Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 5
l,aug«rðtagur 6. nðv. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 5 E S S II Hofskirkja í Örfæfum. Annc.via £& Sandfeiiskirkju, — nú eina kirkjan í Öræfum. A S U Dómkirkjan Messa kl. 11. Séra Jón Auð- uns (Allra sálna messa). Messa kl. 5. Séra Óskar J. Þorláksson. Grensásprestakall sam Barnasamkoma kl. 10:30. Messa kl. 2. (Skátamessa). Séra Felix Ólafsson. Hallgrímskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 10 og messa kl. 11. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Elliheimilið Grund Altarisguðsþjónusta kl. 10. Séra Hjalti Guðmundsson messar. Heimilisprestur. Kópavogskirkja Messa kl. 2. Bamasamkoma kl. 10:30. Séra Gunnar Árna- son. Bústaðaprestakall Barnamessa í Réttarhols- skóla kl. 10:30. Guðsþjónusta kl. 2. séra Ólafur Skúlason. Keflavíkurflugvöilur. Guðsþjónusta kl. 1.30 í Grænási. Séra Bragi Friðriks- son. U D A G Ásprestakall Barnaguðsþjónusta í Laug- arásbíói kl. 11. Almenn guðs þjónusta í Hrafnistu (borð- salnum) kl. 1.30. sr. Grímur Grímsson. Keflavíkurkirkja Barnamessa kl. 11. Messa kl. 2. Kolbeinn Þorleifsson, stud. theol. prédikar. Stúdent ar frá Guðfræðideild Háskól- ans aðstoða. Séra Bjöm Jóns- Jónsson. Grindavíkurkirkja Barnaguðsþjónusta kl. 2. e. h. séra Jón Árni Sigurðsson. Fíladelfía, Reykjavík Guðsþjónusta kl. 8:30. Ás- mundur Eiríksson. Neskirkja Barnasamkoma kl. 10. Guðs þjónusta kl. 2, barnagæzla iverður í kjallarasal kirkj- unnar fyrir þriggja til sex ára börn meðan á guðsþjón- ustunni stendur. Séra Frank M. Halldórsson. Fíiadelfia, Keflavík Guðþsþjónusta kl. 4. Haraldur Guðjónsson. Langholtsprestakall Barnasamkoma í Safnaðar- heimilinu kl. 10:30. Séra Áre- líus Nielsson. Messa á sama stað kl. 2. Séra Árelíus Niels- son. Fríkirkjan í Reykjavík Messa kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. Fríkirkjan i Hafnarfirði Messa kl. 2. Séra Kristinn Stefánsson. Stóra-Núpskirkja Guðsþjónusta kl. 2. Barna- guðsþjónusta eftir messu. Sr. Bernharður Guðmundsson. Reynivallaprestakall Messa að Saurbæ kl. 2. Allra sálna messa. Séra Kristján Bjarnason. Háteigsprestakall Barnaguðslþjónusta í Sjó- mannaskólanum kl. 10:30. Sr. Jón Þorvarðsson. Messa kl. 2. Séra Arngrímur Jónsson. Laugarneskirkja Messa kl. 2. Barnaguðs- þjónusta kl. 10. Séra Garðar Svavarsson. Herferð gegn hungri. Tekið á móti framlögum í bönkum útibú- um þeirra og sparisjóðum hvar sem er á landinu. I Reykjavík einnig í verzlunum, sem hafa kvöldþjónustu, — og hjá dag- blöðunum, og utan Reykjavíkur einnig í kaupfélögum og hjá kaup mönnum sem eru aðilar að Verzl unarsambandinu. GAMALT og gott Guðjón Korgur hét flækingur, sem flakkaði öðru hverju um Húnavatnssýslu og Skagafjörð. Hann var feikilegur mathákur og fékk viðurnefnið af því, að hann var narraður til að éta kaffi- korg, enda var hann talinn heimskur. Hann var úr Skagafirði, frá Sölvanesi. Eitt sinn kom hanh að Hofi í Vatnsdal. Hann var settur þar til borðs með öðrum og hætti að snæða um leið og hinir, en stóð ekki upp frá borðinu og byrjaði svo aftur að éta-. En í hléinu greip hann hend- inni upp í hálsmálið undir skegg sér, náði þar í væna lús, lagði hana á borðið og drap hana á nöglinni, svo áð small við hátt. Einhver hafði orð á því, að þetta væru ekki fínir mannasið- ir við matborð. Guðjón svaraði: „Það er nú barnsvani frá Sölva nesi að láta þær ekki sieppa lif- andi, þegar maður nær þeim“. Sunnftinaaftkóíar Stúlka óskast til vélritunar- og skrif- stofustarfa. Góð kunnátta í ensku og dönsku nauðsyn- leg. Tilboð sendist af- greiðslu Morgunblaðsins, merkt: „Verzlun—2875“, fyrir 11. nóv. n.k. Sunii„„„ó^>n.oii K.r .li.M. og ] K. í Reykjavík og Hafnarfirði hefjast kl. 10.30 í húsum félag- anna. Sunnudagaskóli Fíladelfíu hefst kl. 10.30 á þessum stöðum; Hátúni 2, Hverfisgötu 44 og Herjólfsgötu 8, Hf. Sunnudagaskóli Hjálpræðis- hersins. Öll börn hjartanlega velkomin sunnudag kl. 14. sá NÆST bezti Maður kom eitt sin.i með reiKning inn í búð til Stefáns Jónsson- ar. kaupmanns á Norðfirði. Stefán segist ekki geta greitt réikninginn. Hinn kveður hann haía lofað því að greiða hann fyrir páska. >á segir Stefán: „Hvað er þetta, maður! Heldurðu, að það komi ekki páskar aftur?“ AIHUGIÐ að borjð saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa ( Morgunbiaðinu en öðrum biöðum. Frá IMausti í hádegi í dag og næstu daga bjóðum við gestum vorum ljúffengt „kalt borð“, ásamt einum heitum rétti, auk hinna venjulegu fjölbreyttu rétta á matseðli vorum. MALST Eldridansaklúbburinn . heldur Gömlu dansa í kvöld kl. 9 í BRAUTARHOLTI 4. ATH.: Borð ekki tekin frá. Húsið opnað kl. 8. ELDRIDANSAKLÚBBURINN. Leiguíbúðir við Kleppsveg Hér með eru auglýstar til leigu 54 íbúðir við Klepps- veg 66 — 76. íbúðir þessar eru í eigu byggingarsjóðs Reykjavíkurborgar og eru sérstaklega byggðar til út- rýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Úthlutunarreglur eru, sem hér segir: 1. Ibúðir þessar eru ætlaðar til útrýmingar heilsuspill- andi húsnæðis. Að öðru jöfnu ganga þeir fyrir um úthlutun íbúða, sem búa í heilsuspillandi húsnæði. 2. Umsækjendur skulu hafa verið heimilisfastir í Reykjavík s.l. 5 ár. Heimilt er að gera undantekn- ingu, ef umsækjandi hefur um stundarsakir á um- ræddu 5 ára tímabili flutt í nágrannasveitir Reykja- víkur vegna húsnæðisvandræða. Búseta í Reykjavík er þó ætíð skilyrði. 3. Barnafjölskyldur skulu ganga fyrir við úthlutun íbúða þessara. Lágmarksfjölskyldustærð skal vera sem hér segir: 2 herbergja íbúð 3 manna fjölskylda, þar af 2 börn 3 herbergja íbúð 6 manna fjölskylda, þar af 3 börn 4 herbergja íbúð 7 manna fjölskylda, þar af 4 börn 4. Eigendur íbúða koma ekki til greina, nema um sé að ræða algerlega óhæfar og heilsuspillandi íbúðir. 5. Að öðru leyti skulu umsækjendur úppfylla skilyrði þau, sem sett eru í reglum um leigurétt í leiguhús- næði Reykjavíkurborgar. 6. Leigumáli skal aðeins gerður til 2 ára í senn Væntan- legir leigjendur skulu þá vera skuldbundnir til að rýma íbúðina, ef þeir ekki uppfylla þær reglur, sem kunna að veba í gildi um leigurétt í leiguhúsnæði Reykjavíkurborgar. Húsaleiga skal reiknuð eftir gildandi ákvæðum um hámark húsaleigu. Verði ákvæði þessi felld niður setur borgarráð reglur um greiðslu húsaleigu eftir íbúðir þessar. 7. Settar eru reglur um umgengni og reglusemi í íbúð- um þessum og verður strangt eftirlit með því, að reglum þessum verði hlýtt. ítrekuð brot á reglum þessum skulu varða uppsögn. Umsóknir skulu hafa borizt til húsnæðisfulltrúa skrif stofu félags- og framfærslumála, Pósthússtr. 9 5. hæð eigi síðar en mánudag 15. nóvember. * Askilinn er réttur til tilfærslu úr leiguhúsnæði borg- arinnar og herskálum. Borgarstjórinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.