Morgunblaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 3
Sunnudagur 20. fetrúar 1966 MORGU NBLAÐIÐ 3 \ Sr. Jón Auðuns, démprófastur: I ROKKURHEIMUM Þessum sunnudegi, sunnudegi í föstuinngang, fylgja þessi orð fyrra Pétursbréfs um Krist: „í andanum fór hann einnig og prédikaði fyrir öndunum í varð- haldi.“ Hér er kennt, að lausnarmátt- ur kærleika Krists nái ekki að- ems til þeirra, sem á ;jörðu eru, heldur einnig til þeirra, sem vansælir eru í rökkurheimum annarra veralda. Á þessa kenningu er of sjald- an minnzt og fáar prédikanir um hana fluttar. Þó lesum við hér einn fegursta kapítulann í kærleiksbók Drottins, einn feg- ursta kapítulann um kærleiks- vilja Krists. Þegar hann hefir innsiglað lausnarverk sitt fyrir jarðneska menn með krossdauð- anum minnist hann þeirra, sem í öðrum rökkurveröldum sitja og stígur til þeirra niður. Ekki til að dæma, heldur til að fytja lausn- arorð Guð eilífu elsku niður í bölheima og vonarljós inn í myrkur hinna vonlausu. Trúir þú þessu? Þú játar þetta nær sem þú hefur yfir orð trúar játningarinnar: „Steig niður til heljar." Við hverja skírn og fermingu er þessi játning gerð. Úr fórnarsteinum var lagður vegur Krists frá Betlehem til Golgata. Lá vegurinn víðar? Pétursbréfið lætur okkur sjá lengra inn í leyndardóma Krists og leiðir hans inn í heima myrk urs og dauða. Það segir frá sál- um „í varðhaldi," sem flúið hafa ljós Guðs og eru í „myrkrinu fyrir utan.“ Og þó er um þesar vansælu sálir ekki vonlaust, því að nið- ur í skuggaheim þeirra stígur Kristur til að vinna lausnarverk sitt einnig þar. Hann kom til að „leita að hinu týnda og frelsa það,“ og hann leitar víðar en á jörðu, leitar, leysir jír fjötrum og leiðir heim. Unniö að því að koma upp íslenzkum jazzballetflokki „AÐALÁHUGAMÁL okkar er að koma upp íslenzkum jazzballettflokki, og þess vegna meðal annars réð ég þennan nýja kennara frá London til starfa, og vænti mér mikils góðs af starfi hans.“ Það er Bára Magnús- dóttir, skólastjóri jazzballett- skóla Báru, fyrrverandi feg- urðardrottning, sem þannig mælti við blaðamann Mbl. þegar hún boðaði blaðamenn á sinn fund til að kynna starf semi skólans og eins nýjan enskan kennara, Lindsay Kemp, sem hefur nú starf við skólann. „Meiningin er,“ sagði Bára, „að ég kenni nemendum í öðrum tímanum í vikunni, en Lindsay Kemp hinn tímann og mun þannig skapast æski- leg fjölíbreytni í kennsluna. Nemendafjöldinn fer vax- andi, og voru fyrst hjá mér 60 en nú eru (hjá mér 300. Við erum nú til húsa á efstu hæð Aliþýðuihússins, en erum að leita okkur að öðru hentugra. Annað er það, að hjá mér eru nær eingöngu stúlkur, en okkur vantar að fá karlmenn- ina með í spilið, því að nær óhugsandi er að koma upp svona dansflökki, sem hægt væri að ferðast um með, nema að karlmenn skipi sinn hluta hópsins.“ Við snerum ökkur næst til hins enska kennara og spurð- um um nám hans og feril. „Ég hóf dansnám mitt hjá Royal Ballet í London, og hetf auðvitað dansað bæði klass- iskan ballett og jazzballett. Nú hef ég minn eigin dans- skóla í London, „Lindsay Kemp Dance Theatre“. Lindaay Kemp Mestan áhuga hef ég um ■ þessar muncLir á því að koma I upp íslenzkum dansflokki, og * eftir stutt kynni mín af ís- : lenzkum dansendum, finnst ■ mér þeir ákaflega efnilegir, : en ég vil taka undir orð j Báru: Við þunfuim að fá karl- ■ menn í skólann. Ennfremur : vœnti ég samvinnu við ís- ■ lenzk tónskáld til að semja ; lög við dansana hjá okkur.“ j Haraldur Ólafsson, unnusti j Báru, sem sér um ýms fram- ; kvæmdaratriði varðandi skól- ': ann, sagði okkur, að kennsl- ■ unni væri hagað á þá leið, : að stúlkur frá 5—6 ára aldxi » fengju kennslu í klassískum ; ballett, en 10—11 ára væri : hœgt að byrja að kenna þeim ; jazzballett. Svo vasru frúa- ; flokkar á öilurn aldri. Hver • einstaklingur fengi 2 tíma í ; viku, og nú væri meiningin : að Bára og Lindsay Kemp ; skiptu þessari kennslu á milli : sín. ■ ■ ■ Að lokum var svo blaða- : mönnum boðið að horfa á ; Lindsay Kemp kenna 3 ung- : um og fallegum stúlkum jazz j ballett, og fannst öllum við- ; stöddum mikið til koma. í Stærsto sýning n verkum Snorro flrinbjnrnnr Á föstudagskvöldið var opnuð { Menntaskólanum í Beykjavík á vegum Listafélags skólans stærsta sýning á málverkum eft- ir Snorra sáluga Arinbjarnar. Öll eru málverkin úr einkaeign nema eitt, Gullfossmyndin, sem Listasafn ríkisins léði til sýn- ingarinnar. limir félagsins, svo að þetta er fjölmennt félag. Þau kváðust hafa notið dyggi- legrar hjálpar Björns Th. Björns sonar listfræðings, sem þarna var staddur líka, bæði við upp- setningu málverkanna, svo og ekki síður við að afla þeirra til láns, en það hefði verið erfitt verk og tafsamt. Þeir hafa til bryggis tryggt myndirnar fyrir 2 milljónir króna. Björn Th. Björnsson sagði, að það væri rosaegt átak að koma þessari sýningu á, og mætti hiklaust telja sýningu þessa með merk- ari sýningum, sem hér hefðu ver ið haldnar. Sýningin verður opin næsta hálfa mánuðinn í kjallarasal nýju Menntaskólabyggingarinn- ar, og er gengið inn frá Bók- hlöðustíg. Sýningin er opin daglega frá kl. 2—10. Blm. Mbl. kom í sýningarsal- Inn rétt í þann mundfsem stjórn Listafélagsins hafði lokið við að hengja upp málverkin. Hitti hann þar fyrir Þorstein Helgason forseta Listafélagsins, en hann er nemandi í 6. bekk B, óg Ágúst Guðmundsson, úr 5. bekk B, en hann er gjadkeri fé- lagsins. Einnig hitti hann að máli Hrafnhildi Stefánsdóttur úr 6. bekk X, en Iþn er formaður Myndlistardeildar félagsins. Þau létu í ljós ánægju yfir því ®ð fá tækifæri til að koma þess- ari sýningu upp. Á henni væru 65 málverk frá öllum lista- mannsferli Snorra Arinbjarnar, m.a. nokkrar af fyrstu myndum hans, ásamt sjálfsmynd hans. Það mun hafa verið á síðastliðnu hausti, að Sverrir Haraldsson listmálari, sem leiðbeinir Mynd- listadeildinni á mánudagskvöld- um mlli 8 og 10, kom fram með þá uppástungu, að Lstafélagið kæmi sýningu þessari á. Svo sem kunnugt er, eru allir nem- endur skyldugir til að vera með- Hrafnhildur Stefánsdóttir, formaður Myndlistardeildar og Björn Th. Björnsson listfræðingur á Syningunni á föstudag. Sv. Þorm. tók myndina. Er ekki þetta einn fegursti kapítulinn í bókinni um kær- leika Krists? Við þekkjum kær- leika hans til manna, hvað hann gerði fyrir þá. Og kærleikur hans nær til allra heima, hvar sem einhver sál er að fjarlæg- ast Guð og fara helvegu. Á þeirri hugmynd, að endur- leysandi kærleikur Krists nái einnig til framliðinna, þeirra, sem ekki „dóu í Drottni," er reist sú von, að allar sálir eigi möguleiika til hjálpræðis, öll þau breysku og brotlegu börn, sem dóu án þess að hafa fundið leiðina til Guð. Þykir þér ekki vænt um þá von? Snertir hún ekki eitthvað, sem liggur hjarta þínu nær? Þorir þú að deyja án hennar? Markmið Kristelskunnar er sjálfsfórnin til að tæma öll víti myrkra, syndar og dauða. í dag er föstuinngangur. Á föstunni sýnir kirkjan þér í mörgum myndum fegursta fórn- arlífið, sem á jörðu hefir verið lifað og náði hámarki á Golgata. Og föstubyrjuninni lætur kirkj- an fylgja texta Pétursbréfsins, sem segir frá ttir Krists til rökk- ui'heima og þeirra, sem á þeim ömurlegu lífssviðum dvelja og þjást. ‘ Til jarðar steig hann niður til að vísa okkur veginn upp. Til rökkurheima steig hann nið- ur til að leiða vansæla frá myrkri til Ijóss. Trúir þú því, að svo mikill og dýrðlegur sé rnáttur kærleika Krists? Grím- ur Thomsen kvað: í skoðuninni skynja ég, hve skammt mín náði von, og hve mín var trúin treg að treysta á mannsins son. _ Hann gerir ráð fyrir því, að í öðrum heimi gangi hann í skoð- un en ekki trú, og að þá muni hann sjá, að Kristi hafi hann aldrei kunnað að treysta nógu vel. Getur þú trúað því, að vald Krists sé meira og persóna hans dýrðlegri en menn géra sér ljóst Getur þú trúað því, að hlutverk Mannssonarins í endurlausnar- starfinu sé ekki bundið við þá útborg tilverunnar eina, sem þú byggir r|í, en nái víðar en nokk- ur mannshugur hefir kannað? Fastan sýnir þér kærleika Krists með mörgum myndum, mynd- ina af honum í rökkurheimum vill kirkjan ekki láta vanta þar, þessvegna lætur hún þig í byrj- un föstunnar lesa og hugleiða kaflann í fyrra Pétursbréfi, sem segir frá för Krists til rlikkur- heima. Þeir heimar kunna að vera víðar en þú veist og í fleiri mannssalum en þig grunar Hvar er hjarta þitt? En þá er gott að eiga trú á sigurmátt ljóssins, sem mun að lokum alla heima lýsa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.