Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 17
Laugardagur 9. nftv. 1965 MORGUN BLAÐIÐ 17 Carl P. Sundby: Lýðháskóiarnr dönsku og íslenzku handritin GREIN þessi birtist fyrir skömmu í ..Kolding Folkeblad,“ og hefir höf. óskað þess að hún yrði einnig birt í Mbl. Hefur Helgi Valtýsson rithöfundur þýtt hana. „Mjög er nú i~„rætt um Lýðhá- skólann í Askov í minningu þess, að liðin eru 100 ár frá stofnun ekólans. Ætti það að vera sönn- un þess, að enn starfi skólinn röggsamlega á sama vettvangi og áður. Og vissulega hafa margir ungir menn í áranna löngu rás öðlast þar mikilvægan skilning á mannlífinu og fyrirbærum jþess. Ég ætla hér að minnast manns eins, sem ég kynntist á Askov-skóla fyrir fullum þremur áratugum, en síðan hefir hann í ræðu og riti, m.a. í mörgum Ibókum verið ómetanleg hjálp arhella öllum þeim, sem æskt hafa að kynnast íslandi og menn ingu þess^ið fornu fari og einnig á vorum dögum. Maður þessi er rithöfundurinn Bjarni M. Gíslason, sem unnið Ihefir mjög mikilvægt starf hér- lendis með víðtækri og rækilegri kynningu á sögu íslands frá önd- yerðu. Deilurnar um Handaritamá'lið hafa nú hjaðnað, og bíður það nú lokaúrlausnar. En síðasta bók Bjarna Gíslsonar mun lenjý eftir á verða Dönum ærið umhugsun- arefni. Bjarni Gíslason afhjúpar ekki einhliða misbeiting Dana og mis ferli í sögulegum viðskiptum eínum við fsland* en lætur einnig í ljós þakkarskuld sína við danska lýðháskóla með því að telja að þeim beri heiðurinn fyr- ir hvert eitt spor í rétta átt í handritamálinu. Þá er hann hefir gert grein fyrir ýmsum rangfærslum og öf- ugmælum í garð íslands hjá dönskum sagnfræðingum, segir hann m.a. á þessa leið: — Þess myndi tæplega þörf fyrir danska sagnfræðinga að kappkosta með fáránlegum út- ekýringum áð ranghverfa vömlu einokunarverzluninni og breyta henni í mannúðlegt skipulag, hefðu alþýðleg áhrif Danmerkur á hin smáu Norðurlönd verið lát- in njóta sín, eins og vera ber í sögu þeirra, — og ekki sízt í sögu íslands. Vakning sú hjá hverjum einstakling til oersónulegs og þjóðlegs lífs, sem var mergur máls sögulegrar ættjarðarkennd- ax hinnar rómantísku aldar, var í engu öðru Norðurlanda en Dan- mörku þroskuð og göfguð í ná vígi gegn erfðahugtökum valds og ofbeldis. Þess vegna er títt rak inn til Danmerkur sá samfélags legi alþýðleiki og menningar- þroski, sem þjóðir Norðurlanda eiga nú við að búa. — Hérlendis er Bjarni Gíslason einstæður um þekkingu í sameig inlegri dansk-íslenzkri sögu og hefur kynnt sér þau málefni rækilega um margra ára skeið, bæði frá menningarlegu sjónar- miði og stjórnmálalegu. Hann ræðir málin af mikilli þekkingu og djúpum skilningi. Það virðist ef til vill all erfitt hinum aka- demisku sérfræðingum að iður- kenna yfirburði hans á þessum vettvangi, sem þeir munu telja sérfræðingum einum heimilan. Þetta kon. greinilega ljós 1957 með Askov-bæklingnum „ís- land-Danmörk og handritamálið". Kitstjórnin reyndi árangurslaust að skora á sérfræðinga til and- mæla gegn gagnrýni Bjarna Gíslasonar á Nefndarálitinu frá 1951. Það er ljóst öllum þeim, sem fylgzt hafa með deilunum í hand- ritamálinu, að andstæðingar af- hendingar handritanna hafa ver- ið mjög órólegir og uggandi söfc um trausts þess sem Bjarni Gísla son naut hjá þjóðinni. Enginn hefir ráðizt jafn yfirlætislega kotroskinn gegn honum sem pró- fessor Chr. Westergárd-Nielsen. En dramb hans og rembilæti af- hjúpar einmitt þann sannleika, að hér berst hann hikandi og órólegur* gegn hójttulegum and- stæðingi. í „Álborg Amtstidende" 6. nóv. 1964 lýkur nrófessorinn einni blaðagrein sinni gegn Bjarna Gíslasyni með þessu þreytu and- varpi: „En hvenær verður danskur al menningur svo vel viti borinn, að hann hætti að treysta tilvitn- ana-vafningum og vífilengjum Bjarna Gíslasonar?“ Hann beitir hér orðatiltækinu: „danskur al- menningur“ og viðurkennir þar með — gegn vilja sínum — hin víðtæku áhrif Bjarna Gíslasonar á alla viðburðarás handrit. máls- ins. Þar eð Bjarni Gíslason l.efir í öllu sínu starfi að handritamál- inu borið það traust til dönsku þjóðarinnar og þjóðarvilja, að hún muni fús til að taka höndum saman við fslendinga um réttláta úrlausn þessa málefnis, ættum við Danir að vera menn til að viðurkenna, að án rækilegrar fræðslu hans hefði danskur þjóð- arvilji ekki verið jafn fær til að ráðast gegn þröngsýnni Háskóla- fylkingunni á þessum sérstæða vettvangi! Því hefir verið haldið fr m, að það hafi verið herkænskuibragð Bjarna Gíslasonar að samræma skoðun sína á afhendingu hand- ritanna skoðun oinna dönsku lýð háskóla. Þessu er þó í raun og veru alls ekki þannig varið. Bjarni Gíslason var þegar frá sínum fyrstu árum nemandi Ask ov-sköla gagntekinn þeim alþýð- leik, sem er algerlega andstæður og andæfir hverri tegund þjóð- ernis-gorgeirs og hroka. Ég var Askov-félagi hans árin 1935-36 og það er minnisstæður atburður frá þeim árum sem veldur því, að ég hefi fylgzt með starfi hans síðan. — Bjarni Gíslason gaf út fyrstu bók sína um ísland 1937, „Glimt fra Nord“, og var þá þegar vel fær í dönsku. Skömmu eftir út- komu bókarinnar í Danmörku fékk hann tilboð frá útgáfuf jlagi í Hamborg um þýzka þýðingu bókarinnar. Ég geymi enn úr- klippu úr dönsku blaði, þar sem hinn hamingjusami Askov-nem- m.a. að hin skrumkennda þýzka hugsjóhafegrun „norrænna hetju dáða og ættstofnsins“ sé aðeins ranghverfur heilaspuni, og hann segir ennfremur á þessa leið: „Þegar mikilvæg fortíð nær tök um á þjóðarhuganum, sem henni er raunverulega tengdur, þá eru það ekki vanhugsaðir sigurvinn- ingar, sem þar rísa upp á ný og gnæfa hæst, heldur þjóðarandinn sjálfur. Allt annað hefir molnað sundur og horfið eins og ryk og reykur. Hinir sönnu „flytjendur“ hinna norrænu hugsjóna birtast manni í þroskaðri stillingu og geðstjórn, sem minnir á Njál hinn vitra á Bergþórshvoli. Átök andans eru i því fólgin að bæla niður tilhneigingar þær, sem æpa á blóð og tortímingu, og það er að lokum hinn gullni þáttur hins forna andlega lífs Norðurlanda!“ Sá sem þannig er innrættur, hlaut brátt að finna hljómgrunn hugar síns á vettvangi hinna dönsku lýðháskóla og hrífast af sjónarmiðum þeim, sem verið hafa aðal-einkenni alþýðlegs dansks stjórnmála-andófs í ald- anna rás. Þegar við Bjarni Gíslason vor- um samtíða í Askov-skóla á dög- um nazista-hættunnar, var títt af • þeim sökum leitað siðfræði- legrar brynjunar í sögu vorri og minnisstæðum atburðum. er minnisstætt erindi sem flutt var um Skamlingsbakka-fundina og framkomu Hjort Loren- ens á stéttarþinginu slésvíska. Og er kennarinn sagði: Hánn mælti framvegis á danska tungu, vék máli sínu að Bjarna Gíslasyni og spurði: „Hafið þið á íslandi nokkuð sambærilegt að vísa tir ‘ Og Bjarni svaraði tafarlaust: „Já, í Njáls-sögu, þar sem sagt er frá, er Gunnar á Hlíðarenda leit aftur og mælti: — Fögur er hlíðin, og hefir „ún mér aldrei fegurri virzt, bleikir akrar og slegin tún, og mun ég snúa heim aftur og hvergi fara. — Þetta hefir í aldanna rás verið skorin- orð játning íslendings um tengsl hans og samband við fósturjörð ina!--------- Til er margt manna hérlendis, sem ekki skilja né bera skyn alþýðleik á þessum vettvangi, og þó er eflaust rétt sú skoðun Bjarna Gíslasonar, er hann full- yrðir, að meðal allra stjórnmála- flokka Danmerkur sé einmitt hið alþýðlega undirstöðuatriði danskrar réttsýni og löghlýðni Hin sterku bönd sem tengja mann við náttúru lands síns, tungu og þjóðminningar, birta oss í framanskráðu svari, hvers virði handritin séu íslendingum, Þar er engum vafa undirorpið að þau eru líftaug menningar- þjóðar,_— og sú spurning verður þá harla nærgöngul og áleitin hvort íslendingum sjálfum sé ljóst, hve mikið þeir eigi Bjarna Gíslasyni að þakka fyrir að beina úrlausn handritamálsins í rétta átt. (Leturbr. þýðanda). Sjálfur hefir Bjarni Gíslaso» Mér. ríka tilhneigingu til að þakka allt þetta lýðiháskólunum dönsku og alþýðu Danmerkur .Sannleik- urinn er þó frekar sá, að lýðhá- skólarnir og dönsk alþýða hefðu ekki staðið jafnföst fyrir og sam- taka án hinnar víðtæku fræðslu- starfsemi hans og söguþekkingu! ★ Bjarni M. Gíslason hefir nú átt heima í Danmörku um 30 ára skeið sem góður vinur lands og þjóðar, .en með bergmál orða Gunnars á Hlíðarenda stöðugt hljómandi í hjarta: Fögur er hlíðin......... Carl P. Sunov. Belgrad, 4. nóv. — NTB. • Leiðtogi pólskra kommún- ista, Wladislav Gomúlka og forsætisráðherra Póllands, Josef Cyrankiewics, fara í opinbera heimsókn til Júgó- slavíu um miðjan nóvember. Washington, 4. nóv. NTB. TAGE Erlander, forsætisráð- herra Svíþjóðar . kom í gær- kveldi til Washington. Mun hann dveljast þar nokkra næstu daga og ræða við bandaríska ráðamenn, m.a. Hubert Humphrey, vara- forseta; Dean Rusk, utanríkis ráðherra og John T. Connor viðskiptamálaráðherra. Er- lander sagði á flugvellinum í New York við komuna þang að, að tilgangur fararinnar væri fyrst og fremst að ræða viðskipti Svia og Bandaríkja manna. Hann mun m.a. fara til Chicaco, Detroit og aftur til New York. andi segir skoðun sína um þýð- ingu bókarinnar á þýzku. Þýð- andi .var þýzkur norður-slésvík- ingur í Haderslev, H. Chr. Han- sen að nafni, og á þýzku átti bók- in að heita: „Leuohtende Lland“. Bók Bjarna kom samt ekki út á þýzku af sérstæðri ástæ”u. Er þýzka þýðingin var albúin til prentunar, fékk höfundur langt bréf frá ,,Hinu þýzka menningar- gagnrýni,“ þar sem farið var fram á vissar breytingar í bók- inni, og var þar á móti heitið stóru- upplagi bókarinnar. Bjarni Gíslason sagði: Nei! — Ég minnist þess, að þetta nei var ótvírætt: Æsktu þeir að gefa bók hans út, yrðu þeir að sætta sig við hana, eins og hún kom frá hans hendi með hina nor- rænu menningar- og frelsishug- sjónir sem þungamiðju. Um sama leyti hafði Bjarni Gíslason mikinn áhuga „Hinni ungu landamæra-vörn Hann skrifaði þá allmargar grein ar í „Folkungbladet,“ m.a. and- mælti hann hinni þýzku lögleysu og óhæfu þar syðra. Eftir samveru okkar í Askov sendi Bjarni Gíslason mér í febr. 1941 eintak af þessu blaði með ritstjórnargrein um „Nordisk Renæssance“. Þar segir hann Nokkrir af stofnendum félagsins sem mættir voru á samkomunni. Talið f. v. Steini Guðmundsson, Magnús Eiríksson, Magnús Blöndal, Ellert Eggertsson, Kristín Jónsdóttir, Hannies Guðbrandsson, Sigurjón Ingvarsson og Þorgils G uðmundsson. 50 ára afmælis Drengs minnst YALDASTÖÐUM 20. október. — UMF Drengur í Kjós minntist 50 ára starfsafmæli síns 16. okt. með samkomu í Félagsgarði. Form. félagsins Haraldur Jónsson á Fremra-Hálsí setti samkomuna og stjórnaði henni. Á samkomunni voru ræður fluttar og ávörp og inn á milli almennur söngur sem Oddur Andrésson stjórnaði. Fyrstur tal- aði Ólafur Ág. ólafsson Valda- stöðum. Rakti hann í stórum dráttum sögu félagsins og tildrög að stofnun þess. Stofnendur voru 31, þar af 2 konur. Munu 19 þeirra enn á lífi. Þorleifur Guð- mundsson síðar ráðsmaður á Vífilsstöðum var einn af aðal- hvatamönnum að stofnun félags- ins. Er hann látinn fyrir allmörg- um árum. Fyrsti form. félagsins var Þor- gils Guðmundsson frá Valdastöð- um. Aðrir í stjórn með honum voru þeir Ellert Eggertsson á Meðalfelli og Halldór Jónsson í Káranesi. Einnig hann er látinn. Þá fluttu ræður sr. Eiríkur J. Eiríksson og Þorgils Guðmunds- son. Sr. Eiríkur færði félaginu að gjöf bláhvítan borðfána frá UMFÍ. Mörg ávörp voru flutt og gjafir færðar félaginu. Form. Átthagafélags Kjósverja Sigur- bergur Elentinusson, færði félag- inu 40 þús. kr. að gjöf frá Átt- hagafélaginu er varið skal til iþróttamála innan félagsins. — Einnig færði hann að gjöf Ijós- mynd frá fyrsta íþróttamóti sem haldið var á Kollafjarðareyrum milli Aftureldingar og Drengs 1918. Eyjólfur Magnússon form. UMF Aftureldingar færði félag- inu skeiðklukku að gjöf. Gísli Snorrason form. UMF Kjalarness færði blómakörfu að gjöf. Úlfar Ármannsson form. UMF Kjalar- nessþings flutti ávarp og færði klukku með áletrun að gjöf. Steini Guðmundsson á Valda- stöðum gaf félaginu málverk eftir Jón Stefánsson. Oddur Andrésson flutti ávarp af hálfu Bræðrafélags Kjósarhrepps og frú Unnur Hermannsdóttir á Hjalla flutti árnaðaróskir frá Kvenfél. Kjósarhrepps. Þá flutti Ólafur Andrésson oddviti i Sogni árnaðaróskir og afhenti fé- laginu ávísun frá Kjósarhrepp að upphæð 10 þús. kr. Félaginu barst skeyti frá Bjarna Ólafssyni frá Vindási og fylgdi þar ávísun að upphæð 5 þúsund kr. Var Bjarni eitt sinn form. Drengs og einn af fremstu hlaupurum fé- lagsins. Fleiri skeyti bárust. Eftir að salurinn hafði verið rýmdur, hófst dansinn. Félagið á vistlegt félagsheimili að Félags garði. Hafa miklar umbætur verið gerðar á húsinu í haust og er það nú allt hið vistlegasta. Húsið var byggt 1945. Drengur hefur átt ýmsum góð- um iiþróttamönnum á að skipa 1 frjálsum íþróttum og glímu og einnig í öðrum greinum íþrótta. Núverandi stjórn félagsins skipa: Haraldur Jónss. Fremra- Hálsi, Ólafur Ág. ólafsson Valda stöðum, Hreiðar Grímsson Gríms stöðum, Hulda Þorsteinsdóttir Miðdal og Karl Karlsson frá Hvammi. St. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.