Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 17
Föstu<Jagt#r 5. nóv. 1965 17 MORCUNBLAÐIÐ Vill þjóðaratkvæði um áfengisbann - Flutti fyrirlestra 4 Framhald af bls. 15 '/ skóga. Þegar þangað kom var § ég orðin heldur þreytt á ólát 4 unum í Bolivíu og var fegin 4 að komast þaðan til Perú. V Fór ég með Titicaca beint til u Cuzcu, hinnar fornu höfuð- I borgar Inkaríkisins, — en i Cuzcu kölluðu Inkarnir V ,,nafla heimsins“. Þar getur 3 að líta margs konar rústir frá § tímum Inkanna og sums stað 1 ar hafa Spánverjarnir byggt V ofan á hinum fornu undir- 3 stöðum, sem hlaðnar eru úr 4 stórum steinhellum, svo þétt 4 að ekki gengur rakblað á | milli. Þarna umhverfis Cuzca v skoðaði ég alls konar rústir 3 og ummerki frá Inkatíman- 4 um og var sérstaklega hrifin 4 af borginni Maeehu Picchu ™ sem grafin var upp árið 1910 IBaeehu Picchu er meðal annars fraeg fyrir að Spánverjar fundu hana aldrei, þegar þeir hertóku Inkaríkið fyrir u.þ.b. 400 ár- um. Borgin liggur hálf hulin í frumskóginum, uppi á háu fjalli. Þar.er margt skemmt'- legt að sjá, m.a. er þar svo- kallað Sólarhof, efst á fjalls- . brúnmni og er farið upp þangað um 100 steinþrep. Þar er einn gríðarstór steinn, sem kallast Intihuatana og var heilagur í augum Ink- anna. Var það siður presta þeirra að „binda sólina við steininn“. Ekki er vitað hvað an steinn þessi er kominn eða hvernig Inkarnir fluttu hann og aðra slíka gegnum frumskóginn og upp á fjallið. Þeir eru hvergi úr nágrenn- inu. — Frá Cuscu var haldið flugleiðis til Lima, þar sem ég hélt fyrirlestur og sýndi litskuggámyndir, m.a. á veg- um Alexander von Humboldt stofnunarinnar. Þar lét fólk- ið, sem flest var af þýzkum uppruna í ljós geysimikinn áhuga á íslandi og vildi vita miklu meira. Eftir fyrirlest- urinn dundu á mér ótal spurn ngar og fór jafnlangur tími í að svara þeim eins og til að halda fyrirlesturinn sjálfan. Frá Lima fór ég alla leið norður til Iquitos, við Ama- zon-fljót, ekki langt frá landa mærum Brazilíu og Equador, dvaldist þar vikutíma hjá kynblendingum í olíuhreins- unarstöð einni. Sýndu þeir mér hina mestu gestrisni og létu mig m.a. hafa lítið hús til umráða. Þaðan fórum við með litlum mótorbát um alla athyglisverðustu staði, til dæmis til bæjarins ,,Belem“ sem þýðir ,,Betlehem“. Er það fljótandi Indíánabær, hús in gerð af balsaviði og farið á milli á eintrjáningum. Einn \ ig sigldum við upp eitt af í hliðarfljótum Amazon til 1 Jagúa Indíána, sem eru afar t frumstæðir. Eru þeir líka oft / kallaðir lf31ástursröra-Indíán / ar“, því að þeir veiða sér til / matar með því að blása eitur \ örvum úr blástursrörum. \ Indíánar virðast afar ólíkir t eftir því hvar er og einkum slánndi munur á þeim, sem búa á láglendi og hálendí. Hinir fyrrnefndu eru til dæm is miklu hláturmildari og fjörlegri en hásléttufólkið. — Þannig voru Jagua-Indíánarn ir síhlægjandi. Þeir engdust sundur og saman, þegar taka átti myndir af þeim. Þeir voru- næstum alls naktir, að- eins í strápilsum og málaðir rauðröndóttir í framan. Víða sást merki næringarskorts, til dæmis algengt að sjá mik- ið útistandandi maga sem mun merki um eggjahvítu- skort. — Frá Iquitos fór ég síðan I með lítilli herflugvél til þess staðar, sem ég hafði frá upp- hafí stefnt að, til sjúkrahúss í frumskógum Perú, sem ber nafn hins mikla mannvinar, Alberts Schweitzers og kall- ast „Hospital Amazonica — Albert Schweitzer“. (Frá þeirri heimsókn seg ir í blaðinu á morgun). Stykkishólmi. FÉLAG áfengisvarnanefnda í Snæfellsness og Hnappadals- sýslu hélt aðalfund sinn í Stykk ishólmi fyrir nokkrum dögum. Voru þar mættir fulltrúar víðs- vegar að af Snæfellsnesi og urðu umræður miklar u.n við- horf áfengismálanna í sýsl- unni. Aðallega voru rædd úrræði til að koma á meiri reglu og oetra skemmtanahaldi í sýslunni með tilkomu hinna ágætu félagsheim ila sem nú rísa "upp og skipu- lag og eftirlit með skemmtistöð um. Þá var og rædd lögreglu- samþykkt sýslunnar sem nú hef ir verið samin að nýu og kom- in er til framkvæmda. Margar tillögur voru gerðar og eru pess ar helztar: Fundurinn ákveður að kjósa þriggja manna nefnd til að ræða við sýslumann um framkvæmd- ir reglugerða um skemmtana- hald sýslunnar og lögreglusam- þykkt sýslunnar, og allt það er miðar að því að koma á heil- brigðu skemmtanalífi og áfeng- islausu. Fundurinn skorar á viðkom- andi yfirvöld að sjá svo um að tollgæsla verði á öllum höfnum á Snæfellsnesi og bendir í því efni á að bezt muni þessi mál leyst með því að sameina toll- gæzlu og löggæzlu á hverjum stað. Fundurinn flytur fjármálaráð herra þakkir fyrir skörUngsskap þann er hann sýndi með því að loka áfengisversluninni fyrir 17. júní í sumar og afstýrði með því áberandi ölvun á hátíðinni. Fundurinn þakkar stjórn H.S. H. og Æskulýðsnefnd Ólafsvík- ur forgöngu um áfengislausar unglingaskemmtanir í sýslunni á þessu ári óg hvetur til áfram- haldandi starfs og heitir liðsinni eftir því sem við verður komið. Fundurinn ítrekar áskorun sína til áfengisvarnaráðs að sjá svo um að könnun fari -fram meðal landsmanna um hvort ekki sé tímabært að fara fram á við Alþingi að það efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um að- flutningsbann á áfengi. Verði áfengisvarnanefndum, hverri 1 sínu umdæmi, falin könnun þessi meðal íbúa hreppanna. Fundurinn skorar á lögfeglu- stjóra landsins að auka til muna eftirlit með akstri ölvaðra manna og að dómum í málum vegna ölvunar við akstur verði hraðað og viðkomandi sakborn- ingar hafi ekki ökuleyfi meðan á rannsókn stendur og dómur gengur i máli þeirra. Fundurinn skorar á Alþingi að endurskoða barnaverndatlög- in og' gefin verði út ein sam- ræmd barnaverndarreglugerð Framhald á bls. 27 — Asgeir Júl. Framhald af bls. 12 gæddur, svo að margar leiðir var um að velja, er hann skyldi halda út í lífið. Hann stundaði nám í 4 ár við Menntaskólann í Reykjavík, en þá náði tónlistin yfirhöndinni, og var hann í Tón- listarskólanum í 2 vetur. Þá sigldi hann til Kaupmannahafn- ar og nam þar auglýsingateikn- un, sem varð ævistarf hans. Starfaði hann lengi hér í Reykja- vík í félagi með Atla Má, aug- lýsingateiknara, en rak síðan sjálfstæða teiknistofu til dauða- dags. Hann var um árabil for- maður Félags íslenzkra auglýs- ingateiknara og einn af stofn- endum og í stjórn félagsins Sölu- tækpi. Þá var hann um langt skeið formaður Tónlistarfélags Hafnarfjarðar, þar sem hann bjó í um 20 ár. Ásgeir var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Rúna Guðmunds- dóttir, og erignuðust þau 4 dæt- ur og einn son, Ásgeir Júlíus. Öll sjá þau á bak eiskuðum föð- ur, og mikla hamingju áttu þau hjónin, þótt þeim yrði það skap- að að skilja. Seinna kvæntist Ás- geir Noomi Sigmundsdóttur frá Færeyjum, sem nú ber harm sinn með ungbarn á armi. Sonartörrek leggst á herðar aldins öðlings- manns. Sár sorg og djúp samúð ríkir yfir moldum Ásgeirs Júlíussonar. Sveinn Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.