Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ! Laugarctagur 6. nóv. 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík, Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 5.00 eintakið. FRAMTÍÐ TOGARA UTGERÐAR 'Sl'enn eru að vonum uggandi út af erfiðleikum togara- útgerðarinnar, enda liggur við borð að hún leggist niður. Ekki bætir úr skák, að yfir- menn á togaraflotanum hafa nú hafið verkfall, sem allar líkur benda til að staðið geti lengi. Er vissulega hryggilegt til þess að vita, að yfirmenn- irnir skuli stöðva togaraflot- ann, enda þótt samkomulag hefði verið komið á milli full- trúa þeirra og útvegsmanna. Vonandi verður þó fundin lausn deilunnar, svo að hún ríði ekki togaraútgerð að fullu, sem vel gæti hugsast, ef hún á annað borð færi að dragast mánuðum saman. Nýjungar þær, sem reynd- ar hafa verið í togaraútgerð í Bretlandi, hafa vakið hér mikla athygli, og nú er ein- mitt nefnd íslendinga stödd í Bretlandi til að kynna sér út- gerð hinna nýtízkulegu tog- ara, sem Bretar~ hafa byggt. Sjálfvirkni þessara skipa ger- ir það að verkum, kð unnt er að komast af með miklu færri menn^en á eldri gerðum tog- skipa. Enn er að vísu lítil reynsla fengin af rekstri þess ara skipa, en hér er um svo merkt nýmæli að ræða, að sjálfsagt er að við íslending- ar fylgjumst sem bezt með þessum tilraunum og gang- skör verði síðan gerð að því að láta byggja slík skip, ef reynslan sýnir að þau mundu geta hentað okkur. En jafnvel þótt ný togskip kæmi í stað hinna eldri, eru allar líkur til þess að óhjá- kvæmilegt verði að heimila togurum einhverjar veiðar á ákveðnum svæðum og ákveðn um tímabilum innan tólf mílna fiskveiðitakmarkanna umfram það sem nú er leyft. Togaraútgerðin hefur um langt skeið verið ein helzta undirstaða framfara hér á landi, og fiskifræðingar hafa margsinnis bent á, að óhætt ætti að vera að leyfa takmark aðar veiðar togaranna í land- helgi. Ef slíkar veiðar eru nauðsynlegar til þess að tog- araútgerðin leggist ekki nið- ur með öllu, hlýtur að verða að hverfa að því ráði. Sá tími getur því miður alltaf komið að þær veiðar, sem nú borga sig bezt, dragist saman, og þá mundu togararn ir að nýju gegna mikilvægu hlutverki, enda er sjálfsagt að íslendingar reyni að hag- nýta fjarlæg mið þótt fiski- gengd sé nú mikil á heima- miðum. ®---——----------------- FRAMKVÆMDA- ÁÆTLUN FYRIR NORÐURLAND Ðíkisstjórnin hefur falið Efnahagsstofununinni að gera framkvæmdaáætlun fyr- ir Norðurland, en atvinnu- ástand hefur sem kunnugt er verið lélegra á Norðurlandi en annars staðar að undan- förnu. í vor var haldin ráðstefna á Akureyri um atvinnuástand ið norðanlands og var þar hreyft ýmsum nýmælum. í ráði mun að halda fleiri fundi um þessi hagsmunamál Norð- lendinga, og síðan mun Efna- hagsstofnunin gera tillögur til úrbóta. í undirbúningi eru einnig víðtækar ráðstafanir til að efla atvinnulífið úti um land, og mun miklu fé verða varið í þeim tilgangi. Sérstaklega er þýðingarmik ið að þessu fjármagni verði skynsamlega varið og því nauðsynlegt að vanda sem bezt undirbúning og koma þannig í veg fyrir handahófs- kenndar framkvæmdir, sem e.t.v. yrðu árangurslitlar. Þess vegna ber að fagna því að Efnahagsstofnuninni héf- ur verið falið að gera fram- kvæmdaáætlun fyrir Norður- land. En við gerð slíkrar áætl- unar, og raunar allar ráðstaf- anir til að efla atvinnu úti um landsbyggðina, er nauð- synlegt að hafa samráð við athafnamenn og þá, sem mest skynbragð bera á rekstur at- vinnufyrirtækja. Og þegar fé verður varið til að byggja upp nýjan rekstur, er einnig nauðsynlegt að einhverjir séu ábyrgir fyrir þeim rekstri. Þess vegna er frumskilyrði að reyna að byggja upp einka rekstur. Líklega mundi heppilegast að styrkja í eitt skipti fyrir öll fyrirtæki, sem hæfu starf- rækslu, þar sem atvinnu- ástand væri slæmt, í stað þess að setja sig niður suðvestan- lands. Síðan yrðu fyrirtækin að standa á eigin fótum og haga starfsemi sinni þannig að arður yrði af rekstrinum. Vonandi hafa þeir, sem falið verður framkvæmd þess mikil væga máls, hliðsjón af þessu. Hve mikils virði er líf flugfarþega? — IATA hækkar ábyrgðargreiðslur / 50.000 áali, en aðeins, þegar um er ab ræða flugfélög, sem aðild eiga að IATA, og fljúga til og frá USA FLUGÉLÖG þau, sem að- ild eiga að IATA, Alþjóða- sambandi flugfélaga, hafa tilkynnt, að þau muni fram vegis bera aukna ábyrgð á farþegum, sem þau flytja til og frá Bandaríkjunum. Hækkunin er allveruleg, og nemur ábyrgð á þessum leiðum nú 50.000 dölum á farþega (um 2 millj. ísl. kr.), í stað 16.000 dala, sem hæst hefur verið áður, og 8.000 dala, sem sums staðar tíðkast enn. Flugfélög, sem fljúga á- öðrum leiðum, munu ekki auka ábyrgð sína, þótt þau séu meðlimir IATA. Á hverju ári farast um 1.000 farþegar í reglubundu áætlunarflugi í heiminum. Er Varsjársamningurinn var und irritaður, 1929, var ákveðið, að greiðslur til ættingja lát- inna farþega skyldu nema 8.291 dölum (um 350.000 ísl. kr.), nema í ljós kæmi, og sannað væri, að slys leiddi af sérstökurn vanbúnaði eða van rækslu. Á þeim árum, sem liðin eru, síðan Varsjársamningurinn var undirritaður, hefur þeim, sem aðild að honum eiga, fjölg að verulega. Aðildarþjóðir eru nú 92. Undanfarin ár hefur gætt mikillar gagnrýni, einkum í Bandaríkjunum, á það, hve lágar bætur eiga að greiðast ættingjum þeirra, er farast í flugslysum ($ 8.291). Nokkur breyting varð þó á 1955, er 45 þjóðir, sem aðild eiga að samningnum, samþykktu að tvöfalda upphæðina. Nær þessi hækkun þó ekki til rúm- lega helmings þeirra, sem aðild eiga að samningnum. Fram til þessa hafa allar tilraunir til að fá samningn- um breytt, mistekizt. I síð- ustu viku tilkynntu Banda- ríkin, að þau myndu rifta Varsjársamkomulaginu, í maí n.k., ef nauðsynlegar breyting ar á því fengjust ekki gerðar. Afleiðing þess myndi verða, áð ættingjar farþega, sem lát- ast í flugslysum, myndu geta höfðað sérstök skaðabótamál, í hverju einstöku tilviki, svo framarlega, sem málin fengj- ust tekin fyrir. Þessi tilkynn- ing Bandaríkjanna hefur vak- ið mikið umtal víða um heim, og flugfélög hafa nú sýnt meiri samningsvilja en áður. Bandaríkin höfðu látið í veðri vaka, að yrði Varsjár- samkomulaginu rift af þeirra hálfu, myndi ábyrgðin um stundarsakir hækkuð í 75.000 dali (3 millj. ísl. kr.), en síð- ar í 100.000 dali (4.3 millj. ísl. kr.) Því greip IATA til þess ráðs, að láta fara fram bréf- lega atkvæðagreiðslu aðila sambandsins, um það, hvort hækka ætti jibyrgðina í 50. 000 dali. Atkvæðagreiðslan hefur nú farið fram, og eru úrslit hennar þau, sem ofan greinir — en greiðslurnar ná, eins og fyrr segir, aðeins til flugfélaga, sem fljúga til og frá Bandaríkjunum. Aðrar bótagreiðslur verða því ó- breyttar áfram. HERFERÐ CEGN HUNGRI JJerferðin gegn hungri stend ur nú sem hæst. íslend- ingar eru ein þeirra þjóða, sem búa við hvað bezt lífs- kjör á okkar tímum. Það væri því ekki að ófyrirsynju að þeir létu eitthvað af hendi rakna til hjálpar bágstöddu fólki í fátækari og vanþróaðri ríkjum. Enginn vafi er á því, að her ferð gegn hungri á eftir að bera ríkulegan ávöxt hér á landi, því að íslendingar hafa alltaf sýnt það þegar á reyn- ir, að þeir eru gjöfulir og hafa löngun til þess að láta aðra njóta góðs af velsæld sinni. Þeir peningar, sem safnast í herferð gegn hungri, verða notaðir til þess, eins og kunn- ugt er, að hjálpa fátæku fólki í Madagaskar, létta byrðar þeirra og lífsbaráttu. Má það vera hverjum íslendingi sönn gleði að fá þannig tækifæri til þess að láta fátæku fólki í öðru landi líða betur og vill I geta til að láta eitthvað af Morgunblaðið hvetja alla sem ' hendi rakna. Þessí mynd sýnir Harold Wilson, forsætisráffherra Bretlands er hann gengur ásamt forseta Ghana, Nkrumah og • siffameistara Ghana, Krobo Edusei út úr biffsal á flug-vellinum í Accra eftir aff hafa átt þar tveggja klukkustun da viðdvöl á leiff sinni frá Rhóde- síu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.