Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLADID Laugardagur 11. sept. 1965 Myndin sýnir vel hvernig íahellan hefur sigið og ísinn sprungið frá við harmana. Ljósm. E.Pá. íshellan sprungin frá í GÆR var flogið inn jrfir Vatnajökul, til að kanna leið- ir á jöklinum fyrir snjóbila vegna leiðangurs þess, sem sem ætlar að freista þess að komast í Grímsvötn, til að kanna hlaupið þaðan. Frétta- maður frá Mbl. var með í flug- vélinni. Flogin var sama leið og ætlunin er að fara upp á jökulröndina hjá Jökulheim- um í Tungnaárbotnum. Ekkert hefur snjóað á jökulinn þar, en Gunnari Guðmundssyni frá Jöklarannsóknarfélaginu leizt ekki illa á að komast mætti þarna upp á snjóbílum. k Þó yrði erfitt fyrstu 12 km í og þyrfti þar að finna leiðir / fram hjá sprunguhausum. En ur þvi mundi verða sæmilega greiðfært í björtu alla leið í skálann á Grímsfjalli. Þoka var að venju á Svína- hnjúkum, þar sem skáli fé- lagsins er, en þó hægt að fljúga yfir Grímsvötnin. ís- þekjan á þeim er greinilega mikið sigin, og. hefur rifnað frá með sprungum við barm- ana, en ekki er þar enn eins hrikalegt og oft áður í hlaup- um, enda ójöfnur á botninum ekki enn farnar að stingast upp í ísþekjuna á vötnunum og krossprengja hana. Hvort hlaupið heldur áfram og vötn in að tæmast undir ísþekjunni, með tilheyrandi afleiðingum í umbyltum ís, er ekki gott að segja. >á var flogið niður yfir Skeiðarár, þangað sem vatns- flaumurinn kemur undan jöklinum. Fyrir þá, sem ekki hafa séð þetta fyrr, virðist þarna mikið vam hríslast um breiða spilldu á Skeiðarár- sandi, allt frá því fyrir neðan bæinn Skaftafell, þar sem áin breiðir úr sér, og að ósum. En þeir sem séð hafa flóðið fyrir nokkrum dögum segja það ekkert vera orðið og greinilega í rénun. Hvort það orsakast af tímabundinni stíflu á leið vatnsins undir jöklinuim er ekki vitað, eða hvort Skeið- arárhlaupið ætlar í þetta sinn ekki að verða meira. Við Griðarhom í Grímsvötnum. — Fellibyljir * LngKngameLtaramót Is- lands á Sauðárkróki Framhald af bls. 1. urnar voru stráðar bílflökum, föllnum trjám, glerbrotum, hlut- um úr húsþökum, símalínum o. fl. Fimm hafskip slitnuðu upp í höfninni, og rákust sum þeirra oft saman í ólátunum. Fellibylurinn Shirley í Japan hefur orðið Bétsy mannskæðari, en í Japan hafa nú 34 látið lífið í fellibylnum, 12 er saknað og 557 slasaðir. Um 6.000 manns hafa misst heimili sín. Shirley hélt yfir vesturhluta Japan í dag, og var vindhraóinn mestur 274 km. á klukkustund.. Þessu næst hélt feilibylurinn j út á Japanshaf. 1 UNGLINGAMEISTARAMÓT ís- lands 1965 í sundi fer fram á Sauðárkróki á morgun, sunnu- daginn 12. september og hefst kl. 3 e.h. Keppnisgreinar eru: 50 m. baksund, 50 m. bringusund, 50 m. skriðsund telpna og sveina 14 ára og yngri, 100 m. bringusund, 100 m. skriðsund, 50 m. baksund, 50 m. flugsund fyrir drengi 16 ára og yngri, 100 m. bringusund, 50 m. skriðsund, 50 m. baksund, 50 m. flugsund fyrir stúlkur 16 ára og yngri, 4x50 m. fjórsund fyrir stúlkur og drengi. Þátttakendur á mótinu verða um 80, víðsvegar af landinu og mú búast við harðri keppni um bikar þann, sem Sundsamband íslands gaf tíl keppni fyrir tveim árum, en hann hlýtur það félag, er flest stig hlýtur á mót- inu. Ármann hefur unnið bikar- inn í bæði skiptin, sem um hann hefur verið keppt. Einnig verður keppt í tveim aukagreinum, 100 m. bringu- sundi karla, og 200 m. skriðsundi karla, en þar mun Davíð Val- garðsson reyna að slá íslenzka metið. LSA skorar á Frakka — að leggja fram ákveðnar tillögur um breytingar á NATO — Boðskap de Gaulle þunglega tekið á Vesturlöndum Washington, 10. sept. — AP BANDARÍKIN skoruðu í dag á Frakkland að koma fram með ákveðnar tillögur í þá átt að endurskipuleggja At- lantshafsbandalagið (NA TO). Kom þetta í kjölfar yf- irlýsingar de Gaulle, Frakk- landsforseta, á blaðamanna- fundi í gær, en á fundinum sagði de Gaulle að Frakkland mundi telja sig laust við all- ar skuldbindingar við NATO 1969, ef ekki væru þá fram komnar skipulagsbreytingar á samtökunum, De Gaulle kallaði þetta á fundinum að Frakkland mundi hætta „undirgefni sinni við NATO“ 1969. Nokkrum klukku- stundum síðar tilkynnti Lyndon Johnson Bandaríkjaforseti, að hann myndi senda nýjan sendi- herra til aðalstöðVa NATO í því skyni að styrkja samtökin. Yfirlýsing de Gaulles um hugs anlega úrsögn Frakka úr NATO þykir benda til þess, að ágrein- ingur Frakka og Bandarikja- manna sé mjög djúpstæður, og hafi farið hríðversnandi. Blaðafulltrúi bandaríska utan rikisráðuneytisins, Robert Mc Closkey, sagði á blaðamanna- fundi í dag að hann hefði ekk- ert um ummæli de Gaulle að segja annað en þetta: „Við höf- um oftlega áður sagt að ef nokk urt NATO-ríki hefur sérstakar breytingartiilögur fram að færax, myndum við, ásamt öðrum meðlimum bandalagsins, vera meira en reiðubúnir til að vega og meta þær tillögur í góðri trú.“ Yfirleitt fá ummæli de Gau'.le á blaðamannafundinum í gær þungar viðtökur á Vesturlönd- um. Wessin hershöfðingi fiuttur úr landi Santo Domingo, 10. sept. —(AP) ELIAS Wessin Y. Wessin, hers- höfffingi, einn helzti og herská- asti leiðtogi andkommúnista í Dóminikanska lýðveldinu, var settur í varðhald í gær og síðan um borð í bandaríska flugvél, sem flutti hann til bandaríska svæðisins við Panamaskurð. — Skýrði talsmaður Samtaka Am- erikuríkja (OAS) frá þessu í Santo Domingo í dag. Wessin Y. Wessin er sagður munu verða aðalræðismaður lands síns á Miami í Flórída. Stjórnin mun hafa boðið Þórw fylgir „Stellu44 til Eyja VARÐSKIPIÐ Þór kom í gær að vb Stellu frá Vestmannaeyjum, sem var með bilaða vél NV af Færeyjum. Upphaflega var ætl- unin að taka bátinn í tog og draga hann til Eyja, en í stað þess gerðu Þórsmenn við vélina, og kl. 16 í gær voru bæði skipin á leið til íslands með átta sjó- mílna hraða á klukkustund. Gekk ferðalagið að óskum, og var gert ráð fyrir því, að skipin kæmu til Eyja í kvöld, laugardagskvöld. Wessin sérhvert það starf, sem hann óskaði eftir utan landsins, en hershöfðinginn, sem stóð fyr ir því að Juan Bosch, forseta var steypt af stóli 1963, og lagðist gegn uppreisnarmönnum, sera styðja jBosoh, vildi hvergi fara. Á fimmtudagskvöld héldu æðstu menn gæzluliðs Ameríku- ríkja til heimilis Wessin Y. Wessin, og skömmu síðar var hann fluttur úr landi. Góðar heimildir herma að hershöfð- inginn verði aðalræðismaður Dóminkikanska lýðveldisins I Miami. flrbæjarsafni lokað annað kvöld ÁRBÆJARSAFNINU verður lokað á sunnudagskvöld, og er þetta því síðasta helgin, sem það er opið. Á sunnudaginn verður þar glímusýning. Mjög mikil aðsókn hefur verið að safninu í sumar. Sennilega hafa gestir verið nálægt 18 þús- undum og 6 þús. hafa druikikið kaffi í Dillonshxisi. upp vestan til á landinu. Þar svæðið yrði komið að landinu mátti sjá áhrif skilanna og seinni hluta nætur. úrkomusvæðisins á Græn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.