Morgunblaðið - 02.03.1966, Side 8
8
MORGU NBLAÐIÐ
Miðvil«idagur 2. marz 1966
Stofnaður verði Listlaunasjóður
Fyrirkomulagi á úthlufun
listamannalauna verði hreylt
f GÆR var mælt fyrir tveimur
frumvörpum í efri deild, sem
bæði miða að því að breytt
verði núverandi skipulagi á
fyrirkomulagi á úthlutun lista-
mannalauna.
Karl Kristjánsson (F) mælti
fyrst fyrir sínu frumvarpi, en
í því er gert ráð fyrir að stofn-
aður verði sjóður, er nefnist
Listlaunasjóður íslands og skulu
verkefni hans vera, a. að veita
viðtöku fé, sem Alþingi ákveð-
ur á fjárlögum, að varið skuli
úr ríkissjóði til listlauna, og
öðru því fé, sem honum kann
að berast í sama skyni, svo sem
gjafafé. b. að greiða laun lista-
manna ár hvert og c. að ávaxta
listalaun, sem bíður úthlutun-
ar, með því að geyma það í
banka. í annarri grein frum-
varpsins eru ákvæði þess efnis
að árlega skuli veita fé til List-
launasjóðs íslands, eigi minni
fjárhæð í heild en 5 milljónum
króna. Skal sundurliða fjárveit-
inguna á fjárlögum til skálda og
rithöfunda, myndlistarmanna,
tónlistarmanna og leiklistar-
manna.
í þriðju grein eru ákvæði
um launaflokka listlaunasjóðs og
einnig um að laun úr Listlauna-
sjóði skulu vera skattfrjáls.
í fjórðu grein frumvarpsins er
kveðið á um að úthlutun launa
skulu hafa á hendi fjórar nefnd-
balastore
Stærðir 45—265 cm.
Kristján
Siggeirsson hf.
Laugavegi 13. S. 13879 -17172.
Straumlokur
í enska, þýzka og
ameríska bíla.
Sími 11984.
Varahlutaverzlun
*
Jé. Olafsson & Co.
Brautarholti 2
Sími 1-19-84.
ir, sem úthluti hver fyrir sína
listgrein. Skal úthlutunarnefnd
skálda- og rithöfundalauna vera
skipuð þannig: Menntamálaráð
kýs einn mann og er hann for-
maður nefndarinnar, Heim-
spekideild háskólans tilnefnir
tvo menn og Rithöfundasam-
band fslands tvo menn. Úthlut-
unarnefnd myndlistalauna skal
þannig skipuð: Menntamálaráð
kýs einn mann og er hann for-
maður nefndarinnar. Félag ís-
lenzkra myndlistamanna til-
nefnir einn mann og Myndlista-
félagið annan. Úthlutunarnefnd
tónlistarlauna skal þannig skip-
uð: Menntamálaráð kýs einn
mann, og er hann formaður
nefndarinnar. Félag íslenzkra
myndlistarmanna tilnefnir einn
mann_ og Myndlistafélagið ann-
an. Úthlutunarnefnd tónlistar-
launa skal þannig skipuð:
Menntamálaráð kýs einn mann,
og er hann formaður nefndar-
innar. Tónskáldaféag fsands,
Einsöngvarafélag íslands og Fé-
lag íslenzkra tónlistarmanna
skulu öll félagi tilnefna tvo
menn. Úthutunarnefnd leikistar-
launa skal svo þannig skipuð:
Menntamálaráð kýs einn mann,
og er hann formaður nefndar-
innar. Bandalag ísl. leikara til-
nefnir einn mann og Félag ís-
enzkra leikdómenda einn mann.
— Kjör til þessarra nefnda skal
gilda til þriggja ára í senn.
Gils Guðmundsson (K) mælti
því næst fyrir sínu frumvarpL
Eru helztu atriði frumvarps
hans þau að gert er ráð fyrir
nýrri skipan úthlutunarnefndar,
Jóhann Hafstein dómsmálaráð-
herra mælti í gær fyrir stjórn-
arfrumvarpi um breytingu á um
ferðarlögunum. Sagði ráðherra
að þær tillögur er fram kæmu
í frumvarpinu væru komnar frá
rannsóknarnefnd umferðarslysa
og umferðarnefnd. Gert væri ráð
fyrir með frumvarpinu að sett
yrðu ný ákvæði og strangari um
ökuleyfi. Gert væri ráð fyrir
að út yrði gefin bráðabirgða-
ökuleyfi til byrjenda og giltu
þau í eitt ár. Væri ekki nema
eðlilegt að fylgzt væri með
hvernig handhafa þessara skír-
teina þ. e. byrjendur stæðu sig
í umferðinni og væri slíkt væn-
legt til að skapa aukið aðhald
og koma betri skipan á. Þá væru
einnig ákvæði þess efnis að lög-
reglustjóra væri heimilt að láta
menn sanna við endurnýjun
ökuleyfa, að þeir hefðu fullnægt
skilyrðum til þess að fá öku-
leyfi. Væri flylsta ástæða til að
hafa þetta ákvæði, og gæti það
stuðlað að því að þeir er fengið
héfðu ökuleyfi reyndu að gera
sér bet.ur grein tyrir þeim nýj-
ungum er yrðu í umferðarlög-
gjöfinni hverju sinni.
4 herb. ibúð
um 120 ferm. við Brekkulæk
•er til sölu. Bílskúrsréttindi og
sérhitalögn á nýju og góðu
hitaveitusvæði. Uppl. í síma
1-93-95.
þar sem þrír aðilar eiga fulltrúa.
Háskóli íslands, löggjafarvaldið,
og heildarsamtök listamanna.
Tiltekinn fjöldi viðurkenndra
listamanna njóti fastra lista-
mannalauna á fjárlögum. Tiltek-
inn fjöldi listamanna hljóti all-
ríflega starfsstyrki í tvö eða þrjú
ár. Stofnaður verði Listasjóður,
sem styðji íslenzkt listalíf með
ýmsum hætti. Heildarframlag
ríkisins til stuðnings listum og
listamönnum verði hækkað veru
lega.
Nánari ákvæði í frumvarpi
Gils eru m. a. þau, að flokkar
fastra listamannalauna á fjár-
lögum skuli vera tveir. Allt að
tíu mönnum skuli veita 120 þús.
kr. árleg heiðurslaun ævilangt
og allt að tuttugu mönnum 80
þús. kr. árlefe listamannalaim.
Eigi skulu færri en 25 listamenn
hljóta föst laun á fjárlögum ár
hvert. Úr sjóði er nefnist Lista-
sjóður Islands og tekur við fé
því er Alþingi úthlutar, skal ár-
lega úthluta starfsstyrkjum til
listamanna. Skulu 5—10 lista-
menn njóta starfsstyrkja að upp
hæð 120 þús. kr. ár hvert og
15—20 listamenn starfsstyrkja
að upphæð 80 þús. kr.
Þá skulu einnig af tekjum
Listasjóðs vera heimilt að verja
fé til stuðnings listum og lista-
mönnum t. d. með því að reisa,
kaupa eða taka á leigu hús á
hentugum stöðum, þar sem lista
mönnum yrði boðið að dveljast
um skeið við listsköpun og að
skipuleggja og kosta kynningu
og túlkun góðrar listar sem
víðast um land.
í efri deild var einnig tekið
til 3. umræðu stjórnarfrumvarp-
ið um kosningar til Alþingis og
það afgreitt til neðri deildar.
í annarri grein frumvarpsins
væru svo ákvæði um að dómara
væri ekki skylt að taka fyrir
ökuleyfissviptingar sem lögreglu
stjóri hefði ákveðið, nema við-
komandi aðili krefðist þess.
Þetta ákvæði gæti stefnt að því
að flýta og koma betri skipan
á þessi mál, en eins og málin
hefðu staðið að undanförnu
hefði meðferð þeirra tekið mjög
langan tíma og þeir sem misst
hefðu ökuleyfi hefðu haldið
skírteinum sínum, unz þeir voru
sviptir þeim með dómi.
Málinu var síðan vísað til 2.
umræðu og allsherjarnefndar.
Ný mál
f GÆR var lögð fram fyrirspurn
frá Jóni Skaftasyni til ríkis-
stjórnarinnar um almennan líf-
eyrissjóð. Er fyrirspurnin
þannig: Hvað líður undirbún-
ingi löggjafar um almennan líf-
eyrissjóð samkvæmt þingsálykt-
un samþykktri 13. maí 1964?
Einnig var lagt fram nefndar-
álit frá heilbrigðis- og félags-
málanefnd um breytingu á lög-
um um Bjargráðasjóð íslands.
f neðri deild voru í gær
tekin fyrir til þriðju umræðu
frumvörpin um iðnfræðslu og
eignar og afnotarétt fasteigna.
Voru bæði málin afgreidd til
Efri deildar.
Ný ákvæði verði sett
I umferðarlöggjöfina
T résmiðaf élag
Reykjavíkur
Allsherjar atkvæðagreiðsla
um menn í stjórn og aðrar trúnaðarstöður í félaginu
fyrir árið 1966 fer fram laugardaginn 5. marz kL
14—22 og sunnudaginn 6. marz kl. 10—12 og kL
13—-22. Kosið verður á skrifstofu félagsins að Lauf-
ásvegi 8.
KJÖRSTJÓRN.
Félag kjólameistara
Fundur verður haldinn fimmtudaginn 3. marz kl.
8,30 í fundarsal Iðnaðarmanna, Lækjargötu 10 B.
Áríðandi mál á dagskrá.
Kjólameistarar eru hvattar til að ganga í félagið.
STJÓRNIN.
Rakarasveinn
óskast á rakarastofu í miðborginni nú þegar eða
síðar. Tilboð merkt: „Rakarasveinn — 8381“ sendist
afgr. Mbl. fyrir 6. þ. m.
Atvinna óskast
Ungur maður með samvinnuskólapróf óskar eftir
atvinnu, er vanur bókara- gjaldkera- og öðrum
skrifstofustörfum. Margt kemur til greina t. d. að
sjá um bókhald fyrir fyrirtæki. Tilboð leggist inn
á afgr. Mbl. fyrir 5. þ.m. merkt: „8382“.
Framtíðarstaða
Ungur maður með góða verzlunarmenntun getur
íengið mjög skemmtilegt framtíðarstarf við inn-
flutningsverzlun. Umsóknir sendist Mbl. merkt:
„Framtíð — 8695“.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar
óskar að ráða
ungan mann eða stúlku til starfa við verðútreikn-
inga, tollskjalagerð o. 11.
Umsóknarfrestur er til 7. þ.m.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR.
Skrifstofustúlka
Óska eftir góðri skrifstofustúlku frá kl. 1—5.
Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Aldur ekki yngri en ca. 24 ára.
Upplýsingar á skrifstofunni, en ekki í síma
FASTEIGNASALA
SIGURÐAR PÁLSSONAR byggingameistara
og GUNNARS JÓNSSONAR lögmanns
Kambsvegi 32.
Jörð til sölu
Krónustaðir í Eyjafirði eru til söluó Tilboðum sé
skilað fyrir 15. marz n.k.
Upplýsingar gefur ábúandi jarðarinnar.
TRYGGVI GUNNARSSON
Krónustöðum, sími um Saurbæ.