Morgunblaðið - 28.09.1965, Page 28
28
MORGUNBLAQIÐ
Þriðjudagur 28. sept. 1965
PATRICK QUENTIN:
GRUNSAMLEG ATVIK
Sylvia sneri s'ér að henni og
inalaði eins og kisa: — Já, góða
mín. Ég man, að þessi sölt voru
einu sinni talin vera alveg vit-
laus en nú eru þau það bezta,
sem hægt er að nota. Þessi dá-
samlegi maður .... og hann er
auk þess góður vinur minn.
Hann er alveg snillingur. Klukk
an hálfsex á slaginu opna ég
bara kranann og.......En Annie
elskan, ekki langar þig til að
heyra þetta, sem aldrei hefur
verið nema skinnið og beinin.
Hún stóð upp í öllum flaks-
andi pilsunum, því að nú ýttu
þjónarnir inn vögnum, hlöðn-
um ágætis mat.
Þegar máltíðin dróst á lang-
inn og ekkert skeði, fór ég
smámsaman að verða ofurlítið
rólegri. Var það hugsanlegt, að
nýja vaxtarlagið og handtaka
Ronnies í næstu íbúð væri það
eina, sem Sylvia vildi halda sýn
ingu á? Hafði mamma á réttu
að standa, þegar hún var að
tala um þennan neikvæða hugs-
unarhátt minn?
Enn einu sinni á ævinni, rak
ég mig á það, hve hættulegt
það er að varpa frá sér áhyggj-
unum of snemma, því að sek-
úndu seinna gerðist það, að
Sylvia, sem þrátt fyrir lofræð-
ur sínar um, að hún æti allt,
hafði ekki gert annað en súpa
smávegis á kaffibollanum, tók
upp skeið og lamdi henni ofur-
laust í glasið sitt.
— Elskurnar mínar! sagði
hún, — nú þegar þið hafið
borðað og hresst uppá kraftana
ykkar, er tími til kominn að
koma ykkur gleðilega á óvart.
Ég var ákveðin í því, að þið,
blessað fólkið, skylduð fyrst fá
að heyra það. Þetta er ykkar
merkisdagur. Líka okkar. Við
Ronnie ætlum að giftast.
Það var dauðaþögn. Allir
voru agndofa. Að minnsta
kosti hélt ég það. Ég leit á
Ronnie. Hann sat þarna axla-
siginn og horfði niður fyrir sig
á óétna vöflu. Ég leit svo á
mömmu, því að hún var sú, sem
mest var mark á takandi, ef
vanda bar að höndum. En hún
hafði sett upp sviplausa andlit-
ið sitt.
Þegar þögnin var orðin
vandræðalega löng, sagði Cle-
onie, sem var gædd aðdáanlegri
samkvæmisgáfu: — Gvö.... !
Var það ekki aldeilis dásam-
legt? Ungfrú La Mann og hr.
þið ættuð bara að sjá þegar ég
fer að segja henni frú Johnson
frá þessu.
— Þakka þér fyrir, elskan,
sagði Sylvia. Hún hafði á með-
an verið að borða Ronnie í gegn
með sínu blíðasta brosi til þess
að sannfærast um, að hann félli
ekki saman, en játaði sig sigr-'
aðan. Nú færði hún blíðubros-
ið yfir á mömmu. — En, Anny
mín, það er eitt í veginum með
þetta, þótt lítið sé, og þar lang-
ar okkur að biðja þig að hjálpa
okkur, af því að þú varst nú
elzta og bezta vinkonan bless-
unarinnar hennar Normu sál-
ugu, og sú eina, sem við getum
treyst. Nú er ég alveg viss um,
að hún Norma hefði aldrei vilj-
að láta okkur bíða lengi með
þetta. Svo göfuglynd var hún
alltaf, blessunin. Haldið þið
bara áfram, hefði hún sagt.
Grípið þið hamingjuna meðan
hún býðst, börnin mín. Ég finn,
að við ættum að fljúga til Mex-
ico á morgun og láta verða af
þessu. En elskan hann Ronnie
er nú svo viðkvæmur í sér, að
honum finnst, að við ættum að
bíða ofurlítið, eða þangað til
við erum búin með Ninon, og
JÁMES FISHER hrósar
Animals
’-HINU HEIMSÞEKKTA TÍMARITIUM DÝRALIF
Fuglafræðmgurinn James Fisher, sem er heimskunnur vísinda-
maður, og hefur starfað hér á landi, segir m. a. um ANIMALS:
„Sem ráðunautur ANIMALS eru mér vei kunnugir erfiðleik-
arnir á útgáfu myndskreytts vikurits um dýralíf heimsins og
tryggja í senn, að þar sé rétt með farið, og að efnið sé smekk-
legt og fróðlegt. Ritstjórn og öðrum starfsmönnum hefur samt
tekist þetta Ég veit ekki hvernig, en allir, sem ég hef talað við,
Ijúka upp einum munni um þetta — og ekki-sízt um ágæti lit-
myndanna. sem hafa tekið öllu öðru fram, sem ég hef séð.
Prentun er líka til fyrirmyndar. En mest finnst mer þó til þess
koma hversu fjölþætt efni þessa eftirlætistímarits míns hefur
verið frá upphafi vega. Boðskapur ANIMALS um náttúruvernd
er mjög timabær, og heimurinn hefur þess vegna þörf fyrir
að fleira fóik lesi ANIMALS að staðaldri.
ANIMALS birtir vikulega greinar og mynrtir um margvíslegar
hliðar dýraiífs um allan heim, breytingar þess og þróun, marg-
breytileika þess og fegurð. í hverju hefti eru 16 litmyndasíður,
og a. m. k. jafn margar svarthvítar.
ANIMALS er áreiðanlegt heimildarrit, því að viðurkenndir
dýrafræðingar og náttúruunnendur um allan heim sjá því fyrir
efni.
Kaupið hefti af AllÍITialS strax í dag.
Fæst hjá bóksölum um land allt.
verð kr. 21,50
jafnvel hinar myndirnar líka,
sem við ætlum að gera saman.
Ég hafði aldrei getað hugsað
mér, að höggormar gætu bros-
að fallega, en brosið var nú
samt á andlitinu á Sylviu, og
hún var eins höggormsleg og ef
einhver indverskur herramaður
hefði setið beint fyrir framan
hana og blásið í hljóðpípu.
— Svo að við höfum hugsað
okkur, Ánny mín, að láta þig
ákveða þetta. Hvað sem þú seg
ir, elskan . r . . Hún þagnaði
og tungan — sjálfsagt klofin
tunga — lék um efrivörina á
henni. — Vitanlega er þetta nú
ekki eins mikið vandamál, af
því að við höfum þetta síðasta
bréf hennar Normu í höndun-
um eða finnst þér það? Mér
finnst sannarlega, að við ætt-
um að fara að eins og bréfið seg
ir fyrir um. Ég býst nú við,
að Ronnie hafi lesið byrjunina
á því, elskan, en svo er svo
margt fleira 1 því.....
— Fleira? Orðið vár dottið
út úr mér áður en ég vissi, en
ég gat bara ekki að því gert.
Fallega höndin á Sylviu með
frammjóu fingrunum færðist
upp að hálsinum á henni, rétt
eins og hún ætlaði að stinga
sér undir smaragða-hálsfestina.
En svo hélt hún áfram, og fram
hjá bollunni hennar Cleonie og
greip veskið. Hún smellti upp
lásnum og kíkti ofan í það, og
ekki einu sinni að líta á blaðið
til þess að sjá, að þarna var
komin önnur ljósmynd. Hún
hallaði sér fram fyrir Cleonie
og veifaði blaðinu að mömmu.
dró síðan mjúklega upp saman
brotna pappírsörk. Ég þurfti
— Annie elskan, finnst þér
ekki ég ætti að lesa þetta fyrir
þig. Ég er alveg viss um, að það
getur hjálpað þér til að ákveða
þig. Vitanlega er þetta algjört
einkamál. Ættum við ekki að
koma inn í svefnherbergið?
— Þið afsakið okkur, elskurn
ar mínar? Við komum aftur í
hvelli og þá skulum við, Ronnie
elskan, fara að eins o-g hún
Anny segir okkur.
Hún stóð upp og veifaði blað-
inu framan í okkur en þó eink-
aniega Cleonie. En þá þaut
Ronnie' upp og sneri sér að
mömmu. — Anny, hún hefur
ekki einu sinni lofað mér að
lesa það. Hún.......
En mamma bara lagði hönd-
ina á handlegginn á honum og
fylgdi Sylviu til svefnherberg-
isins, orðalaust.
Þessi stund meðan þær voru
í svefnherberginu var hrein-
asta kvöl ekki einasta fyrir
Ronnie og mig, heldur einnig
fyrir hin, sem voru líka farin
að skilja málið og fá nóg af. En
Ronnie var sannarlega stórkost-
legur. Einhvernveginn tókst
honum að eiga langt samtal við
Cleonie um einhverja frænku
hennar sem var nýbúin að gifta
sig í Philadelphia. Og loks eftir
stundarfjórðung komu þær aft-
ur, mamma og Sylvia.
Ronnie sneri sér að mömmu
með æðisgenginn vonarsvip í
augunum, en vonin hvarf brátt
úr svipnum, og mín von um
leið, þegar ég sá þær báðar.
Mamma gekk eins og stúlkan í
Desert Wind, eftir að hún hafði
ákveðið að gerast nunna og
Sylvia var, þrátt fyrir megurð-
ina einna líkust bóaslöngu, sem
er nýbúin að gleypa heiian
vatnavísund.
Um leið og þær nálguðust
okkur, leit hún sigrihrósandi á
mömmu. Mamma hreyfði eng-
um andmælum en gekk til
Ronnie.
— Ronnie minn, sagði hún
daufri röddu, — þetta er erf-
itt. Auðvitað er það erfitt. En
ég held, að þetta sé rétt hjá
henni Sylviu. Ég held, að
Norma mundi hafa skilið það,
ef þið flygjuð til Mexico á
morgun og........
— Já, en, Anny.........
— Nei, elskan mín. Það er
allt ákveðið. Ég get ekki......
Ég á við, að ....
Og það var rétt eins og hún
þyldi ekki að horfa á hann leng
ur,því að hún sneri sér á hæli
frá honum. Og innan fimm
mínútna vorum við öll þotin út
úr íbúð 32.
Jafnskjótt sem við vorum
komin inn í höllina okkar hvarf
mamma inn í svefnherbergið
sitt. Lukka og Pam voru upp-
fullar af forvitni og spurning-
um, en mér tókst að sleppa frá
þeim og barði á dyr hjá
mömmu.
— Það er ég, mamma.
— Nikki? Nikki, elskan?
Ég gekk inn. Hún sat á rúm-
inu. Ég gat varla séð hana fyr-
ir blómum, sem Steve Adriano
lét bera þarna inn daglega. Ég
gekk yfir til hennar og um leið
og ég settist við hliðina á henni
vafði hún mig örmum og þrýsti
mér að sér.
Ég hafði aldrei vitað til þess,
að mamma gæti grátið. Ég á
við, að ef ég hefði nokkurn-
Royal
instant pudding
, pii riuiHC
k, -'yvvv
Unffir og aldnir njóta þess að borða
köldu Royal búðingana.
Bragðtegundir: —
Súkkulaði. karamellu, vanillu og
jarðarberja.
tíma hugsað um það, þá hefði
ég komizt að þeirri niðurstöðu
að hún ætti alls ekki til þessa
kirtla, eða hvað það nú er, sem
menn gráta með. Mér leið al-
deilis fjandalega.
— Æ, vertu ekki að gráta,
mamma!
— Já, en ég elska hann,
Nikki!
— Mamma!
— Ég veit, að þetta er vit-
leysa. Hvernig ætti ég að geta
elskað nokkurn, eftir öll þessi
ár? En veslings bjáninn hann
Ronnie! Hvað hef ég gert hon-
um! Hvað ég hef reynzt hon-
um hræðilega illa!
Hún þrýsti mér enn fastar
að sér, en lét svo fallast aftur
á bak og gróf andlitið í kodd-
unum. Rúmfötin voru auðvitað
ljósrauð. Steve Adriano hafðá
haft vit á að láta mömmu fá
ljósrautt svefnherbergi. Um
stund sat ég bara og horfði á
hana með armæðusvip, en allt
í einu datt mér í hug, að þrátt
fyrir allt ósamkomulag, hafði
mamma alltaf verið hellubjarg-
ið í öllu lífi mínu. En þegar
það hellubjarg var hrunið, hvar
stóð ég þá?
— Gaztu ekkert gert,
mamma?
Eitthvert uml heyrðist úr
koddunum: — Það var ein
blaðsíða til!
— Ég veit það.
— Sylvia trúði ekki Denker
almennilega, og setti bara fyrri
blaðsíðuna í skápinn hjá hon«
um. Hina síðuna — frumritið —
geymir Jiún þar sem við mun-
um aldrei finna það. Ó, þessi
andstyggðar kerling!
— En þarf Ronnie endilega
að giftast henni, mamma?
— Já, elskan mín. Já.
— En hvað stóð á seinna blað
inu?
— Og, það er svo hræðilegt.
— Um hann Ronnie?
Hún þagði lengi en tautaði
svo, og það var tæpast, að ég
heyrði það:
— Um mig.
— Um þig? Nú, þú átt við
þessa leynilegu giftingu þína
og höfðingjans?
Hún hreyfði höfuðið. Augun
höfðu verið lokuð, en nú lyft-
ust löngu augnhárin upp og
sigu svo jafnskjótt aftur.
— Ó, Nikki, ef þú bara hefðir
séð hana meðan hún var að
lesa ljósmyndina af bréfinu!
Þessi andstyggilegi sigursvipur
á henni! — Ég fer til Mexico
á morgun, elskan, sagði hún, —
eða þá þú ferð í steininn fyrir
tetíma. Það væri rétti tíminn.
Heldurðu, ekki, að það mundi
vekja eftirtekt: „Anny Rood
handtekinn rétt fyrir sigur sinn
í Las Vegas, fyrir morðið á
Normu Delaney“.
— Að þú verðir handtekin!
æpti ég. — En, mamma, hver
heldurðu, að trúi því, að þú
hafir farið að myrða hana, bara
til að giftast honum Ronnie.
Hvað ef maðurinn þinn fyrr-
verandi hefur gerzt sekur um
tvíkvæni? Það var ekki þér að
kenna. Þú hefur ekkert gert af
þér. Þú......En svo komu, mér
til mikillar skelfingar, allar
þessar ónærgætislegu grun-
semdir aftur upp í hugann. —
Var ekkert annað í bréfinu,
mamma?