Morgunblaðið - 11.09.1965, Page 20

Morgunblaðið - 11.09.1965, Page 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 11 sept. 1965 PATRICK QUENTIN: ORIJNSAMLEG ATVIK — Anny er komin og hádegis- | verðurinn er tilbúinn, sagði hún. — Komið þið að borða! Ég sneri mér að Pam í ör- væntingu minni. — Æ, Pam, ég get það ekki. í»að er gagnstætt öllum siðareglum og. .. . — Bull og vitleysa, góði minn, sagði Pam. Ég var hræddur við að fara inn í húsið, því að þar var mamma fyrir, og ég var í engu skapi til að hitta hana. Eitthvað í mér hýsti þá hugmynd, að ég mundi sjá Kainsmerkið rispað á ennið á henni, og einhver annar þáttur persónu minnar gekk með þá óhugnanlegu hugmynd, að hún mundi bora sig inn í innstfa hugskot mitt, með þessum arnaraugum sínum, og þruma: — Svo að þú ert með svona hugsanir um hana móður þína! Hvað er það, sem ég heí fætt af mér? Er það skrímsli? En þetta reyndist nú samt allt í lagi, því að þegar við gengum að borðinu, var hún alveg ná- kvæmlega eins og ég hafði séð hana áður en hún þaut til Ronnie — kát, róleg, göfug og ©aðfinnanleg a allan vöxt. Hún beindi arnaraugunum að jarðar- fararfötunum mínum, en þau duppu við allar athugasemdir. — Já, en Nikki minn góður, þú mátt ekki fara í þau utan- yfir óhreint úr flugvélinni. Þjónufólkið, sem hún hafði að láni, var eins og allt annað láns- þjónustufólk að því leyti, að það tilbað mömmu og þessi til- beiðsla þess kom fram í ágætis mat. Þessi hádegisverður var | svo fínn, áð ég hélt ,að mér ætl- aði að svelgjast á honum — ekki sízt þegar mamma lét þess getið, að þar eð Ronnie og Norma ættu enga nákomna að- standendur, yrðum við að koma í staðinn og fyigjast með Ronnie til kirkjunnar. í mínum augum var þetta hámark þess, sem óvið eigandi var, og til þess að gera illt verra, gaf Lukka Schmidt mér auga gegnum glervasa, sem var á miðju borði, en mamma hélt áfram að skrafa, án afláts, eins og óstöðvandi lækjarbuna. — Hvað er klukkan? Nú, ekki nema tvö? Þá höfum við nógan tíma fyrir okkur, en vi#> megum bara ekki eyða honum til einskis. Lukka, elskan, ertu þarna með hraðritunarhefti? — Já, svaraði Lukka Scmidt og dró alls óvænt hefti undan borðinu. Líklega hefur hún set- ið á því. — Æ, elskan, hvað þú getur verið hugulsöm! Mamma nartaði ofurlítið í matinn, sem fyrir framan hana var. — Sjáum nú til.... Hvar eigum við að byrja? Líklega Photoplay. Við þyrftum að geta komizt í júlíheftið. Það er um að gera að koma á mátu- legum tíma. Ertu tilbúin? Skrif- aðu þá þetta: „Anny Rood og Norma Delanex þankastrik. Sönn Hollywoodvinátta. Punkt- ur, ný lína. Mér er illa við að hugsa til þess, hve langt er orð- ið síðan þennan yndislega morg- un, þegar ég leit hana Normu litlu Delaney fyrst augum, komma Norma, komma, þetta yndislega, grannvaxna barn komma.... Grannvaxna, elskan. Þú getur stafað það er það ekki? Ég get vel stafað það, svaraði Lukka, en hitt gæti orðið eftir af mér að hugsa mér Normu Delaney grannvaxna. — Segðu þetta ekki! svaraði mamma í ávítunartón og las svo fyrir, án þess að anda. Hún var búin með greinina og byrjuð á annarri handa Screen Secrets, þegar tími var kominn til að fara að hafa fataskipti. Ég kom fyrstur niður aftur í jarðarfararfötunum mínum. Eng- inn var í forsalnum nema Tray. Þegar hann sá mig, reyndi hann að standa á hausnum, en mis- tókst, svo að hann datt á bakið í óviljandi kollhnís, sem hann varð fljótúr að gera að viljandi 10 kollhnís, og skondraði svo um allt gólfið. Það sem mig langaði einna minnst að sjá eins og á stóð, voru kollhnísarnir hjá Tray. Ég öskraði til hans, en það bar engan árangur. Ég var enn að öskra og Tray enn að steypa stömpum, þegar Hans frændi kom niður stigann. — Nú, Nikki er að æfa Tray, sé ég. — Hans frændi var í svörtum frakka og með stífan flibba, og var klæðaburðurinn mjög ó- kalifornískur, en miklu líkari því, sem hann ætlaði að fara að fylgja einhverjum bæjarfulltrúa í Ostende til grafar, árið 1902. —' Kannt þú ekki að stöðva hann, Hans frændi? — En Hans frændi var sýni- lega enn á kafi í skákþrautinni sinni. Skákborðið hans, sem hann hafði komið með utan úr garð- inum, var á borði, þétt hjá gull- fiskabúrinu. Hann gekk þangað og veik sér fimlega framhjá Tray, og settist niður. í sama bili kom Gino niður stigánn, iklædd- ur dökkgráum fötum og blístraði glaðlega. Gino kunni miklu bet- ur en ég á Tray, sem tilbað hann, næstum eins mikið og Pam og mömmu. Rétt þegar ég ætlaði að fara að biðja hann að hafast eitthvað að, í sambandi við þessa kollhnísa, var hringt á fram- dyrnar. Gino klappaði mér á herðarn- ar. Hæ, Nikki kallinn, farðu til dyra. Þú veizt hvað Anny er illa við að þræla þjónustufólkinu út. Ég fór og opnaði dyrnar. Há- vaxinn, gráhærður maður stóð úti fyrir. Hann var í svörtum fötum og með svart hálsbindi. Skyldi Iþetta vera útfararstjór- inn? hugsaði ég. En svo kipraði hann augun glettnislega og það hefði enginn útfararstjóri gert. — Afsakið, sagði hann, — en á ungfrú Anny Rood heima hér? — Já, svaraði ég. Glettnislegi augnakipringurinn færðist í aukana. Maðurinn rót- aði í vösunum á svarta jakkan- um, og dró upp svart veski. Úr því tók hann kort og rétti mér. Ég tók við því. Á því stóð: JOHN ROBINSON LÖGREGLU- STJÓRI. 7. kafli. Verst var að ég skyldi missa kortið úr hendinni. Fiðrildin voru aftur tekin að hamast i maganum á mér, og ég heyrði dynkina í kollhnísnum hjá Tray, einhversstaðar utan að mér. Lögreglustjórinn sagði: — Skyldi ungfrú Rood hafa tíma til að tala við mig andartak? BIFREIÐASÝNING f DAG © 1966 ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN TVÆR af VOLKSWAGEN arg, NÝJAR GERÐIR 1966 nýkomnar! ® VOLKSWAGEN 1300 ® VOLKSWAGEN 1600 TL „FASTBACIK“ Ennfremur Volkswagen 1500 árgerð 1966 Komið, skoðið og kynnist þeim af eígin raun Sýningar- og reynslubílar á staðnum í dag kl. 1-9 e.h. og á morgun kl. 1-9 e.h. S'imi 21240 HEILDVERZLUNIN HEKLA hf Laugavegi 170-172 © AD LAUGAVEGI 170-172

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.