Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Fostudagur 5. nóv. 1965 Katrín Úladóttir - Minning Það er í sjálfu sér gæfa að kynnast góðu fólki og það hefur ekki til einskis lifað þótt ævi- skeiðið sé skammt. Ég endurtek samúð mína um leið og ég bið þeim blessunar, er mest hafa misst. Friðfinnur Ólafsson. F. 12. marz 1926. D. 29. okt. 1965. KATRÍN Óladóttir, sem svo óvænt og ótímabært hvarf úr hópi okkar 29. okt. sl., verður jarðsett frá Fossvogskirkju í dag. Hún er eitt af alltof mörgum fórnarlömbum ábyrgðareirðar og agaleysis, sem einkennir þjóðfé- lag okkar nú. Megi í framtíðinni verða breyting til batnaðar á þvi. Katrín fæddist á ísafirði 12. marz 1926. Foreldrar hennar voru séra Óli Ketilsson, prestur í Ögurþingum Magnússonar frá Laugabökkum í Ölfusi og Helgu Guðrúnar Bjarnadóttur frá Akureyri. Séra Óli Ketilsson er látinn fyrir allmörgum árum, en ekkja hans María Tómasdótt- ir Gunnarssonar frá Sauðholti undir Eyjafjöllum og Theodóru Guðrúnar Bjarnadóttur frá Mið- engi í Grímsnesi, er enn á lífi. Katrín var heitin eftir lang- ömmu sinni, Katrínu Þorsteins- dóttur frá Núpakoti undir Eyja- fjöllum. Katrín ólst upp 5 foreldrahús- um og naut þar ásamt fjórum systkinum sínum öruggrar hand- leiðslu föður og móður. Upp- eldisöryggið, fyrst og fremst til- finningalegt og meðfædd skap- festa mótuðu traustan og sund- urgerðarlausan persónuleika Katrínar. Katrín giftist Árna Garðari Kristinssyni, auglýsingastjóra, 14. apríl 1945. Þau stofnuðu heimili sitt í Reykjavík og bjuggu þar síðan. Þeim varð fimm barna auðið og eru öll á lífi. Katrín heitin var óvanalega heilsteypt og sterk kona. Hafði til að bera mikla fágun .í fram- komu, en var að eðlisfari frekar hlédræg. Alúðleg og næm á til- finningar annarra. Einnig glögg á kímni og naut þess sem skemmtilegt var. Undir niðri bjó rík skaphöfn. Hún var öruggt athvarf barna sinna og mikill félagi eiginmanns síns. Við móður sína og systkini var hún sérlega nærfærin. Heim- ili þeirar hjóna mótaðist mjög af henni. Fráfall hennar er því mikill missir fyrir öll skyldmenni og vini, en minningin um hana er sterk og skír, persónuleg áhrif hennar munu því haldast um langan aldur. Katrín er því. ekki farin, þótt hún sé horfin sjónum okkar. KK t í D A G verður gerð útför frú Katrínar Óladóttur, Selvogs- grunni 7 hér í borg, en hún lézt eftir hörmulegt og átakanlegt bifreiðaslys 28. f.m. Er öllum sá voðaatburður í fersku minni Frú Katrín var ung kona, að- eins 39 ára gömul, dóttir hjón- anna Maríu Tómasdóttur og séra Óla Ketilssonar, er var prestur í Ögurþingum vestra. Hún var, eins og hún átti kyn til, mikil mannkostakona og átti í ríkum mæli þá eiginleika, er frægastar hafa gert konu og móð- ur. Frú Katrín var glæsileg kona og bar með sér óvenjulegan gerðarþokka hvar sem hún fór, hún var einstök og ágæt móðir og húsmóðir og bjó manni sín- um og börnunum þeirra fimm fagurt og listrænt heimili. Það lætur því að líkum að nú er skarð fyrir skildi, opið og ófyllt, að Selvogsgrunni 7. Allir, sem þekktu frú Katrínu sakna henn- ar sárt, en þyngstur og sárastur er þó harmurinn hjá þeim, er þekktu hana bezt. Við, vinir hennar, getum því miður lítið gert til þess að sefa sorgina eftir hina skyndilegu og ótímabæru brottför hennar, nema sýna samúð okkar ástvinum hennar. Sú samúð er líka hrein, djúp og fölskvalaus. Við vottum samúð móður hennar, frú Mariu Tómasdóttur, eiginmanni hennar, Árna Garð- ari, börnum þeirra fimm og tengdasyni og öllum ástvinum nær og fjær. ----O---- Frú Katrín var komin af val- inkunnu sæmdarfólki, hlaut gott uppeldi og skemmtilega æsku. Sjálf var hún eins og fögur jurt, sem þroskast og eflist við hlýju sólar. Hún giftist ung Árna Garð- ari Kristinssyni, miklum ágætis- manni og hvers manns hugljúfa. Þau eignuðust 5 mannvænleg og falleg börn, og skemmtilegt heimili, lífið virtist brosa við þeim í hvívetna, og hamingjan vera í för. Skyndilega dregur þá ský fyrir sólu og sorgin heldur innreið sína. Um það þýðir hins ^ íþróttahöllin Nú fer opnun íþróttahaliarinn ar í Laugardal að nálgast og geta þá erlendir íþróttamenn farið að biðja fyrir sér. Vafa- laust verður þetta nýja stór- hýsi lyftistöng fyrir íþróttim- ar. Aðstaða verður allt önnur og betri til æfinga og ekki verð- ur iengur þörf á að troða er- lendum gestum inn í langferða- bíl og aka með þá suður til Keflavíkur til þess að okkar kappar fái tækifæri til þess að lumbra á þejm á löglegum velli. Oft er það svo, að þeir, sem búa við ýmsa erfiðleika eru reiðubúnir til þess að leggja hart að sér — og ná þar af leið andi betri árangri en hinir, sem hafa allt til alls. Vonandi hverf ur ekki baráttugleðin úr hand- knattleiksfólki okkar þegar það flytur úr bragganum í höllina. Þá verður ekki tekið jafnmikið mark á kvörtunum yfir slæmri aðstöðu — og þá verða kempur okkar líka að standa sig enn betur. — Þeir hafa oft staðið sig með afbrigðum, en betur má ef duga skal. Margra vandi leystur Annars eru ekki allir jafn- ánægðir með að við köllum þetta nýja mannvirki íþrótta- höll. Hér er líka risin sýningar- höll fyrir atvinnuvegina og það er í rauninni langtiun mikilvæg ara atriði. Þar er um starfið að ' ■'s'-'sy' ■" ' vegar ekki að sakast. Lífið er misvindótt og örlögin marg- slungin. Þeir, sem þekktu Katrínu Óladóttur munu minnast henn- ar með miklu þakklæti. Hún var slík kona. ræða, hitt er leikur. En forystu- menn íþróttahreyfingarinnar eru það slingir áróðursmenn, að það er komið inn í vitund fólks, að Laugardals-höllin sé fyrst og fremst byggð fyrir íþróttirnar. En Sýningarsamtök atvinnuveganna eiga samkvæmt samningi 41 % mannvirkisins. Það er hins vegar miög heppi- leg lausn á margra vanda, að unnt reyndist að samræma af- stöðu allra hlutaðeigandi og byggja veglegt hús yfir margs konar — og ólíka starfsemú ★ Vörusýningar Vonandi á þetta nýja mann- virki eftir að þjóna öllum jafn vel. Nú skapast ekki aðeins að staða til þess að halda vöru- sýmngar fyrir íslendinga, held- ur og til að sýna útflutnings- vörur. Mörgum finnst e.t.v. fjarstæða að efna hér til slíkra sýninga í von um að erlendir kaupsýslumenn sæki okkur heim. En hinn ráðstefnuglaði heimur nútímans nær líka til Islands — og það i vaxandi mæli. Er ekki hugsanlegt að byrja á því að tengja sýningar á útflutningi okkar væntanleg- um ráðstefnum, sem hér yrðu haldnar á viðskiptasviðinu? Annars getur verið — og er ekki ólíklegt, að allt þetta sé í undirbúningL Ég hef hins vegar ekki séð neitt á prenti um fyrir ætlanir í þessu sambandi — og t Mikill harmur er nú kveðinn að einum vini okkar og sam- starfsmanni á Morgunblaðinu, börnum hans og skylduliði. Grimm örlög og lánlaust atferli hefur svipt eiginmann indælli konu í bíóma lífsins, 5 börn ást- ríkri móður, aldraða móður elskulegri dóttur. Það er sárt að sjá slíka ógæfu knýja dyra, ekki sízt hjá vinum og samverka- mönnum. Ég minnist Katrínar Óladótt- \rr fyrst á bernskuheimili henn- ar, prestsetrinu Hvítanesi í Ög- ursveit við Djúp. Hún var falleg og indæl telpa, stillt og glaðleg, vel gefin og gerðarleg. Prests- heimilið á Hvítanesi var friðsælt og myndarlegt, börnin fengu þar 'hollt og gott veganesti út í lífið. Katrin litla óx og varð glæsileg og aðlaðandi kona, alltaf stillt og prúð en glaðleg og elskuleg. Hamingjan er kona. Ámi Garðar Kristinsson mætti henni þegar hann kvæntist Katrínu fyrir rúmum 20 árum. Þau eignuðust fagurt heimili og góð og mannvænleg börn. Þau hafa nú örsnöggt verið svipt því kærasta, sem þau áttu, og aldrei verður bætt. Eftir lifir minningin um það sem einu mér finnst ekki fráleitt að minn ast á þetta. Að útbreiða þekk- ingu um landið Þátttaka okkar í heimssýning Unni í Montreal verður að mörgu leyti merkisviðburður. Við verðum að halda áfram á sömu braut, nota öll þau tæki- færi, sem okkur gefast — og við höfum bolmagn til þess að nota á sviði kynningar úti í hin- um stóra heimi. Slíkar fram- kvæmdir kosta ekki alltaf mik- ið fé, en þær krefjast framtaks og vakandi áhuga okkar á að útbreiða þekkingu um landið meðal annarra þjóða. Dreifing á upplýsingum um landið skap- ar síðan grundvöll fyrir aukin viðskipti á öllum sviðum. Hvernig er það ekki með ís- lenzku flugfélögin? Þar, sem þau reyna að vekja áhuga á ferðalögum til Islands, verða þau fyrst að byrja á að kynna landið. SAS getur auglýst um allan heim: Flugið með SAS til Kaupmannahafnar. Félagið þarf ekki að byrja á að auglýsa, að í Kaupmannahöfn séu engir eskimóar eða ísbirnir — og þar séu hótel og tré. ★ Starf — og meira starf En í teljandi fáum borgum nægir það íslenzku flugfélögun- um að auglýsa: Fljúgið með sinni var — og trúin á framhald lífsins, nýtt stefnumót við ham- ingjuna. Orð og skrif eru litlaus og hjálparvana. En við Morgun- blaðsmenn vottum vini okkar Árna Garðari, börnum hans og öllu skylduliði djúpa samúð 1 sorg þeirra. Frú Maríu Tómas- dóttur og börnum hennar sendi ég einlægar samúðarkveðjur. S.Bj. Nýr skólastjóri að Reykholti Akranesi, 1. nóvember. SEINUSTU árin hefur VII- hjálmur Einarsson, íþróttafröm- uður, veitt forstöðu sumarbúð- um fyrir börn og æskufólk bæði í Reykholti og Varmalandi. Hef ur hann kennt sumarbúðagest- um frjálsar íþróttir og þær íþróttir aðrar, sem efst eru á baugi með þjóðinni og hjá hon- um hafa unglingarnir fengið holla þjálfun. Nú hefur Þórir Steinþórsson látið af stjórn Reykholtsskóla eftir langt og mikið starf og Vilhjálmur tekið við af honum. Væntir æskufólk í Borgarfjarð- arhéraðL Snæfellingar sunnan Jökuls, og æskufólk utan Skarðsheiðar sér mikils af þess- um unga fullhuga, sem hefur tekið við stjórn Reykholtsskóla. — Oddur. Flugfélaginu eða Loftleiðum til íslands. Hér verður að byrja á byrjuninnL auglýsa hvað ís- land sé í raun og veru. Þetta er meginmunurinn á aðstöðu okkar og stærri þjóða. Og sá munur er nægilega stór til þess, að við ættum að vera langtum meira vakandi og áhugasamari að auglýsa Island en t. d. Danir — að kynna sitt land. Samt er þetta ekki þannig. Það er engin tilviljim að boðið er upp á danskan bjór hvort sem farið er inn á veitingahús í San Francisco, Gibraltar eða Róm. Það er engin tiiviljun, að „Mada in Denmark" þykir gæðastimp- ill um víða veröld — hvort sem um er að ræða matvöru, leik- föng eða húsgögn. Það, sem skapað hefur þetta álit er fyrst og fremst starf, geysilegt starí, þrautseigja og framsýni Dana — og auðvitað ágæt vara. En ekki endilega betri en hægt er að framleiða víða annars staðar. ★ Skapar grund- völlinn Engum dettur 1 hug að við gætum náð sama árangri og Danir á þessu sviði hvað fjöl- breytni snertir — einfaldlega vegna þess, að við erum ekki nema 180 þúsundir. sem byggj- xun landið — og framleiðslu- magnið er mjög takmarkað —. þegar fiskur er undanskilinn. En þar eigum við líka leikinn og vafalaust er hægt að ryðja nýjar brautir í útflutningi sjáv- arafurða — svo sem á öðrum sviðum. I ákaflega mörgum til- vikum er það landkynningin, sem þar skapar grundvöllinn. Og í þeim efnum gætum við lært eitt og annað af vinum vorum Dönum. Kaupmcnn - Kaupfélög Nú er rétti timinn til aS panta RafhlöSur fyrir veturinn. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.