Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ \ Laugardagur 6. nóv. 190!) FramhaBd viðtals við í sjúkrahúsi Frá heimsókn í „HospitaB Amazonica-Albert Schweitzer64 Edith Daudistel: Dr. Binders — f»AÐ er furðulegit að fljúga frá Iquitos til Pucalpa hélt Edith Daudistel áfram frá- sögn sinni. Frumskógur svo ,angt sem augað eygir í allar áttir og um hann kvíslast eins og æðar þverfljót Amazonfljótsins. í þessum víðáttumiklu skógum hafast við ótal þjóðflokkar, sem menn vita lítið sem ekik- ert um. Baérinn Pucalpa er við fljót, sem í íslenzkri þýð- ingu mætti kalla „Mýfljót" eða „Mývatn“. f>ar búa nú um 35.000 manns en bærinn hef- ur vaxið nær algerlega upp á síðasta áratug — fyrir tíu árum voru þar aðeins 8 þús- und manns — og er þar al-lt á ákaflega frumstæðu menn- ingarstigi engar vatns- eða skolpleiðslur, enginn sími eða önnur slík þægindi, sem við lítum á sem sjálfsagða hluti. Hafði ég gaman af að bera Pucalpa saman við Reykjavík, eins og hún var þegar ég kom hingað fyrst. Reykvíkingar voru þá 35.000 talsins, en sið- menningin ólíkt lengra á veg fcomin. Pucalpa er miðstöð þriggja Indíánaflokka, Ship- ipo, Canipo og Cashibo — og einnig er hún miðstöð málfræð inga, sem stunda rannsóknir á hinum ýmsu mismunandi Indí ánamálum. En jafnframt því að stunda þarna málrannsókn- ir eru þetta trúboðar hinna ýmsu sértrúarflokka, m.a. Votta Jehóva, Aðventista o.sv.frv. og boðar þar hver sína trú meðal Indíánanna, En þeir, vesaJlngarnir, eru löngu orðnir kolrúglaðir á þessum mismunandi kenning- um og vita hreint ekki, hverju þeir eiga að trúa. — Hospital Amazonica — Albert Schweitzer kom á fót vinur Schweitzers, Þj óðverjinn dr. Theodor Binder, læknir á fimmtugsaldri. Er hann fædd- ur í Lörfach í Suður-Þýzka- landi og var sjálfur, eins og dr. Schweitzer, organleikari á yngri árum. Hann tók þá ákvörðun, m.a. vegna aðdáun- ar sinnar á dr. Schweitzer, að helga Indíánum líf sitt og starf. Er sjúkrahúsið í ýmsu í sama stíl og sjúkrahús Schweitzers sjálfs í Lamlba- rene nema hvað dr. Binder mun hafa lagt meiri áherziu á hreinlætiskröfur og öflun nýrra tækja ' til lækninga og rannsókna og er andvígur því fyrirkomulagi á Lamibarene, að sjúklingarnir geti haft fjölskyldur sínar þar með bústofn sinn allan. Rekstur sjúkrahússins grundvallast fyrst og fremst á gjafafé, sem safnað hefur verið ýmist í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Sviss og Þýzkalandi og það nýtur styrks frá ýmsum sam- tökum, svo sem „Redda Barnet" og barnahjálp Sam- einuðu Þjóðanna. Nú eru í sjúkrahúsinu 32 sjúkrarúm, en meðan ég dvaldist þar voru í þeim 55 sjúklingar. Er það helzta áhugamál Dr Binders, að £á húsið stækkað svo, að koma megi fyrir a.m.k. 100 sjúkrarúmum. Þörfin er svo átakanlega brýn sem sjá má af því að á svæði því sem sjúklingar hans koma frá eru um 20.000 íbúar, sem aldrei höfðu séð lærðan lækni fyrr en hann kom þangað. Enda streyma Indíánarnir til hans úr öllum áttúm, frá morgni til kvölds að leita læknis- hjálpar. Einn daginn taldi ég J80 sjúklinga, sem sumir voru komnir langt að. Þeir sigla oft eintrjáningum sín- um margar dagleiðir un. þver- fljót Amazon með ástvini sína fácrveika. Vill þá oft brenna við að þeir séu liðin lík, þegar landi er loks náð. Minnist ég þess ekki að hafa nokkru sinni séð aðra eins eymd. — Sjúkrahús dr. Binders er tiltölulega nýtt. Hann kom ekki til Peru fyrr en árið 1949. Setti hann þá á laggirn- ar litla sjúkrastöð, en sjúkra- húsið í núverandi mynd var ekki opnað fyrr en árið 1960. Nú starfa þar um sextiu manns af ýmsu þjóðerni, m.a. svissnesk kona, skurðlæfcnir, Dr. Senn að nafni, sem stend- ur við skurðarborðið frá morgni til kvölds. Einnig starfar þar dönsk kona, Birthe Similev, verkfræðing- ur að mennt sem teiknaði sjúkrahúsið og hafði yfirum- sjón með byggingu þess. Nú gengur hún að hvaða starfi, sem til fellur og er forkur dugleg. Er afar erfitt að vinna í þessu loftslagi — það er óhemju heitt og rakt og verð- ur hvíta fólkið að fá frí á þriggja ára fresti og fara til Evrópu sér til heilsubótar. Ennfremur vinna við sjúkra- húsið nokkrir Indíánar, sem dr. Binder hefur þjálfað til ýníissa starfa, m.a. eru í rann- sóknarstofunni npkkrar Indí- ánastúlkur sem eru ákaflega áhugasamar og fljótar að skilja og læra. Annars hefur dr. Binder haft þann hátt á að taka Indíánana á nokkurra mánaða námskeið í hreinlæti og einföldustu lyfjagjöf og sjúkrameðferð og senda þá síð an til smáþorpanna í frum- skóginum. Og Indíánakonun- um kennir hann ljósmæðra- störf. Er að þessu margvíslegt gagn, en ekki hefur það verið beint auðvelt viðureignar, því að fólkið þarna er ákaflega frumstætt, nánast á steinaldar stigi býr ekki einu sinni í kof- um, heldur einskonar skýlum, með stráþaki á staurum. Er algengt, að fólkið, sem kemur til sjúkrahússins í fyrsta sinn, hafi aldrei séð veggi og standi ráðþrota frami fyrir þeirri gátu, hvernig opna skuli dyr. Þá vildi lengi bögglast fyrir því að nota salernið rétt, rugl aðist gjarna á notagildi sal- ernisskálarinnar og þvotta- skálarinnár. — Eiginkona dr. Binders hefur ekki látið sitt eftir liggja, hún aðetoðar hann á allan hátt, enda þótt hún sé afar veihbyggð kona — og starfar langan vinnudag á rannsóknarstofu sjúkrahúss- ins. Hún hefur gert mikið af því að hvetja Indíánakonurn- ar til þess að búa til ýmiss konar listmuni. Þær búa til hálsfestar, vefa, móta og mála leirker o.sv.frv. og hún hjálp- ar þeim svo til að koma þessu á markað í Lima. — í frumskóginum, þar sem hvítir menn eru yfirleitt ekkert of vel þokkaðir, geng- ur dr. Binder undir nafninu „Yatum papa“ sem þýðir „fað ir okkar allra“ og er hann álitinn geta gert kraftaverx. Hann hefur lært mál Indíán- anna og gert sér far um að ná vinfengi töfralæknanna þeirra með þeim árangri, að þeir hafa fengizt til að læra af honum eitt og annað. Jafn- framt hefur hann getað lært ýmislegt gagnlegt af þeim og ríkir þannig hin bezta sam- vinna. Senda töfralæknamir sjúklinga sína óhikað til dr. Binders, ef þeir sjá fram á. að þeir geti ekkert hjálpað sjálfir — segja þá Indíánun- um, að „andarnir" hafi ráð- lagt, að þeir fari til Yatum papa og fái pencillínsprautu. Ég borðaði daglega með ein- um slíkum töfralækni á spítal anum og virtist hann bæði greindur og athyglisverður maður. Hann hafði komið til sjúkrahússins með konu sina fárveika. — En það er margt, sem dr. Binder þarf að berjast við, fyrir utan alls konar sjúkdóma. Hjátrú fólksins er rík ótþrifnaðurinn megn og umfram allt eymdin, vannær ingin og afleiðingar hennar. Var mér sagt, að átta börn af hverjum tíu dæju í fæð- ingu eða sem kornabörn og meðalaldur færi ekki yfir 32 ár, væri einhver hinn lægsti í heimi. Þó hefur fólksfjölg- un verið meiri í Suður-Ame- ríku en víðast hvar í heim- inum. Mér þótti óskiljanlegt að ungbarnadauðinn skyldi vera svona mikill þarna þar sem vaxa kynstrin öll af kók- óshnetum, banönum og öðrum ávöxtum, en var sagt, að frumskógaávextirnir væru tiltölulega vítamínsnauðir, þeir yxu of fljótt í hinum mikia hita. Þess má geta, að meira en helmingur þeirra matjurta, grænmetis- og ávaxtategunda, sem þexkjast voru ræktaðar áður fyrr hjá Indíánunum í Andesfjöllum. Annars er eggjahvítuefna- sborturinn tilfinnanlegastur Dr. Theodor Blinder — hann veldur því, að fólkið bóks'taflega hrynur nið- ur. Börnin eru raunamædd og gömul á svipinn </ins og þau séu löngu orðin leið á lífinu. Það var raun að horfa á þau og mæðurnar, sem bíða grátandi klukkustundum saman með ungbörn á handlegg, ekkert nema skinn og bein hringlandi ina- an í litríkum klæðum. Þær elska börnin sín og bíða þess milli vonar og ótta, hvort læknirinn geti hjálpau. Eitt sinn fylgdist ég með þv,í er Indíánarnir komu til sjúkra- hússins til þess að sækja mat- arpakka, sem Bandaríkja- stjórn sendir þangað reglu- lega, en dr. Binder annast dreifingu á þeim. Get ég ekki annað sagt en að mér blæddi hjarta að sjá alla þessa eymd. — Dr. Binder hefur á þess- um árum haldið uppi tölu- verðri búrækt og hefur ný- lega hafið tilraunir með að kenna Indíánunum eitthvað í þeim efnum. Hefur hann haft þann hátt á að láta þá fá na-utgripi, til dæmis einn og einn kálf og kennt þeim að hirða hann. Þeir greiða hon- um svo aftur í sama, þegar kýrnar eru fullvaxta og farn- ar að bera. Hvernig þetta gengur er ekki gott að segja en hann bindur við það tölux verðar vonir, vegna hinn- ar brýnu þarfar fólksins fyr- ir mjólkurafurðir. Ég sagði dr. Binder frá því, að ís- lendingar hefðu á sínum tíma safnað fé og sent þurrkaðan fisk til Aiberts Schweitzers í Lambarene — og ræddum við um, hvað það gæti verið mik- il hjálp ef við gætupa fengið sent frá íslandi einhver nær- ingarefni, t.d. lýsi, það myndi eflaust bjarga mörgum manns lífum. Menn ættu að minnast þess, ekki sízt nú þegar ver- ið er að hefja allsherjar her- ferð gegn hungri, að þörfin er víða brýn — fólk hrynur niður umvörpum úr hungri, sjúkdómum og sikorti á nauð- synlegustu næringarefnum. Ég hitti oft á þessari ferð fólk úr hinurn svokölluðu Friðarsveitum Bandaríkjanna, — fólk sem stundar líknar- og fræðslustörf við hinar erfiðusrtu aðstæður, vitandi, að hver og einn getur aðeins lítið gert — en í þeirri trú, að einn er hver einn og því fleiri, sem leggja hönd á plóg inn því vænlegri árangurs er að vænta. — Annars ræddum við margt um ísland, sagði Edith Daudistel að lokum, því að dr. BindeT og fólk hans vildi heyra sem mest um land og þjóð. Þótti mér leitt að hafa orðið að skilja litskuggamynd irnar eftir í Lima, en hét að taka þær með mér er ég kæmi aftur eftir 1-2 ár. Vona ég sannarlega að það geti orð- ið, því að ég hef þá tirú, að þarna hafi ég hitt eitt af mikilmennum okkar tíma. Það var ógieymanlegt að kynnast þessu fólki sem ver öllum sínum tíma og kröft- um til þess að vega upp á móti öllu því böli, sem hvíti mað- urinn hefur valdið í heimin- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.