Morgunblaðið - 08.03.1966, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.03.1966, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. marz 1966 Ýmsar nýjungar í Sementsverksmiðjunni Ur ræðu Asgelrs Péfurssortar, á fundi Sjálfstæðisfélags Akraness Á FUNDI Sjálfstæðisfélagsins á Akranesi, sem haldinn var i fyrra- dag, flutti Ásgeir Pétursson, formaður stjórnar Sementsverksmiðju ríkisins, ræðu um starf og stefnu verksmiðjunnar. Fer hér á eftir frásögn af ræðunni og birtir eru kaflar úr hennL Stefna verksmiðjunnar á komandi árum Ásgeir Pétursson sagði í byrj- un ræðu sinnar að farsæld hefði fylgt starfsemi Sementsverk- smiðjunnar frá upphafi. Þar hafa engin alvarleg slys orðið á mönn um og tæki öll og vélabúnaður reynzt hinn traustasti. Þetta þakkaði hann m.a. því að verk- smiðjan hefði frá öndverðu átt því láni að fagna að hafa traustu starfsliði á að skipa. Það væri þýðingarmikið atriði að halda sem lengst hinu sama starfsliði, því Ijóst væri að með aukinni reynslu og æfingu leystu menn betur störf sín af hendi og lærðu að þekkja hvað forðast bæri. Fyrir slíkt starfslið yrði verk- smiðjan annað heimili þess og menn fengju áhuga á velfarnaði fyrirtækisins, báðum til hags. Þá sagði formaður að jafnan hefði verið góð samvinna með stjórn fyrirtækisins og starfs- mönnum þess. Hann sagði, að það væru einkum fjórir þættir, sem ber- sýnilega verða grundvallaratriði í stefnu verksmiðjunnar á kom- andi árum: 1) Bætt dreifingar- kerfi og aukin þjónusta við við- skiptamenn, 2) stækkun verk- smiðjunnar, til þess að unnt verði að fullnægja eftirspurn eft ir sementi, 3) afstaða til starfs- mannahalds í heild, 4) verðlagn- ing á samkeppnisgrundvelli. Samskipti viðskiptamanna og verksmiðju í því efnL sagði ræðumaður, er aðalatriðið að gera sér sem bezta grein fyrir óskum notenda í sambandi við þá þjónustu, sem fólgin er í dreifingu og flutningi sements um landið. Nú hefur ver ið endurbætt sementssölufyrir- komulag í Reykjavík, en það var áður þungt í vöfum fyrir við- skiptamenn. Þá greindi ræðumaður frá þvi að eftir miðjan apríl kæmi hið nýja sementsflutningaskip, sem verksmiðjan hefur látið byggja í NoregL til landsins. Verksmiðjan annast sjálf alla flutninga á sjó og eru það um 40 hafnir, sem hún flytur sement til. Fram að þessu hefur verk- smiðjan flutt sementið með leigu skipum. Ekki ér þó til í siglinga- flota landsmanna skip, sem er nægilega hentugt til slíkra flutn- inga. Hið nýja skip verður um 1250 smálestir að stærð, búið sér stökum affermingartækjum, sem færanleg eru eftir þilfari skips- ins. Með þessum tækjum og með því að flytja sementið á pöllum, þarf mannshöndin lítið að upp- skipun að koma. Skipið sparar því mjög mannafla við uppskipun, oft hafa skapazt óþægindi og taf- ir á höfnum úti á landi, ekki sízt þegar fólk er bundið við upp- skipun og aðgerð sjávarafla. Sá búnaðar er í þessu skipi að stjórn aflvélar er sjálfvirk frá brúnni. Og það sem mörgum mun þykja fréttnæmt, er sú staðreynd að Vélstjórafélag ís- lands hefur fallizt á að einungis tveir vélstjórar verði á skipinu, sem annist gæzlu véla að öllu leyti. Ber að fagna því, þar sem hér verður um mikinn sparnað að ræða við útgerð skipsins. Takmark verksmiðjunnar með þessum skipakaupum er að bæta þjónustuna við viðskiptamenn víðsvegar um land. Aukin sementsnotkun Sterkar líkur eru á því, sagði Ásgeir Pétursson, að ekki verði unnt að fullnægja eftirspurn eft- ir sementi á þessu ári. Erlendis er víða gengið út frá því að sem- entsnotkun tvöfaldist á tíu árum. Vissulega er eðlilegt að við ger- um a.m.k. ráð fyrir hinu sama hér og er þó spurning hvort sementsnotkun hérlendis muni ekki vaxa enn örar. Þeim mun meiri ástæða er að reyna að hafa yfirsýn yfir eftir- spurnin er meiri en verksmiðj- henni fyrir næstu ár, þar sem afkastageta verksmiðjunnar er nú fullnýtt og taka verður ákvörðun um stækkun hennar innan skamms. Jafnframt verður að taka afstöðu í því málL hvern ið haga skuli innflutningi á sementi þann tíma, sem eftir- spurnin er meiri en verksmiðj- an getur annað, iþar sem stækk- un á afkastagetu hennar yrði ekki komin til frakvæmda. í þessu samibandi má benda á að á síðasta ári var veittur innflutn ingskvóti fyrir sement að upp- hæð 5 millj. kr. Þar af var að- eins notuð 1 millj. til að flytja inn litað sement. Stefna verksmðijunnar í fjárfestingarmálum Mikilvægt er það að menn geri sér grein fyrir því að Sementsverksmiðjan er enn ekki fullbyggð. Eftir er stór áfangi, að koma upp sementsgeymslum og pökkunarstöð í Reykjavík og aðstöðu til þess að afgreiða laust sement. Ennfremur iþyrfti að koma upp geymum víðar í land- inu. Verksmiðjan hefur sótt um leylffi. til ifikisstjórnarinnar til þess að hefja framkvæmdir í þeim efnum. Þá veik ræðumaður að einstökum þáttum í áformum verksmiðjunnar um 'byggingu af greiðslustöðvar í Reykjaviík og sagði að borgarstjórn Reykjavík- ur hefði úthlutað landi í Ártúns höfða fyrir stöðifta. Sagði hann að kostnaður við fyrsta áfanga í þeirri framkvæmd væri áætl- aður 27 millj. kr. Stækkun verksmiðjunnar Sementsverksmiðjan getur n*ú framleitt um 110 þús. tonn á ári. En verksmiðjuna er unnt að stækka í áföngum, þannig að framleiðslugetan komist upp í 400-450 þús. tonn á ári. Með hliðsjón af því sem fyrr var sagt, sagði Ásgeir, er ljóst að nú er þess eigi langt að bíða að huga verði að stækkun verksmiðjunn- ar. Það er ljóst mál að ekki kemur annað til greina en að brúa fyrsta bilið með innflutn- ingi. Verksmiðjan gerir ráð fyrir að fyrsti stækkunaráfangi verði tekinn í notkun á árinu 1972, en þá má áætla að ársinnflutning- ur nemi um 50 þús. tonnum. Þriðji stækkunaráfangi þyrfti þá, með svipuðum forsendum að takast í notkun árið 1982. Rétt er að taka fram, sagði Asgeir Pétursson ræðumaður, að fyrsti stækkunar áfangi er áætlaður með 150 þús. tonna afköstum árlega. Stefnan í starfsmannamálum í þessum efnum er við marg- víslegan vanda að etja, ekki sízt þann, sem stafar af því að marg ir starfsmenn verksmiðjunnar falla undir launaflokka opin- berra starfsmanna, en aðrir lúta samningskjörum verkamanna og iðnaðarmanna. Veldur slíkt ó- samræmi í kjörum. Þá eru og vandkvæði á því að fá nægilega marga menn með tækni- lega — eða aðra menntun til starfa. Er þar bæði átt við verk fra^ðinga og starfsmenn í efna- rannsóknarstofu. Sérstökum vand'kvæðum hefur það valdið sagði ræðumaður, hversu erfitt hefur reynzt að fá starfsfólk í rannsóknarstörf, svo kallaða laboranta. Verksmiðj- an starfar nótt og dag og liggur mikið við að látlaust fari fram rannsóknir á framleiðslunni, Sagði Ásgeir að sér 'hefði kom- ið til hugar að verksmiðjan færi þess á leit í samvinnu við ýmsa aðra aðila við Tækniskóla ís- lands að hann kæmi upp t.d. eins árs skólun fyrir slíka aðstoðar- menn. Þarna gæti líka verið val ið tækifæri til þess að gefa gagn fræðanáminu aukið gildi. Gagn- fræðingar ættu að komast í nám ið og fá s.lian starfsréttindi. Margur æskumaður, sem ekki vill leggja í langt nám, mundi fagna slíku. Fjáröflun til framkvæmda Næst ræddi Ásgeir Pétursson um fjáröflun til framkvæmda. Sagði ihann að fyrirfram yrði að marka stefnuna um það með hvaða hætti fjár skyldi afla til þeirra. Æskilegt er að aðalfjáröflun- arleiðin liggi í því fé, sem getur orðið til náðstöfunar í árslok. Þegar það hrekkur ekki til, þá ber að grípa til langra lána. Tvennt kemur til. í jfyrsta lagi er eigin fjáröflun viðurkennd sem heilbrigðasta leiðin í þeim efnum fyrir fyrirtæki almennt, þótt því miður skorti á slíka að- stöðu hjá íslenzkum fyrirtækj- um. Eigin fjáröflun gefur færi á sveigjanleika og sjálfstæði í róðstöfunum, fyrir þá menn, sem bezta yfirsýn hafa yfir við komandi fyrirtæki. Að sjálf- sögðu er þá síður hætta á að fyrirtækið verði bundið á af- borgunarklafa, sem oft reyndist erfiður og raunar hættulegur. Einkum þegar um erlend lán er að ræða. í öðru lagi eru aðstæður með þeim hætti, að þv* er Sements- verksm. varðar sérstaklega, að hún er í upphafi fjárhagslega grundvölluð á löngum lánum, að langmestu leytL en eigið fé lítið þannig að afborganir eru óvenju miklar. Það er talið óæskilegt að afborganir séu meiri en helming ur þess f'jár, sem felst í hagnaði og afskriftum. Stefnan í verðlagsmálum Frá öndverðu hefur það verið meginstefna stjómar Sements- verksmiðjunnar að verðlag á sementi skyldi vera lægra frá verksm. en það myndi vera inn flutt. Var svo síðast þegar verð var ákveðið, í febr. 1964, en síð an hefur sement ekki verið hækkað í verði. Verðlagningarvandamál stór- iðju á borð við sementsverksm. eru all sérstæðs eðlis. Því veld- ur sú staðreynd að hin tæknilega eining verksmiðjunnar er það stór að hún verður ekki rekin með ágóða nema með því sem næst fullri afkastageiu, sagði ræðumaður. Hafi slík fyrirtæki toll- eða innflutningshaftavernd getur ver ið ástæða til að tryggja að verð- lagniragu sé haldið á hugsanleg- um samkeppnisgrundvélli, svo að ekki komi til einkasöluaðstöðu. Samkvæmt þessu hefur grund- vallarstefnan við verðlagningu á sementi verið sú, að miða verð þess við hugsanlega samkeppnis- hæfni frá útlöndum. Að því er varðar Sementsverk smiðju okkar, er rétt að hafa í huga að samkeppnissamanburð ur hennar við erlendar verk- smiðjur einkennist af því að hrá efnisaðdrættir eru hér einkar erfiðir. Aðalhráefni þarf að sækja á sjávarbotn á hafi úti, líparitflutningar eru langir og oft erfiðir, þegar vegir spillast, og gips verður að sækja til Pól- lands. Þá verður að sækja allar umbúðir til útlanda. Er þá ekki enn talið það, sem helzt veikir samkeppnisaðstöðu, en það er smæð verksmiðjunnar. Á móti þessu vegur svo kostnaður er- lendra aðila við það að þurfa að flytja sement hingað og tollar. Við eðlileg rekstursskilyrði og fullnýtta afkastagetu, eins og nú er fyrir hendi, er verksmiðjan samkeþpnisfær og hefur því að- stöðu til áframhaldandi fjárfest- ingar af eigin fé, við að ljúka byggingu sementsverksmiðjunn- ar. Að vísu hefur Sementsverk- smiðjan orðið að bera. óeðlilegar kostnaðarhækkanir miðað við hugsanlega erlenda keppinauta. Á það sinn þátt í því að afkoma verksmiðjunnar varð lakari á ár inu 1965 en hún var 1964. En lækkun á hagnaði verk- smiðjunnar á sl. ári, um nál. 5 millj. kr., verður þó auðvitað fyrst og fremst skýrð með þróun verðlags á helztu kostnaðarlið- um verksmiðjunnar og afurða- verðs. Það eru vissulega á því nokkur varidkvæði að finna út hugsanlegt samkeppnisverð vegna sveiflna erlendis á verði og framgjöldum. í því efni ber hins vegar mjög að varast að taka tillit til undiriboðs verðs (dumping), þar sem slík tilboð gilda einungis til skamms . tíma og fyrir umframframleiðslu sem kappkostað er að koma sem fyrst í verð. Þá sagði Ásgeir Pétursson, að raunveruleg innflutningshafta- vernd sé engin á sementi, þar sem innflutningskvóti síðásta árs var ekki notaður. Tollvernd er einnig í lágmarkL Tollar á innfluttu sementi eru 35%. Til frádráttar koma tolla- greiðslur verksmiðjunnar, nálega 15—35%, s.s. olía, pokar, stálkúl- ur, gips, eldfastur steinn og vara hlutir í verksmiðjuvélar og flutn ingatæki. Þar að auki eru afskrift ir af byggingum og vélum mið- aðar við kostnaðarverð, þar sem tollar, 35%, eru innifaldir. í fljótu bragði má því ætla að nettótollvernd sé ekki meiri en 20—25%, sem er mjög lágt, fyrir íslenzkar aðstæður. Að ræðu Ásgeirs lokinni urðu umræður og fyrirspurnir. Þessir tóku til máls: Ólafur Sigurðsson, Einar Magnússon, Gunnar Ás- geirsson, Óðinn Geirdal og Jón Árnason alþm. Að lokum talaði frummælandi á ný. Trúloíunarhringar HALLDOR Skólavörðustíg 2. Sementsverksmiðjan á Akranesi séð úr XoftL (Ljósm. ÓL K. M.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.