Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 5. nóv. 1965 Ötgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askríftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. FUNDURINN í IMATRA Roscoe Drummond: „Opið bréf — a&vörun til Ho Chi Minh" BRÉFIÐ, sem hér fer á eftir, til Ho Chi Minh, birti Roscoe Drummond í dálki sínum í blöðunum The New York Herald Tribune, Washington Post og öðrum 29. okt. sl., en Drommond er einn mest virti dálkahöfundur í Bandaríkjun- um um þessar mundir. Roscoe Drummond: „OPIÐ BRÉF — AÐVÖR- UN TIL HO CHI MINH“ Hr. Ho Chi Minh, Hanoi, Norður-Vietnam: Þér munuð eiga erfitt með að álytka, að ég skrifi yður sem vinur. í hreinskilni get ég heldur ekki sagt, að svo sé. En þér getið ef til vill tekið trúanlegt — því það er sann- leikur — að ég skrifa yður ná- kvæmlega hverjar skoðanir Bandaríkjamenn hafa á styrj- öldinni í Vietnam með aðeins eitt fyrir augum — að hjálpa yður til að forðast hættulegt glappaskot. Eftir útvarpsfréttum Viet Cong-manna og fréttum frá Hanoi að dæma er augljóst, að þér álítið, að mótmæli stúd- enta nú nýlega gefi til kynna, að stuðningur almennings í Bandaríkjunum við stefnu stjórnarinnar í Vietnam sé orð inn svo aumur, að Johnson for seti verði senn neyddur til að hætta aðstoð við S-Viet- nam. Eða, ef þér trúið ekki frétta- sendingum yðar eigin útvarps, þá vonið þér að geta sann- fært þjóð yðar og hersveitir, að geti þær bara veitt við- nám svolitið lengur gegn of- ureflinu, muni átak Banda- ríkjanna í Vietnam verða að engu, vegna þess að stuðning- ur almennings við forsetann heima fyrir hafi brostið. En það er staðreynd, hr. Ho Chi Minh, að varnir Banda- ríkjanna í S-Vietnam muni eflast og verða víðtækari en nú, og almennur stuðningur við þær er sívaxandi. Það er staðreynd, hr. Ho Chi Minh, að víðtækustu og þýð- ingarmestu mótmælin í Banda ríkjunum eru borin fram vegna þess, að styrjöldin sé ekki háð af nægilegri hörku. Verið getur, að þér viljið halda yfirganginum áfram, þar til þjóð yðar verður að þrotum komin. En ef þér tak- ið þessa ákvörðun í þeirri von, að ameríska þjóðin þreyt ist og þvingi forseta sinn til að hætta hernaðinum, þá myndi slík ákvörðun vera hræðileg reikningsskekkja. Hugsanlegt er, að þér trú- ið ekki yðar eigin áróðri. En í fréttum frá útvarpi yðar eru svo sterkar fullyrðingar um, að andstaða almennings í Bandaríkjunum gegn „hinni fámennu Johnsons klíku“ muni brátt verða óviðráðan- leg, og draga má þá ályktun, að þér sjálfur lítið á þetta brenglaða og villandi mat á hugsanagangi Ameríkumanna sem góða og gilda vöru. Þér segið, að andúðin í Bandaríkjunum á varnarað- gerðunum í S-Vietnam „sé sí- vaxandi og upp úr sé að sjóða.“ Þér segið, að „forsetinn sé hræddur — svo því verði ekki með orðum lýst.“ Nei, hr. Ho Chi Minh, for- setinn er ekki hræddur, Banda ríkin munu ekki hörfa, og þér vinnið ekki stríðið í Vietnam á skólalóðum Bandaríkjanna. Ef þér haldið það, að þér reiknið með því, ef þér treyst- ið því hið allra minnsta, væri það feikileg reikningsskekkja, sem ég vildi hjálpa yður til að forðast. Ástæðurnar fyrir því, að það er reikningsskekkja, eru þessar: Niðurstöður allra skoðana- kannanna, sem gerðar hafa verið, sýna, að bandaríska þjóðin stendur þétt að baki forsetanum, þrátt fyrir nokk- ur mótmæli stúdentahópa. Síð asta könnun Gallup-stofnun- arinnar sýnir, að stuðnings- menn hernaÖaraðgerðanna í Vietnam eru í miklum meiri- hluta, eða eins og fimm á móti tveim. Athugið líka: Unga fólkið í aldursflokkn- um frá 21 árs til 30 ára er hlyntari stefnunni í Vietnam en eldra fólkið. Frá lokum heimsstyrjaldar- innar hefur hver forseti Banda ríkjanna þurft að horfast í augu við yfirgang kommún- ista, og forsetarnir hafa aldrei hörfað, ekki í Grikklandi, Berlín, Kóreu eða þegar eld- flaugadeilan varðandi Kúbu stóð yfir. Treystið ekki á, að ofstækis- sinnaðir stúdentar vinni stríð- ið fyrir yður. Þeir geta það ekki. Þeir gera það ekki. — Spyrjið sjálfan yður þessara spurninga: Eru hersveitir Bandaríkj- anna í S-Vietnam fjölmennari í þessum mánuði en þeim síð- asta? Eru gerðar fleiri loftárásir á N-Vietnam í þessum mán- uði en þeim síðasta? Er viðbúnaður Bandaríkj- anna í Vietnam meiri í þess- um mánuði en þeim síðasta? Er manntjón Viet Cong meira í þessum mánuði en þeim síðasta? Þegar leyniþjónusta yðar gefur yður sönn svör við þess- um spurningum, munuð þér vita, að forseti Bandaríkjanna segir satt, er hann segir: „Við verðum ekki sigraðir. Við munum ekki þreytast. Við munum ekki hörfa, hvorki op- inberlega, né með dulbúnum, marklausum samningi." Yðar einlægur, Roscoe Drummond. tlinn sameiginlegi fundur forsætisráðherra Norður- landa og forseta Norður- landaráðs, sem haldinn var í síðustu viku í Imatra í Finn- landi, sýnir greinilega hversu náið samstarf er milli ríkis- stjórna landanna og Norður- landaráðs. En slíkir fundir þessara aðila eru haldnir ár- lega og er höfuðtilgangur þeirra sá, að tryggja að sam- þykktir Norðurlandaráðs kom ist í framkvæmd, en verði ekki innantóm og gagnslaus pappírsgögn. Eins og kunnugt er, er Norðurlandaráð fyrst og fremst ráðgefandi sam- koma fulltrúa frá öllum þjóð- þingum Norðurlanda. Það skiptir því meginmáli að sem nánust samvinna sé milli þess og ríkisstjórnanna á hverjum tíma. Eins og Bjarni Benedikts- son, forsætisráðherra, benti á í útvarpsfrásögn í fyrrakvöld, var aðalumræðuefni fundar- ins í Imatra þau mál, sem lögð verða fyrir næsta fund Norðurlandaráðs sem hefst í JCaupmannahöfn 28. janúar næstkomandi. En af þeim ber hæst tillögur varðandi sam- vinnu Norðurlanda á sviði efnahagsmála. Á fundi Norð- urlandaráðs í Reykjavík síð- astliðinn vetur var samþykkt tillaga þar sem skorað var á ríkisstjórnir landanna að stuðla að víkkun samstarfs- ins innan EFTA, en eins og kunnugt eru allar Norður- landaþjóðirnar nema við ís- lendingar aðilar að því banda lagi. Jafnframt var í tillögu þessari lögð áherzla á nauð- syn þess að Norðurlandaþjóð- irnar ykju efnahagssamstarf sitt innan vébanda EFTA. Síðan Reykjavíkurfundur Norðurlandaráðs var haldinn í febrúar síðastliðinn vetur hafa verið fluttar tillögur af meðlimum ráðsins um þýð- ingarmikla þætti efnahags- mála, þar á meðal um nor- ræna samræmingu tolla, sam eiginlegan markað fyrir land- búnaðarafurðir, samr.æmingu atvinnulöggjafar og um skipulagningu verzlunar og visðkipta Norðurlandaþjóð- anna. Á Imatra-fundinum var upplýst, að sérfræðingar rík- isstjórnanna ynnu nú að fjöl- þættu undirbúningsstarfi á þessu sviði, og er reynt að hraða því eftir föngum. Mörg menningar- og félags mál munu einnig verða rædd á næsta fundi ráðsins. Má af þeim nefna norræna menn- ingarsjóðinn, sem Reykjavík- urfundurinn í vetur gerði at- hyglisverða samþykkt um. í henni var skorað á ríkisstjórn ir landanna að veita 18 millj. íslenzkra króna árlega til efl- ingar menningarlegum sam- skiptum landanna. N Síðan hafa menntamálaráð- herrar Norðurlanda fjallað um málið. Var upplýst á fund inum í Imatra, að þeir ráð- gerðu ,að fyrst í stað yrði að- eins varið tæpum fjórum milj. ísl. króna á ári til starf- semi hins nýja menningar- sjóðs. Var sú ráðagerð gagn- rýnd, og talin sýna takmark- aðan skilning og áhuga ríkis- stjórnanna á framkvæmd þessa merka menningarmáls, sem vakið hefur mikla at- hygli. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, benti meðal annars á það á fundinum að þessi afstaða menntamálaráð- herranna væri síður en svo til þess fallin að bæta samvinnu ríkisstjórnanna og Norður- landaráðs. Kom sú skoðun fram hjá fleirum. Þótt fundurinn í Imatra gerði ekki neinar sjálfstæðar ályktanir, enda ekki til þess ætlazt, mun óhætt að full- yrða að hann hafi verið mjög gagnlegur og jákvæður fyrir norræna samvinnu og starf- semi Norðurlandaráðs. STÖR SIGUR LINDSAY ¥ Trslit borgarstjórnarkosning anna í New York eru stór sigur fyrir John Lindsay og Repúblikanaflokkinn. New York hefur um langt skeið verið höfuðvígi demókrata. Er sigur Lindsay ekki sízt at- hyglisverður vegna þess að Repúblikanaflokkurinn var klofinn í kosningunum. Hægri armur flokksins bauð fram sérstakan frambjóðanda, sem hlaut yfir 300 þúsund at- kvæði. Þrátt fyrir það hlaut Lindsay 130 þús. atkvæða meirihluta fram yfir fram- bjóðanda demókrata. Þessar borgarstjórnarkosn- ingar í New York eru mjög lærdómsríkar fyrir Repúblik- anaflokkinn. í forsetakosning unum í fyrra bauð flokkurinn fram Barry Goldwater, aftur- haldssaman og tækifærissinn- aðan stjórnmálamann. Afleið- ing þess framboðs varð sú, að Repúblikanaflokkurinn beið hrikalegan ósigur, sem jaðr- aði við hrun flokksins. Nú buðu repúblikanar í New York fram ungan, frjálslynd- an og glæsilegan mann, sem m.a. hafði unnið sér það til fræðar að neita öllum stuðn- ingi og samvinnu við Barry Goldwater, forsetaefni flokks ins í síðustu forsetakosning- um. Og þá varð niðurstaðan sú, að Repúblikanaflokkur- inn vann borgarstjórnarkosn- ingar í New York, höfuðvígi demókrata. Repúblikanaflokkurinn get- ur af þessu lært, að það er gersamlega þýðingarlaust fyr ir hann að bjóða fram menn með skoðanir Barry Goldwat- ers. Yfirgnæfandi meirihluti Repúblikana aðhyllist hinar frjálslyndu skoðanir" John Lindsay, Nelsons Rockefell- ers og Scrantons ríkisstjóra í Pensylvaníu, sem hafði kjark og manndóm til þess að snú- ast gegn framboði Goldwat- ers á sínum .tíma. Eisenhow- er, fyrrverandi forseti, og Nixon, fyrrverandi varafor- seti, báru hins vegar kápuna á báðum öxlum, áræddu ekki að taka af skarið og snúast gegn framboði Goldwaters. Þess vegna fór sem fór. Eina von Repúblikanaflokksins um að ná völdum að nýju í Banda ríkjunum, byggist á því, að frjálslyndari öfl innan flokks ins nái forystunni á ný í sín- ar hendur. Hinn mikli sigur John Lindsay í New York gefur miklar vonir um að það takist á næstunni. Götuvitar verða nú settir á gatnamót Hringbrautar og Hofsvalla götu og verða það fyrstu gatna-mótin í Vesturbænum, sem fá umferðarljós. í gær var verið að vinna að þvi að tengja vitana og þurfti að grafa leiðslur niður í götuna. — Ljósm. Sv. Þorm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.