Morgunblaðið - 28.09.1965, Blaðsíða 30
MQRGUNBLAOID
Þriðjudagur 28. sept. 1965
..................................................................................................................... ........
Keflavík
l\lýr úrslitaleikur
rnilli KR — Akraness
KR-ingar heppnir að ná
jafntefli og aukaleik
ÞRIÐJA LEIKNUM, sem hefði getað bumdið enda á íslands-
mótið, lyktaði á sunnudaginn þannig, að lok mótsins eru enn
ráðgáta. Á sunnudaginn skildu lið KR og ÍBK jöfn en sigur
fyrir annað hvort liðið hefði þýtt lok mótsins. Fyrra sunnu-
dag vann ÍBK lið Akraness, en sigur Akraness, eða jafnvel
jafntefli, hefði þýtt sigur í mótinu fyrir Akranes. Og loks
hefði KR getað bundið endi á mótið með leiknum við Akra-
nes — en þá gekk allt í baklás hjá KR og liðið tapaði 1—4.
En nú standa þeir einir uppi gömlu „vinirnir“ eða gömlu
keppinautarnir, KR og Akranes og heyja hreinan úrslitaleik
næsta sunnudag.
En leikur KR og ÍBK var einn skemmtilegasti leikur sum-
arsins, haráttuleikur sem úrslitaleikur væri, og spennandi
eins og hvort liðið um sig gæti unnið íslandsbikarinn. En það
gátu aðeins KR-liðið í þessum leik, og því kom hin óvænta
barátta Keflvíkinga í síðari hálfleik jafn óvænt og rauðber á
rjómaköku frá ísl. bakara.
Strax í upphafi leiksins voru
Keflvíkingar ágengnir og áttu
mun meira í leiknum fyrsta
stundarfjórðunginn. En þeim
tókst aldrei að skapa góð faeri
— aðeins spil að vítateig og þar
féll allt í kyrrstöðu.
KR-ingar á.ttu færri upphlaup
og þau einkenndust mjög af
þeim leik er KR-liðið hefur tekið
upp í sumar — með langspym-
um fram völlinn og síðan á Bald
vin miðherji að sjá um enda-
hnútinn. Aðferð þessi hefur gefið
KR mörg mörk, einkum fyrst í
sumar, þegar hún var óþekkt, en
um leið hefur hún drepið niður
allan samleik í framlínunni til
stórskaða fyrir liðið.
Gangur leiksins.
Keflvíkingar áttu strax í byrj-
un meira í leiknum. Samleikur
þeirra úti á vellinum var betri
en KR-inga en Keflvíkingar
megnuðu ekki að gera sér mat
úr þeim ótal upphlaupum er þeir
hófu að marki KR.
En KR átti oft sínar sóknar-
lotur í fyrri hálfleik. Kom það
íyrst og fremst af leikaðferð KR
— að senda langspyrnur fram og
treysta á L. og B.
í heild átti Keflavík ekki
minna í fyrri hálfleik, knatt-
spyrnulega séð. Tækifærin voru
hins vgar KR-inga en 2—0 voru
of mikil uppskera miðað við leik
inn.
í síðari hálfleik réðu Kefl-
víkingar lögum og lofum. Á 23
mín. sneru þeir taflinu við^ og
voru komnir í forystu 3—2. Þeir
Það er ekki lítil ferð á Bjarna
í heild séð áttu þeir leikinn. KR
ingar máttu hrósa happi að ná
jafnteflj. Eftir öllum gangi leiks
ins hefði hann fremur átt að
enda 4—3 fyrir Keflvíkinga.
Dómari í leiknum var Hannes
Þ. Sigurðsson og var alls ekki
nógu ákveðinn. Þegar í fyrri hálf
leik tók hann leikinn ekki nógu
föstum tökum og voru dómar
hans of óákveðnir. í síð-
i hálfléik galt hanri" þess. Þá
færðust brotin til hins grófara.
Það kom vítadómur, sem hann
réttilega dæmdi, og annar, sem
hann og dæmdi — en undirrit-
aður telur hinn þriðja gegn KR
hafa verið jafn augljósan og hina
enda bróðirinn fallinn og allt í voða. — Myndir Sveinn Þorm.
16. mín- Ellert er með knöttinn
á vallarhelm. KR. Baldvin kall-
ar, veifar og hleypur af stað.
Ellert hlý'ðir kallinu. Boltinn svif
ur yfir varnarleikmenn IBK sem
standa út undir miðju. Þá þegar
hefur Baldvin hlotið 5 m forskot
að minnsta kosti. Magnús Péturs
son sem var línuvörður .veifar
ekki rangstöðu þó sumum þætti
um rangstöðu að ræða. Baldvin
óð upp völlinn óáreiddur og átti
aúðvelt með að skora-
Á 34. mín urðu mistök í vörn
IBK. Varnarmenn áttu tækifæri
til að hreinsa en tókst ekki og
leikurinn barst inn í teiginn þar
sem „nýliðinn” Einar ísfeld lék
að marki og skoraði.
Svona öruglega lá vítaspyrna Högna í marki KR
réðu gangi leiksins á öllum þeim
tíma og misstu af tækifærum,
sem hefðu tryggt þeirra sigur.
Enska knattspyrnan
10. UMFERÐ ensku deildar-
keppninnar fór fram sl. laugar-
dag og urðu úrslit leikja þessi:
1. DEILD:
Arsenal — Manchester U. 4-2
Aston Villa — Tottenham 3-2
Burnley — W.B.A. 2-0
Cíhelsea — Newcastle 1-1
Leeds — Blackburn 3-0
Liverpool — Everton 5-0
Northampton — Sheffield W. 0-0
Slheffield U. — Leicester 2-2
Stoke — N. Forest 1-0
Sunderland — Fulham 2-2
West Ham — Blackpool 1-1
2. DEILD:
Bolton — Birmingham 1-2
Bristol City — CJhardiff 1-1
Charlton — Huddtrsfield 0-2
Coventry — Carlisle 3-2
Manchester City — Derby 1-0
Norwich — Ipswich 1-0
Piymouth — Mjddlestorough 2-2
Portsmouth — Leyton O. 4-1
Preston — Crystal Palace 2-0
Roterham — Southampton 1-0
Wolverhampton — Bury 3-0
í Skotlandi urðu úrslit m.a.
þessi:
Celtic — Aberdeen 7-1
Dundee — Rangers 1-1
Dunfermline — Kilmarnock 1-0
St. Mirren — Dundee U. 1-2
Staðan er þá þessi:
1. DEILD:
1. Burnley 14 —
2. Leeds 14 —
3. Sheffield U. 14 —
4. W.B.A. 13 —
5. Stoke 13 —
tvo, en hann var ekki dæmdur.
En að dæma slíkan leik er ekki
heiglum hent, en Hannesi varð
á --- aldrei slíku vant — að taka
ekki leikinn ákveðið þegar í upp
hafi — og það réði framhaldinu.
2-0 var ststðan í hálfleik.
Á 5. mín. síðari háhfl. Þá brást
vörn KR gersamlega. Jón Jóh-
komst í ágætt færi fyrir miðju
marki en missti af oig Rúnar náði
tækifærinu og afgreiddi me'ð
föstu jarðarskoti í netið. 2-1. ”
Á 12. mín átti Jón Jóth. skot I
þverslá, eftir mjög gott upphlaup
IBK.
Á 17. mín eiga Keflv. upp-
hlaup- Jón Ólafur sendir fyrir
frá hægri og Jón Jóh. er í góðu
færi — en boltinn fer himinhátt
yfir.
Á 20. mín hefur Sig. Alberts-
son upphlaup á miðju. Hann send
ir fram miðjuna, það verður
þvaga við KR markið og vörnin
er í upplausn. Jón Jóhannessoa
nær knettinum og skorar.
Á 23. mín er dæmd vítaspyrna
á KR fyrir brot gegn Jóni Jóth-
Högni skorar öruglega.
Á 32. mín er dæmt víti á IBK
Jyrir brot Ólafs Marteinssonar,
Ellert Schram skorar öruiglega
og jafnar fyrir KR og trygg'ði
með þvi marki aukaleik við IA,
því fleiri urðu mörk ekkL ,
Liffin
KR liðið reyndist alls ekki eins
Framh. á bls. 31
Þióðverjor unnu
Svíu 2-1
SVIAR töpuðu fyrir Þjóðverj-
um í knattspyrnu í Stokkhólmi
á sunnudaginn með 1—2. Þar
með er eiginlega lokið möguleik-
um Svía til að komast áfram
í heimsmeistarakeppninni —- 1
úrslitakeppnina og er þeim að
sjálfsögðu sárt þar eð lið þeirra
varð nr. tvö í lokakeppninni 1953
— en þá fór hún fram í Sví-
Þjóð. ^
Jón Ólafur t.h. fær sigraff Heim i og sent fyrir. Hörffur er of seinn — Jón Jóh, skorar í tómt mark.
Jafntefli hjá Dön-
um og Norðmönnum
NOREGUR og Danmörk skildu
jöfn í knattspyrnulandsleik á
sunnudag. Bæði liðin skoruðu
tvö mörk. í fyrri hálfleik áttu
Norðmenn leikinn og NTB frétta
stofan segir að réttlát úrslit
hálfleiksins hefðu verið 5—1 en
þau urðu 2—1 Norðmönnum í
vil. í siðari háifleik tókst Dön-
um að jafna.
Með þessum úrslitum hlutu
Danir sigur í keppni Norður-
landaþjóðanna fjögurra í ár.
Norðmenn og Danir háðu 4
leiki A, B, unglinga og drengja-
keppni um síðustu helgi. Héildar
úrslit í mörkum . urðu 15—10
fyrir DanL
. . . og Keflvíkingar fagna, en KR-ingar eru heldur niffurlútir.