Morgunblaðið - 02.03.1966, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 02.03.1966, Qupperneq 13
r Miðvikudagur 2. marz 1966 MORGUNBLAÐIÐ 13 ÍR vann Hauka og Valur vann KR TVEIR leikir fóru fram í yngri flokkunum á iaugardaginn. Og voru þeir allskemmtilegir. Fyrri leikurinn var í III. flokki A-riðli. Í.R. — Haukar 10:8 Leikurinn byrjaði með marki frá Haukunum, og bættu þeir við öðru marki áður en Í.R.-ingarnir áttuðu sig. En á annari mínútu leiksins kora Í.R.- ingarnir sitt fyrsta mark. Á næstu þrem mínútunum skorar Steingrímur þrjú mörk til við- bótar fyrir Hauka, en Örn skor- ar tvö mörk til viðbótar fyrir Hauka. Eftir fimm mínútna leik er staðan orðin 5:3 fyrir Hauka. Í.R.-ingarnar skora fjórða mark sitt úr vítakasti, en Haukarnir láta ekki þar við sitja og skora sjötta markið sitt, strax á eftir. Örn kemur Í.R. aftur á blað er hann skorar mjög ekemmtilegt mark á áttundu mínútu og er leikurinn þá far- inn að jafnast. En á síðustu mínútu fyrri hálfleiks skora Haukarnir sitt sjöunda mark og eru því yfir í hálfleik 7:5. Í.R.-ingarnir komu nú mun ákveðnari til leiks og strax á annarri mínútu skorar Ásgeir sjötta mark Í.R. með skemmti- legu gegnumbroti. Nú líða heilar fimm mínútur án þess að liðun- lim takist að skora, og er barizt ef krafti. Í.R.-ingunum tekst að (jafna með marki úr opnu færi »f línu. Haukarnir komast yfir eftur mínútu síðarð en það dugði ikammt því Í.R.-ingarnir notuðu síðustu þrjár mínútur leiksins vel og skorðu þrjú mörk. Loka-.<s> Járniðnnemar sigruðu í handknattleik UM s.l. hegi var haldið á ísa- firði handknattleiksmót iðnnema sem Iðnnemasambandið stóð fyrir. Fimm lið tóku þátt í mót- inu þ. a. lið húsasmíðanema, járniðnaðarnema og prentnema í Rvík og lið iðnnema frá ísa- firði og Keflavík. Járniðnnemar fóru með sigur af hólmi eftir oft jafna og spennandi keppnL Hlutu þeir 7 stig en næstir komu húsasmíðanemar með 6 stig og nr. 3 prentnemar með 4 stig. Keppt var um veglega styttu, sem Vélsmiðjan Þór á ísafirði gaf. Er hún farandgripur. Þá gaf Iðnnemafélag ísafjarðar öllum liðsmönnum járniðnnema Kappleikir unga fólksins tölur urðu því 10:8 fyrir Í.R. Haukaliðið er að verða sterkt og markvörður liðsins Friðrik varði mjög vel, einnig voru þeir Elías og Steingrímur góðir. Í.R.- liðið kom nokkuð sigurvisst til leiks, skutu oft á tíðum of mik- ið, þá sérstaklega Ásgeir sem átti nú slappan leik, 'en driffjöð- ur liðsins var í leik þessum Örn. n. flokkur karla A-riðill. Valur — K.R. Valsmennirnir byrjuðu á að skóra, var þar að verki Jón K. Mínútu síðar jafnar Halldór fyrir K.R. Jón K. kemur Val aftur yfir með marki úr skemmti legu uppstökki. K.R.-ingunum tekst að jafna aftur. En skorar Jón K., Halldór gat ekki lengur á sér setið og jafnar enn fyrir K.R. Á tíundu mínútu leiksins skorar Ásgeir mark af línu fyrir Val og og er Valur nú kominn yfir 4:3. K.R.-ingarnir jafna á sömu mínútu með marki af línu. Á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks skora Valsmennirnir þrjú mörk án þess að K.R.-ing- unum takist að skora. í hálfleik 7:4 Val í vil. Seinni hálfleikur var jafnari og baráttan harðnaði. Valsmenn bæta við sig áttunda markinu, og og K.R.-ingarnir svara því með tveim mörkum í röð af línu. Þá taka Valsmennirnir við aftur og skora nú þrjú mörk í röð. Voru þá eftir níu mínútur og saðan orðin 11:6, tók nú við kæruleysi og markagræðgi hjá Val. K.R.-ingarnir sigu jafnt og þétt á og þegar eftir eru þrjár mínútur er staðan orðin 12:1.0, en Valur átti síðasta mark leiks ins og sigraði því með 13:10. K.R.-liðið átti þarna ágætan leik og var bezti maður þess Halldór, ásamt góðum tilþrifum markvarðar. Valliðið lék ágæt- lega í 21 mínútu, en urðu þá of gráðugir í skotum sem gat orðið nokkuð dýrt. Beztir voru þeir Jón K., Gunnar og Sverrir. MOLAR Liverpool og Honved Buda pest skildu jöfn O—O í fyrrl leik liðanna í 8 liða úrslitum í keppni milli sýningaborga í Evrópu. Leikurinn fór fram á Nep-Ieikvanginum í Buda- pest og sáu milli 50 og 60 þús. manns leikinn. fallega verðlaunapeninga og öll þátttökulið fengu oddfána með skjaldarmerki ísafjarðar. Myndin er af liði Félags járniðnaðarnema sem sigraði. Ljósm. Sig. Á. Jensson. 21 árs gamall A-Þjóðverji, Ralph Borghard, sem var í liði lands síns sem keppti á móti listhlaupara á skautum í Davos, hefur notað tæki- færið til að flýja land sitt. Hann mun leita hælis í V- Berlín, en þar bíður faðir hans. Fyrir tveim árum not- aði a-þýzlti meistárinn í list- hlaupi, Bodo Bocknauer, svip að tækifæri til að flýja. ALLT MEÐ EIMSKIP - ÖRUCC ÞJÓNUSTA - HRAÐFERDIR - HAGSTÆÐ KJOR - IMSKIP Reglubundnar hraðferðir frá meginlandi Evrópu, Bretlandi, Morðurlöndum og Klew York

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.