Morgunblaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 6
6 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 20. febVúar 1966 Byggingameistarar Ungur naaður vill komast að sem nemi í húsasmíði. Tilboð óskast send Mhl. fyrir 25. þ. mán., merkt: „Húsasmíði — 8600“. Kvoðum Ryjamottur Gúmmíkvoðum Ryjamott- ur, og einnig aðrar mottur. Geymið auglýsinguna. Sími 50669. Keflavík — Suðurnes Feikna úrval af ódýrum japönskum baðhandklæð- um, nýkomin. Verzl. Sig- ríðar Skúladóttur. S. 2061. Keflavík — Suðurnes Fiberglass gardínuefni. Ný sending. Ný munstur í eld- húsgardínu. Terelyne. — Verzl. Sigríðar Skúladóttur Sími 2061. Til sölu Ný laxastöng I2V2 fet, með varatopp. Verð kr. 3.000,00 Sími 11754 eftir kl. 7. Vil kaupa gullpening Jóns Sigurðs- sonar. Verðtilboð sendist Mbl. merkt: „No. 8256“. Keflavík — Nágrenni Ódýru úlpurnar á 2ja til 5 ára, eru komnar. Einnig ódýr baðmottusett. Verzlunin Steina. Bílskúr Vantar bílskúr á leigu fyr- ir léttan iðnað. Upplýsing- ar í síma 19789. Trésmiður Trésmiður óskast á verk- stæði. Innréttingasmíði. — Ákvæðisvinna. Upplýsing- ar í síma 37155. Ný loðnunót til sölu á hagstæðu verði. 75 faðma löng og 18 faðma djúp. Sími 50246. Til sölu Miðstöðvarketill, spíralhita dimkur, dæla og þensluker. Verð kr. 6.000,00. Upplýs- ingar í síma 34681. íbúð óskast Óska eftir að taka á leigu 2ja herb. íbúð um mánaða- mótin. Góð umgengni. Upp lýsingar í síma 33261. Prjónavél Per Person með 4 band- leiðara, 240 nálar á báðum borðum. Tækifærisverð. — Upplýsingar í síma 32534. Svefnbekkir kr. 2300,00 nýir, gullfallegir. — Svefn- sófar 1500 kr. afsláttur. . Tízkuáklæði. Sófaverkstæð ið Grettisg. 69. Sími 20676. Opið kl. 2—9. Vélritunarstúlka óskast, IjÉilfan eða allan daginn, eftir samkomulagi. Tilboð merkt „Skrifstofu- störf — 8599“, sendist Mbl. fyrir 24. febr. >f FYRIR 25 ARUM 20 febrúar 1941 stóð þetta í Morgunblaðinu: — Hermenn Selassies vinna sigur í Abyssiniu. Hafa þeir tekið 6 herstöðvar frá Ítölum, og er þorpið Danagil þeirra mikilvægast. — Haile Selassie keisari sagði eftirfarandi í samtali við brezkan blaðamann: „Ég mun fara í fararbroddi fyrir hermönnum mínuim inn í Addis Abeba á hvítum hesti á sama hátt og Badgolio gerði fyrir fimm árum.“ — Nýja revyan: „Hver mað ur sinn skammt" verður frum sýnd eftir næstu helgi. — Tvö tundurdufl sáust á reki út af Kolbeinsvík. Vegna veðurs var ekki hægt að sinna duflunum. Stjórnarfrumvarp var lagt fram á Alþingi, þar sem meðal annars er sagt,- að barnsmeðlög skuli ákveðin til eins árs í senn. — 4 gjaldþrot urðu árið 1940 (14 árið 1939) samkvæmt skýrslu Hagstofunnar. — Grikkir halda áfram að þjarma að ítölum hjá Tepel- ini. — Tilkynning frá seetulið- inu. Skotið verður úr fall- byssum 20. febrúar kl. 11 f. h. frá Álafossi til Kollafjarð- ar á autt svæði fyrir sunn- an Kollafjörð. Vegúrinn frá Álafossi að aðalveginum verð ur lokaður. — og þá fékkst nægur fiskur í Reykjavík, því að fiskbúðin Ránargötu 15 auglýsti eftir röskum sendli. GAMALT og gott Grimmur skyldi Góudagurinn fyrsti, annar og hinn þriðji, þá mun Góa verða. Er hún Góa öll er góð, að þvi gæti mengi, þá mun Harpa, hennar jóð, herða mjóa strengi. FRÉTTIR Vorboðakonur, Hafnarfirði. Aðalfundur Sjálfstæðiskvenna félagsins Vorboðans verður í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 8:30. Þar flytur Elín Jósefs- dóttir ræðu um bæjarmál, hingó spilað og kaffi framreitt. — Vorboðakonur eru hvattar til að fjölmenna. Kvenréttindafélag fslands. Að- alfundurinn verður haldinn í Tjarnarbúð þriðjudaginn 22. febr. kl. 8:30. Venjuleg aðalfondar- störf. Reykvíkingafélagið heldur spilafund, happdrætti, og sýnir ljósmyndir af Reykjavík að Hótel Borg, miðvikudaginn 23. þm. kl. 8:30. Félagsmenn fjölmennið og takið gesti með. Stjórn Reykvíkingafélagsins. Kristniboðs- og æskulýðsvik- an í húsi KFUM í Hafnarfirði: Síðasta samkoma vikunnar verður í kvöld kl. 8:30. Æsku- lýðskór syngur. Ræðumenn verða Ástráður Sigursteinsson, skólastjóri, Jóel Fr. Ingvarsson, skósmiður, og Friðrik Ó. Schram verzlunarnemi. Tekið verður á móti gjöfum til kristniboðsins. — Allir eru velkomnir. Nessókn: Aðalfundur Bræðra- félags Nessóknar hefst að af- lokinni messu kl. 3. í Félags- heimili kirkjunnar. Bræðrafé- lagið. Kristileg samkoma verður hald in í samkomusalnum Mjóuhlíð 16 sunnudagskvöldið 20. febrúar kl. 8. Allt fólk hjartanlega vel- komið. Konsó í Keflavík Almenn samkoma verður á vegum Kristniboðsfélags Kefla- víkur í Tjarnarlundi í dag kl. 3 eh. En kl. 4 hefst basar og kaffisala til stuðnings við starf íslenzku kristniboðanna í Konsó. Langholtsöfnuður: Spila- og Kynningarkvöld verður haldið í safnaðarheimilinu sunnudaginn 20. febr. kl. 8. Mætið stundvís- lega, Safnaðarfélögin. Hjálpræðisherinn: Sunnudag kl. 11 Helgunarsamkoma. Kl. 14: Sunnudagaskóli. Kl. 20:30: Hjálp ræðissam'koma. Allir velkomnir. Bræðrafélag Bústaðapresta- kalLs gengst fyrir konudagsfagn- aði í Réttarholtsskóla sunnudag- inn 20. febr. kl. 8:30. Fjölbreytt skemmtiskrá. öllum heimill að- gangur. Stjórnin. Æskulýðsfélag Bústaðasóknar, eldri deild. Fundur mánudags kvöld kl. 8:30. Stjórnin. Æskulýðsfélag Bústaðasóknar, yngri deild, Fundur miðviku- dagskvöld kl. 8:30. Stjórnin. Bræðrafélag Bústaðasóknar. Konukvöld er á sunnudaginn kl. 8.30. Stjórnin. Kristniboðsfélag karla. Fund- ur kl. 8:30 mánudagsikvöld kristniboðshúsinu Betaníu Lauf- ásveg 13. „ AFRÍKUMAÐURINN nefnist 30 mín. litkvikmynd, sem Júlíus Guðmundsson sýnir til skýringar erindi sínu í Aðventkirkjunni kl. 5 sunnudag. Erindið nefnist: Hvernig líf manna breytist og batnar. Garðahreppur: Skíðaferð frá Barnaskólanum á sunnudag kl. 10. Ungmennafélagið Stjarnan. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt hefur fund mánudagskvöldið 21. febrúar kl. 8:30 í Sjálfstæðis- húsinu. Geir Hallgrímsson borg- arstjóri heldur ræðu á fundinum og svarar fyrirspurnum. Bollu- Allt, sem faðirinn gefur mér, mun koma til min, og þann, sem til mín kemur mun ég alls ekki burtu reka (Jóh. 6,37). í dag er sunnudagur 20. febrúar og er það 51. dagur ársins 1966. Eftir lifa 314 dagar. Föstudagur. Langa- fasta. Konudagur. Nýtt tungl. Góu- tungl. Sjövilcnafasta. Góa byrjar. Árdegisháflæði kl. 5:50. Síðdegis- háflæði kl. 18:04. (Jpplýsingar um læknaþjon- nstu i borginnl gefnar í sim- svara Læknafélags Reykjavíkur, Símin er 18888. Slysavarðstofan i Heilsavernd arstöðinni. — Opin allan sólar- bringinn — sími 2-12-30. Næturvörður í Reykjavík er í Lyfjabúðinni Iðunni vikuna 19. — 26. febrúar. Næturlæknir í Keflavík 17. 2. til 18. 2. Kjartan Ólafsson sími 1700, 19. 2. til 20. 2. Arnbjörn Ólafsson sími 1840, 21. 2. Guðjón Klemensson sími 1567 22. 2. Jón K. Jóhannsson sími 1800, 23. 2. Kjartan Ólafsson sími 1700. Næturvörður í Hafnarfirði Helgarvarzla laugardag til mánu dagsmorguns 19. — 21. er Jósef Ólafsson sími 51820. Næturvarzla dagskaffi. Félagskonur takið með ykkur gesti, og aðrar konur vel komnar meðan húsrúm leyfir. Fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk er í Safnaðarheimili Langholts- sóknar þriðjudaga kl. 9 — 12. Gjörið svo vel að hringja í síma 34141 mánudaga 5 — 6. jf. m í dag verða gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Jóni Auðuns, ungfrú Björg Halldóra Björgvinsdóttir Hring- braut 107 og Valdimar Karlsson, rafvirki. Ránargötu 14. Heimili þeirra verður að Laufásveg 10. aðfaranótt 22. er Eirikur Björns son sími 50235. Kópavogsapótek er opið alla virka daga frá kl. 9:15—20. laug- ardaga frá kl. 9:15—16, helgidaga frá kl. 13—16. Framvegis verbur tekið á móti þelm, er gefa vilja blóð i Blóðbankann, sem hér segir: Mánudaga, þriðjudaga. fimmtudaga og föstudaga frá ki. 9—11 f.h. op 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA frá kl. 2—8 e.h. Laugardaga fra kl. 9—11 fJi. Sérstök athygli skal vakin á mi®- vlkudögum, vegna kvöldtímans. Holtsapótek, Garðsapótek, Soga veg 108, Laugarnesapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9. — 7., nema laugardaga frá kl. 9 — 4 og helgi daga frá kl. 1 — 4. Bilanasími Rafmagnsveitu Reykja- víkur á skrifstofutíma 18222. Nætur og helgidagavarzla 18230. Upplýsingaþjónusta AA samtak anna, Hverfisg. 116, sími 16373« Opin alla virka daga frá kl. 6-7 Orð lífsins svarar i síma 10009. □ „HAMAR“ í Hf. 59662228 = 7 1.0.0F. 10 = 1472218^ = 9.0. □ Gimli 59662217 — 1 Frl. Atkv. I.O.O.F. 3 = 1472218 = FL □ EDDA 59662227 — 1 Spakmœli dagsins Það er ekki nóg að hafa skyn- semi, maður verður líka að eiga göfuga lyndiseinkunn. — Gracian. Minningarspjöld Minningarspjöld Hjálpræðis- hersins, fást á Gesta og Sjó- mannaheimilinu og Aðalskrif- stofunni Kirkjustræti 2, Reykja- vík. Einnig á Hjálpræðishernum á Akureyri og ísafirði. Ágóðinn rennur til sumardvalar fyrir böm. Minningarspjöld Langholts- kirkju fást á eftirtöldum stöðum: Langholtsveg 157, Karfavogi 46, Skeiðarvogi 143, Skeiðarvogi 119 og Sólheimum 17. Aldarbragur m Eflaust fær enginn greint | allt það, er hefurðu reynt, ; land mitt, af mæðu og striti, misjöfnu stjómar-viti, meinfýsi, mærð og grobbi, menningar-þembu og snobbi. Þó skal ei þetta rætt, þar um ei verður bætt, heldur um mál það hið merka, mungátið, Egil sterka, sem æsing veidur öllum, eins í kotum sem höllum. Enn hefur ekkert gerzt, en orðrómur margur berst. Þingmenn um malið fjalla, minna um það vita en spjalla. Allt vita öðrum betur einmitt Björn minn og Pétur. Enda þeir orðin greið upphófu á þessa leið: „Bjór er ei boðinn dóna. Bjór talar milli bjóna. Bjórinn blíðlega svæfir. Bjórinn harmana Slævir. En stúlkumenn hafa hátt, hyggjíi °S niæla flátt, vilja aðeins veigar sterkar að væta okkar þurru kverkar og svo, að allir er sigla, öl megi drekka og smygla. Ég tek því undir það, sem eitt sinn skáldið kvað, og augljóst er hverju barni, enda er það málsins kjarni: „Mart er manna bölið, misjafnt drukkið ölið“. K e 1 i . —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.