Morgunblaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. febrúar 196 Roland Huntford Observer: '■''■Ww -< /úf-' ígf'i • ■• Vfií- Eitrun nytjafiska i N-Atlantshafi \ ÁHYGGJUR manna á Norður- löndum af kvikasilfursmeng- un í ám, vötnum og sjó fara nú hraðvaxandi. Ekki varð það til þess að draga úr kvíða manna, er 150 dauðir mávar fundust nýlega við Noregs- strendur. Fuglarnir fundust allir á sama stað, við ármynni, nærri Stavanger. Rannsóknir leiddu í ljós, að í lifur fugl- anna og heila var mikið magn af kvikasilfri, en einnig fannst DDT (skordýraeitur) og önn- ur eiturefni. Allt bendir til, að fuglarnir hafi drepizt af skyndilegri kvikasilfurseitrun. Fyrirboði dauða var krampi og mátt- leysi. Þótt hér sé vissulega um alvarlegt vandamál að ræða, að því er snertir fuglana sjálfa, þá kunna afleiðingarn- ar að vera mun alvarlegri fyr- ir fólk, sem (eins og mávar) etur fisk. Kvikasilfrið í máv- unum getur aðeins hafa kom- ið úr fiski. Þar eð fuglarnir fundust við ármynni, þá var ekki hægt að komast að raun um, hvort fuglarnir höfðu etið fersk- vatnsfisk eða fisk úr sjó. — Fiskitorfur koma iðulega inn á firði, að ármynnum, og þar eiga mávarnir auðvelda bráð vísa. Á því hefur um langt skeið leikið mikill grunur, að ó- hreinkun lofts og vatns hafi grafið um sig á fiskimiðum, þar sem þorskur og annar fisk ur hrygnir. Kvikasilfur er notað gegn sveppagróðri í fræjum, og talið er, að það, og skordýraeitur skyld DDT, berist með jarðvatni í ár og til landgrunnsins. Mest magn þessara efna er að finna á grunnsævi, en þar mengast svif af þeim, og annar lægri sjávargróður, sem er fæða fisksins. í fiskinum verður hlutfalls- lega mun meira magn eiturs en í lægri dýrategundunum, og hvað mest í stærri fisk- um, sem hagnýttir eru til manneldis, t.d. þorski. Þorsk- urinn etur allt, sem að kjafti kemur, en er jafnframt sá fisk ur, sem mest er veitt af. —- Þorskur er aðalfiskfæða strand búa í Noregi, auk þess, sem hann er mikið etinn í Bret- landi og annars staðar í Ev- rópu. Stórfelld mengun þorsk stofnsins getur haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar. Rannsóknir, sem fram hafa farið í Danmörku, hafa leitt í ljós, að þar finnst kvikasilfur í þorski, en ástæðan hefur ver ið talin sú, að þorskurinn leiti ætis í Kattegat, og í mynni Eystrasaltsins. Megi telja , að mávadauðinn við Stavangur sé merki um ástand ið á fiskimiðunum, þá hefur eiturmengunin þegar náð til úthafsins. Hvergi hefur kvikasilfur verið notað í ríkari mæli á Norðurlöndum en í Svíþjóð. Má jafnvel vera, að Svíar hafi gengið lengra í þessu efni en nokkur önnur Evrópuþjóð. Hefur nú slegið svo miklum óhug á sænsk yfirvöld, að fyr- irskipuð hefur verið allsherj- arrannsókn á fiski úr öllum vötnum. Fyrstu niðurstöður sýna, að kvikasilfur er að finna þar í vatnafiski, og í sumum tilfell- um er um mjög mikið magn eitursins að ræða, ásamt skor- dýraeitri, skyldu DDT. Því stendur nú fyrir dyrum í Svíþjóð rannsókn á því, hve mikið kvikasilfur finnst í lík- ömum þeirra, sem mikið eta af fiski. Hluti þessara rann- sókna er fólginn í því, að ala fólk á fiski úr þeim vötnum, þar sem sannað er, að ekkert kvikasilfur er fyrir hendi. Er það von yfirvalda, að í ljós komi, að hve miklu leyti kvikasilfurseitrun hefur gert vart við sig hjá almenningi, og að hve miklu leyti má rekja andlega og líkamlega sjúkdóma til eitrunarinnar. Það þarf raunverulega ekki rannsókn til að staðefsta, hve mikil mengunin er. Sænsk yfirvöld hafa nýlega bannað notkun kvikasilfurs gegn sveppasjúkdómum (á ræktun- arlandi), en bannið gengur ekki í gildi fyrr en í vor. Hins vegar eru margir þeirrar skoð unar, að mikill hluti eitursins berist út með reyki úr iðn- verum. Hverjar, sem afleiðingarn- ar geta orðið, þá er ekki ann- að að sjá en að ár og úthöf séu nú orðin menguð, og að þeir, sem eta mikinn fisk, eigi eitrun á hættu. (Observer, öll réttindi áskilin). Aldarminning Gunnvör Rósa Elíasdóttir Hjónin á Dynjanda. ég kom til þeirra og voru þau'*’ mér eins og beztu foreldrar. Hugur minn reikar nokkur ár aftur í tímann, og fer í lítið ferðalag um fornar slóðir, hann nemur staðar við lítinn fjörð sem heitir Leirufjörður. Þar búa nú ekki lengur framtakssamir bændur, allt í auðn, aðeins eitt tiimíburhús uppistandandi. fbúð- arhúsið, sem hjónin Benedikt og Rósa létu byggja á árunum 1994- 1906 og hefur staðið autt nú um margra ára skeið. En mér er sem ég heyri nú hrikta í hjörum eða berjist gluggi. Öðruvisi var áður fyrr, oft var gaman að Mta út um gluggana er einlhver var að koma ríðandi eða gangandi, eða bátur kom að landi. Dynj- andi var fyrr á árum í þjóðbraut og gestir komu þar otft til dvalar í lengri eða skemmri táma. Jafn- vel komu ferðalagar í gullleit fram undir Drangajökul, sem liggur fyrir botni fjarðarins. Þarna bjuggu hjónin rausnarbúi. og einnig verzluðu þau um trma. Gunnvör Rósa EMasdóttir var fædd 15. febr. 1066 að Skjaid- fönn á Langadalsströnd. Foreldr- ar hennar voru Sólveig Bjarna- dóttir Ásgeirssonar „eldri“ að Rauðamýri og EMas Vagnsson Ebenesersonar að Dynjandi Jóns- sonar, bróðir Gríims Jónsisonar Thorkelíns, prófessors og léynd- arskjalavarðar. Rósa var meðal- kona á hæð, glæsileg á velM, snör í snúningum og hljóp jafn- an við fót. Hún var vel greind kona, og stálminnug á allt sem hiún las eða heyrði. Hún var ræðin og sagði vel frá og oft sagði hún okkur börnunum sög- ur úr íslendingasögunum, eins og Njálu og Noregsfconungasög- um. Hún sagði svo vel frá að það festist jafnan vel i minni. Ef hún var ekki að tala við ein- hvern þá raulaði hún fyrir munni sér vísut, sem henni þóttu góðar, og fór þá gjarnan oft með sömu vísuna, svo að maður komst ekki hjá að læra þær og muna. Hún var heldur heilsuveil er á ævina leið, en jafan glöð og hafði ósegjanlega gaman að gleðja aðra, ef ekki með gjöfum þá með vingjarn- legum ocðum og allir báru mikla virðingu fyrir henni. Rósa var mikill dýravinur og hafði jafn- an mikið af dýrum á heimilinu, t.d. hunda og ketti, og talaði við þau eins og hún væri að tala við börn, gerði þeim upp málið, og orti jafnvel um þau stökur. Um kisu sína Skuggasvein orti hún þessa vásu: Hrafntinnu svart hann hefur bak, húfan er samskonar fyrirtak. augun eru gulleit með augnahár, nefið er lítið og munnurinn smár, hakan er sívöl, en hæfileg þó hreint oig fágað brjóstið, sem nýfallinn snjór, fætur eru mjallhvítir, og fá aldrei skó. Um tík eina sem hún átti orti hún þessa stöku: Fellur hver á feigðarslóð fjörs þá þrýtur Mna þá skal yrkja erfiljóð eftir Völu mína. Margar fleiri vísur orti hún um dýrin sín, en við látum þetta Dynjandi. Maður hennar' var Benedikt Kr. Benediktsson, fæddur 27. nóv. 1858. Sonur hjónanna Krist- jönu Vagnsdóttur og Benedikts Jóhannessonar í Kvíum í Grunnavíkurhreppi. Hann var meðalmaður á hæð, nokkuð þrekinn, myndarlegur á velli og samsvaraði sér vel, hann var jafnlyndur og mesta góðmenni, léttur í lund og gam- ansamur. Snöggur í fasi og fljótlhuga og mesti dugnaðar- maður. Þau hjónin voru vel efn- um búin um það bil sem þau létu byggja íbúðarhúsið, þó var nú ekki verið að fá lán, þó ráð- ist væri í byggingu, sem þá þótti mikið framtak. Mamma sagði mér að húsið hefði verið greitt út í gulli, en ekki þori ég nú að nefna upphæðina. Þessi hjón kallaði að auðvitað j>abba og mömmu, en ég var Oja ára þegar Þau hjónin eignuðust aðeins einn son sem lézt nýfæddur. En Benedikt eignaðist eina dóttur utan hjónabands, Kristinu f. 5. 6. 1896, sem síðar giftist Hallgrími Jónssyni, og þau tóku við búi eftir hans dag og voru síðustu áfoúendur á Dynjanda. Síðan hefir jörðin verið í eyði. Er það illa farið, því að vel búnaðist þeim þar Rósu og Benedikt. Við vorum 5 börnin, sem ólumst þar upp, sum frá fæðingu, eins og Halldór Halldórsson, Kristín Benediktsdóttir, Benjamín Krist- ján Eiríksson. Ólöf Jóhannesdótt- ir kom til þeirra tveggja ára og svo ég. Mörg fleiri börn komu á heimilið, _ sem dvöldu þar árum saman. Ég man ekki betur en við værum 12 börnin, sem fermd ust frá Dynjanda meðan Rósa og Benedikt bjuggu þar. Öllum þessum börnum sýndu þau hjón in óvenjulega umtoyggju og ástríki, alveg eins og við vær- um þeirra börn. Það er meira en gerðist á þeirn tímum, alls staðar. Ég vil með þessu fáu orðum minnast þessarar göfugu konu, sem reyndist mér sem móðir í bernsku. Ég veit ég mæli fyrir munn okkar aMra fóstursystkin- anna, því að við elskuðum hana öll. Gunnvör Rósa andaðist 16. júlí 1930. Hún var jarðsungin að S'tað í Grunnavík af séra Jón- mundi Halldórssyni. Blesisuð sé minning hennar. Gunnvör Rósa Falsdóttir. Mikill hugur í Húsvíkingum lyrii hrogn- kelsnverlíð Húsavík, 19. febrúar. SAMA vetrarríkið er hér og verið hefur, og liggja allar sam- göngur niðri, á landi. Vegurinn héðan til Akureyrar hefur enn ekki verið ruddur, og verður ekki ruddur í bráð. Hins vegar hafa samgöngur í lofti gengið mjög vel, og hafa verið reglu- legar flugferðir hingað. Góðar gæftir hafa verið hér hjá bátum flesta undanfarna daga, en afli verið fremur treg- ur. Þó eru menn aðeins farnir að veiða rauðmagann, og er mikill hugur í mönnum hér fyrir hrognkelsavertíðina. — Fréttaritari. Styrmir Gunnarsson iögfræðingur Laugavegi 28 B. — Sími 18532. Viðtalstími 1—3. GtJSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8. Simi 11171. SKÁk í BEVERWYK fór fram dagana 12. — 30. janúar, að venju, hið árlega skákmót verksmiðjanna I Bewerwyk. Að þessu sinni voru þátttakendur 16, en þar af voru átta stórmeistarar, sjö alþjóða- meistarar og einn meistari Bachtiar frá Indónesíu. Úrslit mótsins urðu sem hér segir: 1. Polugajewsky 1U4 2. Szabo 11 3. Bilek 1014 4. Ivkov 10 5. Nei 814 6. Langeweg 8 7. Dr. Filip 714 8—9. van den Berg 7 8—9. Donner 7 10. Danjanovic 614 11—13. Bobotzoff 6 11—13. Czerniak 6 11—13. Kuijpers 6 14. Bachtiar 514' 15. van Scheltinga 5 16. Dr. Lehmann 4 Heimsmeistari kvenna Nona Gaprindasvili náði sjötta sæti i meistaraflokki mótsins. Hér kemur stutt skák sem sigurveg- arinn leggur ísraelmeistarann Czerniak. Hvítt: Lev Potugajewsky U.S.S.R. Svart: M. Czerniak ísrael. Kóngsindversk vörn. 1. d4, g6. 2. e4, Bg7., 3. c4, d6. 4. Rc3, e5. 5. d5, f.5. í fyrstu umferð lék Czerniak 5. — Re7 ggen Donner með fram haldinu 6. h4, f5. 7. h5, O-O. 8. hxg6, hxg6. 9. Bg5. 6. exf5 Rxf5 7. Bd3 Bxd3(?) Mun betra var strax 7. — Re7, 8. Dxd3 Rbd7 9. Rf3 Rgf6 10. Rg5 Hvítur reynir strax að not- færa sér veikleikan á e6. 10. — Rf8 11. 0-0 Dd7 12. f4 h6 Sjálfsagt var strax 12. -0-0 * 13. fxe5 dxe5 . 14. Rge4 Rxe4 15. Rxe4 0-0-0 16. Be6 b6 17. Hadl c5 18. b4! Re6 19. bxc5 bxc5 20. Da3 Nú þrengir hvíta drottningin sér inn í herbúðir svarts. 20. — Rd4 21. Rxc5 gefið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.