Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 27
M0RGUNBLAO1D 27 Föstudfagwr 5. növ. 19S5 Híufavelta Kvennadeild- ar Slysavarnafélagsins — lan Smith Framhald af bls. 1 þeirri ókvörðun stjórnarinnar að kyrrsetja hann á búgarði sín um næsta árið. Haestaréttardóm ari, Desmond Lardner Burke, vísaði í gærkvöldi á bug tilmæl- um hans um, að úrskurður stjórn arinnar yrði endurskoðaður. — Á Islandi Framh. af bls. 1. og víða annars staðar. enda sé silfursmíðin tiltölulega ung listgrein á íslandi. í»ar hafi aftur á móti verið algengast að menn notuðu tóbakshorn, svipað og Norðmenn, en jafn an hafi þau verið búin til úr horni, beini eða hvaltönn, þar sem viður hafi verið af skornum skammti. Ljósmynd ir eru af ellefu íslenzkum tóbakshornum frá u.þ.b. 1790 til 1850, og segir Bramsen, að svo' virðist sem þessi tegund af tóbaksíláta hafi hvergi í Evrópu verið notu'ð utan á íslandi og Noregi. Hann get ur þess, að á Norður-íslandi kallist tóbakshornið jafnan ,,ponta“, en á Suðurlandi t,baukur“. Loks segir Bo Bramsen, að á íslandi taki menn það enn fram yfir aðra tóbaksnotkun að „taka í nefið“ og þyki það alla jafna fínt, enda geri sjálf ur forsetinn það í miklum K136*!- Rytgaard — Eshkol Framhald af bls. 1 að koma á samvinnu við Afapam flokkinn, sem er sósíalistaflokk- ur, Heruth, flokk óháðra og frjálslyndra, og trúarfylkingarn- ar þrjár: Þjóðlega trúræknis- flokkinn, Agudath-flokkinn og Agudath-verkamenn. Eftir því, sem nú er vitað um úrslit, hefur flokkur Eshkol, Mapai-flokkur- inn, fengið 39.5% atkvæða, Her- uth, flokkur óháðra og frjáls- lyndra, 19.5% og Þjóðlegi trú- ræknisflokkurinn 9.6%. Væntan- lega væri Eshkol nóg að ná sam- vinnu við Heruth, en hann mun þess fýsandi að mynda stjórn á sem breiðustum grundvelli. Klofningsflokkur Ben Gurions fékk aðeins tíu þingsæti og hefur Eshkol hvatt Ben Gurion tíl þess að ganga áftur til samstöðu við Mapai-flokkinn. NTB segir, að blöð í Tel Aviv telji márga hina eldri ráðherra nú hverfa úr stjórn, m.a. telja sum þéirra, að Golda Meir, utanríkisráðherra, verði nú látin víkja. — Vilja Rússar Framhald af bls. 1. helztu leiðtoga hennar í einhliða og oft beinlínis röngu ljósi. Sama afstaffa kemur fram í málgiagiui hersins „Rauða stjarnan“, sem út kom í gær. Þar er talað um nýja kvik- mynd um byltinguna, sem nefnist „Aurori Yalvo“. Segir blaffiff, aff þar sé fjallaff um Trotsky á ákaflega yfirborffs- legan hátt, hann sé þar sýnd- ur eins og afvegaleidd annars flokks persóna, nánast eins og „dvergur“ — en sannleikurinn sé sá, aff hann hafi veriff reyndur og öflugur lýffskrum- ari. „Myndin af Trotsky er svo bamaleg aff óhugsandi er aff trúa því, aff slíkur maður hafi' nokkru sinni getaff leitt nokk- urn mann af réttri braut“, segir blaffiff. Einnig er blaffiff óánægt meff lýsinguna á AI- exander Kerensky, fyrrum forsætisráffherra, í myndinni. Hann sé þar einnig sýndur seni „dvergur", en öllum hljóti aff vera ljóst, aff' hann hafi haft tii aff bera þá eigin- leika ,sem gerffu honum fært að vinna sigra, — þótt þeir væru affeins um stundarsákir — osr afvegaleiffa allmargt niLaujuua. Framh. af bls. 17 þar sem m.a. sé ákveðið að ald- urstakmark unglinga til að sækja opinbera dansleiki sé alls staðar hið sama. Ýmsar aðrar til lögur komu fram og voru sam- þykktar. í stjórn félagsins voru kjörn- ir: Séra Magnús Guðmundsson sóknarprestur í Grundarfirði, formaður. Arni Helgason, umdæmisstjóri Stykkishólmi, ritari. Haraldur Jónsson, hreppstjóri Gröf í Breiðuvík, gjaldkeri. — Fréttaritari. — Ve/ð/ferð Framhald af bls. 28 frá Ruston, Paxmann og Ross, sem voru að yfirlíta hvernig vél- ar og tæki reyndust. Skipstjóri var J. P. Macarty. Er út á Norðursjóinn kom reyndist veður versnandi. Var allhvast og talsverður sjór. Það var því sýnilegt, að tækin yrðu reynd við fremur óhagstæðar að- stæður. Fyrst var kastað kl. 4 síðdegis og trollið dregið í 20 mínútur. Urðu smátafir við kastið, bæði sökum þjálfunarskorts hjá skip- verjum og þess að tæki voru öll ný og ekki þjál í meðförum. Smábilun varð skamma stund á spili, en allt fór þetta samt vel' að lokum, þó afraksturinn yrði lítill, nokkrar lýsur í pókanum, sem ekki var hirt um að taka úr honum áður en vörpunni var kastað út á ný, en þá var hún drégin í klukkustund og fengust 3 körfur af fiski, mest þorskur. Það sem sérstaklega einkennir togveiðar skuttogaranna og gerir veiðiaðferð þeirra frábrugðna því sem tíðkast uín hliðartrollið er, að hér koma vírarnir úr beinu átaki frá trollinu Og inn á vindu- trommurnar. Þegar hlerarnir eru komnir hver upp í sinn gálga, sem eru staðsettir sitt hvoru megin við skutopið, eru virarnir lásaðir úr þeim og hleypt áfram inn á trommurnar. Þegar svo er komið eru vírarnir þrír, sem stýra vörpunni inn um skutopið. Þetta er einnig gerbreyting á fyr- irkomulagi. Hér ér um að ræða franska gerða af botnvörpu. Starfslið við veiðarnar eru fimm menn á þilfari, tveir við spilin tvö, sem eru framundir hvalbak, stýrimaður miðskips og afturá til að stjórna hvernig gefið er út og dregið inn og þá gjarnan hjálparmaður hjá honum, og auk þess tveir við önnur spil, sem eru sitt hvoru megin við skut- opið afturá, en þau eru notuð til að draga trollið út. í>á er báts- maður sem stýrir verki í fiski- rúmi, sem er staðsett undir brúnni bakborðsmegin og algjör- lega lökað og varið fyrir sjó- gangi. f>á er skiþstjórinn í brúnni og hefur hjá sér bæði hraðastill- ingu véiar og vélknúin stýris- NÆSTKOMANDl sunnudag, 7. nóvember, heldur Kvennadeild Slysavarnafélagsins sína árlegu hlútaveltu. Aff þessu sinni verff- ur hlutaveltan í húsakynnum kvennasamtakanna, Hallveigar- stöffum viff Garffastræti, þar eff Listamannaskálinn er upptek- inn undir málverksýningu. Allur ágóði af hlutaveltunni gengur til slysavarna en dugnað- ur lcvennadeildarinnar við að afla Jjár til nauðsynlegra björg- tæki og þarf því hvorki að hafa mann í vél til að svara eða mann við stýrið. Auk þess eru svo kokkur og vélamaður um borð. Kallað er að stjórn skips sem þessa sé hálf-sjálfvirkt (half- automatic). Þetta gerir að verk- um að unnt er að komast af með 10 menn í stað 15 á sambærilegri stærð gamalla togara hjá Bret- um. íslenzku sendinefndarmenn- irnir skoðuðu allt sem fram fór af hinum mesta áhuga, en sér í lagi þeir skipstjórarnir Bjarni og Wilhelm og einnig Kristján frá Sjómannasambandinu. Þ u r f t„u þeir að skoða allt á þilfari og fá að vita deili á öllu smáu sem stóru. Sendinefndarmennirnir vildu lítið láta eftir sér hafa í ferðinni en ræddu þó mikið um það sem fyrir augu bar og veltu fyrir sér ýmsu fram og aftur. Sögðu þeir, að með þessari ferð hafi ýmsar spurningar vaknað um, hvort hér væri um að ræða fram- tíðarlausn togaraútgerðarinnar á Islandi og raunar hefðu síldveið- arnar heldur ekki gleymzt í þess- ari för. Blaðafulltrúi Ross-samsteyp- unnar hefur það eftir Davíð Ól- afssyni, fiskimálastjóra, að þetta skip kynni að henta við íslenzk- ar síldveiðar. Létu þeir sendinefndarmenn vel yfir öllum móttökum hér og fyrirgreiðslu af hálfu Ross-sam- steypunnar. Komið var úr sjóferðinni kl. — íþróttir Framihalds af bls. 26 fljótur og mjög harður, enda öðlast miklu reynslu í 30 lands- leikjum. Hann lék m.a. á móti íslandi í Stokkhólmi 1962 og aft- ur 1964. Peter Adler. Nr. 11. 28 ára, 185 cm. Architect. Leikur bak- vörð. Leif Björn. Nr. 12. 25 ára, 183 cm. Skrifstofumaður. Leikur bakvörð. Bo Lundmark. 22 ára, 188 cm. Stud phil. Leikur framvörð. Þjálfari liðsins er Rolf Nygren, 23 ára, lærður í USA. Hann er einnig þjálfari sænska landsliðs- ins. unartækja er alkunnur. Siysa- varnafélagið hefur í sumar byggt 9 björgunarskýli á Vestfjörðum, þar sem þau eru enn nauðsyn- legri en annars staðar vegna þess að staðirnir eru komnir úr byggð og ákveðið að reisa þar enn þrjú. Eru skýli þessi útbúin talstöðvum og öðrum þörfum tækjum. Til þessa þarf mikið fé, sem safnað er með sjálfboða- vinnu og er hlutavelta kvenna- deildarinnar liður í því. rúmlega 10 um kvöldið. í dag héit sendinefndin til Selby til að skoða þar skipasmíðastöðvar og er það síðasti liðurinn í ferð þéirra. Héðan halda þeir flestir til London í kvöld. Eru allir við góða heilsu og láta vel af för þessari. — vig. — Kúbanskir Framhald af bls. 1 ur við Bandaríkjastjórn um fkitninga flóttafólks flugleiðis væru á lokastigi. Það var í gaerkvöldi, að stjórn Kúbu skýrði frá því, að viðræð- urnar væru langt á veg komnar og mætti búast við því innan skamms, að loftbrú yrði komið á milli Kúbu og Miami til þess að flytja þá Kúbubúa, sem vildu, til Bandaríkjanná. Þá var einnig skýrt svo frá, að ástæðan til þess, að lagt hefði verið bann við frek- ari siglingum frá Kúbu væri fyrst og fremst sú, að óveður væri í nánd, en það einnig komið til, að ekki væri ástæða til frek- ari vafasamra flutninga á hafi, þegar flugferða væri fljótt að vænta. Að undanförnu hafa verið töluverð brögð að því, að flótta- menn færust með smábátum og í síðustu viku lagði stjórn Kúbu bann við frekari siglingum bandarískra báta til Kúbu. ■ í fregn frá Miami á Flórída seg ir, að bandaríska strandgæzlan hafi síðustu daga bjargað hundr- uð manna frá drukknun, en ef- laust hafi margir farizt’í illviðr- inu að undanförnu. Fregnirnar um þá sem fórust með „Jose Martinez“ bárúst frá Mexíkó, að því er segir í Havana, en þangað voru þeir fluttir, sem komust lífs af. Herma þær, að báturinn hafi látið úr höfn í Maj- ana á vesturströnd Kúbu 27. októ- ber sl. og síðan komið við á nokkrum öðrum stöðum og tekið farþega. Stjórn Kúbu leggur á- herzlu á, að flóttamenn þurfi ekki að beita slíkum brögðum til að komast úr landi, þar sem hún hafi lýst því yfir, að þeir sem fara vilja muni' fá‘til þéss fulla heimild. Því hafi þetta hörmulega slys verið með' öllu ástæðulaust og beri andbylting'aröfl ábyrgð- ina. Hlutaveltan á sjnudag hefsit kl. 2 e.h. Hafa konurnar dregið saman margt góðra muna, nyt- samra svo sem eldhúaborð ag stóla, pg gagnlegra svo sem heila kjötskrokka, og vænta þær þess að bæjarbúar leggi þeim lið m-eð því að sækja hlutaveltuna. — De Gaulle Framh. af bls. 1 ur, en enginn þeirra er talinn líklegur til að vinna fylgi svo nokkru nemi. Telja stjórnmála- fréttaritarar að de Gaulle geti búizt við 53—68% atkvæða. í ræðunni minnti de Gaulle á að hann hefði tekið við forsetaembættinu fyrir sjö árum af því einu, að hann taldi það skyldu sína, — þá hefði þjóðin stefnt til glotunar og hann hefði komið í veg fyrir, að hún yrði borgarstyrjöld að bráð. ,,Ég leit á það sem skyldu mína að stjórna landinu þar til það væri orðið frjálst og sigur- visst og gæti sjálft ráðið sínum örlögum“. Upp frá því kvaðst hann hafa litið á það sem hlut- verk sitt að inna af hendi skyld- ur forsetaémbættisins með þeim hætti, að land og þjóð mætti þró- ast til hagsbóta fyrir landslýð allan. Ríkið fengi endurheimt full kominn frið og siðferðilega og stjórnmálalega stöðu í heimi, er væri Frakklandi verðugur. — Kvaðst de Gaulle ekki í neinum vafa um, að lýðveldið hryndi á ný ef þjóðin ekki veitti honum öfjugan stuðning í komandi kosn- ingum. „Frakkar eiga þá yfir höfði sér stjórnmálalegt öng- þveiti verra en nokkru sinni fyrr — og fari svo verður ekkert þeim til bjargar" sagði de Gaulle. Vatnavextir Framhald af bls. 28 og rafmagnsstaurar fallið og hafa orðið miklar símatruflanir bæði á langlínu og einnig á sjálfu bæjarkerfinu. Háspennustaur á leiðinni til Hnífsdals féll í dag og hefur verið rafmagnslaust þar í kvöld. Vegurinn yfir Breiðadalsh ' A hefur lokazt, en vegagerf- rmenn hafa ekki getað kann. ð skemmd- irnar vegna þess að skriða féll við svonefnt Tunguleiti, sem er neðarlega á Dagverðardal, skammt frá bænum. í Önundarfirði hefur verið mikið um skriðuföll og vegurinn um Breiðadal lokazt. Einnig lok- aðist vegurinn hjá Sólbakka, sem mun hafa verið ruddur síð- degis. Þá hafa vegir í Dýrafirði lokazt vegna skriðufalla. í haust hafa verið einhverjar þær mestu ringingar sem um getur um áratugabil á norðan- verðum Vestfjörðum. Seint í kvöld var farið að kólna í veðri og úrkoma minnkaði eftir því sem á daginn leið og komið er nú haglél, en veðurhæð er enn mikil. í morgun var rafmagnslaust í næstum tvær klukkustundir á ísafirði veg'na þess að skriða sem féll á Stakkanesi tók með sér spennistöð, sem þar var. — Högni. Patreksfirði: Vegir hafa stórspillzt vegna rigninga í gær og í dag, þ.á.m. hefur telrið af ræsi við Hval- sker og ennfremur hefur hrunið úr Hafnarmiúla á þjóðveginn og Vörðubrekku sem er á leiðinni til Breiðavíkur og Hvallátra. Vegir eru þó færir. A Barðaströnd hafa vegiir spillzt lítið og umferð verið eðli- leg. í samtali við Skálmardal, sem er fyrsta býli undir Þing- mannaheiði var slrýrt frá því að heiðin myndi ófær, en menn' frá Skátardal vóru að athuga hvern- ig.Vegur væri um Klettháls, sem !er háls"1 rtvillr SkáLmrarf jarðar • og I KoLLafjaróar. — Trausti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.