Morgunblaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 28
r 28 MORGU NBLAÐIÐ Sunnudagur 20. febrúar 196< Kringum hálfan hnöttinn — Er það. Hann stóð upp og klappaði á hönd henni. Jseja, þó að það sé nú ekki nema gott, þá vildi ég samt heldur, að það væri hann Brooks. Það er naað- ur að mínu skapi. Heatlher og Minouru komu inn skömmu síðar. Jack sagði þeim, að Kudo vaeri búinn að selja fyrirtækið og sjálfur væri hann orðinn atvinnulaus. Heatlher hljóp til og faðmaði hann að sér. — Æ, elsku pabbi, en hræðilegt! En þú nærð þér í eitthvað í staðinn. — Ég skal tala við föður minn. •Hver veit nema eitthvað geti verið handa honum að gera í verzluninni okkar, sagði Min- ouru. Clothilde tók eftir því, að systir hennar eins og stirðnaði upp, og hræðslan skein út úr augum faennar. Heather vildi sýnilega ekki, að faðir hennar færi. að vinna í vörulhúsinu hjá Minouru. En hverisvegna? Var hún hrædd um, að ef Minouru útvegaði föður hennar vinnu, yrði hún bara enn skuldbundn- ari honum? En hivernig var hún þegar skuldbundin honum? Heather rak upp óeðlilegan hlátur. — Ég held varla, að pabbi mundi verða heppilegur í Seki- vöruhúsinu. — Það væri ef til vill hægt að finna eitthvað handa honum, sagði Minouru aftur. — Það er að segja, ef þú vilt það, Heath- er? Hann sagði þetta með áherzlu. Heather hálfsneri sér undan. — Auðvitað vil ég, að pabbi fái ei'tthvað að gera. En .... það hlýtur að vera nóg önnur at- vinna^ til. — Ég hélt, að þú vildir gjarn- an, að faðir þinn ynni hjá okkur, Heather, sagði Minouru lágt. Meðan á þessu samtali stóð, höfðu augu hans aldrei vikið frá henni. Var hann að reyna að þóknast henni, eða var hann með hægðinni að ógna henni? Aug- sýnilega elskaði Minouru hana, en hitt duldist henni ekki, að hann vissi mætavel, að hún elsk- aði hann alls ekki .... að eitt- hvað — en Clothilde viissi ek'ki hvað — hafði neytt hana til að játást honum. Var hann nú að gera enn eina tilraun til þess að binda sér hana, með þvá að bjóð- ast til að útvega föður hennar atvinnu? □-----------------------------□ 25 □----------------------□ Nóttin varð löng. HJún svaf illa. Það hlaut að vera vegna þess, að hún hafði sotfið fram undir hádegi síðast, og það gœti líka verið vegna þess, að glugg- inn hennar var harðlæistur, svo að loftið var þungt inni hjá henni. Tjöldin voru ekki nema hálfdregin fyrir gluggann. Einu- sinni sýndist henni eins og and- lit lægi á rúðunni. Hún æpti upp og það varð til þess, að Heather kom hlaupandi út úr sínu her- bergi. — Mér fanmst einhver maður vera á glugganum, sagði hún, dauðhrædd. Faðir hennar heyrði líka ópið. Hann kom inn í sloppnum sín- um. — Ég skal fara að aðgæta í garðinum, sagði hann. Og þegar hún andæfði þvtí, sagði hann: — Vertu ólhrædd. Ég hef skamm- byssu. En hann fann engan mann á lóðinni. Heather skipaði Clot- hilde að koma inn til sín og sofa þar. Þau höfðu bæði, faðir hennar og Heather, verið af- sikaplega góð við hana, en samt trúðu þau því ekki, að ihún hefði séð mannsandlit á rúðunni. Það hefði bara verið ímyndun henn- ar. 16. kafli. Þegar hún vaknaði næsta morgun, var fyrsta hugsun hennar: Gary kemur hingað i dag. Þrátt fyrir allar áhyggjur hennar og amstur, fékk þessi hugsun hjartað í henni til að slá örar, og koma ofurlitlum roða upp í fölar kinnar hennar. Hún varð að fá lánað hjá föður sín- um til þess að komast niður á Hanada-flugvöllinn, til að taka á móti Gary. Kaupið hennar var greitt inn í banka í Englandi, og Kan haf ði haft umráð yfir öllum eyðslueyri þeirra hér. En síðan hann hvarf, hafði hún ekkert skotsilfur haft. Hún átti ekki nema örfá yen etftir. Henni datt í hug, að hún hefði getað farið með strætisvagni til flugvallarins, en svo datt henni í hug, að alltaf gætu orðið ein- hverjar tafir. Bæði var hún mjög taugaóstyrk, og svo varð hún að komast fljótt til flugvallarins. Litli 70-yen leigubíllinn kafn- aði ek'ki undir nafni sínú, kam- izane, sem þýðir manndrápstæki, og hann srnaug nú gegn um um- ferðina á hinni löngu leið til flugvallarins. En í datg fannst henni hann ekkert aka of hratt, því að nú taldi hún mínúturnar. Hún stóð við girðinguna og horfði á flugvélina hringsóla um völlinn og loksins staðnæmdist hún. Gary var með þeim fyrstu, sem komu út úr vélinni og gekk niður stigann. Hún greip andana á lofti og fékk ákatfan hjartslátt. Aldrei hafði hún séð hann fall- egri en í dag. Bláu augun voru hálflokuð gegn sólskininu, og hann gekk hnarreistur og sterk- legur etftir maibikinu. Hann sá, hvar hún beið og veifaði hatt- inum. Hún veifaði á móti og fann um leið einlhverja óstjórnlega feimni grípa sig. Ástin getur stundum verið sknítin. í stað þess að vilja þjóta beint til hans, langaði hana nú mest til að hlaupa í felur. Og feimni hennar færðist enn 1 aukana, þegar hann var kom- inn gegn um etftirlitið og gekk til hennar. Hún varð að taka á öllum kröftum sínum til þess að ganga í áttina til hans. Hann greip báðar hendur hennar og þunnieita andlitið brasti við henni. — Halló! Clot- hilde! Gaman að sjá þig! En svo hvarf brosið allt í einu, og svip- urinn varð næstum harður. — Hefurðu frétt nokkuð atf Ken? spurði hann snöggt. Hún hristi höfuðið. — Nei, enn hefur ekkert frétzt, Gary. — Það var slæmt .... mjög slœmt. Nú datt upp úr henni: — Ég hetf svo margt að segja .þér. Það er svo margt, sem hetfur gerzt. Maðurinn, sem skiptir máli, velur sér - Plymouth 19 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.