Morgunblaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. feb'rúar 1966 Grindavíkurbátar leita á fjarlæg mið Grindavík, 19. febrúar. SÍÐUSTU viku hefur verið treg- ur afli baeði á línu og í net hjá bátum, sem gerðir eru út héðan eða .allt niður í tæpt tonn og upp í 7 tonn. Nokkrir bátar hafa gripið til þess ráðs í aflaleysinu að fara á fjarlæg mið, allt vestur í Víkur- Nemendur Stýri mannaskólans mótmæla A AÐALFUNDI Skólafélags Stýrimannaskólans, sem hald inn var 20. október 1965 var sam þykkt ályktun þess efnis, að skora á fjárveitinganefnd Al- þingis, að hún hækki fjárveit- ingu til skólans til tækjakaui>a, svo skólinn get árlega bætt tækjakost sinn. Ályktun þessi var send sjáv- arútvegsmálaráðherra, fjárveit- inganefnd Alþingis og Mennta- málaráðherra með bréfum dag- settum 9. nóvember. í ályktun- inni segir meðal annars, að á siðustu árum hafi orðið gjör- bylting í gerð siglinga og fisk- leitartækja en skólinn sé van- bylting í gerð siglinga- og fisk- leitartæki ætti hann ekki. Öll- um sé ljóst, að fiskleitartæki, hafi á undanförnum árum aflað þjóðarbúinu mikilla tekna. Mót- mæli aðalfundurinn í framhaldi af þessu hve Stýrimannaskól- anum er ætluð lág upphæð til tækjakaupa á fjárlögum árið 1966. Línufiskur og loðna til Akraness AKRANESI, 18. feb. 5000 tunn- ur af loðnu bárust hingað vest- an af Breiðafirði í dag. Afla- hæstur var Höfrungur III með 2500 tunnur. Haraldur með 1900 og Skírnir með 600 tunnur. Frétzt hefur að Haraldur hafi fengið 500 tunnur í dag og væri nú kl. 5 með stærðar loðnukast á síðunni. Dælt var loðnunni af tveimur bátanna beina leið upp í þróna úr Höfrungi II og Haraldi og þótti takast vel. Seinni hluta nætur komu vest an úr Víkurál Sigurfari með 23 tonn, Sigurborg með 16 tonn og Anna með 14,5 tonn. úr tveimur lögnum í Ijómandi veðri. í»etta er fallegur göngufiskur, sem þeir ísuðu jafnóðum. í gær fiskuðu þeir á línuna: Skipaskagi 7 tonn, Haförn 7 tonn, fer á þorskanet og Rán 2 tonn og fer einnig á þorskanet. — Oddur. ál, sem er út af Látrabjargi, og einnig vítt og dreift um Breiða- fjarðarmiðin. Eftir tvær fyrstu legumar landaði Hrafn Sveinbjarnarson III 52 tonnum og Héðinn 40 tonn- um eftir tvær legur. í morgun komu hér Hrafn Sveinbjarnarson II og Sæfaxi II eftir tvær legur vestur á Breiða- fjarðarmiðum og lönduðu hér milli 24 og 25 tonnum hvor. Sömuleiðis kom Héðinn hér í morgun eftir þrjár legur og mixn hafa haft um 30 tonn. Þeir bátar, sem að undanförnu hafa verið á línuveiðum, eru al- mennt að skipta yfir í netin í dag, þótt ékki hafi enn orðið vart við afla í net, hvorki hér á heimamiðum né svo langt austur, sem við höfum spurnir af. Það sem berst hingað er ýmist saltað eða fryst. — Tómas. Volkswagen sendiferðabifreið ók á ljósastaur á Hverfisgötu móts við Alþýðuhúsið síðastliðið föstudagskvöld. Stúlka ók bílnum og mun hún hafa misst stjórn á bifreiðinni af einhverjum orsökum. Sendiferðabifreiðin laskaðist mikið við áreksturinn og fór hurðin af bílstjóramegin, en bifreiðin kastaðist upp á gangstétt. Stúlkan, æm bílnum ókslasaðist nokkuð og var þegar flutt á Slysavarðstofuna. Maður sem var farþegi í bílnum slapp ómeiddur. Útvarpað ■ 15 klst. og 10 mánútur að meðaltali á dag 1540 flytjendur komu fram / útvarpinu árið 7965 UTVARPSTÍMI Ríkisútvarps- ins árið 1965 varð alls 5.536 klukkustundir og 54' mínútur. Það samsvarar því, að útvarpað hafi verið í 15 klst. og 10 min- útur á dag að meðaltali. Flytj- endur efnis voru alls 1540 (þar af 59 börn), karlar og 355 kon- ur. Erindi voru flutt í 18.352 mín - útur, sam'.fil 6.074, upplestur 14.153, leikrit 6.916, barnatímar 6.720, kennsla 1.336, fréttir 26. 388, auglýsingar 25.375, veður fregnir 12.192, þingfréttir 1.465, messur 5.080, tækifærisútvarp 3.088, ýmislegt 17.007, tilkynn- ingar 4.188 og hlé 815 mnútur. Sígild tónlist var flutt sam- tals 1 70.088 mínútur, létt tón- list 36.775 og blönduð tónlist í 76.202 mí.jxtur, eða tónlist alls í 183.005 mínútur. Flutt voru á árinu 976 erindi af 305 flytjendum, samtöl voru 300 og flytjendur 370, 1403 upp- lestrar voru fluttir af 285 flytj- endam leikrit voru flutt í 178 skipti og komu fram í þeim 170 leikendur, barnatímar voru alls 221 og messur 76 talsins. Góð loðnuveiði hjá Akranesbátum Akranesi, 19. febrúar. LÍNUBÁTURINN Skipaskagi fiskaði 4 tonn í gær. f gær fengu þorskanetabátarnir 3—4 tonn á bát. Höfrungur III fékk 2.300 tunnur af loðnu, Haraldur 1650 og Óskar Halldórsson 1650. Þeir lönduðu í Reykjavík. — Oddur. Janúárafii Vestfjarðabáta: Heildarafiinn varð um 2384 lestir ÍSAFIRÐI, 18. feb. — Mjög slæmar gæftir voru á Vestfjörð- 9 gagnfræðaskólar keppa um Hforgunblaðsbikar SKÁKMÓT níu gagnfræðaskóla í Reykjavík og nágrenni var sett í Hagaskóla kl. 2 síðdegis í gær. Níu sveitir taka þátt í mótinu, en í hverri sveit eru sex menn og tveir varamenn þannig að alls taka þátt í þessu móti 72 unglingar. Mótið fer fram að tilhlutan Æskulýðsráðs Reykjavíkur og Skáksambands íslands og hefur Morgunblaðið gefið stóran og veglegan farandbikar til keppn- innar. Skákmót gagnfræðaskól- anna hefur einu sinni verið háð áður, 1965 og sigraði þá gagn- Norðaustlæg átt var hér á landi með éljagangi við N- og A-ströndina, en sunnan og vestan lands var léttskýjað eða heiðskírt. Frost var alls staðar, mjög víða 4 til 8 stig, og á Þingvöllum voru 16 st. Næturfrost var frostið 13 stig í Skagafirði og á Hólsfjöllum. Ekki eru horfur á veruleg- um breytingum. Þó mun heldur kólna í bili, einkum norðan til á landinu. þriðju fræðaskóli Kópavogs. Er ætlun Æskulýðsráðs að koma slíkum mótum á árlega, að því er Reynir líarlsson framkvæmdastjóri ráðs ins tjáði blaðinu í gær. í þetta sinn verður mótið með þeim hætti, að tefldar voru tvær umferðir í gær en síðan keppa fjórar efstu sveitirnar til úrslita á laugardag 26. febrúar. Mót- stjóri er Gunnar Gunnarsson. fylgir blaðinu í dag og er efni hennar sera hér segir: BIs.: 1. „Þetta hefur okkur iiðið verst“, segir indverski bónd- inn. Eftir Khushwant Singh. 2. Svipmynd: Robert C. Weaver. 3. Dóttir hirðisins, smásaga eftir William Saroyan. — Klukkan sló tólf, ljóð eftir Antonio Machado. 4. Nýr húmanismi: Leit að mann- inum, eftir Pál V, G. Kolka. 5. ÚthluLun listamannalauna, eftir Sigurð A. Magnússon. 7. Lesbók æskunnar: Kvöldstund að Fríkirkjuvegi 11. 8. Hvar eru þeir nú?: Petsamó- ferð Esju. 10. Símaviðtal. 11. Þankarúnir og þáttur um er- lendan bókamarkað. 12. Ættstöðvar Skallagríms, eftir Árna Óla. 13. Gylfaginning, teikningar eftir Harald Guðbergsson. 15. Ferdinad- 16. Krossgaui. — Bridge. um í janúar og afli rýr. í>ó var nokkuð góður afli í annarri viku mánaðarins. Heildarafli hjá 36 l'ínu'bátum og 3 netabátum var 2384 lestir, en á sama tíma í fyrra 3148. Aflahæstir í fjórðungnum voru Einar HáJfidáns, Bolungarvík með 126,1 í 19 róðrum og Jón Þórðarson, Patreksfirði með 126,0 í 17 róðrum. Afli bátanna á hverjum stað var sem hér seg- ir: Patrefesfjörður: Jón Þórðar- son 126,0 lestir í 17 róðrum. Dofri 102,3 í 14 róðrum, Sæborg 90,4 í 13 róðrum. Tálknafjörður: Guðmundur á Sveinseyri 62,3 lestir í 10 róðrum. Bíldudalur: Andri með 41,3 lestir í 7 róðrum. Þingeyri: Fjölnir 84,0 lestir í 11 róðrum. Þorgrímur 69,6 í 11 róðruim, Framnes (net) 18,3 í 2 róðrum. Flateyri: Hinrik Guðmunds- son 75,0 í 12 róðrum, Hilmir 67,1 í 9 róðrum, Ásgeir Torfason 62,2 í 13 róðrum, Þorsteinn 26,3 4 7 róðrum. Bragi 18,4 í 6 róðrum. Suðureyri: Sif 117,7 lestir í 13 róðrum, Friðbert Guðmundssou 104,0 í 14 róðrum, Stefnir 6)4,1 í 14 róðrum. Ólafur Friðbertsson (net) 40,8 í 4 róðrum, Barði 29,2 í 6 róðrum, Páll Jónsson 26,2 í 6 róðrum. Bolungarvík: Einar Hálfdáns 126.1 lest í 19 róðrum, Heiðrún 58.9 í 14 róðrum, Bergrún (net) 48.9 í 16 róðrum, Guðrún 32,9 í 13 róðrum, Dagrún 16,4 í 5 róðrum. Hnífsdalur: Mímir 62,6 lestir í 12 róðrum, Páll Pálsson 54,0 í 10 róðrum og Pólstjarnan 38,5 í 10 róðrum. • fsafjörður: Guðbjartur Krist- ján 116,7 lestir í 16 róðrum, Guð björg 91,8 í 15 róðrum, Hrönn 72.1 í 12 róðrum, Víkingur II 71,4 í 13 róðrum, Guðný 69,8 í 11 róðrum, Gunnlhildur 68,5 í 12 róðrum, Dan 57,3 í 11 róðrum, Straumnes 51,0 í 10 róðrum. Súðavik: Svanur 58,0 lestir i 13 róðrum, Trausti 31,0 i 9 róðr- um og Freyja 23,0 í 6 róðrum. Heildaraflinn í janúar í hverri verstöð Og 1965 í svigum: Pat- reksfjörður 319 lestir (374), Tálknafjörður 62 (194), Bldudal- ur 41 (143), Þingeyri 172 (310), Flateyri 249 (301), Suðureyri 386 ( 375), Bolungarvík 289 (407), Hnífsdalur 155 (152), ísafjörður 99 (671), Súðavík 112 (166), Hólmíkdk 0 (25), Drangsnes 0 (20). Heildartalan er því 2384 lestir nú, móti 3149 í fyrra. Fjórar nýjar bíla- þvoitastöðvar í viðbóS Fjórar nýjar hílaþvottastöðvarl MJÖG niikið hefur verið að gera i hinum tveimur nýju bíla- þvottastöðvum, sem settar voru upp fyrir nokkru í Shellstöð- inni við Suðurlandsbraut. Hafa þær reynzt mjög vel, og nú hefur Þ. Jónsson og Co, sem rekur þessar stöðvar, fest kaup á fjórum nýjum þvottastöðvum, auk eins þurrkara. Tvær hinna nýju þvotta- stöðva eru væntanlegar snemma í næsta mánuði, en tvaér munu koma til landsins í maímánuði. Samkvæmt upplýsingum, er blaðið aflaði sér hjá Þóri Jóns- syni framkvæmdastjóra, munu tvær þessara stöðva væntánlega verða settar upp út á landi, en ennþá hefur ekki verið ákveðið, hvar það verður. Hinar tvær munu aftur á móti verða settar upp hér í Reykjavík. Þurrkar- anum verður komið fyrir í Shellstöðinni við Suðurlands- braut, þar sem þvottastöðvarn- ar tvær eru fyrir, og á hann að geta afkastað fyrir þær báðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.