.
„Og hann leit upp til himins,
andvarpandi og segir við hann:
Effat*.! Það er: opnist þu! Og
eyru hans opnuðust og haft
tungu hans losnaði, og hann tal-
aði rétt“.
Áður fyrr var guðspjallið
tengt skírnarathöfninni Sá, sem
skírði skyldi snerta eyru, munn
eða nef hins skírða og segja um
leið: „Effata".
Snerting eyrnanna átti að
tákna opnun hugans fyrir orði
Guðs og sannleikans; snerting
munnsins þýddi, að hinn skírði
átti að útbreiða þann boðskap,
er honum var fluttur.
Voru lesin upphöf allra guð-
spjallanna yfir hinurn skírða, að
honum yrði kennt Guðs orð. Sú
var merking þess.
Nýlega var ég staddur á ágæt-
um fundi skógræktarmanna. —
Ungur vísindamaður flutti þar
erindi. Þar skýrgreindi hann,
hvað jarðvegur vaeri: Það er sú
jörð, er getur borið gróður.
Maðurinn er jörðin, stundum
og of oft ekki jarðvegurinn, mót-
tækUegur og ávaxtasamur.
— Aitnen.
XII. sunnudagur eftir trinitatis.
Guðspjallið. Mark 7, 31-37.
Ungur maður nokkur var mjög
hrifinn af þjóðskáldinu Matthiasi
Jochumssyni. _
Skáld voru hér áður fyrr í enn
meiri metum en nú.
Greindum unglingum fannst
það gróði og ávinningur, varan-
legur, að sjá skáld. Þeir námu
staðar fyrir utan gluggann hjá
þeim og veittu þim hálfgerða
eftirför á götum úti líkt og
unglingar nú dá unga menn með
mikið hár, sem leika af leikni
fyrir dansi.
Unga manninum auðnaðist að
vera á samkomu, þar sem Matt-
hías Jochumsson sté í stólinn.
Flutti hann ræðu af eldmóði
og slíkri fljúgandi mælsku, að
áheyrendum vöknaði um augu
af hrifningu. Hinum unga manni
fannst sem þjóðskáldið talaði
enn, er hann var þotinn úr ræðu
stólnum og hafði tekið sér sæti.
Pilturinn vaknaði við, að
skáldið sagði við sessunaut sinn:
„Fannst þér mér ekki takast bara
gróflega vel?“
Þessi orð verkuðu á piltinn
eftir alla hrifninguna líkt og
kalt bað. Var þetta þá leikur?
Nei. Matthíasi var alvara. EftiT
ræðuna hljóp í hann einhvers
konar galsi.
Skýringin var, að skáldið
hafði með ræðu sinni fullnægt
djúpri sammannlegri þörf. Hann
hafði fengið tilfinningum sínuin
útrás, tjáningarþörfinni var sval
að.
Ræðuefnið hefur safnazt fyrir
í huganum svipað og er stíflu-
garður myndar uppistöðu ár, og
svo brestur stíflan og áin mynd-
ar foss. Flutningur ræðu getur,
verið líkur hnífi í læknis hendi.
ígerðin hverfur og sjúklingnum
léttir, grátur snýst í hlátur.
Sú líking er raunar gölluð. Uan
útrás meinsemdar var ekki *ð
ræða. Matthías Jochumsson v«r
gæddur næmri skynjun sjáand-
ans og spámannsins eins og öll
mikil skáld. Þörfin hefux verið
rík að tjá meðbræðrunum skáld-
legar opinberanir og guðlegar.
„Gef mér dag í dauða,
dag yfir alla heima,
sjón, er allt það sannar,
sem mig gjörði dreyma;
veröld fulla vizku,
vitund heilla Þjóða,
vilja og sál hins sanna,
sjón og heyrn þess góða!“
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ mun um
næstu helgi taka til meðferð-
ar leikritið „Eftir syndafall-
ið“ eftir bandaríska Ieikrita-
skáldið Arthur Miller.
„Eftir syndafallið" er eitt
af síðustu leikritum Millers,
það var frumsýnt í fyrravet-
ur 1 New York og vakti það
geysilega eftirtekt. Hefur síð-
an verið mikið ritað og rætt
um leikritið. Hafa margir álit
ið að það fjallaði að miklu
leyti um -einkalíf og sambúð
höfundarins og fyrrverandi
eiginkonu hans, kvikmynda-
leikkonunnar frægu Marilyn
Monroe, en allir vita hver ör
lög hún hlaut. Miller hefur
aftur á móti sjálfur neitað
því, að leikritið fjalli að
nokkru leyti um einkalíf
þeirra og þó segja fróðir
menn, að furðumargt sé líkt
með aðalkvennpersónu leik-
ritsins Maggie og svo Marlyn
Monroe.
Það hefur verið svo, allstað
ar þar sem leikrit þetta hefur
verið tekið til meðferðar, að
mikið hefur verið rætt um
það, hvaða leikkona ætti að
leika þetta vandasama hlut-
verk. Hér hefur Herdísi Þor-
valdsdóttur verið fengið þetta
hlutverk en aðalkarlhlutverk
ið, Quentin, er í höndum
Rúriks Haraldssonar. Það er
álit margra, að fyrirmyndin
að því hlutverki sé höfund-
urinn sjálfur. Leikstjóri er
Benedikt Árnason en leikend
ur eru 16 talsins. Leikmynd-
ir gerði Gunnar Bjarnason,
en þýðandi er Jónas Krist-
jánsson.
Vart þarf að kynna Arthur
Miller fyrir íslenzkum leik-
húsgestum, því að hann hef-
ur eitt stærsta nafnið í leik-
húsheiminum undanfarin 15
ár og „Eftir syndafallið" er
fimmta leikritið sem sýnt er
hér á landi. Hin fyrri eru:
„Sölumaður deyr“, sem var
sýnt hér í Þjóðleikhúsinu
1951, en þar lék Indriði
Waage aðalhlutverkið og var
jafnframt leikstjóri. „Allir
synir minir“, sem var sýnt í
Iðnó fyrir nokkrum árum, en
þar léku þau Brynjólfur Jó-
hannesson, Helga Valtýsdóttir
og Jón Sigurbjörnsson aðal-
hlutverkin. „í deiglunni", sem
var sýnt í Þjóðleikhúsinu
1955, og þá fóru Rúrik Har-
aldsson og Regína Þórðardótt
ir með aðalhlutverkin. Að
lokum var svo „Horft af
brúnni", sem var sýnt hér
árið 1959. Aðalhlutverkin
voru þá leikin af þeim Ró-
bert Arnfinpssyni, Helga
Skúlasyni og Regínu Þórðar-
dóttur.
Við brugðum okkur í Þjóð-
leikhúsið í fyrradag til þess
að fylgjast með æfingu-á „Eft
ir syndafallið“. Heldur var
lítið um að vera, þegar við
náðum þangað, því að þar
hafði rafmagnsbilunin herjað
á sem á öðrum stöðum. Hún
hefur þó líklega á fáum stöð-
um komið sér verr, því þessi
æfing byggðist að miklu leyti
upp á ljósabreytingu. Þó log-
ið væri og sagði að þeir sem
vildu fara út, gætu farið út,
en þeir sem vildu bíða, gætu
setið í myrkrinu og gert það,
Benedikt Árnason leikstjóri
þungt hugsi
sem þá langaði. Vakti þetta
óskapa kátínu meðal fólksins.
Enn var beðið góða stund
og loks kom rafmagnið. Leik
ararnir flýttu sér fram á svið
ið en við fengum okkur sæti
úti í salnum og fylgdumst
með því, er fram' fór. Leik-
tjöldin eru ákaflega einföld.
Á sviðinu er einn stóll, en að
öðru leyti er enginn húsbún-
aður í venjulegri merkingu,
engir veggir eða skilrúm. —
Sviðið er allt samansett úr
misháum pöllum. Sannast
sagna, þá gekk okkur heldur
erfiðlega að skilja innihald
leikritsins, en við höfum þó
þá afsökun, að leikritið var
hafið, áður en rafmagnið fór
og við komum. Við sáum Rúr
ik Haraldsson í gerfi Quentin
sitja á þessum eina stól, er
á sviðinu var og stara út í sal
inn, meðan ýmsar persónur
birtust fyrri aftan hann á
hinum misháu pöllum, þar
.sem þær ræddust við, rifust
eða hrópuðu út í salinn. Við
sáum Quentin í heiftaríegri
þrætu við konu sína Louise og
við sáum Quentin lenda í ör-.
litlu ástarævintýri með stúlk
unni á skiptiborðinu, henni
Maggie. En við vorum engu
nær, enda kannski ekki víst,
að mergurinn málsins hafi
þegar verið kominn þegar í
fyrsta þætti, því vegna raf-
magnsbilunarinnar var ekki
lengra komizt þetta kvöldið.
En við sáum þó að ljósin
gegndu veigamiklu hlutverki
í leikritinu.
Til þess að fá forvitni okkar
svalað, fórum við til Rúriks og
báðum hann að lýsa leikritinu
fyrir okkur í'fáum orðum.
— Leikritið gerist allt í hug
arheimi Quentins, segði hann.
— Það koma fram ýmsar
myndir, sem eru minningar
frá æsku, um svik og ástir.
Framhald á bls. 31.
Rúrik og Herdís
aði ljós á nokkrum stöðum og
var svo fyrir að þakka vara
rafgeymum, er voru þar til
staðar. Það var vel tekið á
móti okkur og við þegar fóðr-
aðir á sögum um rafmagnsbil
anir, er gerzt hefði þegar sýn
ingar stóðu yfir. T.d. var það
eitt sinn, þegar verið var að
sýna óperu hér og draga átti
tjaldið frá, að rafmagnið fór,
og kolniðamyrkur varð í hús
inu. Guðmundur Jónsson
söngvari smeygði sér þá fram
fyrir tjaldið, skýrði leikhús-
gestum frá því hvernig kom-
Leikararnir ppa af“ í kaffi. Frá vinstri: Baldvin Halldórs-
son, Þóra 1 .riksdóttir, Helga Valtýsdóttir og Valur Giisla-
son.
:
I
i.