Morgunblaðið - 04.12.1965, Page 19

Morgunblaðið - 04.12.1965, Page 19
Laugardagur 4. des. 198S MORCU N BLAÐJÐ 19 . Nelly Sachs hlýtur friöarverðlaun þýzkra bókaútgefenda „Ég trúi á hina nýju kynsfób Þýzkalands" — segir skáldkonan NELLY Sachs, 74 ára þýzkur rithöfundur af gyðingaættum sem býr í Svíþjóð hefur verið veitt friðarverðlaun þýzkra bókaútgefenda og bóksala. Hún meðtók verðlaunin við sérstaka athöfn, sem fram fór í Páiskirkjunni í Frankfurt. Þetta er í fimmtánda skiptið, sem verðlaun þessi eru veitt, en í fyrsta skipið, sem kven- maður hlýtur þau. 1 skjali því, sem fylgdi verðlaununum, stóð meðal annars: „Rit Nelly Sachs eru tileinkuð þeim þjáningum, sem Gyðingar gengu í gegnum á ómannúð- legu tímabili, og reynir hún að samræma eiginleika Þjóð- verja og Gyðinga". Nelly Sachs er fínigerð smá- vaxin og virðist vera brothætt. En orð hennar búa yfir meiri þrótti en margra karlmanna. í einni setningu dregur hún saman innihald og eiginleika allra sinna ljóða: „Við sem höfum meðtekið náðargjöf orðsins, rífum það upp með rótum, sendum það út um gjörvallan heiminn, svo það megi varpa geislum og beina duldum öflum sínum í þeirri einu baráttu, sem framkallar bros- en ekki tár; baráttunni fyrir friði“. Hvernig gat Nelly Sachs, sem árið 1940 varð að hrekjast vegna nazistanna úr fæðingar borg sinni Berlín, tileinkað sér þennan „samMjóðan söngs- ins?“ Svar hennar er: ,,Líf mitt var svo sundurtætt af þjáningum, að það eitt, að Nelly Sachs. finna orð til að túlka það sem ég hefði að öðrurn kosti látið ósagt, var sem ég sökkti mér sjálfri í eldhaf. Skriftir voru mér sem hljóður grátur. Ég skrifaði vegna þess að mér fannst ég verða að frelsa sjálfa mig, og mér tókst það. Á sama tíma fannst mér það vera skylda mín að hjálpa til við byggingu.hins nýja húss .... Skáldkonan trúir á þetta nýja hús. Hún opinberar djúp ar kvenlegar* tilfinningar þeg- ar hún segir: „Við mæður syngjum óð friðarins til sér- hvers hjarta í heiminum“. Þegar hún lítur til baka, er henni ljóst að það var þessi skilningur sem hjálpaði henni. Vegna þess er hið ótrú- lega orðið að veruleika; hún er komin til Þýzkalands aftur. „Ef ég hef í dag yfirbugað þann ótta, sem ég hef borið varðandi aftunkomu til Þýzka lands, þá er það ekki ein- göngu vegna friðarverðlaun- anna. Ég kom til að segja hinni nýju kynslóð Þýzka- lands, að ég trúi á hana, og sú trú yfirstígur alla þá hörmu- legu atburði sem skeð hafa. Við skulum í sameiningu minnast fórnarlamibanna og leitast við að finna þann fagra draum, sem í hjörtum okkar getur orðið að verulei:ka“. Utan úr heimi Framhald af bls. 16 Þótt Berry læknir sé höfund ur bókarinnar „Psychophysio- logical Aspects of Space Flight" ásamt Saul Sells, pró- fessor við sálfræðideild Texas Christian University, er hann ekki flugmaður. Berry ferðast mikið flugleiðis en stjórnar ekki flugvél. Honum finnst það hlutverk strákanna, sem alltaf eru a ðfljúga. Berry kemst ekki yfir nærri allt, sem hann vildi gjarna gera. Hann er að rita bók, og sífellt er verið að biðja hann að skrifa greinar í læknablöð; hann starfar fyrir kirkjusöfn- uð skammt frá heimili sínu, og auk þess flytur hann oft fræðsluerindi í ýmsum félaga- samtökum. EDES-BENZ LP 1413 Vél 140 hestöfl Burðarmagn 9,8 lonn á gpind Míöstöö, mötorhemiil, vökvastýri, tvl- skípt drif, driflás, styrkt grind, styrktar ffarðir, sturtudrif, ruöusprauta, horn- gluggar, breiddarljós. RÆSIR H-F Hann hefur auga og eyra fyrir broslegum atvikum — einnig þeim, er snerta hann sjálfan, enda glaðlegur maður í viðmóti. Þegar hann er meðal vina, ber hann oft fram skarp legar athuganir. Áfengis neyt- ir hann hóflega og reykir ein- göngu pípu eða vindla. Berry læknir er laglegur maður, spengilegur á velli, um 180 cm. á hæð en sýnist lægri Hann stundar hæfilega líkams þjálfun, en hefur þó tamið sér það, sem erfiðara er — hóf- semi. Á þann hátt telur hann sig færan um að vera ef til vill meira fyrir geimfarana en vinur, læknir og leiðbein- andi — einnig gott fordæmi. (Lauselga þýtt úr The Evening Star). Trját>örfin i Afriku tvöfald- ast á 15 árum Afríkubúar munu hafa þörf fyrir tvöfalt meira tré árið 1975 en árið 1960. Á sama tíma minnka skógasvæði álf- unnar, én það hefur aftur á- hrif á veiðidýrastofninn og þar með á ferðamannastraum- inn, og getur það skapað ýmis vandamál. Þetta kom fram á ráðstefnu sem nýlega var haldin í Naíróbí í Kenýa. Hún fjallaði um horfurnar í skóg- ariðnaði Afríku og kom sam- an að tilhlutan FAO og Efna- hagsnefndar SÞ fyrir Afríku (ECA). í álfunni er samt víðáttu- mikil gróðurlaus svæði, sem eru ágætlega fallin til skóg- ræktar, og er þörf að hagnýta þessi svæði, að því er ýmsir fulltrúar á ráðstefnunni sögðu og lögðu áherbzlu á. — Sjolokov Framhald af bls. 6. gætu skrifað það, sem þeir vildu, „þess vegna gat ég skrifað „Lygn streymir Don“. En rithöfundar verða að gera sér grein fyrir iþví, hvað þeir vilja skrifa og hvers vegna“, sagði hann. Bætti Sjolokov því við, að hann hefði mætur á þeim rithöfurídum, sem sæju Sovétríkin í réttu ljósi og gæfu bækur út í heimalandi sínu en ekki erlendis. „Ég skrifaði mitt aðalverk af sósíalísku raunsæi, en er þó alls ekki andvígur sanngjörn- um nútimastefnum“, sagði hann að lokum. NTB - AP: — LANDVARNARÁÐHERRA Indlands; Y. V. Chavan skýrði svo frá á fundi indverska þingsins í dag, að kínverskir hermenn hafi á síðustu tíu vikum farið 33 sinnum inn á indverskt landssvæði í Hima- layufjöllum. Sagði ráðherr- ann, að svo væri að sjá sem yfirtroðslur þessar væru gerð ar samkvæmt fyrirfram ákveð inni áætlun og aukinn styrk- ur Kínverja á landamærun- um hlyti að vekja tortryggni Indlandsstjórnar, enda mundi hún verða vel á verði gegn yf- irgangi Kínverja. Á MORGUN verður leikritið Aft- urgöngurnar sýnt í 15. sinn í Þjóð leikliúsinu. Er það næst síðasta sýningin á leiknum. — Myndin er af Gunnari Eyjólfssyni og Gu8 björgu Þorbjarnardóttur í hlut- verkum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.