Morgunblaðið - 08.03.1966, Síða 3

Morgunblaðið - 08.03.1966, Síða 3
Þriðjudagur 8. msffl 1966 MORCU NBLAÐIÐ 3 Klu-klux-k!an í Reykjavík - eöa hvað? ÞAÐ var á tíunda tímanum á laugardagskvöld að menn, sem áttu leið um Hafnarstræt ið, sáu sér til skelfingar, að hópur vera. sem klæddar voru líkt og Klu Klux Klan- hreyfingin, í hvítum skikkjum frá hvirfli til ilja, komu ark- andi eftir strætinu, og stefndu á bakdyr Útvegsbankans. Hóp urinn. var 13 manns, og gekk einn fremstur og hélt á krossi einum niiklum. Þar sem við eigum ekki slíkum hreyfingum, sem Klu-Klux- Klan, að venjast hér á landi, urðu flestir, sem þetta sáu, svo yfir sig undrandi, að þeir máttu ekki mæla, en þarna voru og staddir tveir heims- vanir brezkir borgarar. sem hrópuðu er þeir sáu þessa sjón: — Go home — you son ©f a bitch, — sem útleggst laus lega á ízlenzku: — Farið þið heim, svínin ykkar. Hafa Eng- lendingarnir sennilega átt við, að þessar hvítklæddu verur ættu að snúa við aftur heim til suðurríkja Bandarikjanna. En hvað um það — Klu- klux-klan-sveitin lét ekki segjast, heldur hélt áfram ferð sinni, sem var, eins og áður segir, heitið að bakdyr- um Útvegsbankans. En áður en þeir náðu þangað, höfðu „verðir laganna". sem þarna áttu leið um, séð hvað um var að vera og fóru því að athuga málið. — Hverjir eruð þið, og hvaða erindi eigið þið að bak- Stórdrekinn með krossinn sinn. dyrum Útvegs'bankans? spurði einn löggæzlumannanna og beindi orðum sínum að Stór- drekanum — þessum sem gekk fremstur og bar kross- inn. — Við erum nokkrir banka starfsmenn ásamt mökum okkar sem erum að fara á grímuball, sem starfsfólk Út- vegsbankans gengst fyrir hér í samkomusal bankans, svar- aði Stórdrekinn. Og þar með var gátan leyst. Að vísu vildi lögreglan ekki trúa því strax, að þetta væru heiðarlegir bankastarfsmenn ásamt mökum sínum, en þó tókst að sannfæra þá um síð- ir. Þá sögðu lögregluþjónarnir að það væri Ijótt að hræða svona heiðarlega borgara, en skikkjumennirnir svöruðu á móti, og sögðu að öll nauð- synleg leyfi væru fengin. Og lögregluþjónarnir at- huguðu það nánar. og kom þá í ljós að svo var. Fór því allt vel að lokum, bankastarfs mennirnir skemmtu sér kon- unglega á grímudansleiknum, og lögregluþjónarnir skemmtu sér konunglega yfir atburðin- um í kaffinu niðri á lögreglu- stöð síðar um kvöldið. Hvað er á seiði? Klu-Klux -Klan í Beykjavík? — Flugslysin Framhald af bls. 1. öryggisráðstafanir á gamla vell- inum til þess að reyna að fyrir- byggja fleiri slys. Eir Giles Guthrie, framkvæmda stjóri BOAC, kom til Tokíó um helgina ásamt rannsóknarnefnd og aðstoðarmönnum, er sjá um að láta flytja lík þeirra, er fór- ust, til heimalands þeirra. Öll áherzla er lögð á að finna segul- bandsspólu, er vera átti í stjórn- klefa flugvélarinnar, sem fórst. en þar kunna að vera einhverjar upplýsingar, sem geta gefið vís- bendingu um orsök slyssins. — í fjallshlíðinni var þó erfitt að leita í dag, sökum regns og þoku. Brakið er dreift yfir mörg hundruð metra svæði og þurftu björgunarmenn að höggva sig gegnum kjarrið til þess að kom- ast að því. Lík hinna látnu voru í dag flutt í Búddahof eitt ekki langt frá slysstaðnum — þar voru þau kistulögð og haldin stutt minningarathöfn. Sir Giles Guthrie fer á slys- staðinn á morgun, þriðjudag. í dag ræddi hann við japönsk flug málayfirvöld og yfirstjórn flug- vallarins. Hann ságði við blaða- menn í dag, að frá því BOAC varð síðast fyrir slysi, hefðu vél- ar félagsins flogið 880 milljónir kílómetra, án þess nokkuð kæmi fyrir. Tokíólögreglan upplýsti í dag, að tvær óhlaðnar skammbyssur hefðu fundizt rétt hjá flugstjórn arklefa þotunnar, en ekkert benti til þess, að skoti hefði ver- ið hleypt úr þeim að undanförnu. Hefði ekkert fundizt er bent gæti til skemmdarverka. Læknis skoðun og líkkrufning hefur leitt í ljós, að allir sem í vélinni voru fórust, þegar er hún hæfði fjallið. Meðal farþeganna voru hjón ein, er sluppu lifandi úr slysinu er DC-8 þotan fórst á flugvellinum í Tokíó sl. föstudag. 1 AP-frétt í dag segir, að sennilega hafi aldrei verið fylgzt eins vel með neinu flugslysi. Tugir manna voru sjónarvottar að slysinu, er varð í heiðskíru veðri og góðu skyggni. Umhverf is Fujiyama er jafnan fjöldi varðmanna með myndavélar og voru margir með vélar sínar á lofti, er slysið varð. Meðal ann- ars var tekin kvikmynd af slys inu og sýnir hún glöggt, að eld- ur kom upp í vélinni, áður en hún hrapaði. Rannsókn hefur leitt í Ijós að sprenging mun ekki hafa orðið í vélinni — virt- ust leifar þotunnar og lík far- þega tiltölulega lítið brennd. Haft er eftir manni einurn, Youshiharu Tachibara, að hann hafi verið að horfa í sjónauka sínum á flugvélina og s'kyndi- lega séð fimm öfluga vindstróka stíga upp — þotan hafði flogið milli tveggja þeirra og þá hafi svo virzt, sem vængur hennar tættist af. Maður þessi kveðst oft hafa fylgzt með sviptivindum yfir Fujiyama en sjaldan séð þá svo sterka og skyndilega. — í Tokíó hallazt flestir sérfræð- ingar að því, að sviptivindar þessir hafi valdið slysinu. Williams í frambo5 Williams, 7. marz — AP — NTB. • G. Mennen Williams, að- stoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna og einn helzti sérfræðingur Bandaríkjastjórnar í málum, er varða Afríku, hefur sagt af sér embætti til þess að bjóða sig fram til kosninga í Michigan um sæti í öldunga- deild Bandaríkjaþings. Fara kosningarnar fram í nóvember. Sæti þetta í þinginu hefur skip- að demokratinn Pat McNamara, en hann hefur ákveðið að hætta afskiptum af stjórnmálum. Brak Boeing 707 þotunnar þar sem það liggur í hlið fjallsins Fuji. STAKSTIINAR Opinber þjónusta í strjálbýlinu Islendingur á Akureyri birti hinn 24. febr. athyglisverða for- ristugrein um opinbera þjónustu í strjálbýlinu. Þar segir m.a.: „Tíðum er þvi haldið fram, að félagsheimili séu þeir burðar- ásar í strjálbýlinu, sem haldi fólki í sveitum og kauptúnum viða á landimu. Það er þó sönnu nær, að ýmis önnur þjónustu- uppbygging á landsbyggðinmi af hálfu hins opinbera er miklum mun nauðsynlegri en félagsheim ilin, eins og læknisþjónusta, og menntunarafstaða, að ó- glcymdum samgöngum, raf- magni og síma. Það er fyrst fyrir forystu nú- verandi ríkisstjórn,ar, að ýmsir þessir meginþættir í lífi strjál- býlisins hafa verið teknir föst- um tökum og um þá myndaðar uppbyggingarskorður, sem um munar, en í öðrum tilfellum hefur fyrr mótaðri stefnu verið haldið. í samgöngumálum fara nú sam an ný og stórum betri löggjöf um heildarvegagerð og áætlun um uppbyggintgu samgönguæða í heilum landshluta. Menntunar- miðstöðvar hafa verið ákveðnar, þar sem er ákvörðun um bygg- ingu menntask. í öllum landshlut um, en í meðferð eru ný iðn- fræðslulög og athugun fer fram á fyrirkomulagi á sameiginlegri aðstöðuuppbyggingu ríkis og sveitarfélaga fyrir bama- ©g unglingafræðslu, til að ráða bætur á núverandi fyrirkomu- lagi. Ný skipan læknaþjónustu hefur tekið gildi og er á reynslu stigi. Haldið hefur verið áfram dreifingu rafmagns og fyrir dyrum standa stærstu átök í virkjun fallvatna. Sjálfvirkur sámi er nú settur upp víða um land samkvæmt fyrirframgerðri áætlun, eins og Norðlendingar hafa orðið varir við á undanföm um misserum, en hann færir byggðirnar nær hver annarrL Félagsmdlamið- stöðvar En því er hins vegar ekki að leyna, að félagsmálamiðstöðvar eru mikilsháttar stofnanir fyrir strjálbýlið. Víða hefur félags- heimilum verið komið á fót og yfir standa tugir slikra bygg- inga. Það er í raun sorgarsaga hvemig meðferð þessi mál hafa hlotið hjá hinum mýmörgu aðil- um, sem þau snerta. Alltof oft hefur þess ekki verið gætt, til hvers ætti í raun og veru að nýta félagsheimilin, eða hvemig ætti að standa undir rekstrin- um, að ekki sé nú talað um þá óhóflegu bjartsýni, sem sums staðar hefur ríkt um fjármagns- útvegun til framkvæmda. Aðkallandi verkefni Málefni félagsmálamiðstöðv- anna í strjálbýlinu eru meðal hinna aðkallandi viðfangsefna hins opinbera, sem unnið er að og framundan eru. Þau verður að taka fastari tökum, bæði hjá ríki og heima í héruðunum. Sér- staklega þarf að gæta þess, ef kostur er, að bygging félags- heimilanna fari saman við by.gg- ingu ýmissa annarra opinberra stofnana, einnig að sníða þau, þar sem það á við, að fyrir- greiðslu við ferðafólk, og sam- ræma þarf byggingarmátanm. heimilanna fari saman við bygg Eins og fyrr segir, eru félags- heimilin út af fyrir sig ekki þau brýnustu mál, sem varða líf eða dauða strjálbýlisins. Þar ganga önnur mál fyrir. En í mörgum tilfellum getur bygging félags- heimilan,na samhliða leyst að- stöðusköpun hinna brýnni máLa, eða beinlínis orðið atvinnufyrir- tæki og þvi ber að gefa gaum í fyllsta máta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.