Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 15
MORGUNBLADIÐ 15 t Tostu#gur 5. nóv. 1965 Flutti fyrirlestra um ísland í S-Ameríku Spjallað við Edith Daudistel um ferðalag meðal Indíána í Boliviu og Peru og heimsokn í „Albert Sehweitzer44 sjúkra- húsið í Amazon-frumskógum FYRIR um það bil 27 árum skoluðu öldur örlaganna að íslandsströndum hjónunum Edith og Albert Daudistel, sem flúið höfðu heimaland sitt, Þýzkaland, undan ofur- valdi nazismans, eins og fleira g-ott fólk í þá daga. Albert Daudistel var rithöfundur og þegar sendiboðar Hitlers báru honum plagg eitt til undirrit- unar, þar sem heita skyldi „foringjanum“ hollustu og hlýðni, sagði hann „nei, takk“ og tók þá ákvörðun að yfir- gefa átthagana og leita sér at- hvarfs erlendis. Þau ætluðu upphaflega að reyna að setjast að í Englandi, en tóku sér fyrst ferð á hend- ur til fslands, sem Al'bert hafði lengi fýst að sjá. Lengra fóru þau aldrei: „Sem betur fór, segir Edith Daudistel, því að við kunnum strax svo vel við okkur hérna á íslandi, allt var svo frjálslegt og fólk- ið svo hjartahlýtt og ósvikið. hún nýkomin úr löngu ferða- lagi í Suður-Ameríku, þar sem hún m.a. flutti nokkra fyrirlestra um . ísland og sýndi litskuggamyndir á milli þess sem hún dvaldist með Indíánum í Andesfjöllum og frumskógunum við Amazon- fljótið. — Og auk þess heimsótti hún sjúkrahús eitt í frumskógum Perú, sem kennt er við hinn nýlátna mannvin og merkismann, Dr. Albert Schweitzer — stofnað af þýzkum laekni, dr. Theod- or Binder, er var náinn vinur Dr. Schwitzers. — Já, mér var boðið til Bolivíu og Perú í sumar til þess að halda fyrirlestra um ísland fyrir þýzka innflytj- endur þar og afkomendur þeirra, sagði Edith Daudistel, er við tókum til saman. „Ég ætlaði líka til Equador og Galapagoseyja", hélt hún á- fram“, en varð að hætta við það sökum þess, að ég komst miklu seinna af stað en ég — Ég kom til La Paz rétt fyrir 1. maí s.l. og þann dag gengu slík ósköp á, að ég hélt helzt að heimsbyltingin væri skollin á. Borgarbúar eru að langmestu leyti Indíánar og kynblendingar, eða um S5% og þeir notuðu daginn til þess að krefjast aukinna réttinda. Gekk fólkið um göturnar hróp andi slagorð „Niður með hvíta fólkið“, „Lengi lifi Castro og Kúba“ o.s.frv. og þessi slagorð voru lika máluð á húsveggi. Gaman var að sjá klæðaburð þessa fólks einkum kvenn- anna, — föt þeirra eru afar litrík og skemmtileg. Þær Edith Daudistel ganga í mörgum undirpilsum og á bakinu hafa þær eins- konar poka, sem þær bera í potta og pönnur, eldivið og ungbörn, — var algengt að sjá lítil barnsandlit gægjast upp úr pokanum. Og allir hafa hatta á höfði, konurnar litla filthatta. — Mér sýndust allir vera með kýli á kinninni, en í ljós kom að það var jurtin Coca, sem fólkið tyggir viðstöðu- „Djöfladans" við Titicaca-vatnið. Indíánar i búningum djöfuls, til vinstri og engils, til hægri. laust. Eru Coca blöðin þurrk- uð, pressuð og valin á sér- stakan hátt, og úr þessu tyggja Indíánarnir síðan kók- aín. — í kjölfar 1. maí fylgdi mikið stjórnleysi og öngþveiti í La Paz. Settir voru upp vega tálmar víða á vegum út úr borginni og sat ég þar því föst, var ekkert vit í því að reyna að komast í gegn, því að fólk var þá umsvifalaust skot- ið. Reyndar var eins og Ind- íánarnir hleyptu af byssum sínum út í loftið, þeir drápu mest af sínu eigin fólki. Voru um 30 Indíánar drepnir, meðan ég dvaldist þarna og mátti segja að hálfgert upp- reisnarástand ríkti. — Hásléttan þarna í Andes fjöllum er jafnan kölluð Alti- plano. Þar lifa Indíánarnir sem hirðingjar með lamadýr- in sín. Þrátt fyrir gauragang- inn tókst mér að komast út á sléttuna einn daginn. Var ég þar viðstödd svokallaða Kross hátíð Indíána við Titicaca vatnið — en það er hæst liggjandi skipgenga vatn í heimi og er á landamærum Bolivíu og Perú. Standa Indí- ánar í þeirri trú, að botn vatnsins sé hinum megin á jörðinni. Fólkið þarna er kaþólskrar trúar í orði, en trúir eftir sem áður á sína gömlu anda og setur það sinn svip á trúarhátíðir þess. Á hátíðinni var dansaður svo- kallaður Djöfladans ,,La Diablada", sem getur staðið yfir í marga daga. Mun hann eiga að tákna baráttuna milli himnaríkis og helvítis. Fólk- ið er klætt ýmiss konar und. arlegum búningum, sumir í gerfi dýra, t.d. bjarndýra, fugla, púma og ljóna, aðrir sem englar eða djöflar — og var afar gaman að sjá, hvern ig þeir hugsa sér þá. Til dæm is höfðu englarnir þeirra, sem allir voru karlmenn, enga vængi og voru alls ólík ir þeim myndum, sem Ev- rópubúar hafa gert af engl- um. Þeir voru skreyttir fjór- um eða sex gerfibrjóstum, sem tákna áttu frjósemi og klæddir slíkum hvítum vír- búningum, sem vógu u.þ.b. 40 kg. hver. Dansinum lýkur jafnan með sigri englanna. Þeir voru allir vel hífaðir og vildu endilega að ég skálaði með þeim í Chicha, þjóðar- drykk þeirra, sem þannig er tilbúinn, að konurnar tyggja maísköggla eða kartöfluteg- undina Yuca, spýta síðan í krukku og hella vatni yfir. Síðan er þetta geymt og lát- ið gerjast. Ekki þótti mér nú ráðlegt að leggja mér þenn- an drykk til munns, en hafði mikla skemmtun af ferðinni. — Áður en ég fór frá La Paz brá ég mér einnig niður í frumskógana við Amazon- fljótið, fór niður Andesfjöll- in að austanverðu gegnum „Yungas“. svokallaða regn- Framh. á bls. 17 Schlplpo-Indíánastúlkur m eS vefnað. Við eignuðumst marga góða vini“. Stríðið brauzt út fyrr en varði og ísland varð ákjósan- legasti samastaður, eins og málum var komið. Þau sett- ust að í lítilli íbúð við Lauga- veginn og þar vann Albert að ritstörfum, þar til hann lézt árið 1955 — en þá tók ekkja hans við pennanum og fór að skrifa fréttir frá íslandi fyrir blöð og útvarpsstöðvar í Þýzkalandi, — einkum frétt- ir af menningarlífinu, um leik list, tónlist og þess háttar og greinar um gamla siði og háttu íslendinga, sem Þjóð- verjar hafa mikinn áhuga á. Á síðustu árum hefur hún jafnframt gerzt víðförul mjög og jafnan skrifað um ferðir sinar fyrir þýzka les- endur og útvarpsáheyrendur. Þegar blaðamaður Morgun- blaðsins hitti Edith Daudistel að máli fyrir skömmu, var ætlaði vegna verkfalls hafnar verkamanna í New York. Þaðan fór ég með skipi til Arrica í Chile, þar sem ég tafðist aftur í vikutíma áður en ég komst til La Paz í Boli- víu er var fyrsti áfangastað- urinn. í La Paz hélt ég tvo fyrirlestra um ísland á Þýzku einkum um íslenzka menn- ingu og sýndi 130 litskugga- myndir frá landinu, við góð- ar undirtektjr. La Paz liggur hæst allra borga heims, í tæp lega 4000 metra hæð, eða um 200 metrum hærra en Lhasa í Tíbet. Nafnið — La Paz — þýðir Friðurinn", en óvíða hefur verið ófriðvænlegra. Þar hafa verið gerðar a.m.k. 180 byltingar, að mér var sagt. Viðbrigðin frá New York voru mikil og leið mér ekkert vel fyrstu dagana, því að loftið þar efra er svo þunnt — ég er líklega of jarð- bundin til þess að þola þessa himinihæð. 1 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.