Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur. 5. nóv. 1965 Flugslysið á Lund- únaflugvelli EINS og getið hefur verið í fréttum fórst Vanguard þota á Lundúnaflugvelli í siðustu viku. Ekki hefur enn verið komist fyrir um orsök flug- slyss þessa, en sérfræðingar vinna að rannsókn málsins og beinast þær að athugun á því, hvað getur hafa skeð á þeim tíu sekúndum, sem liðu frá því að samband við flug- vélina rofnaði og slysið varð. í þessar tíu sekúndur var öll stjórn í höndum flugstjór ans Normans Shackess, en fram að þessum tíma hafði flugturninn á vellinum að- stoðað hann við aðflugið eins lengi og þeim var unnt, eða þar til flugvélin var í 400 feta hæð og 800 metr.i írá brautarenda. Flugumferða- stjórar álíta að skyggni hafi verið viðunandi, eða yfir lág- markinu 380 fet. sem sett er fyrir Vanguard flugvélar. Flugstjórinn virðist þó hafa verið á annari skoðun í þess- ari þriðju lendingartilraun, því álitið er að hann hafi gert tilraun til að „yfir- fljúga“ en það ekki tekizt. Um orsök slyssins koma ýms ir möguleikar til greina, skyndilegt haeðartap vegna bilunar á stjórntækjum, mælitækjum eða hreyflum. Orsökin verður ekki kunn, fyrr en lokið er við að setja brakið úr vélinni saman og rannsaka segulband það sem staðsett var í stéli flugvélar- innar. Mestar líkur benda til þess að vélin hafi verið kom- in of neðarlega og að flug- stjórinn hafi verið of seinn að lyfta henni upp aftur. Mikilvægasta spurningin Norman Shackell, flugstjóri. í þessu sambandi er sú, hversvegna flugstjórinn varð að lenda vélinni á eigin spýt- ur og treysta á eigin augu í þessari þoku, þegar nú eru liðin tíu ár síðan tilraunir heppnuðust með góðum árangri við að lenda flugvél- um með aðstoð sjálfvirkra blindflugstækja af vellinum sjálfum. Flugumsjónarmenn- irnir á vellinum aðstoða vél- arnar með ratsjám þar til þær eru komnar niður í 400 fet en eftir það verða mæl- ingar þeirra ónákvæmari. Vanguard vélarnar eru ekki útbúnar móttökutækjum fyr- ir sjálfstýringu af vellinum, en vélunum BEA Trident hef ur verið lent á þennan hátt í allt sumar. Flugmenn eru þó sagðir veigra sér við að nota þessa sjálfvirku stöð í slæmu veðri, því þeir hafa engin tök á að taka stjórnina í sínar hendur ef stjórntæki vallar- ins bila. Talið er að flugfélög og ríkisstjórnir muni ekki al- mennt viðurkenna notagildi þessarar sjálfvirku stjórn- tækja fyrr en sýnt er að þau bregðast ekki nema einu sinni í tíu milljón lending- um. Þetta flugslys í síðustu viku er það fyrsta í tíu ár á Lundúnarflugvelli og er álit- ið að það verði til þess að meiri áherzla verði lögð á tilraunir með blindflugstæki vallarins en áður. Forstjóri BEA flugfélags- ins, Henry Marking, var á IATA ráðstefnunni í Vín þeg ar flugslysið varð, en flaug samstundis til Englands. Við fréttamenn á flugvellinum sagði hann eftirfarandi: ,,Svo virðist sem flugstjórinn Shackell hafi haft í hyggju að „yfirfljúga“ í þessari lend ingartilraun, en af einhverj- um ástæðum mistókst það. | Shackell var mjög reýndur j flugmaður og mundi ekki hafa gert tilraun til að lenda ef hann hefði álitið það hættulegt. Ef svo hefði verið * mundi hann hafa flogið til l Manchester. Eftri því sem ( við bezt vitum var Vanguard vélin í fullkomnu lagi og 1 með nægilegt eldneyti. Þrátt fyrir þetta flugslys höfum ( við ekki í hyggju að taka Vanguard vélarnar úr urn- 1 ferð, því síðan við tókum vél i ar þessar í notkun árið 1961, | höfum við flutt 26 milljón farþega án nokkurra óhappa. ^ Hálfri klukkustund áður en | flugslysið varð, höfðu flug- i umferðastjórar vallarins að- stoðað aðra Vanguard vél við i lendingu á sömu flugbraut og | voru þá öll stjórntæki vallar- i ins í fullkomnu lagi.“ Shackell og flugáhöfn hans | höfðu verið á vakt í sex og | hálfa klukkustund og þar af , á flugi í þrjá tíma áður en slysið varð, en yfir vellinum I sveimuðu þeir í 40 mínútur, | og gerðu tvær lendingartil- , raunir áður en óhappið skeði í þeirri þriðju. Eitt málverkanaia á sýningunni, Suðurströndin. Ágætur árangur við borun í Sælingsdel 10-15 I af 41 stiga heitu vatni í SÆLXNOSDAL í Dalasýslu er verið að bora eftir heitu vatni, vegna skólans á Laugum, sem mikið hefur verið stækkaður og hefur of lítið heitt vatn. í fyrra var boruð rannsóknarhola, sem gaf þann einn árangur, að ástæða þótti til að dýpka hana. Nú í haust hefur það svo verið gert, Fyrir fáum dögum, er borinn var kominn niður á 150 m dýpi, hafði sá árangur náðst að komn- ir voru 10—15 1 á sekúndu af vatni, sem var 41 stiga heitt, að því er Jón Jónsson, jarðfræðing- ur tjáði blaðinu. Þó vatnsmagnið sé ekki mikið, er hitastigið á vatninu það hátt, að það á að duga fyrir skólann og miklu meira en það, að því er Jón sagði. *Og er þetta því ágætur árangur. Sá möguleiki er þó fyrir hendi. að vatnsmagnið minnki fyrst í stað aftur, því stundum þarf vatnið nokkurn tíma til að ná jöfnu rennsli. Áður en byrjað var að bora hafði skólinn aðeins 2% 1. á sek- úndu af 52 stiga heitu vatni tií afnota, en það vatnsmagn nægir engan veginn. Haldið er áfram að bora dýpra. Ólafsfirði, 3. nóvember. Bátar byrja á línu Bátar hér eru að búast á línu. Einn stór bátur byrjaði að róa í gær og fékk 4 tonn í fyrsta róðri. Engin síld hefur komið hing- að lengi enda of langt í burtu frá síldarmiðunum. Var af þeim sökum dauft yfir síldinni í sum ar. Þó voru brædd upp undir 30 þús. má]»í verksmiðjunni hér og saltað í um 8 þús. tunnur. — Jakob. Málverkasýning Magnusar A. Arnasonar Félag íslenzkra myndlistar- manna hefur boðið Magnúsi Á. Árnasyni að efna til yfirlitssýn- ingar á verkum sínum, í tilefni af sjötugsafmæli hans, sem var að vísu í desember síðastliðnum. En þannig æxlaðist það til, að þá var ekki hægt að halda þessa sýningu, vegna þess meðal ann- ars, að Magnús var þá á förum til Mexico. En betra er seint en aldrei, og nú stendur þessi sýn- ing Magnúsar yfir í Listamanna- skálanum. Magnús Á. Árnason hefúr lagt gjörvá hönd á margt, og má í því sambandi minna á, að hann er afkastamikið tón- skáld, yrkir Ijóð, stundar þýð ingar og mótar í leir jöfnum höndum og hann málar mál- verk sín. Samt hugsa ég, að Magnús sé afkastamestur í málverki sínu, og hann hefur haldið fjölda sýninga á verk um sínum bæði hér í Reykjavík- urborg og víða um land. Hann er með afburðum vinsæll mað- ur, og hver sá, er kynnist Magn- úsi kemst fljótlega að þeirri nið- urstöðu, að hann sé einn af fá- um heiðursmönnum, sem raun- verulega rísi undir því engelska heiti „Gentleman". Hann er ó- latur við að hefja baráttu fyrir listamenn, ef honum virðist hall- að máli þeirra og sérlega er honum annt um félagsskap þeirra. Munu flestir, er til þekkja vera sammála um það, að sann- gjamari og hleypidómalausari persónuleika en Magnús sé vart hægt að finna. Þegar þessi sýning Magnúsar er skoðuð, sér maður strax, að hann er mikill náttúruunnandi j og hefur sérstakt lag á því að ! finna sér fyrirmyndir í sérkenni legu landslagi. Hann málar í 1 eyjum úti og inni á afréttum, t og ég held, að hann sé nokkuð | sérstæður í vali sínu með við- fangsefni, sem oftast koma hon- um í rómantíska snertingu við liti og form. Á sýningu Magnúsar eru tæp hundrað verk og þar af 15 högg- , myndir. Aðeins er þar ein vatns- litamynd, gerð 1917 af Hólum í j Hjaltadal, og mun það vera síð- asta mynd, er Magnús gerði með vatnslitum. Einnig eru á sýn- ingunni þrjár l'itlar teikningar gerðar með bleki og k|ffi, og veit ég kki til, að aðrir íslenzkir listamenn hafi notað þá aðferð að nokkru ráði, en Magnús sagði mér sjálfur, að hann hefði gert um hundrað slíkar myndir, á ár- unum eftir að hann kom heim frá Ameríku 1930. En Magnús dvaldist þar í landi um lengri tíma til tekið í 12 ár samfleytt. Hann kom þaðan úr álfu með höggmyndir sinar, en engin mál- verk, og grunar mig, að fjár- hagurinn hafi ekki leyft, að hann ferðaðist með mikinn flutning yfir Atlantshafið á þeim árum. Ef ég veit rétt þá fór Magnús Á. Árnason ekki á mis við byrj- unarörðugleika fremur en marg- ir aðrir, en hann hafði þrek til að standast átökin og má sann- arlega muna tímana tvenna. Það er ýmislegt, sem ég gæti fundið að þessari sýningu Magn- úsar, en það verður ekki gert hér. Persónulega árna ég honum allra heilla, og stéttarfélag hans vill með þessum atburði þakka Hinn nýi sendiherra Spánar, herra Juan Serrat afhenti ny- lega forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, að viðstöddum utanríkisráðherra. honum fyrir sérlega farsælt starf í þágu listamanna og um leið votta honum virðingu sína. Það væri ánægjúlegt, að sem flestir sæju yfirlitssýningu Magnúsar Á. Árnasonar í Listamannaskálan- um. Hann er einn þeirra manna, sem orsakað hafa það, að mynd- list er til á íslandi, og það eitt í sjálfu sér er ótrúlegt þrek- virki, þegar maður lítur um öxl og gerir sér grein fyrir, við hvaða aðstæðu þessi listgrein festir rætur í íslenzku þjóðlífi. Valtýr Pétursson. Rya teppi Síðasta sendingin fyrir jól er komin. Örfá teppi ólofuð í etfirtöldum mynstrum: Brazi- lía, Congó, Elddansinn, Græn- land, Gullregn, Pompej, ■— Rökkur. H O F, Laugavegi 4. Ung stúlka óskar eftir atvinnu. Helzt símavörzlu. Hefur gagnfræða- próf og vélritunarkunnáttu. Upplýsingar í síma 21943 í dag og á morgun, milli kl. 2—5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.