Morgunblaðið - 04.12.1965, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.12.1965, Qupperneq 30
so MORCUN BLADID LaugardagUT 4. des. 1965 Iþrdttahöllin nýja tekiní notkun Þar lelka í dag urvalslið Reykjavikur og tékkneska liðið Karviná + SMEKKLEYSA Hins vegar kemur það spaugi- lega fyrir að í 52. síðu leikskrár, sem Fram gefur út í sambandi við fyrstu fjóra leikina, er fram fara í hinni nýju og glæsilegu íþróttahöll, skuli byggingarsögu hennar, tilgangi eða neins annars í sambandi við hana ekki vera getið. Með tSlkomu hallarinnar er blað brotið í iþróttasögu landsins f DÁG er brotið blað í íþróttasögu landsins. Tekin er í notkun í fyrsta sinn íþróttahöll, sem fullnægir ströngustu skilyrðum alþjóðlegs mælikvarða. Erlent lið í fremstu röð félagsliða, leikur við úrval Reykvíkinga, en Reykjavíkurborg á meiri- hluta í hinni nýju og glæsilegu íþrótta- og sýningarhöll, sem opna mun Reykvíkingum almennt og einnig hópum sem íþróttafólki og iðnaðarfólki svið til aukins frama og jafn- réttis á við íbúa annarra borga Evrópu. * GLEÐIDAGUR í dag mun úrvalslið Reykja- víkur í handknattleik stíga til leiks í nýju íþróttahöllinni í Laugardal og verða Reykvíking- ar á þann hátt fyrstir til að keppa við samskonar aðstæður og er- lend lið hafa haft í áratugi og fullgildir teljast og krafizt er að alþjóðalögum íþróttahópa. Dags- ins í dag mun lengi minnzt. Um langt árabil hafa forystumenn í- þróttamálanna barizt fyrir upp- fyllingu þess draums, er nú ræt- ist. Þetta er gleðidagur íslenzks íþróttafólks. Kl. 4 síðdegis mætast í kapp- leik úrvalslið Reykjavíkur og lið tékkneska liðsins Karviná, sem hér gistir í boði Fram. Lið Reykjavíkur, sem fyrst ís- lenzkra liða treður inn í hina glæsilegu íþróttahöll, er þannig skipað:. Þorsteinn Björnsson, Fram. Helgi Guðmundsson, Víking. Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram. Karl Jóhannsson, KR. Hörður Kristinsson, Ármann. Þórarinn Ólafsson, Víking. Guðjón Jónsson, Fram. Sigurður Óskarsson, KR. Stefán Sandholt, Val. Sigurður Einarsspn, Fram. Hermann Guðmundsson, Val. Dómari þessa fyrsta leiks í f- þróttahöllinni er Magnús V. Pét- ursson. + NÆSTILEIKUR Á sunnudaginn verður annar leikur sömu heimsóknar á sama stað. Þá leika gestir Fram við íslandsmeistara FH og má þar vænta jafnvel enn harðari átaka af fslendinga hálfu, því FH hefur nú undanfarið þjálfað með þátt- töku í Evrópubikarkeppni fyrir augum. Það má því með sanni segja að telja má átök vís þegar í fyrstu leikjunum í íþróttahöllinni nýju og víst mun það ósk og jafnvel vissa fjöldans, að þar muni í framtíðinni fram fara átök hörð til eflingar íslenzkrar íþrótta- æsku. Myndir þessar eru frá leik Tékkanna og KR. Tékkarir unnu þann leik með 28 gegn 25. Á ld myndinni sézt er Chin- er er helzt tii um of harkaleg- ur í vöm. Á hinni stærri sézt er Sig- urður Óskarsson einn bezti línuleikmaður landsins reyn- ir skot, en gripið er til hans heldur óþyrmilega og „allt fer í vaskinn“. Það er vandi að vera dómari í slíkum leik. 1. des. var góöur dagur hjá ung- um ÍR-ingum í körfuknattleik UNGLINGARNIR i körfuknatt- leiksmótinu héldu upp á skóla- fríið sitt 1. desember með nokk uð skemmtilegum leikjum að Hálogalandi. 1 4. flokki léku KR og IRa og fóru 1R ingar með sigur af hólmi 24—4, og ÍRb sigr- aði Ármann a einnig 4 fiokki með 28—8, þannig að 1. desember hefur verið góður dagur hjá þess um ungu ÍR ingum. Þriðji flokk- ur IR átti ekki sama gengi að fagna þennan dag, þar töpuðu þeir stórt fyrir KR 68—5. í 2. aldursflokki voru tveir skemmti legustu leikimir þennan dag. Sigruðu Ármenningar þar KFR 46—38 í fjörugum leik og KR vann ÍRb nokkuð óvænt 47—40. 4 fl. ÍRa—KR 24—4 Frá upphafi var einsýnt að ÍR yrði yfirburðasigurvegari í leikn um og var aldrei um neina^ keppni að ræða. Flest stig skor- uðu hjá ÍR þeir Guðmundur 10 og Gunnlaugur 8. 4. fl. iRb—Ármann 12—8. Annar leikurinn var milli Ár- manns og b-liðs ÍR og var hann nokkuð jafn. ÍR tókst að ná fjög- urra stiga forskoti í fyrri hálfleik og úr því skiptust liðin á að skora og endaði leikurinn eins og fyrr segir 12—8, og tókst Ár- menningum aldrei að jafna þenn an fjögurra stiga mun frá fyrri hálfleik. Hjá ÍR skoruðu Tómoas og Þorsteinn sín sex stigin hvor, en Guðjón sex af átta stigum Ár- manns. 3. fl. KR—ÍRb 68—5. Þessi leikur var algjör ein- stefna að körfu ÍR inga og var um hreinan sýningarleilk að ræða eins og markatalan gefur glögg- lega til kynna. Flest stig hjá KR skoraði Örn eða 20. 2. fl. Ármann—KFR 46—38. Leikur þessara liða var að -öllum Mkindum úrslitaleikur um annað sætið í mótinu, því ÍR liðið er ta-lið nokkuð öruggt um sigur og ganga þessi tvö lið næst því að styrkleika. Var allgóð bar- átta í þessum leik og höfðu Ár- menningar forskot í hléi 24:17. Siðari hálfleikur var öllu jafnari og náðu KFR ingar að jafna tví- vegis 32:32 og 34:34, en Ármann var sterkari á endasprettinum og sigraði 46:38 og skoraði Halldór 6 af síðustu stigunum og tryggði liði sínu sigur. Flest stig skor- uðu fyrir Ármann Rúnar 18 og náði hann einnig fjölda frákasta og Hallgrímur 14. Hjá KFR var Þórir beztur með 26 stig en liðið var veikara en venjulega því Rafn vantaði og var þá lítið um að liðið næði fráköstum í sókn. 2. fl. KR—ÍRb 47—40. Þetta var allskemmtilegur leikur og komu KR-ingarnir á óvart með þessari frammistöðu því ÍR-liðið er sterkt þó b-lið sé. í hálfleik var staðan 20:19 fyrir KR og tókst þeirn að auka þetta forskot í seinni hálfleik noktouð örugglega með 47 stigum gegn 40. Var leikurinn vel leik- inn og fjörugur. Flest stig skor- uðu Þorlákur hjá ÍR 18 og Stefán 10 hjá KR. Úrslit í kvöld í KVÖLD verður Reykjavíkur- mótið í körfuknatitleik til lykta leitt 1 meistaraflokki karla en iþá leika KR og KFR, en KFR hefur sigrað alla sína keppinauta aðra en KR og KR er talið lík- legt til þess að ganga með sigur af hólmi gegn ÍR og Ármanni, en leikjum þeirra er ölokið enn. Verður væntanlega um skemmti- lega keppni að ræða í tovöld að Hálogalandi. KFR hefur komið á. óvart á þessu móti, og getur vonandi velgt ís- landsmeisturum KR undir ugg- unum. Tveir aðrir leikir fara fram í kvöld milli KR og Ár- manns í 2. flokki karla og IR og ÍS bítast í meistaraflokki. Skíðamótin í Reykjavík í vetur ákveðin SKÍÐAMÓT veturinn 1966 hafa nú verið ákveðinn, og verða sem hér segir: Milli jóla og nýjárs, Múllermót við Skíðaskálann í Hveradölum. Skíðafélag Reykjavíkur sér um mótið. 9.. 16., og 23. janúar: Innantfé- lagsmót félaganna ásamt undan- rás í firmakeppni Skíðaráðs Reykjavíkur. 30. janúar: Úrslit í firmakeppni Skíðaráðs Reykjavíkur í Jósefs- dal. Ármann sér um mótið. 12. og 13. febrúar: Stefánsmót- ið í svigi og stórsvig Ármanns. 20. og 27. febrúar og 6. marz: Reytojavíkurmót í svigi, stórsvlgi o.f-1. Skíðadeild ÍR mun sjá um mótið, sem haldið verður I Hamragili við fR-skálann. 20. marz: Mót í Voss í Noregl. Stefánsmótinu er óráðstafað sem stendur. Um páskana verður landsmótið haldið á ísafirði og um hvíta- sunnuna verður Skarðsmót á Siglufirði. Um síðustu helgi í júií mun 'að öllu forfallalausu fara fram Kerlingarfjallamót.. Á næstunni munu skíðafélögin í Reykjavík leita til bæjarbúa um aðstoð í samibandi við firma keppni Skíðaráðsins. Hin ártlega firmaikeppni er orðin fastur liður í starfssemi skíðafélaganna í Reykjavík, og vonast skíðafé- lögin til að bæjarbúar bregðist vel við, þegar stoíðadeildirnar biðja þá um aðstoð á næstunni. Forsala og oðvörun SALA aðgöngumiða að leik Tékkana gegn Rvíkurúrvali og FH er í bókaverzlunum Lárusar Blöndal í Vesturveri og Skóla- vörðustíg 2. Er vakin athygli á að nota forsöluna til þess að kom- ast hjá bið og þrengslum við inru ganginn. Við iþróttahöllina er takmark- að bifreiðastæði en aðalbifreiða stæðið verður við Laugardals- völlinn. Við innganginn verður seldur takmarkaður fjöldi barnamiða. Áhorfendur verða að aðgæta, að íþróttahöllin er ekki fullgerð og margt framlkvæmt til foráða- foirgða. M.a. er parketið enn há-lf unnið og eru áhorfendur áminnt- ir um að ganga ekki út á salair- gólfið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.