Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. nóv. 19B5
MO&GUN RLAÐIÐ
3
Hentugt er að festa plitræmu rnar a hurðarkarma bifreiða, ef
opna þarf bíl í umferð að kvöldlagi.
um sinum að - næturlagi
óhræddir, því að ef önnur
bifreið kemur aðvífandi og
lýsir upp glitræmurnar, er
endurskin þeirra svo sterkt,
að við liggur að bifreiðastjór
inn fái ofbirtu í augun. Lög-
regluþjónar hér i borg hafa
einnig fengið slíkar glitræm-
ur á kylfur sínar, og kemur
það að góðum notum við um
ferðastjóm að kvöldlagi.
Fyrirtækið, sem sér um inn
stendur innan um hauga af
nafnskiltum, af öllum mögu-
legum stærðum og gerðum.
— Hér kennir margra
grasa, Robert. — Þið hafið
ekki einskorðað ykkur 0vi8
glitræmurnar.
— Nei, það höfum við ekkL
Hér eru til dæmis flosspraut
uð líkön af hestum, skjöl og
myndir, sem við höfum húð-
að með plasti og eiga þannig
að endast í óratíma. Nú, hér
Glitræmur á kylfur lögreglu þjóna koma að góðum notum við
umfer ðarstjóm.
Róbert Brimdial
segja, að glitræmurnar, eða
,,Flourescent“ eins og sumir
kalla þær, séu dýrar. Fer-
meterinn kostar 940 krónur,
og bútar þeir, sem almennt
eru notaðir á ,,stuðara“ kosta
10—15 krónur.
— Hversu lengi hafið þið
starfrækt þetta fyrirtæki?
— Við höfum starfrækt það
í tæp tvö ár og eftirspurnin
er sífellt að aukast og það
sem háir fyrirtækinu núna
eru þrengsli enda er hug-
myndin að stækka það við
fyrsta tækifærL
í öryggi bifreiða
er líka nýjung i gerð krossa
á leiðL þannig að hægt er
að þrykkja mynd af viðkom
andi í plas^ sem síðan er
fest í krossinn eða legstein-
inn.
— Hvernig seljast glitræm-
umar hjá ykkur?
— Þær hafa seizt allsæmi-
lega. Þetta er að vísu nýjung
hér á landi og bifreiðastjór-
ar ekki búnir að fá næga
vitneskju um þetta, en samt
er mikið um það að ýmis
fyrirtæki kaupi þessar glit-
ræmur og láti festa á bíla
sína.
— Endast glitræmurnar
vel?
— Já, þær eiga að endast,
þangað til að þær eru bara
skrapaðar af.
— Hvaðan flytjið þið glit-
ræmurnar inn?
— Frá Svíþjóð, en þar er
komin mikil og góð reynsla
á þær. Og það er rétt að geta
þess, að hér er um tvær gerð
ir að ræða. Önnur er rauð
á lit og lýsir aðeins þegar
ljósi er beint að henni. Hin
er hvít og lýsir því meira
sem bjartara er úti, þannig
að í sterku sólskini fá menn
ofbirtu í augun við að horfa
á hana. Nú er ekki hægt að
EITTHVAÐ er farið að bera
á því að reykvískir bifreiða-
eigendur séu farnir að fá
sér glitræmur framan og aft-
an á „stuðara" bíla sinna.
Eins og nafnið bendir til, eru
glitræmur þessar sjálflýsandi
og koma að nokkru leyti í
staðinn fyrir hin svonefndu
„kattaraugu" og eru hið
mesta þarfaþing. Þannig geta
nú bifreiðaeigendur lagt bíl-
flutning á glitræmunum og
anhast sölu þeirra, heitir —
Skilti- og plasthúðun s.f. —
Fyrirtækið hefur verzlun sína
og vinnustofu að Vatnsstíg 4,
að þangað brugðu fréttamað-
ur og Ijósmyndari Mbl. sér
til að kynna sér nánar starf-
semi fyrirtækisins. Við hitt-
um fyrst að máli Róbert
Brimdal ér veitir fyrirtæk-
inu forstöðu, þar sem hann
Glitræmur - nýjun
Hörður Agústsson
sýnir í Bogasal
1 DAG opnar Hörður Ágústsson
syningiu á teikningum sínum í
Biðgasal Þjóðminjasafnsins.
Hörð þarf ekki að kynna, því
hann hefur þegar unnið sér sess
meðal okkar þekktustu lista-
manna. Hann hefur að undan-
förnu unnið að því mikla verk-
efni að kynna sér húsagerðarlist
Islendinga írá upphafi og tjáði
hann blaðamanni Mbl. í gær, að
vegna þese hefði hann snúið sér
meira að teikningum á síðustu
árum, en hann hefði alltaf haft
da æti á teiknun.
Á sýningunni í Bogasal sýnir
Hörður 38 teikningasr, sem hann
hefur unnið á sl. þremur árum.
Þær eru allar gerðar 'með svört-
um vatnslit á hvítan pappa.
Sagðist Hörður hafa haft mjög
mikla ánægju af áð vinna með
þessu efni.
Spunningunni um, hvort hann
byggist við mikilli aðsókn að
eýningunni svaraði Hörður neit-
andi. Sagði hann að teikningunni
hefði alltaf verið sýnd lítil virð-
ing hér á landi og þó hún væri
eitt helzta undirstöðuatriði mál-
aralistarinnar, hefðu margir af
okkar beztu málurum hreinlega
gefizt upp á henni.
. Geir Kristjánsson hefur skrifað
stuttan kafla í sýningarskrá
Harðar og er hann á þessa leið:
„Einhver spekingur hefur sagt,
að til að vera maður þurfi mað-
urinn að vera meira en maður.
Eins mætti segja um mynd, að
til að vetra mynd þurfi hún að
vera meira en mynd, ekki eitt-
hvað annað en mynd, heldur
meiri mynd en mynd. í myndum
Harðar er ýmislegt sem er meira
en myhd, til diæmis ljóðræna
sem ýmist er í ætt við það sem
menn þekkja af ikínverstkum
kvæðum (þetta mega menn ekki
missikilja svo, að ég haldi því
fram að myndir hans dragi dám
af kínverskri myndlist, hér á ég
við vissan finleika og næmleika
I skynjuninn}, sem menn þekkja
Ibezt af kínverskum kvæðum)
eða minnir í eldri myndum á
ástarsöng trúbadúra. Kannski
eru pislarvottamyndirnar núna
bakhlið á þeirri rómantík. Oig þó
er í myndum Harðar ekkert sem
ekki er mynd. Þessar myndir
flytja ekki ræður, lýsa engu á
ytra borði, en maður sér þær
hugsa. Þeinra líf er hugsanalif,
og kannski er það þetta sem ger-
ir Hörð að þeim góða portrett-
málara sem hann er. Svona
myndir verða alltaf skemmtileg-
ar og spennandi félagsskapur.
Með þeim er óhætt að stofna til
langxa kynna.
STMSTflNAR
Æskan sigrar
Signr John I.indsay i borgar-
stjornarkosningunum í New
York hefur vakið verðskuldaða
athygli. Lindsay átti við ofurefli
að etja. Skráðir kjósendur í New
York eru demókratar þrír á
móti einum. Demmókratar hafa
þar frælskipulagða flokksvél og
hafa ráðið borgarstjóraembætt-
inu í tvo áratugi. Hver er skýr-
ingin á sigri Lindsays? Hún er
vafalaust margþætt en verulegur
þáttur hennar er án efa stað-
reynd, sem fyrir löngu er sann-
reynd í bandarískum stjórnmál-
um og stjórnmálalífi Evrópu-
þjóðanna: Æskan sigrar.
Lindsay er einn af mörgum til-
tölulega ungum mönnum sem
unnið hafa eftirtektarverða og
óvænta kosningasigra vestanhafs.
Barátta Kennedys Bandaríkja-
forseta fyrir útnefningu flokks
síns 1960 byggðist að verulegu
leyti á æsku hans. Fjórum árum
síðar slgraði bróðir hans heims-
þgkktan og virtan öldungadeild-
arþingmann í New York-ríki.
Mörg fleiri dæmi mætti nefna
en í stjórnmálabaráttunni er það
margsönnuð staðreynd að æskan
sigrar.
Kynslóðaskipti
Kynslóðaskipti í stjórnmála-
baráttunni hafa ekki eingöngu
einkennt bandarísk stjórnmál.
Brezki verkamannaflokkurinn
varð fyrri til en íhaldsmenn að
framkvæma kynslóðaskipti. Wil-
son höfðaði mjög til yngri kjós-
enda. Verkamannaflokkurinn
sigraði þótt naumlega væri. Með
valdatöku Heath hefur það sama
gerzt í brezka íhaldsflokknum.
Hann beið ekki lengi eftir kosn-
ingaósigurinn með að skipta um
forustu.
Mörg fleiri dæmi mætti nefna
frá öðrum löndum. Eftir kosn-
ingasigur Kennedys 1960 hafa
stjórnmálamenn og flokkar í
mörgiim löndum höfðað til yngri
kynslóðanna á sama hátt og
Kennedy gerði.
Lærdómsríkt
Fólkinu *fjölgar ört. Hinir
nýju árgangar verða fjölmennari
en hinir eldri. Hver kynslóð lít-
ur öðrum augum á málin en sú
næsta á undan. Ný sjónarmið,
nýjar leiðir kom fram hjá ungu
fólki hvar sem er í heiminum.
í New York völdu kjósendur milli
nýrra leiða og nýrra sjónarmiða
annars vegar og hins gamla og
reynda hins vegar. Þeir völdu
óvissuna. Og auðvitað velja
menn alltaf óvissuna, þegar þeir
velja æskuna.
Auðvitað er nauðsyn kynslóða-
skipta ekki bundin við stjórnmál
in eingöngu. Þau þurfa að verða
á öllum sviðum þjóðlífsins. Að-
eins með því móti verða stöðug-
ar framfarir tryggðar. En kyn-
slóðaskipti verða einnig að verða
með eðlilegum hætti, smátt og
smátt. Stórhug og dirfsku æsk-
unnar þarf að tengja lifsreynsla
hinna eldri.
Vissulega eru þetta lærdóms-
ríkar staðreyndir. Kynslóða-
skipti verða alltaf í öllum flokk-
um. Spurningin er aðeins hvenær
þær gerast og með hverum hætti.
Ef til vill er ástæða til fyrir
stjórnmálaflokka hér á landi að
íhuga þessi mál. Það getur
engan skaðað.
Sigur John Lindsays í New
York hefur enn einu sinni fært
okkur sönnur á að æskan sigrar.
Það gerir hún hér á landi ekki
siður en annars staðar.