Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 6. nðv. 1965 Jóðlíi- off Krapp IMjósnarinn sem kom inn úr kuldanum John le Carré: NJÓSNARINN, SEM KOM INN ÚR KULD- ANUM. Páll Skúlason þýddi. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1965. NAFN sögunnar, Njósnarinn, sem kom inn úr kuldanum, er í lengra lagi. En það gefur nokkra vísbendingu um sögulþráðinn. Hann er einnig langdreginn. Annars má þetta kallast dá- lagleg skemmtisaga, einkum ef hliðsjón er höfð að undirbygg- ingu og atburðaröðun. Höfund- urinn hefur sjálfur verið starfs- maður í utanríkisþjónustu meða-1 stórþjóða, svo ætla má, að hann hafi haft einhverja nasasjón af þeim veruleika, sem hann hefur hér kjörið sér að yrkisefni. Saga hans má því vera sennileg, eins og skemmtisögur þurfa einmitt að vera. A þeim vettvangi er ennþá spurt um innlifunargildi. Að sjálfsögðu brestur okkur hér.„á hjara veraldar" þekking á þeim hlutum, sem sagan fjall- ar um. Ríkisleyndarm-ál eigum við líklega bæði fá og smá, sem betur fer. Tækifæri fyrir njósnara eru því fá sem engin hérlendis. Njósn ir eru fyrir hugskotssjónum okk ar álíka framandi og geimskot eða ljónaveiðar. Um rithæfileika John le Carré er ekki að efast. Og hæfileikar hans virðast einmitt njóta sín vel við samsetning skemmtisögu sem Jþessarar. Heildarbygging sögunnar hef- ur tekizt vel, eins og fyrr segir að því þó undanteknu, að mað- ur hefði hyllzt til að óska sér hana stuttorðari, en gagnorðari. Hitt kann að vera álitamól, hvernig höfundi hefur-tekizt við einstaka þætti verksins, t.d. per- sónusköpun. Leamas .heitir aðalsöguhetjan, fimmtugur að aldri. Sá maður er með nokkrum ólíkindum. Ef til vill er hann nokkurn veginn eins og höfundurinn hefur ætl- azt til hann væri. í>ó hef ég lúmskan grun um, að höfund ha-fi ekki fyllilega tekizt það, sem hann ætlaði sér í gerð þeirr ar persónu. Leamas er í aðra röndina kald- lyndur, fámál-1, fráhrindandi, uppstökkur, Hann er nánast, það sem Njáluhöfundur kallar ill- menni. Oft er hann svo þögull, að varla verður togað upp úr honum aukatekið orð. En svo kann að kjafta á honum hver tuska, þegar öðru vísi er í pott- inn búið. Hann gengur berserks- gang, flýgur á menn og lemur niður, þegar þeir eiga sér einsk- is ills von. En svo getur hann látið fara með sig eins og tusku, þegar slíkt háttalag virðist eiga við. Vera má, að þessi tvískinn- ungur sé samkvæmt áætlun höf- undarins. Njósnari á sjálfsagt að vera hvort tveggja, einfeldn- 'ingslegur í framkom-u en tvö- faldur í sinni. Hann má ekki vera allur, þar sem hann er séður, að minnsta kosti í njósn- arsögu. Það verður að hvila yfir honum nokkur leynd. En hafi John le Carré hugsað sér, að tv&kinnungurinn í skapgerð Leamasar yrði til að bregða upp leyndardómsfullu andrúmslofti í kringum hann — þá hefur sú tilraun samt misheppnazt. Leam as er, þegar öllu er á botninn bvolft, ekki nógu innhverfur. Þagmælska hans er ekki leyndar- dómsfull, heldur fýluleg. Þar af leiðir, að hann verður aðeins skapillt, þreytandi ónotahyiki á flestum blaðsíðum bókarinnar. öðru máli gegnir um ástmey hans, Liz. Mynd hennar er dreg- in upp í fáum, en furðuskýrum dráttum. Sam-bandi þeirra hjóna leysanna er nærfærnislega lýst. Sannar sú frásögn, að höfundur veldur skáldlegum tilþrifum, þegar hann vill það við hafa. Athyglisvert er að lesa um heimsókn Liz til Austur-Þýzka- lands og viðbrögð hennar undir þeim kringumstæáíim, sem höf- undur setur þar á svið. Þar er lýst iifandi manneskju, sem gædd er tilfinningu og hegðar’ sér samkvæmt mannlegum ófull- komleik sínum og eng-u öðru. Þar er myndum af mannlegum ásýnd- u-m stillt upp með kalda skrif- finnsku að bakgrunni. Vera má, að ósanngjarnt sé að ætlast til, að persónum í skemmti sögu sé lýst nema á yfirborði, þar sem þungamiðja slíkra sagna snýst næstum alltaf um æsilega atburði,- En undirbygging sögu sem ■ þessarar kallar á allskýra persónumótun. Stemmingin i sögunni vseri ábyrgigilega sterk- ari, ef sú pærsónumótun hefði tekizt betur. Sé Njósnarinn, sem kom inn úr kuld-anum, borin saman við islenzkar skemmtisögur frá seinni árum (sem fjalla víst eng- ar um njósnir), má segja, að hún sé kunnáttulegar samsett. Dýpra ristir hún á hinn bóginn ekki; innilifunargildi hennar er ekki meira. Vinsældir sögunnar í Bret- landi og Bandaríkjunum kunna að nokkru leyti stafa af á-huga á efninu: njósnarar eru raun- Einþáitungarnir „Síffasta segulband Krapps“ og „Jóðlif“ verff» sýndir í 10. sinn á Litla sviðinu í Lindarbæ n.k. sunnudag. Myndin er af Árna Tryggvasyni í hlutverki Krapps. hæfari veruleiki í þei-m löndum heldur en hér á landi. Ég vil taka fram, að það, sem hér hefur verið sagt um söguna, á náttúrlega við hina íslenzku þýðing hennar. Nú er engan veginn víst, að andblær hennar hafi komizt til skila í þýðingunni, sem er, að minni hyggju, hvergi nógu vönd uð. Strax á fyrstu lesmálssíðu er sagt frá því, að maður stari „eftir tómu strætinu“. Var ekki hægt að orða það ein'hvern veg- inn öðru vísi? Hátt bylur í tómri tunnu, segir máltækið. En tómt stræti — það er annað mál. Á öðrum stað í bókinni getur að líta þessa málsgrein: „Þú hefur valdið okkur flók- ins vandamáls.“ Eitt skal enn telja: nafn aðal- söguhetjunnar er ritað í eignar- falli Leamasar. Samkvæmt þeirri beygingu ætti þágufallið að vera ritað Lea-masi,- En svo er ekki, heldur er nefnifalls-myndin notuð fyrir þágufall. Prófarkalestur er ekki nógu vandaður; t.d. eru sum erlend borganöfn mjög afbökuð. Erlendur Jónsson. Kristmann Guðmundsson skrifar: Karen Blixen: Minningarútgáfa DANSKA Gyldendal hefur gef- ið út Mindeudgave af verkum Karen Blixen, í sjö bindum, en auk þess eitt bindi af greinum: Essays, og hafa bækur þessar borizt mér til umsagnar. Karen Blixen fæddist árið 1885 (dó 1962) og var komin undir fimmtugt er hún gaf út fyrstu bók sína: „Fantastiske fortælling er.“ Bókin birtist fyrst á ensku árið 1934 og nefndist „Seven Gothic Tales“, en kom árið eft- ir á dönsku. Sögurnar voru upp- runalega sjö í bókinni; í Minde- udgaven er tveimur bætt við, en þær hafa báðar birzt áður í „Sidste Fortællinger", er kom út 1957. Eru sögur þessar nú fyrsta og annað bindi útgáfunnar, en þriðja bindið er „Den Afrik- anske Farm“, fjórða og fimmta bindi er „Vintereventyr“, sjötta bindi er „Skæbneanekdoter“, en sjöunda bindið „Gengældelsens Veje.“ Auk þess er svo áttunda bókin, í samskonar útgáfu, en ekki talin með Mindeudgaven: „Essays." Þess ber að geta að „Gengældelsens Veje“ kom út undir dulnefni: Pierre Andrézel, og er það enn notað, Þá má og nefna það að „Seven Gothic Tal- es“ kom einnig út undir dul- nefninu Isak Dinesen —-. en Dine- sen er föðurnafn frúarinnar. Karen Blixen var af gömlum og góðum ættum í Danmörku. Hún byrjaði snernma að skrifa, og eitthvað smávegis birtist eftir hana á æskuárum hennar. Til- tölulega ung giftist hún baróni Blixen-Finecke, og settist að með manni sínum í Kenya í Afríku. Ráku þau þar búskap og stund- uðu kaffirækt, allt frá 1914 til 1931. Lifði frúin þar ríku og skemmtilegu lífi, sem hún hefur lýst með*ágætum í „Den Afrik- anske Farm“ og nokkrum smærri skrifum. En í kreppunni miklu neyddist hún til að hætta við kaffiræktina, flutti þá heim til Danmerkur og settist að á Rung- stedlund, þar sem hún bjó æ síðan, og gerði garðinn frægan. Fyrsta bókin, „Seven Gothic Tales“, gerði Karen Blixen víð- fræga og ríka. Bók þessi var ein- stæð á sínu sviði, á þeim árum, braut algjörlega í bága við þá natúralistísku tízku, sem var efst á baugi. Sálfræðilega rann- sókn og raunhæfar lýsingar lét höfundurinn lönd og leið, en töfr aði lesandan fyrst og fremst með óvenjulega glæsilegri frásagnar- gáfu, frásagnarsnilld, er minnti bæði á forna klassik, þjóðsögur og ævintýri. Samspil og dul und- arlegra örlaga, fléttað og flækt og leyst, ekki ósvipað gamaldags gestaþraut, töfrum slungið og heillandi, svo að enginn bók- menntaunnandi fékk staðist gald ur þessa sérstæða höfundar. Flestar sögurnar fjalla um gamla daga, á átjándu og nítjándu öld, og persónurnar eru aðalsfólk, háttsettir menn og betri borgar- ar. f þeim er ilmur menningar, sem nú er liðin undir lok að mestu, reirangan horfinna tíma. Skáldkonan lýsir aristókratísku fólki, og styðst þar við arf ættar sinnar, í flestum sögum hennar er lífsviðhorf persónanna byggt á hugrekki og stolti, skyldurækni og heiðri gentlemannsins. Höf. dáist að þeim sem hafa vilja- styrk og þor til að lifa lífi sínu að eigin ósk, án smámunalegs til- lits til almenningsálits og borg- aralegra hræðsludyggða. f því á hún að vissu marki samleið með allmörgum rithöfundum nútím- ans, þótt viðhorf hennar byggist á öðrum forsendum en þeirra. Lífsviðhorf skáldkonunnar sjálfrar kemur ljóst fram í„Den Afrikanske Farm“, sem er ekki skáldskapur, þótt skáldlegum starfsaðferðum sé þar víðast beitt, en blátt áfram lýsing á því skeiði ævi hennar er hún eyddi í Afríku. Þjónustufólk hennar og verkafólk er negrar, og hún kynnist þeim mjög náið. Hún dáist að samlífi þeirra við náttúruna, og því, hvernig þeim tekst að njóta tilveru sinnar án yfirskins og falskra dyggða. Negrarnir eiga, að hennar sögn, öryggi og ró í lifi sínu, sem frá okkur hefur verið tekin, og það stafar af því — svo en enn séu tilfærð orð skáldkonunnar — að þeir þekkja lögmál lífsins, og hafa varðveitt þá fornu þekk- ingu, sem Evrópumenn hafa misst, að Guð og Djöfullinn séu eitt og hið sama, mikilleiki þeirra jafn og hátign beggja eilíf. Sjálf viriðst hún hafa gert þá speki að sinhi eigin eigin; hún segir á ein- um stað: Stolt er vitundin um og trúin á þá hugsun, er vakti fyrir Guði, þegar hann skapaði okk- ur. Stoltum manni er þessi hugs- un ávallt nærtæk, og það er tak- mark hans að lifa samkvæmt henni. Hann leitar ekki að ham- ingju eða lystisemdum sem eru gagnstæðar ætlun Guðs með lífi hans. Mjög fáar bækur, sem maður hefur hrifizt af á yngri árum sín- um, standast þá r-aun að vera lesnar aftur. En þó er það svo að nokkrar vaxa við endurfundi, og til eru þær bækur, sem mér að minnsta kosti hefur verið yndi að lesa aftur og aftur. „Fantast- iske Fortællinger" er ein þeirra. Ég fór með hálfum huga að lesa hana enn á ný, er hún barst mér í Mindeudgaven, en ég uppgötv- aði, mér til mikillar ánægju, að þessar sögur hafði ég í rauninni aldrei lesið áður. Vaxandi skiln- ingur fullorðins rithöfundar á góðum bókmenntum gerði að ég naut þeirra miklu betur nú en nokkru . sinni fyrr. Það munu vera liðin þrjátíu ár síðan ég eignaðist frumútgáfuna, og er ég nú blaða í henni get ég ekki var- ist þeirri hugsun að sögurnar séu fegurri á ensku — því máli er höf. skrifaði þær fyrst á — en á dönskunni. Hefur þó skáldkon- an fullgilt vald á móðurmáli sínu, því aðeins örfáir hafa ritað það eins vel eða betur. Það var mér mikil „oplevelse" að rifja upp kunningsskapinn við ritverk þessarar frábæru dönsku skáldkonu. Er ég las þau, gafst mér sú sjaldgæfa gleði að njóta fullkominnar skáldlistar, sem á einhvern dularfullan hátt er í ætt við nýtízkulegustu verk rit- höfunda samtíðarinnar, en jafn- framt svo ólík þeim sem mest má verða. Það er alltaf nokkuð sjald- gæf ánægja fyrir rithöfund og gagnrýnanda, sem verður í krafti síns embættis að fylgjast með öllu því sem ritað er af skáld- skap á Norðurlöndum, að fá að eyða tíma sinum i samfélagi við jafnsnjallan og vandvirkan höf- und og Karen Blixen. Hún fer sínar eigin leiðir, og oftast mjög Slíkar leiðum samtíðarmannanna, en Snilligáfa hennar er slík að hjarta lesandans gleðst við lest- ur hverrar blaðsíðu. Sumir gagnrýnendur hafa kall- að Karen Blixen „den sidste rom antiker", en það er jafnfjærri sanni og áð kalla hana natúral- ista. Það sem fyrst og fremst ber snilld hennar vitni er hin frá- bæra og ógleymanlega frásögn, og þegar í fyrstu bók hennar, og einkum í henni, er frásagnar- snilldin fullmótuð. Hún kemur alsköpuð út úr höfði Seifs, eins og gyðjan forðum, og því er ekki að leyna að einmitt þessi fyrsta bók hennar er bezt af öllu sem hún hefur skrifað. Þar með skal ekki sagt að henni hafi farið aftur í síðari ýerkum sínum, en hún bætir litlu við sig í þeim, þótt einstöku sögur í nýrri bók- unum standi engan veginn að baki þeim fyrstu, t.d. „Sorg- agre“ í „Vintereventyr.“ Frásagnarsnilldin er, eins og áður er hermt, aðalsmerki þess- arar skáldkonu, en að því sögðu skal svo engan veginn kastað rýrð á aðra ágæta eiginleika hennar. Persónulýsingarnar eru oft meistaralega gerðar, nægir að nefna t.d. Schimmelmann greifa, í „Vejene omkring Pisa,“ og ævintýramanninn eftirminni- lega, Morten de Conick, í „Et familieselskab í Helsingör," sem kemur frá Helvíti að heimsækja systur sínar. Líklegt má telja að einmitt sú saga verði mörghm lesendum einna minnisstæðust, og það er skrambi vel af sér vikið að láta lesandan skilja og hafa samúð með systurinni, er býr í þessu kalda landi norðurs- ins, og biður því bróður sinn að taka sig með sér til Helvítis —■ sökum þeirrar hlýju er hún álít- ur þar alltaf nærtaka. ' Ég held að allir bókmennta- vinir geti verið sammála um að með þessari Mindeudgave hafi Gyldendals Forlag reist hinni miklu skáldkonu Danmerkur, sem auðvitað hefði átt að fá Nóbelsverðlaunin, en fékk þau ekki, verðugan minnisvarða, og gert lesendum hennar mikinn greiða. Mér er mikil ánægja að mæla með þessari ágætu og smekklegu útgáfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.