Morgunblaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 11
Sunnudagur 20. febrfiar 1966 MORG U N B LAÐIÐ 11 Hér situr danskur veiffimaður viff afla sinn, 9 bleikjur, sem bann veiddi á skömmum tíma. leitt er um klukkuíma sigl- ing frá Narssruaq að veiði- stöðunum út með firðinum, en þetta er þó nokkuð breyti legt eftir aðstæðum bverju sinni.“ EKKI LAX „Er þá alls ekki um veiði í ám að rseða á þesssum tíma árs?“ „Mér finnst rétt að taka fram strax, til þess að firra misskilningi, að um laxveiði er hér ekki að ræða. Að vísu mun lax ganga eitthvað í tvær ár á öllu Grænlandi, en þær eru langt norðan okkar veiðisvæðis við Eiríksfjörð. f>að hefur vuglað menn nokk uð í ríminu að Danir kalla yfirleitt allan vatnafisk, þar á meðal Grænlandsbleikjuna, „laks“, og hafa því margir haldið að laxveiði vœri mikil í Grænlandi. Laxveiðin, sem til umræðu hefur verið í blöð um að undanförnu, og talin er ógua iaxastofninum í Evrópu, fer eingöngu fram í net úfi á hafi, fyrir utan SV-strönd Grænlands. f>að er hinsvegar ekki fiskur, sem gengur í érnar á Grænlandi.“ „Sumir hafa og haldið, að Grænlandsbleikjan sé sérstakt í silungsafbrigði en svo er þó ekki. Hér um að ræða sömu bleikjuna, og gengur í ár hér é íslandi (Salvelinus Alpin- us). Veiðimenn, sem veitt hafa í t.d. Fnjóská og Hafra- lónsá í Þistilfirði, munu kann- ast við hm skemmtilegu til- þrif bleikjunnar á stöng. Bleikjan við Grænland hefur það umfram okkar bleikju, að hún er þar í rni'klu meira xnagni og er allverulega *tærri.“ „1 ánum á Grænlandi er yf- irleitt ágæt veiði frá apríl og til maíloka, og síðan frá miðj um ágúst og út september- mánuð. Fyrir þessu eru tvær ástæður, sem líklega standa í nánu sambandi hvor við aðra. 1 fyrsta lagi er það að segja, að mest af fiskinum gengur til sjávar síðast í maí, og gengur ekki aftur í árnar fyrr en í ágúst og septemiber. Eitthvað er þó af fiski eftir í ánum, og eitfhvað byrjar að ganga í þær aftur þegar í júlí, en hinsvegar er þá vatn- ið í ánum yfirleitt eins og versta leysingavatn, og sér þá enginn fiskur agn, þótt því væri fleygt í þær. Bergvafns- ér eru ákaflega fáar á Græn- landi, yfirleitt mjög vatns- litlar og því um fremur tak- markaða veiði að ræða í þeim“. VEITT í SJÓNUM „Verður hér þá einvörðungu um veiði í sjó að ræða?“ „Því er til að svara, að öll hin skipulagða veiði verður í sjó. Ef hins vegar einstakir menn óska eftir því, að renna í árnar, þá verður komið til móts við þá í þeim efnum eftir aðstæðum." „Hvernig verður þessari sjóveiði þá hagað, af bátum eða frá landi?“ „Ætlunin er, að veiðimönn- unum verði skipt í fjóra hópa, allt að 12 menn í hverj um. Hver hópur hefur bát til umráða. Til gamans má geta þess, að einn bátanna, sem við komurn til með að hafa tjl umráða, var eitt sinn lysti- snekkja Hermanns Görings, ríkismanskálks Þriðja ríkis Hitlers. Farkosturinn heitir nú Polar Star.“ „Hver veiðimannahópur fer á ákveðinn stað morgun hvern, og yfirleitt er veitt úr landi, en hafi einhverjir á- huga á því að veiða frá bátn- um, er sá möguleiki fyrir hendi. Aðal veiðitækið er spónn.“ KYNNINGARKVÖLD OG VEIÐIHORFUR „1 sambandi við þetta hefi ég hugsað mér, að halda í vetur eða vor kynningarkvöid með þeim mönnum, sem hyggjast fara í þessa veiði- ferð. Gefst veiðimönnunum þar tækifæri til þess að spyrja um veiðitæki og útbúnað, veiðina sjálfa í smáatriðum, og verða þeim einnig sýndar bæði kvikmyndir og Skugga- myndir frá veiðiferðum á þessum slóðum. „Og hvað má segja utm veiðihorfurnar almennt?“ „Það er eins um Grænland og aðra staði í heiminum. Það þarf naumast að viðhafa mörg orð um það við veiðimenn, að hvergi er hægt að lofa mönn- um með 100% vissri veiði, og gildir það jafnt um beztu veiðiár íslands og veiðina í Grænlandi. Hinsvegar er það reynsla mín af margra ára veiðiskap í Grænlandi, að ég hefi aldrei farið í veiðiferð á réttum tíma án þess að fá fisk. Stundum hefur veiðin á þess-um tíma verið ofboðs- leg, og menn verið í vand- ræðum með að koma henni heim, en stundum hefur þeim vandræðum ekki verið til að dreifa. Ég vil segja, að undir öllum eðlilegum kringum- stæðum megi menn fremur en hitt búast við góðri veiði, í dásamlegu umhverfi, sem ég tel vera eitt af höfuðatrið- um skemmtilegrar veiði- mennsku. Grænland sem slíkt burtséð frá allri veiði, er eitt af þeim mest heillandi lönd- um, sem íslendingar eiga kost á að heimsækja," sagði Þor- steinn Jónsson að lokum. — h.h. helztu veiffLstöffunum viff Eiríksfjörff, og þar hefur mörg bleikjan verið dregin. Ameriskir kjólar Tökum upp á morgun nýja sendingu af glæsi- legum SÍÐUM og STUTTUM SAMKVÆMIS- K J Ó L U M Tízkuverzlunin Rauðarárstíg 1 Sími 15077. BÍLARAF SF. Tilkynnir Höfum flutt verkstæði vort frá Rauðarár- stíg 25 að Höfðavík v/Sætún (gamla netagerðin). Innkeyrsla hjá Þresti v/Borgartún einnig Sætúnsmegin. Verkstæðið Höfðavík v/Sætún Sími 2-47-00 Verzlunin Hverfisgötu 108 Sími 2-19-20. Bókari Ungur maður óskast til bókarastarfa hjá fyrirtæki 1 Keflavík sem er með fiskvinnslu og útgerð. Tilboð sendist blaðinu merkt: „Bókarl — 8587“. Valhúsgögn auglýsir MÁNASTÓLARNIR aftur fáanlegir Góð fermingargjöf. Verð aðeins Kr. 1800,oo Valhúsgögn Skólavörðustíg 23 — Sími 23375.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.