Morgunblaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 20. febrúar 19ð er bleikjan í nálega tvo mán- uði, en síðari hluta júlímán- uðar tekur hún að fiytja sig aftur um set, í árnar, þá feit og sælleg. Bftir miðjan júlí er loðna nær horfin úr fjörð- um SV Grænlands, og tekur bleikjan þá spón veiðimanna gráðugt. I>annig hagar til við firði á Grænlandi, að þar er mikið aðdýpi. í júlí er bleikjan að mestu í sjónum, en heldur sig jafnan með ströndinni, og má ávallt ná til hennar með spón köstum, og í aðfalli tekur hún spóninn gráðugt á tilteknum stöðum út með fjörðunum, >ess má geta, að þær bleikj- ur, sem undirritaður veiddi þar í lok júlí sumarið 1964, vógu að meðaltali 6 pund, Stærsta bleikjan, sem veidd- ist þessa daga, vó 12 pund, og naumast sáum við fisk undir 3 pundum. Grænlandsbleikjan er mjög harðsnúinn fiskur á færi, og gaman við hana að eiga, svo ekki séu nefndar kvöldstund- irnar í góðum kunningjahópi uppi í skógivöxnum hlíðun- um við Narsarssuaq, þar sem stýfð var úr hnefa akfeit Grænlandsbleikjan steik't á hlóðum. ferð undir leiðsögn Þorsteins Jónssonar, flugstjóra — Allur kostnaðurinn jafngildir veiðileyfi i 3 daga í íslenzkri laxveiðiá! mun ferðin hafa verið þeim, sem þátt tóku í henni, til mik illar ánægju. Sama má raunar segja um ferðina til Græn- lands árinu áður. Þá veidd- ist ein bleikja, og óvenju smá, eða innan við tvö pund. Að AÐEINS 48 KOMAST Ég sneri mér í vikunni til Þorsteins Jónssonar, flug- stjóra, og bað hann að segja frá þessari fyrirhuguðu sum- arferð, og veiðum í Græn- landi almennt. SVO sem kunnugt er, hafa íslenzkir stangaveiðimenn haft af því þungar áhyggj- ur á undanförnum árum hversu leiga fyrir laxveiði- ár hefur farið ört hækk- andi, og á sl. tveimur ár- um svo, að út fyrir öll takmörk virðist vera kom- ið. Svo er um stangaveiði- menn, að fæstir þeirra hafa þær upphæðir milli handa, sem til laxveiðileyfa þarf nú, þótt í bland fljóti að sjálfsögðu einstaka maður með digra pyngju. Sú skoð- un virðist ríkjandi hjá öll- um þorra veiðimanna, sem stundað hafa þessa hollu og skemmtilegu útiíþrótt, að ýmsir hinna fjáðari veiðimanna hafi tekið upp veiðimennsku sökum þess, að hún veitti þeim ákveð- inn „status“ í þjóðfélag- inu, eða sem sagt, að í þessu tilfelli sé stundum um það að ræða, sem Engilsaxar nefna „keeping up with the Joneses“. Aug'U hins almenna stanga- veiðimanns, sem setur nátt- úruna ofar þjóðfélagströpp- unni, og ekki er vel fjáður, hafa því beinzt í ýmsar áttir í leit að þess háttar veiði- mennsku, sem komið gæti að einhverju eða öllu leyti í stað laxveiðinnar — fyrir viðráð- anlegt og sanngjarnt fé. í þessu sambandi hafa ýmsar tilraunir verið gerðar, og leit- að út fyrir landsteina, en með ærið misjöfnum árangri. Varð andi þetta hefur reynslu- og þekkingarleysi gegnt drjúgu hlutverki. En nú lítur svo út fyrir, að 48 veiðimönnum muni gefast tækifæri til þess að kanna nýjar slóðir í sum- ar undir handleiðslu manna, sem vel til þekkja, og má því Grænlansbleikjan er yfirleitt ákaflega væn. 10 punda fiskar eru ekki óalgengir, og bleikjur veiðast við Grænland, sem eru allt að 14 pundum. Hér sézt lagleg eftirtekja dagstundar við veiði í Eiríksfirði. Þetta var í eina tíð einkasnekkja Hermanns Görings, ríkism arskálks Þýzkalands. Fleyið ber nú nafnið Polar Star, o>g verð ur einn bátanna, sem íslenzku veiðimennirnir munu hafa til umráða við veiðarnar. við bæta að sá, sem þessar línur ritar, hefur litlar áhyggj ur af árangrinum, og miðar þar við reynslu sína. Frétzt hefur, að Flugfélag íslands undirbúi að efna til viku veiðiferðar til vesturstrandar Grænlands um mánaðarmótin júlí—ágúst í sumar. Verður fararstjóri Þorsteinn Jónsson, flugstjóri, sem gjörla þekkir til í Grænlandi eftir margra ára veiðar þar, og það sem ekki er lakara; kostnaðurinn við þessa vikuferð, flugfar, gisting og og fæði, veiðileyfi og bátakostur mun nema 8.500 krónum, en það samsvarar um þriggja daga veiði í meðal laxveiðiá hér heima, og er þá uppihaldskostnaður á veiði heimili ekki með talinn!! FYRRI FERÐIR Eins og áður er minnzt á, hafa íslenzkir stangveiðimenn áður leitað út fyrir lands- steinana í veiðilhug. Minnis- stæður eru tvær slíkar hóp- ferðir, önnur til Grænlands í júní 1964, og hin til írlands því frátöldu voru menn mjög sivo ánægðir með Grænlands- ferðina, veður eins gott og helzt varð kosið (þannig er það raunar oftast að sumar- lagi í Grænlandi). Það, sem úrslitum réði varðandi veið- ina í það sinnið ,var óiheppni viðkomandi ferðaskrifstofu. Ferðina átti upphaflega að fara þremur vikum fyrr eða svo, og var þá nægrar veiði von, en af óviðráðanlegum orsökum dróst úr hömlu að hún yrði farin. Þar á ofan bættist að þetta vor var ó- venju hlýtt á Grænlandi, og ár allar kolgruggugar og í foráttuvexti er veiðimanna- hópurinn var þar. LÍFSHÆTTIR BLEIKJUNNAR Þannig er um lífdhætti bleikjunnar í Grænlandi, að hún gengur niður úr ám og vötnum í maímánuði. Um sama leyti fyllast allir firðir þar af loðnu, sem bleikjan étur, og fitnar hún _ ótrúlega á skömmum tíma. í sjónum „Það skal fram tekið strax", sagði Þorsteinn, „að í þessa ferð munu aðeins komast 48 menn, og alls ekki fleiri. Hug myndin er síðan að skipta mönnunum niður í fjóra 12 manna hópa, sem hver held ur til veiða á sínum stað út með firðinum. Með hverjum 12 manna hópi verður leið- sögumaður, sem vel þekkir til veiða við Eiríksfjörð. Ætlun- in er einnig, að hóparnir skiptist á um veiðistaðina, þannig að allir fái að reyna hina mismunandi veiðistaði. Jafnframt kemur og til greina ef menn hafa á því áhuga, að setja upp tjaldbúðir á einum vinsælasta veiðistaðnum, og geta menn þá gist þar nætur- langt. Höfuðástæðan fyrir því, að mér hefur dottið þetta í hug er sú, að vera kann að þannig standi á sjávarföllum, að heppilegast sé að vera á staðnum næturlangt, ef að- fall skyldi vera snemma morguns, en á aðfiillinu tel- ur bleikjan bezt. Þetta atriði á eftir að atihuga betur. Yfir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.