Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Fostudagúr 5. nór. 1965 Upplýsingar um dreifingar- kostnaö mjðlkur liggja fyrir — bændur fengu greidd 74,9% mjólkurverðsins KNN voru landbúnaðarmálin til umræðu í neðri deild Alþingis í gær og er það íjórði dagurinn, sem umræður hafa staðið um þau máL Landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson, tók fyrstur til máls og sagði að háttvirtur 5. þingmaður Vestfirðinga, Hannibal Valdi- marsson, hefði gert dreifingar- kostnað landbúnaðarafurða að meginefni ræðu þeirrar er hann flutti um þessi mál á dögunum, og hann hefði talið að erfitt hefði verið fyrir 6 manna nefndina að £á tölur varðandi dreifingar- kostnaðinn. Ráðherra sagði að ekki ætlaði hann að leggja neinn dóm á hvort dreifingarkostnaður- inn gæti ekki verið lægri og vissulega væri það nauðsynlegt, að nefnd sú er sett yrði á lagg- irnar til þess að vinna að endur- skoðun verðlagsmálanna, fengi tæmandi upplýsingar varðandi dreifingarkostnaðinn, því vissu- iega væri það jafnt hagsmunamál •llra stétta að dreifingarkostnað- urinn yrði sem minnstur. Ekki mundi heldur standa á upplýs- ingum til handa nefndinni og fyrir lægi nú skýrsla frá Mjólk- ursamsölunni í Reykjavík og væntanlega væri skýrsla í sam- bandi við sláturafurðir og dreif- íngu kjöts og kjötvara. Margt fróð- llegt kæmi fram lí skýrslu Mjólk- I ursamsölunnar |og það m.a. að ] dreif ingarkostn- laðurinn væri [allmiklu lægri [heldur en ýmsir [höfðu haldið. — iRakti ráðherra aíðan tölur þær er fram komu í skýrslu Mjólkursamsölunnar. Meðalútsöluverð mjólkur á ár- inu 1964 var 9 kr. 44,63 aurar á líter í lausu máli. Sölutekjur, að frádregnum tekjum af sölu brauða, sælgætis o. fl., námu á sama tíma 9 kr. 14,7 aurum á líter innveginnar mjólkur, eða 29,93 aurum lægri upphæð en verðlagningunni á mjólk í lausu máli nam. Stafaði mismunur þessi af ýmsum ástæðum og væru þess- ar helztar: Verðlagning vinnslu- vara væru ekki í fullu samræmi við verðlagningu á mjólkinni. Nokkur rýrnun yrði á mjólkinni í meðförum, sölulaun væru greidd öðrum aðilum, flösku- og hyrnu- gjald stæði ekki fyllilega undir kostnaðL Væri tekjur af sölu brauða, sælgætis o. fl. taldar-jafnháum kostnaðinum, kæmi skipting mjólkurverðsins á líterinn þann- ig út: Kostnaður Mjólkursamsölu og mjólkurbúa 2 kr. 8,78 aurar eða 22,82%. Til byggingarsjóðs og varasjóðs 7,32 aurar eða 0,8%. Til stofnlánadeildar landbúnaðar ins 4,62 aurar eða 0,51%. Til verð miðlunarsjóðs 8,52 aurar eða 0,93%. Til bænda 6 kr. 85,46 aur- ar eða 74,94%. Helztu kostnaðarliðir væru: Launa- og starfsmannakostnaður, annar en við akstur frá búi, 1 kr. 0,6 aurar eða 14,22%. Flutnings- kostnaður og rekstur bifreiða mjólkurbúanna 12,73 aurar eða 1,39%. Vextir 14,39 aurar eða 1,57%. Afskriftir aðrar en af bíl- um búanna 18,96 aurar eða 2,07%. Annar kostnaður 40,37 aurar eða 4,41%. Reksturskostnaður mjólkurbúa og Mjólkursamsölunnar væri í eðli sínu þríþættur. Um væri að ræða mjólkurvinnslu, flutning af- urða á sölustað og dreifingar- 'kostnað. Reksturskostnaður mjólk Skrásetning réttinda í loftförum 1 neðri deild fylgdi Sigurður Bjarikason úr hlaði tveimur frumvörpum frá samgöngumála- ttefnd samkvæmt tilmælum sam- göngumálaráðherra. Voru þau tun skrásetningu loftfara og til viðauka við lög nr. 57 25. maí 1949 um nauðungaruppboð. Framsögumaður gat þess, að frumvörp þessi hefðu verið flutt á Alþingi síðast- liðið á r s e m stjórnarfrum- vörp, en hefðu ekki hlotið af- greiðslu þá. — Væru frumvörp þessi undirbúin með sama hætti og önnur frum- vörp um loftferðamál og mið- uðu að þvi að veita ákvæð- um Genfarsáttmálans frá 1948 lagagildL Ákvæði frumvarp- anna væru þó ekki takmörkuð við sáttmálaríki, þar sem þau þættu eiga við um önnur loft- íör. Þingmaðurinn sagði, að á síð- asta ári hefðu verið sett lög um loftferðir og væri frumvarpið um skrásetningu réttinda í loft- förum í framhaldi af þeim lög- um og með sama hætti og þau. Samkvæmt lögum frá 1947 skyldi um stofnun og vernd einingarréttar á skrásettu loft- fara fara eftir reglum um fast- eignir þegar þeim væri við komið, en þar sem loftför væru alþjóðleg samgöngutæki bæri að móta reglur um eignarrétt og eignarhöft þeirra eftir því og hefði Genfarsáttmálinn frá 1948 að geyma reglur um þessi efni. ísland hefði undirritað þennan sáttmála, en ekki fullgilt hann, og væri gert ráð fyrir því í frumvarpinu að ísland staðfesti hann og öðlaðist um leið vernd fyrir loftför sín í sáttmálaríkj- unum. Genfarsáttmálinn hefði að geyma reglur um, að hve miklu leyti sáttmálaríkjunum beri að virða réttindi í loftförum, er heima eiga í öðrum sáttmála- ríkjum. Þá mætti einnig benda á, að aðild ríkis að sáttmáianum veitti hagræði er leitað væri iáns gegn veði í loftfiorum. urbúanna væri að mestu iðnaðar- kostnaður auk flutningskostnað- arins. Dreifingarkostnaður þeirra væri rekstur örfárra búa og næmi sem svaraði 2,79 aurum á innveg- inn mjólkurlíter. Reksturskostn- aður Mjólkursamsölunnar, að svo miklu leyti sem hann væri bor- inn uppi af mjólkinnb væri allur dreifingarkostnaður, en það sam- svaraði á allt mjólkurmagnið að meðtöldu tillagi til byggingar- sjóðs 83,25 aurum á ltr. Reksturs- kostnaður Mjólkursamsölunnar og mjólkurbúanna skiptist þá þannig á milli þessa þriggja liða, að til mjólkurvinnslu færi 110,01 eyri eða 12,03%, til flutninga af- urðanna færi 12,73 aurar eða 1,39% og í sölukostnaðinn 86,04 aurar eða 9,4%. Meðtalið í þess- um sölukostnaði væri útkeyrsla hjá Mjólkursamsölunni, bæði inn an Reykjavíkur og til nærliggj- andi kaupstaða, svo og flutning- ur mjólkurafurða til Vestmanna- eyja. Þá væri einnig meðtalinn heildsölu- og smásölukostnaður og kostnaður við rekstur rann- sóknarstofu í þágu mjólkurvinnsl unnar. Væri því allur kostnaður Mjólkursamsölunnar samsvar- andi 11,55% af vörusölu hennar og væri framlag til byggingar- sjóðs meðtalið næmi kostnaður- inn 12,09% af sölunnL í sambandi við afskriftir Mjólk ursamsölunnar benti ráðherra á að þær væru aðeins lögum sam- kvæmt og oft hefði verið til þess vitnað að þau lög væru ekki of rúm. Mjólkurbúðir væru nú af- skrifaðar um 10% — heldur meira en aðrar fasteignir — og stafaði það af innréttingum og kæliútbúnaði í búðunum, en lög- um samkvæmt væri heimilt að afskrifa vélar um 12%. Um verð mjólkur væri það að segja, að í áðurnefndum tölum hefði verið miðað við mjólk í lausu málL þótt meiri hluti mjólkur væri seldur í hyrnum og flöskum í Reykjavík. Væri á- stæðan fyrir þessu sú, að sér- stöku gjaldi væri ætlað að bera uppi kostnaðinn við hyrnurnar og flöskurnar. Væri hyrnu- og flöskugjaldi dreift á alla mjólk og mjólkurafurðir, yrði það vit- anlega lægra á mjólkurlíterinn að meðaltali, heldur en það er á mjólk sem það er lagt á. Taka bæri þetta fram, því oft gætti þess misskilnings að halda að mismunurinn á verði því er bóndinn fær fyrir mjólkina og er útsöluverð hennar, sé dreifingar- kostnaður. Að lokum sagðist ráðherra vænta þess að Alþýðusambandið og Sjómannafélagið gengu frá því að að tilnefna menn í nefnd sem ríkisstjómin vildi koma á laggirnar til að fjalla um verð- lagsmál landbúnaðarins, því það væri sannfæring sín, að bezt sé fyrir báða aðila að gagnkvæmur skilningur skapaðist milli bænda og neytenda og á honum væri hægt að byggja grundvöll fyrir verðlagningu á búvörum í fram- tíðinni. Ágúst Þorvaldsson (F) taldi enn sem fyrr að dýrtíðin væri undirrót alls ills fyrir bænda- stéttina. Bændum hefði verið bent á þá leið að stækka búin, hvað þeir hefðu gert, en ekki hlotið árangur sem erfiði. Þing- maðurinn taldi farsælustu leið- ina í íslenzkum landbúnaði vera fjölskyldubúskap. Þá vék hann nokkrum orðum að nefnd þeirri er rannsaka skal dreifingarkostn- að landbúnaðarafurða og sagði að í hinum frjálsa heimi hefðu stofnanir bænda hvergi verið sett ar undir rannsókn. Benda mætti einnig á það að Mjólkurbú Flóa- manna hefði greitt bændum 80% verðsins sl. ár og að reikningar þess stæðu opnir og þyrfti engrar rannsónkarnefndar við til að at- huga þá. Þórarinn Þórarinsson (F) Hækkun á aukatekjum ríkissjoðs 1 gær mælti Magnús Jónsson fjármálaráðherra fyrir frum- varpi til laga um aukatekjur rík- issjóðs. Sagði hann frumvarp þetta vera í framhaldi þess er um væri getið í fjárlögum og hann hefði vikið að í sinni fjár- lagaræðu. Reiknað væri með því að hækkun á um ræddum auka- tekjum nemi um % frá grunn- gjaldi og mundi það gefa 22 millj ónir kr. í auka- tekjur. N æ ð i þessi hækkun að eins til fast- ákveðinna gjalda laganna, en ekki til „prósentu“ gjalda þeirra, sem hækka með hækk- andi verðlagi. Samkvæmt lög- um frá 20. febrúar 1960 um efnahagsmál, væru ýmis gjöld innheimt með 50% viðauka, nema gjöld samkvæmt 33. og 34. grein laganna, sem innheimt væru með 100% viðauka. Undan- farin ár hefðu orðið breytingar á verðlagi og kaupgjaldi og þarfa ríkissjóðs fyrir auknar tekjur hefði nú þótt nauðsynlegt að hækka ýmsa tekjuliði auka- tekjulaganna og þá einkum þá sem væru fastákveðnir í lögum, en fylgdu ekki breyttu verðlagi á hverjum tíma. Ólafur Jóhannesson (F) sagði að hér væri um mikla hækkun að ræða og væri það ekki í fyrsta sinn sem núverandi ríkisstjórn hækkaði aukatekjurnar. T. d. mætti nefna að nú væru dóms- málagjöld með 200% álagi og væri það almennt viðurkennt að dómsmálameðferð mætti ekki vera hægfara og kostnaðarsöm. Með því að auka svo álagið á þessari grein, sem raun bæri vitni væri stigið spor aftur á bak sem gæti haft þá hættu í för með sér að hinir efnaminni hefðu verri aðstöðu en áður að gæta réttar síns. Friðjón Skarphéðinsson (A) benti á nokkur atriði í frum- varpinu, sem hann taldi vera úr- elt og fella bæri niður. M ignús Jónsson fjármálaráð- herra, sagði að sjálfsagt væri að fella þær greinar niður úr frum- varpinu sem úreltar reyndust. Ráðherra sagði að ræða Ólafs Jóhannéssonar hefði verið í nánu samræmi við þá stefnu Fram- sóknarflokksins að vera á móti öllum atriðum til úrbóta. Varla væri hugsanlegt að leggja fram tillögur til fjáröfiunar sem yrðu vinsælar meðal almennings, en þrátt fyrir það væri ekki hægt að komast hjá því að leggja álögur á þjóðfélagsþegna. Það virtist vera stefna Framsóknar- flokksins að vera á móti öllum úrræðum til tekjuöflunar og mundi engan undra það, ef það væri stefna þeirra að hafa hem- il á útgjöldum ríkisins. Því væri þó ekki til að dreifa. Sannaðist það á sparnaðartali þeirra að hægara væri að segja en gera og allir fjármálaráðherrar og ríkisstjórnir hefðu gert ráðstaf- anir tÚ þess, — ættu því Fram- sóknarmenn að vita að sú upp- hæð sem möguleiki væri á að spara mundi ekki nema neinum úrslitatölum. beindi máli sínu mest að verð- bólgunnL sem hann taldi undir- rót vandamála landbúnaðarins og hefði hún aldrei verið meiri en nú. Benda mætti á til sönnunar um þróun verðbólgunnar að vísi- tala byggingarkostnaðar hefði síðan 1. júní sl., á fjórum mánuð- um, hækkað um 19 stig og væri nú 267 stig. Hefði hún hækkað um 84 stig síðan 1. okt. 1963, en á tímabilinu frá 1955—1963 hefði hún ekki hækkað um nema 83 stig. Viðskiptamálaráðherra, Gyifl Þ. Gíslason, sagði að málflutning ur Þórarins bæði á Alþingi og 1 málgagni sínu væri byggður upp af grundvallarmisskilningi. Það væri röng aðferð að telja vísi- tölustigin, þegar finna ætti út hvort verðbólga hefði aukizt. Það lægi í augum uppL og hliti að vera hverjum manni skiljan- legt að athuga þyrfti hlutfalls- lega hækkun vísitölu eða verð- lags. Mætti undirstrika það sem hann hefði áður sagt, að vísital- an hefði hækkað um 69% síðan 1959 eða um tæp 10% á ári, en á stjórnartímabili Framsóknar- flokksins á árunum 1950—1959 hefði hún hækkað um 136% eða um 17% á ári .Um vísitölu bygg- ingarkostnaðar væri það að segja að hún hefði frá október 1958 til júní 1965 hækkað um 85,1% eða 12,8% á ári. Á valdatíma Fram- sóknarflokksins, frá október 1949 til október 1958, hefði hún hins- vegar hækkað um 146,3% eða 16,2% á ári. Væri því sama við hvora vísitöluna væri miðað. Hannibal Valdimarsson (K) taldi að ósamræmis hefði gætt f sjónarmiðum Framsóknarmanna 1 umræðunum. Þórarinn Þórarins- son hefði lýst því yfir að það væri skoðun sín að 6 manna nefndar kerfið er rikt hefði væri nær fuilkomið, en Björn Pálsson hefði sagt um sama kerfi, að það væri gallað og margra breytinga þörf á því. Að sínu áliti væri það vafasamt fyrir stjórnarvöldin að greiða útflutningsuppbætur til þeirra mjólkurframleiðenda er byggju við bezt kjör og markaðs- möguleika. Möguleiki væri á þvf að skipta landinu niður 1 svæði og miða opinbera styrkveitingu við þann búrekstur sem væri hag stæðastur á hverju fyrir sig. Það væri réttur grundvöllur að bændur nytu svipaðra kjara og verkamenn og iðnaðarmenn, en þeir ættu hinsvegar minni sam- leið með sjómönnum, þar sem sveiflur í launakjörum þeirra væru tíðari og gætu orðið mikl- ar. Það sem bændur hefði fengið í hendur á undanförnum árum væri árangur afbaráttu verka- lýðsfélaganna, og væri sú afstaða bænda því undarleg að ganga f lið með andstæðingum verkalýðs- ins, atvinnurekendum, en það hefði verið gert er Mjólkurbú Flóamanna gekk í Vinnuveitenda samband fslands. Að lokinni ræðu Hannibals var umræðum um málið enn frestað og voru þá nokkrir á mælenda- skrá. Kaffisala kirkju- nefndar kvenna Dómkirkjunnar KIRKJUNEFND kvenna Dóm- kirkjunnar hefur hina árlegu kaffisölu sína í Tjarnarbúði, sunnudaginn 7. nóv. og hefst kl. 2,30 e.h. Undanfarin ár hefur þessi kaffidagur verið mjög vinsæll meðal Reykvíkinga. Harm gef- ur fólki tækifæri til að hittast og drekka gott miðdagskaffi með ágætum kökum og um leið styrkja starfsemi kvennanefnd- arinnar í þágu Dómkirkjunnar, en nefndin hefur lengi unnið að því að fegra kirkjuna og afla henni góðra gripa. Það þarf ekki að efa að fjöl- mennt verður í Tjarnarbúð þennan dag, því svo mikil ítök á Dómkirkjan og starf Kvenna- nefndarinnar í hugum Reykvík inga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.