Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 18
18 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 6. nóv. 1965 Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig með heim- sóknum, skeytum og gjöfum á 70 ára afmæli mínu, 2. nóvember síðastliðinn. Ldfið heiL Arni Sigurðsson. Ölium þeim er á einn eða annan hátt gerðu mér ógleymanlegan 80 ára afmælisdagjnn, 2/11 þakka ég innilega. Sérstakar þakkir færi ég börnum mínum, svo og öðrum ættingjum og vinum fyrir ailan þeirra þátt í þessum fagnaðardegi minum. — Guð blessi ykkur öll. Kristjana Kristjánsdóttir, Vörum, Garði. Bokhald Vanur bókhaldari vill gjarnan taka að sér bókhald fyrir smærri fyrirtæki gegn sanngjarnri greiðslu. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Bókhald — 2817“. Bréfrítari — Sendill Heilsöluverzlun óskar að ráða stúlku (þýzka) til erlendra bréfaskrifta á þýzku og ensku. — Einnig sendil 15—18 ára. Tilboð merkt: „Strax — 2780“ sendist blaðinu fyrir 10. þ.m. Kjósarsysla Aðalfundur sjálfstæðisfél. „Þorsteinn Ingólfsson" Kjósarsýsiu verður haldinn miðvikudaginn 10. nóv. n.k. kl. 9 e.h. að Hlégarði. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Dr. Bjarni Helgason mætir á fundinum. STJÓRNIN. Bátur — Vél Bátur 18—24 smálesta óskast til kaups. Aðeins góður bátur kemur til greina. Upplýsingar í sima 37868 í dag og næstu daga. Á sama stað er til sölu 66 ha. Kelvin-vél í góðu lagi. Selst mjög ódýrt. Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir AÐALBJÖRG ÞORKELSDÓTTIR lézt 5. nóv. að sjúkrahúsinu Sólvangi, HafnarfirðL Benedikt Jörgenson, Ragnheiður Guðlaugsdóttir, Einar Helgason. SIGRIÐUR ÞORSTEINSDOTTIR frá Víðivöllum. andaðist 5. þessa mánaðar. Vandamenn. Konan míns, móðir okkar og tengdamóðir I>ÓRANNA FRIÐRIKSDÓTTIR er lézt í Borgarsjúkrahúsinu 1. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. þ.m. kl. 1,30. Einar Á. Scheving, Sigurlín Einarsdóttir, Árni Fr. Scheving, Auður Scheving, Birgir Scheving, Guðbjörg Hákonardóttir. Athucpð Zyimplene efnin eru komin. Dému og herrabúðin Laugavegi 55. vantar Hef kaupendur að eftirtöldum íbúðum strax. 2ja herbergja, 3ja herbergja, 4ra herbergja. 5—6 herbergja íbúð í austurborginni. Hús með 2—4 íbúðum mætti þarfnast viðgerðar. 5—7 herbergja einbýlishúsi í smáíbúðahverfi. íbúðirnar þurfa ekki að vera lausar fyrr en í vor, en yrðu greiddar út að mestu strax. Helgarsímar 33963 og 10071. Ólafur Þorgrímsson, hæstaréttarlögmaður Austurstræti 14 — Pósthólf 686. TófiBistarskóli Hafnarfjarðar tilkynnir: Hafin er selló-kennsla. Kennari Pétur Þorvaldsson og obo klarenett og saxófón-kennsla. Kennari Finnur Eydal. — Upplýsingar í skrifstofu skólans Austurgötu 11 sem er opin þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 5—7 s.d. sími 51904. SKÓLASTJÓRI. Iðnaðarhúsnæði Til leigu er húsnæði til iðnaðar, eða vöru- geymslu á jarðhæð við Síðumúla hér í borg. Gólfflötur 500 ferm. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 15. þ.m. merkt: „Hagkvæmt — 2871“. DANFOSS M0T0RR0FAR TRYGGIÐ ENDENGU RAFMÓTORANNA Látið hina vinsælu DANFOSS mótorrofa leysa vandamál yðar. Framleiddir í mörgum gerðum til flestra nota bæði til lands og sjávar. Áralöng reynsla í öllum meiriháttar iðnaði landsins sannar gæðin. Ávallt fyrirliggjandi í miklu úrvali. ^ = HE-DINN = Vélaverzlun Seljavegi 2, simi 2 42 60 P. Bungal Kveðja UTVARPIÐ flutti okikiur úti á landisbyggðinni dánarfregn þessa merkismanns. Vafalaust verður hann talinn i hópi merkustu fs- lendinga sinna saimtiðarmanna. Fæddur var hann á ísafirði 14. júní 1807, sonur Páls Haildórs sonar, skálastjóra StýTÍmanna- skólans og Þuríðar Níelsdóttur bónda á Grímsstöðum á Mýrum Eyjólfssonar. Voru foreidrar hans landskunn merkishjón og verða ættir þeirra vafalaiust rakt ar af öðrum og sleppi ég þvl þeirra þætti í minningu þessa merkismanns. Ungur gekk hann menntaveginn, varð stúdent 1915 cand. phil. 1916 og og cand med. Rvík 1921. Fór til framhalds- náms erlendis til undirbúrings undir kennslu við Háskóiann, skipaður dósent við Háskóiann i sjúkdómafræði 1/10 1926. Við Háskólann starfaði hann alla tíð til dauðadags. Rektor hans 1936- 39. Mun hann vera kennari allra starfandi lækna í landinu, að hann tjáði méir. Forstóðumaður Rannsóknar- stofu Háskólans í sjúkdóma- og sýklafræði frá 1926. í sambandi við starf hans á rannsóknarstofu Háskóians, mun lengi verða minnst og verður eftirminnilegt, svo mikið sean það snerti landlbúnaðinn, og þá kvilla er löngum hafa fyl-gt bú- fé voru. Hann framleiddi nýtt bóluefni gegn bráðapest, sem reyndist mjög vel, og útrýmdi með öllu bráðafárinu i ýirisum landshlutum og gerði allsstaðar stórgagn. Fann oraök lungnapest- ar i sauðfé (sýKilinn) 1930 og framleiddi bóluefni gegn veik- inni sama ár. Innleiddi nýja með ferð á ormaveiki í sauðfé 1934. Þetta meðal gegai ormaveikinni olli straumhvörfum, viða svo skæð var ormaveikin að nær til landauðnair stæði sumsstaðar en lyfið hans, sem gekik lengi undir nafninu Duingaislyf, gertxreytti heiisufari fjárins og í heilum landshlutum er veikin næi horf- in með öllu. Verður ekki gerð til raun að meta þessar aðgei'ðir. en þær voru stórkostlegar til heilla og hagsbóta fyxir landbúnaðinn. Verður því starfsemi próf. Dung als lengi mirnnzt sem mikilsverðs og heillarík starfsemi á þessu sviði, og nafni hans leragi á lofti haldið, auk annarra mikilsverðra starfa, svo sem ranneöknir um krabbamein o.fl. sem alþjóð er kunnugt. Próí. Dungal var ákaflega dug legur við störf sín, v. hann oft með annan fótinn sem kallað er, eriendis í þágu þessara mála og mikilsmetnar rannsóknir hans og visindastarfsemi, áf eri .Jum sérfræðingum, sem hann átti oít mikið samstarf með í leit sinni til úrbóta á þessu sviði. Verður vafalaust skráð saga hans og starfsemi öíl í þessu efni, af þar til færuim möimum. Próf. Dungal var maður mjög vel menntaður og áhugasamur og fjölfróður á ýmsum greinum. Ég átti þvi láni að fagna að kyran- ast honum nok'kuð, mér til mik- illar ánægju og fróðleiks, sein leiddi til góðrar vináttu. f hópi kunningja og á glöðum stund- um var hann hrókur alls fa.gn- aðar,sem gneistaði af fjöri og áhuga sem minnistæðar verða. . Með honum er fallinn gáfaður og fjölhæfux vísindamaður, seæa skilur eftir sig meirkilegt ævi- starf, sem þjóðin býr lengi að. Blessuð sé minning hans. Páll Pálsson. London, 4. nóv. — NTB. # Meðalaldur brezkra kvenna er nú kominn upp í 74,2 ár, að þvi er upplýst var í London í dag. Meðalaldur karla er nokkru lægri, eða 68.1 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.