Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 15
Laugarífagttr 6. nóv. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 15 ! : i : 1 ! Barc^'ona, 22. okt. ÞEGAR gengið er upD frá Spænska tor inu í Barcelona, og haldið upp brattann ber fyrir augu fagra höll sem nefn ist Þjóðarhöllin. Það er glacsi- leg bygging og í henni er geymt safn gamallar kata- lónskrar listar. Höllin er í garði miklum og fögrum, í þessum garði eru fjölmörg önnur söfn ,og einn sér væri garðurinn nægilegt rannsókn- arefni og gleðigjafi fyrir hvaða ferðamann sem er. Þegar komið er þarna upp eftir er máður kominn til Montjuich, en það er nafn þessa borgarhluta. Fyrir neð- an mókir borgin i hádegishit- anum, og það er óhætt að fara úr jakkanum, og tylla sér stundarkorn á bekk þótt kom- ið sé langt fram í októiber. Barcelona er borg, þar sem maður uppgötvar alltaf eitt- hvað nýtt, og það var vini mínum Alfreð Flóka teiknara mikið ævintýri að reika um Þjóðarhöllina og sjá hand- brögð meistaranna. Flóki er hér á ferðalagi ásamt konu Dómkirkjan í Barcelona Jóhann Hjálmarsson: Kirkjur og trúanleg list sinni. Hann er eini íslending- urinn sem ég hef hitt í Barce- lona, enn sem komið er. Að skoða Þjóðarhöllina gæti tekið marga klukkutíma, og hér væri hægt að u..r sér vikum saman í því skyni að rannsaka viðhorf spænsku málaranna til trúarinnar. Hér er hægt að kynnast þeim písl- um sem vondir menn verða fyrir í helvíti. Það er kær- Úr Katalónska safninu. Teikning: Alfreð Flóki. komið viðfangsefni kata- lónsku málaranna maður von- ar að enginn þeirra hafi lent þar. En sama er mér. Píslarsögur dýrlinga eru raktar í stórum :ayndum og fjölþættum, al'brynjaðir Kristsmenn með kross og sverð troða á ljótum púkum og allskyns illfygli. Hér eru líka krýningarmyndir og verk eftir snillingana E1 Greco, Zurbarán, Rigera. Kristshöfuð með miklum þjáningarsvip eða vonleysis eru hvarvetna sjáar.Ieg, ög það drýpur mikið blóð úr styttunum. Hér er lítil tré- skurðarmynd af Maríu, sem er svo maðksmogin að hún er tæplega annað en göt lengur. En í gegnum okín í listina, hið vandaða handbragð og til- beiðsluna. Það væri óðs manns æði að gera tilraun til þess að lýsa því sem Þjóðar- höllin býður ókunnugum upp á, aðeins er rétt að geta þess, að ferðamönnum sem eiga leið hér um er ráðlagt að fara þangað og gefa sér góð- an tíma. Alltaf er þreytandi að dveljast lengi í söfnum, en verra er að hafa nauman tíma: að þurfa að hlaupa yfir langa sali og sjá kannski ekki það se'm einmitt var gert fyrir mann, það sem átti þá rödd sem manni var skyldust. Kirkjurnar í Barcelona eru margar og þar er mikið af trúarlegri list, ekki síður en í söfnunum. Að reika um garð dómkirkjunnar og hlýða messu er villutrúarmönnum frá íslandi skemmtun og hvet- ur til hugleiðinga. Hér er mað ur staddur frammi fyrir al- mættinu að minnsta kosti hag ar fólk sér eins. Það er ilmur af reykelsi, hver á sér sinn dýrling. Meðan logar á löng- um kertum stígur hljómmik- ill söngur upp í hvelfinguna. Hér er komin tími til að falla á kné og biðja um fyrirgefn- ingu. Oft á dag eru sungnar mess- ur í Dómkirkjunni og það er mikil hvíld að fara þangað inn ef heitt er úti. Fólk dýfir fingrum í vígt vatn, krossar sig og konur hafa sjal á höfði. Það er dónaskapur að koma með nakið höfuð í guðshús fyrir konu, og karlmenn eiga að vera í jakka. En ekki er þessu hlýtt af öllum ferða- mönnum. Umhverfis dómkirkjuna eru verzlanir sem selja kristilega muni. Hér er hægt að fá keyptar líkneskjur, hálsmen, og flest það sem kristnum mönnum er fengur í. Þröngar götur. Ég finn skyndilega lykt af viði og sé að hér er smiðja. Við hliðina á nútíma matvöru búð. Maður verður svangur á því að reika mikið um svona borg. Það er eins og maður þurfi alltaf að vera að borða. Og nú ferð þú að skilja Spán- verjana með brauðin sín og vínið og skelfiskinn. Matur- inn er ekki eins kjarnmikill og sá íslenzki. Þess vegna þarf að borða rneira af hon- um. Á sunnudögum fara margir í kirkju í Barcelona. Ég held að daglega sé mikil aðsókn að kirkjunum. í hraða stórborg- nætursvallið. Skækjurnar voru að fá sér hressingu á börunum eftir erfiði i.ætur- innar. Og þarna stendur lítil svört kista barns sem er dáið og mun ekki fá að ganga framar eftir Römblunum. Þeir sem fóru framhjá námu staðar ,héldu síðan þegjandi áfram til vinnu sinnar eða í rúmið. Algeng sjón í Barce- lona. En ég get ekki gleymt henni. Kannski hefur hún að- eins haft þýðingu fyrir mig og hina nánustu. Svartklæddar konur og svartklæddir menn, tár sem falla án afláts. Önnur sjón sem er algeng hér er hamingjusamir for- eldrar serp halda á nýskírðu barni fyrir framan kirkjudyr. Ljósmyndari hamast við að taka myndir, og allir brosa. Það er hátíðleg stund þegar Greinarhöfundur ásamt Alfreð Flóka og kcnu hans. Myndin er tekin í Barcelona. arinnar eiga margir sér góða stund með guði sínum. Þegar þeir ganga aftur út í ysinn, líð ur þeim betur. Eða það held ég. Ég man eftir morgni í Barce lona mynd sem hefur brennt sig inn í hug minn. Ég geng eftir Römblunum. Þetta er í lok september og búðirnar hafa ekki opnað. Spánverjar fara seint á fætur, en þeir eiga líka erfitt með að koma sér í rúmið á kvöldin. Við litla kirkju niður við höfnina stendur líkvagn. Á honum hvílir lítil kista svört, sennilega hefur þetta verið jarðarför barns. Mikið af blómum og krönsum var á kistunni og hún var svo und- arleg þar sem hún stóð þarna. Borgin var að vakna eftir barn er skírt í Bareelona, og það er ánægjulegt að vera áhorfandi þess. Hvergi sem ég hef dvalizt er kirkjan jafn nátengdur hlutur lífi fólksins og í Barce- lona; án hennar væru mann- eskjurnar líflausar verur sem flöktu um göturnar og mað- ur hefði það á tilfinningunni á kvöldin að vera kominn í vændishús, þar sem alltaf er teiti og þar sem enginn sér ástæðu til að hátta. Opið all- an sólarhringinn. Gjörið þér svo vel. Fyrir trúleysingja af íslandi er kirkjan jafnvel mik ils virði. Jóhann Hjálmarsson. i. ÞJóðaratkvæðagreiðsIa ekki heppileg til sam- einingar Þýzkalands PRÓFESSOH German Sverdlov frá Sovétríkjunum átti í fyrradag fund með blaðamönnum í sov- ézka sendiráðinu. Skýrði prófess orinn fyrst frá ferli sínum, en hann starfar við þá deild vísinda akademiu Sovétríkjanna, sem fjallar um rannsóknir á sviði efnahagsmála og alþjóðleg sam- skipti. Þá minntist prófessor Sverd- lov á gagnrýni, sem komið hefði fram í Morgunblaðinu þá um morguninn, um að fyrirlestui, sem hann flutti í Háskóla ís- lands á miðvikudagskvöld, hefði ekki verið akademískur þ.e. fræði legs eðlis heldur ómenguð áróð- ursræða. Kvaðst próf. Sverdlov ekki álíta þetta rétt. Þau mál, sem hann fengist við sem fræði- maður, væru fyrst og fremst pólitísks eðlis, og því hlyti fyrir lestur um þau mál að hafa á sér pólitískan blæ. Aðspurður um sameiningu Prof. German Sverdlov Þýzkalands, en málefni þess hef ur próf. Sverdlov einkum látið sér umhugað um, sagði hann m.a. að meðan málum þar væri enn svo háttað sem nú er og efna- hags- og félagsmál þróúðust í mismunandi átt í sínum hvor- um hluta Þýzkalands, en friðar samningar hefðu ekki verið und irritaðir, þá væri sameining landsins vart hugsanleg. Það myndi hins vegar ver'ða mjög til bóta, ef svonefnd Hallsteinkenn ing yrði lögð niður. Eins myndu aukin menningarskipti beggja hluta Þýzkalands áreiðanlega færa þá hvorn nær öðrum og flýta fyrir sameiningu. Þá sagði próf. Sverdlov enn fremur varð andi sameiningu Þýzkalands, að þjóðaratkvæðagreiðsla í þeim til gangi yrði ekki heppileg. Sem svar við spurningu eins blaðamannanna. hvort Rússar keyptu.ekki síld af íslendingum til þess að borða hana eða í ein- hverjum öðrum tilgangi, sagðist próf. Sverdlov ekki geta gefið neinar upplýsingar þar að lút- andi. Ef einhverjir erfiðleikar væru varðandi síldarsölu íslertd inga til Sovétríkanna, þá gætu þeir verið tímabundnir. Það kæmi til, að Sovétríkin hefðu veitt miklu meiri síld á síðustu árum. Síld væri mikið borðuð í Sovétríkjunum og þætti t.d. bezta viðbitið með vodka. Um samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna sagði próf. Sverdlov m.a., að mikilvægt væri, að menningarsamskipti milii þessara ríkja yrðu efld sem mest. Það framar öðru gæti stuðl að mjög að friðsamlegri sambúð þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.