Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 2
r 2 Þ---- MORCUNBLAÐIÚ Föstudagur 5. nóv. 1965 Bygging 2. og 3. áfanga Gagn- fræðaskóla verknáms hefst á næsta ári BYGGING Z. og 3. áfangja Gagn- Ifræðaskóla verknáms hefst á mæsta ári og stefnt er að því að Tbóknám geti hafizt í skólanum ihaustið 1966. Hér er um að ræða fframkvæmdir, sem samtals eru S.700 rúmmetrar. Verða ]>ar 14 thóklegar stofur, húsnæði fyrir skólastjóra og kennara, bókasöfn Otj 4 handavinmistofur stúlkna. 3»essar upplýsingar gaf Geir Hall- grimsson borgarstjóri á fundi lborgarstjórnar í gærkvöldi. Guðmundur Vigfússon (K) flutti tillögu um að hraðað y r ð i byggingarframkvæmdum við Gagnfræðaskóla verknáms. Sagði hann skólann vera þann eina, sem sinnti verkkennslu á gagnfræðastiginu. Sagði hann húsnæði það, sem skólinn hefði Kjósarsýsla AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélags ins ..Þorsteinn Ingólfsson" í Kjósarsýslu verður haldinn mið vikudaginn 10. nóvember nk. að Hlégarði. Hefst hann kl. 9 síð- degis. Venjuleg aðalfundarstörf. Dr. Bjarni Helgason mætir á fundinum. Laugardaginn 20. nóvember nk. halda sjálfstæðisfélögin í Kjósarsýslu sameiginlega haust- skemhitun að Félagsgarði. Fjár- málaráðherra, Magnús Jónsson, heldur ræðu og Savannah tríóið skemmtir. til afnota í Brautarholti óhæft með öllu, ehda þyrfti starfsemi skólans nauðsynlega að komast undir eitt þak. Geir HaMgrín i on borgarstjóri sagði, að allir gætu verið sam- mála um, að aðstaða skólans væri ekki sem skyldi og ekki til frambúðar, én þó var auðvitað ljóst hvernig aðstaðan var í Brautarholti, þegar þar var haf- izt handa, og ekki minntist hann þess að það hefði 'valdið ágrein- ingi í borgarráði, né heldur þeg- ar leigusamningur var endurnýj- aður. Heríerð gegn Hungri: Börrr í Hafnar- firði efna fil hlutaveltu BÖRN í 11 ára bekk við Öldu- túnsskóla í Hafnarfirði hafa á- kveðið að efna til hlutaveltu og skal allur ágóði renna til söfn- unarinnar Herferð gegn hungri. Hiutaveltan fer fram að Sel- vogsgötu 16A nk. sunnudag kl. 1,30 sfðdegis. Það eru verzlanir og einstaklingar . í Hafnarfirði, sem gefa munina og vörurnar á hlutaveltuna. Máiverk eftir Snorra Arinbjarnar dýrast Það fór á 32,500 kr. Á MÁLVERKAUPPBOÐI Sig- urðar Benediktssonar í Bogasal Hótel Sögu í gær seldust málverk fyrir yfir 300 þús. kr. Myndirn- ar voru 47 að tölu. Hæsta verð fékkst fyrir oliumálverk eftir Snorra Artnbjarnar, sem nefnist Bátar. Það hreppti Guðjón Guð- jónsson fyrir kr. 32.500. Þetta var líka langdýrasta myndin á uppboðinu. Mikið var ai myndum eftir Jóhannes Kjarval á uppbo'ðinu og þótti uppboðshaldara þær sýnilega f?ra á óvenju lágt verð, enda var margt af þeim vatns- litamyndir og tússmyndir. Sú dýr asta var oiíumálverk frá Þing- völlum, sem fór á 25 þúsund kr. yivinzt 300 " ára afniælís $r. Jóns Hall- dórssonar í Hítardal NÆSTKOMANDI sunnudag 7. nóvember kl. 2 e.h. er áformað að halda hátíðarguðsþjónustu að Hítardal á Mýrum. Verður þá minnzt séra Jóns Halldórsson ar prófasts í Hítardal, en hann var fæddur 6. nóv. 1665. Var hann svo sem kunnugt er hinn merkasti fræðimaður og lagði drjúgan skerf til fslenzkra fræða með ritum sínum. Prófasturinn, sr. Leó Júlíus- son að Borg á Mýrum, prédikar, en sr. Einar Guðnason í Reyk- holti flytur erindi um sr. Jón Halldórsson. Líklegt er, að fleiri prestar verði viðstaddir guðs- þjónustuna, svo og er b.úizt við fjölmenni. Hana keypti Listssafn Vestfjarða, sem einnig tryggði sér þarna mynd eftir Þórarin B. Þorláks- son, Sjávarhamrar, fyrir kr. 7.500. önnur mynd eftir Þórar- in B. Þorláksson fór á 20 þús. kr. til Ingunnar Jensen, en það er olíumálverk af landslagi og kemur listamaðurinn sjálfur fyrir í því. Þarna var boðin upp mynd, Blómafléttur, eftir Sölva Helga- son, Sólon íslandus, og keypti Kristján Þorvaldsson hana á kr. 17 þúsund. Lítill kassi með mál- úðu blómaskrauti eftir Guðmund Thorsteinsson eða Mugg fór á kr. 5.100 til Marinós Steindórs- sonar. Af öðrum dýrmætum myndum má nefna litla mynd eftir Ásgrím Jónsson, sem seld var á kr. 9.500 og olíumálverk eftir Jón Þorleifsson úr Horna- firði, sem fór á kr. 9.500. Tvær myndir eftir Gunnlaug Blöndal voru á uppboðinu og seldist önn ur, frá Námaskarði á kr. 25 þús. til Erlu Adólfsdóttur. Að lokum voru boðnar upp ut- an upþboðsins 3 myndir, sem gefnar voru til ágóða fyrir Geð- verndarfélagið, ein eftir Pétur Friðrik, tvær samstæðar eftir Kjarval og Viðeyjarmynd eftir Jón Helgason biskup og hlaut þetta góðgerðarfélag þar 17.500 kr. Olíumálverkið „Sól og sum- ar“ eftir Kjarval kom ekki til uppboðs, en í staðinn voru boðn ir upp Hroundrangar, svartkrítar mynd eftir list&manninn, sem seldist á kr 5 þúsund og á aiid- vírðið að ganga til viðgerðar í kirkjunni í Borgarfirði eystra. Borgarstjóri sagði það ekki véra neitt leyndarmál, að skortur hefði verið á skólahúsnæði í borginni, sem _ stafað hefði af fjárfestingarhömlunum. En á 8 ára tímabili 1956—64 hefði nem- endum í barna- og gagnfræða- skólunum fjölgað um 35%, en á sama tíma hefði almennum kennslustofum fjölgað um nær 70%, svo að ljóst væri að rhikið átak hefði verið gert til að bæta úr þessum skorti. Óskar HaUgrimsson (A) sagði, að frá upphafi hefði verið óljóst hvað fólst í ákvæði fræðslulag- anna frá 1946 um verknám á gagnfræðastigi, og væri starfsemi Gagnfræðaskóla verknáms eina tilraunin til að komast að því, hvað í þessu ákvæði hefði verið fólgið. í sama streng tók Krisí ján Benediktsson (F), sem sagði að verknámið svifi í lausu lofti í skólakerfinu. I»<ir Vilhjálmsson (S) benti hins vegar á, að verknáms- kennsla væri ekki einungis í Gagnfræðaskóla verknáms, held- ur væru t. d. verzlunardeildir í 3 gagnfræðaskólum og áherzla væri lögð á fleiri verklegar grein ar. Enn væru þó ýms vafaatriði um hvernig verknámskennslunni yrði bezt fyrirkomið í framtíð- IJtför Níelsar Dungals gerð ÚTFÖR Níelsar Dungals, prófess ors, var gerð nieð viðhöfn frá Fossvogskirkju kl. Z síðdegis í gær. Síra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, flutti minningarræðuna, dómkórinn söng, dr. Páll Isólfs- son lék á orgelið og Björn Ólafs- son lék einleik á fiðlu. Mikill fjöldi fólks var viðstadd ur útförina, sem fór hið virðu- legasta fram. Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda heldur bazar í Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi sunnudaginn 7, nóv- ember kl. 3 s.d. Unnsteinn Beck skipaður borg- arfógeti UNNSTEINN Beck, toligæzlu- stjóri. hefur verið skipaður borg- arfógeti við embætti yfirborgar fógeta í Reykjavík frá 1. desem- ber nk. að telja. Aðrir umsækjendur um em- bættið vora Bjarni Bjarnason, fyrrverandi bæjarfógeti, Sigurð- ur Sveinsson, fulltrúi yfirborg- arfógeta og Viggó Tryggvason, fulltrúi yfirborgarfógeta. Unnsteinn Beck fæddist 27. nóvember 1914 á Sómastöðum í Reyðarfirði, sonur Hans Jakobs Beck bónda þar og Mekkinar Jónsdóttur. Hann lauk stúdents- prófi í Reykjavík 1937 og lög- fraeðiprófi frá Háskóla íslands 1943. Áður en hann gerðist tollgæzlu stjóri var Unnsteinn fulltrúi hjá borgarfógeta og borgardomara. Vinningsmálverkið „Taktu í horn á geitinni“ Dregið um Kjarvais málverkið í gær DREGIÐ var kl. 3 síðdegis í gær hjá borgarfógeta um vinn- inginn í Kjarvalshappdrættinu, sem efrit var til í sambandi við afmælissýningu listamannsins. Vinningsnúmerið er 5810. Jóhannes S. Kjarval gaf eina af nýjustu myndum sínum sem vinning í happdrættinu. Kallar hann myndina „Taktu í horn á geitinni“, en hún hefur einnig verið nefnd (,Vorkoma“ eða ,,Vorgleði“. Alls seldust 8303 happdrættis- miðar, en hver þeirra kostaði 100 krónur. Kjarval ákvað fyrir afmæli sitt ,að það sem inn kæmi fyrir sölu happdrættis- miðanna, skyldi renna til bygg- ingar nýs listamannaskála. Eigandi vinningsmiðans getur snúið sér tl Krstjáns Jónssonqr, símar 11336 eða 15205, og Jóns Þorsteinssonar, sími 13738. Dregið um málverkið hjá borg arfógeta. Frá vinstri: Jónas Thoroddsen og Jóhanna Guðnadóttir, sem dró númerið úr kassanum. Herferð gegn Hungri: Gengið í hvert hús í Reykjavík í dag EFTIR hádegi ídag munu sjálf- boðaliðar „Herferðar gegn hungri“ ganga í hvert hús í Reykjavík og leita eftir framlög um til Herferðarinnar. Sams konar aðgerðir verða í dag í öllum stærxi kaupstöðum landsins, hvar sem því verður við komið. Söfnunarfólk afhend ir kvittun fyrir hverju framlagi. Mörg framlög hafa borizt til þeirra aðila, sem hafa tekið við framlögum frá því um síðustu helgi. Söfnunarféð verður afhent FAO, Matvæla- og landbúnaðar stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem ábyrgist réttar ráðstafanic og hrindir í framkvæmd þeim verkefnum, sem til er safnað. Þórhallur Vil- nrsundarsoRi talav um Vánlands- kortið SL. VETIJR gekkst Stúdentaráð Háskóla íslands fyrir fyrirlestr- um, sem ætlaðir voru almenningi og stúdentum. Fluttu þar fjöl-. margir þjóðkuunir menu fyrir- lestra, sem yfirleitt voru mjög fjölsóttir. Þessari starfseml hyggst Stúdentaráð H. í. halda áfram í vetur. I kvöld, föstudaginn 5. nóv., flytur prófessor Þórhallur Vil- mundarson erindi, sem hann nefnir „Vínlandskortið". Fjaliar það að sjálfsögðu um hið fræga Vínlandskort, sem vakið hefur miki'ð umtal og deilur Er ekki að efa, að marga fýsir að heyra pró fessor Þórhall ræða um þetta efni, Sem áður segir verður fyr irlesturinn fluttur í kvöld kl. 21 í 1. kennaiustofu. Háskóla .íslanda og er öllurn heimill aðgangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.