Morgunblaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. febrúar 1966 Of lengi í varnaraðstöðu gagn- vart Evrópu og Bandaríkjunum Ræða Júlíusar Bombolt, forseta danska þingsins á fundi Norðurlandaráðs í HINUM almennu umræðum um efnahags- og menningarmál, sem fram fóru á síffasta fundi Norðurlandaráðs, flutti Júlíus Bomholt, forseti danska þinigs- ins, athyglisverða ræðu um nor- ræna samvinnu á sviði menn- ingiarmála. Bomholt var um ára- bil menntamálaráðherra Dana. Kæða han.s fer hér á eftir: í setningarræðu sinni benti Sigurður Bjarnason réttilega á, að hingað til hefur Norðuirlanda- ráði orðið mest ágengt á menn- ingarsviðinu. Hann benti enn- fremur á það, að menningarsam- vinna Norðurlandaþjóða myndi fá siaukna þýðingu. Þetta e<r vafalaust alveg rétt. Á síðasta þriðjungi aldar vorrar, verður menningarpólitíkin farin að verða jafn mikilvæg og félags- málapólitíkin hefur hingað til verið. Æskilegt væri, að Norðurlanda ráð gæti — í framhaldi af lofs- verðri starfsemi sinni hingað til — verið í fararbroddi í menn- ingarviðleitni komandi ára. Ég hef eindregið mælt með því, að menningarsjóðurinn fái hinar umbeðnu þrjár milljónir króna til umráða á ári. Þetta er hófleg upphæð, miðað við út- gjöld til slíkra mála í fjárlögum landanna — ef henni er jafnað niður á fimm þjóðir. í sambandi við fjölmiðlunar- tæki koma upp ýmsar spurning- ar, sem krefjast svars. Útvörpin á Norðurlöndum hafa átt með sér nána — og að heita má dag- lega — samvinnu. Engu að síður væri það æskilegt, ef Norður- landaráð — t.d. fyrir milligöngu naenntamálanefndar sinnar — væri látið fylgjast með því, sem fram fer og einnig hinu, sem í undirbúningi kann að vera — ekki sízt á sviði sjónvarps. Það gæti orðið mjög gagnlegt, ef full trúar frá útvörpum landanna gæti komið til funda við mennta málanefndina, og þessir aðilar gætú átt viðræður um hin merk- ari viðfangsefni. Skýrsla um slíkan fund, svarandi til rann- sóknar- og vísindamannafundar- ins í Helsingfors, gæti áreiðan- lega verið iþýðingarmikill fyrir framtíðina. Knud Thestrup frá Danmörku hefur vikið að leiðréttingarréttin um, og í aðalatriðum er ég sam- mála honum. Ég hef, á viðeigandi stað og stundu. gagnvart útvarpi Danmerkur, lagt áherzlu á það, að verði frjáls vinnusldlyrði inn leidd, hljóti það að hafa í för með sér skýrt ákveðna ábyrgð á hverri einstakri útvarpsútsend- ingu. Um einstök atriði á þessu sviði mætti tala langt mál, en látum nægja að bera fram ákveðna ósk um, að ábyrgðin verði ákveðin á fullnægjandi greinilegan og lögformlegan hátt — ekki sem hótun, heldur í eðli- legu samræmi við lýðræðislega stjórnarhætti vora. Annars ætla ég ekki að víkja að hinum mörgu tillögum, sem síðar munu koma til umræðu á almennum fundi, en hinsvegar vildi ég gjarna fylgja úr hlaði tveimur tillögum, sem í undir- búningi eru. í menningarmálanefndinni hef ég lagt fram tillögu um, að gefin verði víðtækari skýrsla — en þó stuttorð um einstök atriði —• um helztu menningarnýmæli, er fram koma á Norðurlöndum. Nú á tímum gerist svo ótrúlega margt í senn, að erfitt er að fylgjast með því öllu, jafnvel fyr- ir áhugamenn um menningarmál. >að gæti verið gagnlegt, ef hægt væri að benda okkur á þá við- burði, sem fela í sér einhverjar nýungar, og almennt tekið um þau markmið og leiðir, er fram koma á hinum ýmsu sviðum menningarinnar. Til bráðabirigða höfum við spurt tímaritið Nord- isk Kóntakt, hvort það mundi, innan sinna marka, geta leyst þennan vanda. Af Svía hálfu hefur Ragnar Edenman, mennta- málaráðherra, borið fram hug- myndina um norrænt menning- artímarit, er gæti birt efni, sem snertir umræður þser, er fram fara hér og þar, og oft um merk efni. Hugmyndin um tímaritið sýnir, að menn finna þörfina á einhverskonar lausn. Og svo er annað: >að var stór- brotið og djarflegt frumkvæði, sem hratt af stað útgáfu norrænnar miðalda-alfræðibókar, þessa ágæta verks, sem samein- aði vísindamenn vora í árangurs- ríkri samvinnu. Nú hefur danski málarinn Asger Jom safnað saman efni í mikið verk um norræna list og út er komið, sem sýnishorn, bindi, er fjallar um skánsku skírnarfontana. Hugsunin að baki þessu verki er sú, að við eigum í okkar Narðurlandasögu lista- verk, sem eiga erindi við Evrópu og allan heiminn. Ég á ekki aðra ósk heitari en þá, að við getum fundið viðunandi leið til útgáfu iþessa mikla verks. Við höfum allt of lengi verið í þiggjandi og varnarafstöðu til hinnar miklu Evrópu og svo Bandaríkjanma — að ekki sé minnzt á aðra hluta heims. Við ættum að taka til óspilltra málanna í fullvissu um, að við eigum miklar gjafir, sjálf- stæðs eðlis, að færa menningcir- lífi annarra landa. Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar Guðlaugs Þorlákssonar Guðmundar Péturssonar Aðalstræti 6. Símar 1-2002, 1-3202 og 1-3602. A.P.G. Benzmdælur og benzmdælusett Mercedes Benz 180, 190, 220. Ford Taunus 12M, 15M, 17M Volkswagen 1200, Transporter Saab 95, 96. Varahlutaverzl un * Jóh. Olafsson & Co. Brautarholti 2 Sími 1-19-84. Blaiburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Vesturgata, 44-68 Laugaveg, 114-171 Aðalstræti Túngata Baldursgötu Framnesveg Kerrur undir blöðin fylgja hverfunum SÍMI 22-4-80 heldur fund í Sjálfstæðishúsinu á mánudagskvöldið 21. febrúar kl. 8,30. D A G S K R Á : Félagsmál. Borgarstjórinn Hr. Geir Hallgrímsson flytur ræðu og svarar fyrirspurnum. Bolludagskaffi. Félagskonur takið með ykknr gesti. Allar aðrar konur velkomnar meðan húsrúm leyfir. Mætið stundvíslega. STJÓRNIN. Frá Englðndi: Nýjar fermingar- og vetrarkápur í f jölbreyttu litaúrvali teknar fram á morgnn. BERNHARD LAXDAL Kjörgarði. Vorboðafundur Hafnarfirði Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði heldur aðalfund í Sj álfstæðishúsinu mánudaginn 21. þ.m. kl. 8,30 e.h, Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Frú Elín Jósefsdóttir bæjarfulltrúi talar um bæjarmál. Spiiað verður Bingó. Kaffidrykkja. Vorboðakonur, mætið vel og stundvíslega. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.