Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 24
24
MORGU N BLAÐIÐ
Föstudagur 5. nðv. 1965
Langt yfir skammt
eftir Laurence Payne
— Varst það þú, sem gafst litla , trésmiðinn?"
Ég sagði honum, hver ég
væri. Hann leiddi mig að borð-
inu. Hann vildi ekkert drekka,
svo að ég gaf honum vindling
og horfði á hann meðan hann
kvekti í honum, með eldspýtu,
sem hann tók úr hylki á borð-
inu , _ bar logann skjálftalaust
upp að endanum á vindlingnum
og setti svo brenndu spýtuna í
öskubakkann. Ég faerði bakk
ann ofurlítið til vinstri.
— Hr. Launcelot.... hóf ég
mál mitt!
— Bara Launcelot, ef yður er
sama. Þetta er ekki ættarnafn.
— Ég býst við, að þér hafið
heyrt ungfrú Twist nefnda....
Úrsúlu Twist?
— Nei, ég hef ekkert heyrt.
— Ef svo er, sagði ég og fór
varlega, — þá er ég hræddur
um, að ég hafi slæmar fréttir
að flytja.
— Er hún veik?
— Hún er dáin.
Nú gat ég séð að hann var
blindur. í>að varð ekkert séð á
augunum í honum ... alls ekk-
ert, en viðbragðið var eingöngu
í likama hans. Það var eins og
einhver hefði veifað töfrasprota
yfir honum og fryst hann stirð-
an. Vindlingurinn, sem var í
hendinni, á honum, hálfa leið
upp að munninum, stanzaði þar
sem hann var komiiín, í mátt-
lausri hendinni. Eftir langa
þögn var eins og hann þiðnaði
ofurlítið upp, að minnsta kosti
nægilega til þess að endurtaka
orðið ,,dáin“ með rödd, sem var
dauðari en orðið sjálft.
— Hvemig dó hún?
— Skotin, svaraði ég blátt á-
fram.
Andlitið á honum hafði tekið
á sig einKennilegan gulbrúnan
lit. Ég hafði aldrei áður séð
negra fölna, og ekki talið, að
það væri hægt.
— Myrt?
— Já.
Nú varð löng þögn, en svo
sagði hann: — Ég held, að ég
verði að þiggja þetta glas, sem
þér voruð að bjóða mér.
Ég benti þjóninum og bað um
írskt viskí. Við hinn endann á
gólfinu stóðu Herter og Neal
og vom að tala um mig sín á
milli. Mér var alveg sama. Hert
er kom auga á mig og veifaði
vingjarnlega til mín.
Launcelot sagði: — Hún var
hrædd.
— Við hvað?
— Við eitthvað.... hún sagði
mér það ekki, en ég fann það
alveg á mér. Ég á svo hægt með
að finna svona á mér. Ég segi
henni, að hún sé hrædd og hún
segir: „Það er ég... já, rétt
svona: — Já, Launcelot, ég er
hrædd.
— Hvenær var þetta?
Hann setti ösku á borðið, ná-
kvæmlega þar sem bakkinn
hafði verið og ég skammaðist
mín og færði hann aftur á sinn
stað.
— Einhverntíma í vikunni,
sem leið ... miðvikudag.......
fimmtudag . . ég man það ekki
nákvæmlega. Hver dagur er svo
öðrum líkur.
Ég hallaði mér fram og sagði
alvarlega við hann: — Hugsaðu
þig um, Launcelot, hugsaðu þig
vel um. Sagði hún nokkuð, sem
gæti bent á, hvað hún væri
hrædd við?
Hann hugsaði sig ofurlítið um,
en hristi þá höfuðið. — Þetta
var eins og öll önnur kvöld.
Hún talaði við mig. Hún sagði
halló og hún spyr, hvemig mér
liði. Ég segi, að mér líði vel...
mér líður alltaf vel. Og þá held
ég, að hún sé farin frá mér, af
því að þarna varð alveg þögn.
En svo heyri ég hana kveikja
í sígarettu og hún réttir mér
hana ... hún gerði það alltaf,
kveikti í tveimur, annarri
handa sjálfri sér og hinni handa
mér. Og ég snerti á henni hönd-
ina og hún hríðskelfur. Þá veit
ég, að eitthvað, er að og spyr
hana um það, en hún segir, að
það sé ekkert.
Þjónninn kom með glasið
handa honum og hann tæmdi
það í einum teyg.
— Þá hlusta ég á hana og
röddin er eitthvað óstyrk, hún
er eitthvað óeðlilega há, líkast
ofstemmdu píanói. Hún segir
mér frá strákunum. sem hún
þekki — það gerir hún alltaf,
hún er óskikkanleg stúlka, held
ég, en góð við mig..... ja,
góð . . .
□-------------------------n
18
□-------------------------□
— Manstu eftir, hvaða kunn-
inga sína hún nefndi?
Hann glennti út fingurna. —
O, þeir voru svo margir. Hvem-
ig ætti ég að geta munað þá
alla?
— En, sem hún nefndi þetta
kvöld. Reyndu að muna, hverj-
ir það voru.
— Það var nú hann Chuck ...
hann var með henni þetta
kvöld. Svo minntist hún eitt-
hvað á ,,skíthælinn hann Bert“.
Hann hló með sjálfum sér. —
Skíthælinn hann Bert! Ég fer
alltaf að hlæja, þegar hún nefn-
ir hann. Og þetta kvöld ætlaði
hún út með Tom.
Ég sperrti eyrun. — Hvaða
Tom?
— Hvaða Tom, Tom, son píp-
arans! Ég þekki hann ekki. Ég
þekki engan þeirra. . Chuck
þekki ég, hann kemur hér oft.
En Tom og Bert hef ég aldrei
hitt. Hún fer alltaf frá þeim
við borðið þeirra og kemur hing
að og talar við mig. Hún biður
mig stundum að spila eitthvað
sérstakt fyrir sig, og þá verður
hún stundum svo dreymandi.
Hann raulaði ofurlítinn stúf fyr-
ir sjálfan sig, en hætti svo og
hristi höfuðið, og sagði: — Vesl-
ngs Úrsúla!
— Og meira geturðu ekki
munað?
— Hún sagðist ætla til Toms
og ég sagði: — Þú ert hrædd
við eitthvað, Úrsúla, og þá bíð-
ur hún lengi áður en hún segir:
— Já, það er ég, Launcelot, og
Og svo fór hún og síðan hef ég
ekki séð hana!
— Kom hún ekki og talaði við
þig fyrir tveimur kvöldum?
— Nei. Hún var hérna, held
ég, af því að þá var mkill háv-
aði og mér fannst ég þekkja
röddina hennar, og Chucks og
bróður hans, hann er mikill lista
maður, bróðir hans, og ágætis
maður. En hún kom ekki og tal-
aði við mig.
Ég sat stundarkorn og hugs-
aði um það, sem hann hafði
sagt mér, en stóð svo upp.
— Jæja, þakka þér fyrir,
Launcelot, þú hefur hjálpað
mér mikið og ég er þér þakklát-
ur. Ef þú manst eftir einhverju
fleiru þá hringdu til mín í Scot
land Yard. Sama hvað þér
' finnst það ómerkilegt. Þér var
vel til Úrsúlu og ég er viss um,
að þú vilt hjálpa okkur eftir
því sem þú bezt getur.
Launcelot kinkaði kolli ákaft.
— Víst skal ég hjálpa það sem
ég get. Ef ég man eitthvað,
hringi ég í 999.
— Nei, Whitehall 1212 og
spyrja um mig.
Hann setti upp breiða brosið
sitt og drap í vindlingnum, ná-
kvæmlega í miðjunni á ösku-
bakkanum.
— Ég verð að fara ... annars
verð ég rekinn.
— Þú spilar mjög vel, sagði
ég.
Hann stóð grafkyrr. — Þegar
ég só, var ég góður píanáleikari.
Ég var lítill drengur þá, skil-
urðu? Var orðinn góður þá. En
nú .... Ég hitti alltaf skakkar
nótur. Get ekki séð nóturnar.
— Ég bý það allt til sjálfur, en
það er ekki gott. Hann rétti
fram höndina og ég tók í hana
með ánægju.
Eg horfði á hann ganga að
hljóðfærinu. Andartak sat hann
grafkyrr, en svo var rétt eins og
hann væri í kirkju og hann tók
að leika þetta, sem hann sagði,
að hefði verið uppáhaldslagið
hennar Úrsúlu.
Ég gekk hægt eftr endilöngu
gólfinu og hirti ekkert um þó
að fætumir á mér væru stórir,
og heldur ekki þó að allir væru
að horfa á mig. Herter og Neal
voru famir. Ég brölti uþp stig-
ann. Miguel hjálpaði mér í
frakkann. Ég gaf honum hálf-
krónu fyrir ómakið. Stóð síðan
andartak og hlustaði á lagið,
sem nú heyrðist mjög dauft.
Svo var ég kominn út í myrkrið
og rigninguna og hurðin féll
hljóðlega að stöfum að baki
mér.
5. kafli.
Laugardagur.
Klukkan var enn orðin yfir
þrjú, þegar ég kom heim....
þetta var orðið að vana hjá
mér. Ég læddist upp á sokka-
leistunum, leit snöggvast á Mild
red, sem lá upp í loft með gal-
opinn munninn, hætti við að
hátta en fór inn í auða herberg-
ið og lagðist þar á bedda, rúm-
fatalaus. Það sem lifði nætur
fór afarilla um mig, dragsúg-
urinn hvein um mig gegn um
rifurnar á glugganum, sem hefði
átt að vera búið að gera við
fyrir löngu. Úti á þakinu heyrð-
ist í fugli, sem líklega fór jafn-
illa um og mig, því að hann var
á ferð og flugi og tísti eymd-
arlega, og ég hefði feginn viljað
snúa hann úr hálsliðunum. En
þegar ég loks var farinn að
venjast þessu, hófu hinir fiðr-
uðu bræður hans morgunsöng-
inn sinn. Ég var stirður af
kulda.. Ég fann loðkápuna nenn
ar Mildred í fataskáp, hún þefj
aði nú öll af mölkúlum, en ég
vafði mig samt í hana Og reyndi
aftur að sofna. Ég gleymdi mer
nú í líklega hálfa mínútu og
dreymdi andstyggilegan draum
um andlitslausan mann, en þá
hrökk ég við, þegar einhver
fábjáni var að reyna að koma
einhverju déskotans mótorhjóli
í gang úti á götunni. Ég lá þarna
eins og einhver kúla úr loð-
skinni og óskaði að ég hefði
aldrei fæðzt.
Og þessi tilfinning var enn
ríkjandi hjá mér, er ég sat,
nokkrum klukkustundum
seinna, við skrifborðið mitt og
glápti á auðan vegginn andspæn
is mér.
Það var laugardagsmorgun og
ofurlítll, daufur sólargeisli, sem
var að brjótast inn um glugg-
ann leiddi 1 ljós skítinn á rúð-
unni og rykið á skjalaskápnum
hjá mér. Laugardagur í Scotland
Yard var ósköp líkur öllum öðr-
um dögum — fólk kom og fór,
heilsaði og kvaddi en í dag var
eins og allt væri steindautt. Ég
sat þarna í sjálfsagt tíu mínút-
ur, án þess að neitt gerðist. Ég
hafði mesta freistingu til að
hringja upp Yvonne, vinkonu
mína, bara til tilbreytingar, en
svo fannst mér rétt að lofa
henni að sofa út — því að lík-
lega yrði lítið gagn í henni fyrr
en eftir ellefu — ef þá nokk-
urn tíma!
Ég fletti letilega blöðunum í
vasabókinni minni, og rakst á
nafn Davids Dane. En að tala
við hann? Ég leit á klukkuna,
hún var lítið yfir níu. Hann
var líklega heldur ekki kominn
á fætur. en annars gat verið
sama um hann. Ég hringdi í
Fortescue í fremri skrifstofunni
og bað hann ná- í leikarann í
símann. Skömmu síðar leit hann
inn um dyrnar til að spyrja,
hvort ég vissi númerið, því að
það væri ekki í skránni.
— Ef ég' þekki D.D. rétt, þá
hefur hann leyninúmer.
Hringdu upp stöðina og heimt-
aðu samband og segðu, að hér
sé um líf og dauða að tefla.
Tveim mínútum síðar hringdi
síminn hjá mér ákaft. Ég tók
hann og syfjuð og langt frá
því ánægð rödd spurði: — Hver
er þar?
— Hr. Dane? sagði ég og rödd
in var sýrópskennd, af eintómri
illkvittni. — Var ég að vekja
yður?
— Já, það voruð þér, hver
sem þér eruð.
— Afsakið, en þetta er hann
vinur yðar, fulltrúinn frá Scot-
land Yard.
— Ó! sagði hr. Dane og rödd-
in var flatneskjuleg, og svo
sagði hann og reyndi að vera
kurteis: — Hvað get ég gert fyr-
ir yður?
Ég teiknaði tileygðan kött á
þerripappírinn fyrir framan
mig, með rauða pennanum hans
Herters. — Ég gleymdi alveg
að spyrja yður, hvar þér hefð-
ið verið á fimmtudagskvöldíð
var.
— Relluröddin hækkaði um
einn tón: — Fimmtudagskvöld?
— Rétt segið þér. Það var
kvöldið, sem henni ungfrú Twist
var kálað. í fyrrakvöld. Milli
10.30 og miðnættis.
Löng stuna heyrðist gegn um
símann. — Þetta er ofsnemmt.
Skárri er það nú tíminn að
vekja mann.
— Lífið verður að hafa sinn
gang, hr. Dane, sönglaði ég í
meðaumkunartón.
Allt í einu lifnaði yfir hon-
um, rétt eins og honum hefði
LOKAÐ
milli kl. 10—12 f.h. vegna jarðarfarar.
MYNDAMÓT HF.
Mikið úrval af
JEKSEYKJÓLUM og ULLARKJÓLUM.
VCRMLUNIN
^^^IAVCAVCC ,16
Trésmiðjan Víðir hf. auglýsir
Opið til kl. 10 í kvöld
HÚSGÖGN í alla íbúðina.
Það er: Svefnherbergissett
Borðstofusett
Sófasett.
og húsgögn í barnaherbergi.
Verð aðeins kr.
62. 660 til 86. 700
Hvar getið þér gert betri kaup?
Gjörið svo vel og lítið inn til okkar áður
en þér festið kaup annarsstaðar og athugið
hina hagkvæmu greiðsluskilmála.
Hjá okkur er verð og gæði við allra hæfi.
Trésmiðjan Viðir hf.
Laugavegi 166 — Símar 22222 22229.