Morgunblaðið - 08.03.1966, Síða 15

Morgunblaðið - 08.03.1966, Síða 15
ÞriSJuáagur 8. marz 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 Hvers vegna það borgar sig að vera geðveikur í Rússlandi — eftir rússneska rilhöfundinn Valery Tarsis EKKI alls fyrir löngu, skömmu áður en ég fór frá Moskvu, varð ég vitni að eftirfarandi at- burði í verzlun: Fólk stóð í langri biðröð til að kaupa pylsur. Allt í einu kaliaði af- greiðslumaðurinn til þess við peningakassann: „Taktu ekki við meiri peningum fyrir pyls- ur!“ Þetta þýddi að meira var ekki til af þeim. Fremur illa klædd kona, sem hafði staðið við hlið mér, greip höndum um höfuð sér og kall- aði: „Farið þið bölvaðir komm- únistarnir norður og niður! Ég hef staðið í tvo og hálfan tíma í biðröðinni. Nú er maðurinn minn að koma heim úr vinn- unni. Hvað á ég að gefa honum að borða?“ Þegar hér var komið gekk til miklu yngri kona og sagði beint upp í opið geðið á henni: „(Heyrðu, gamla, út af hverju ertu að æsa þig svona? I>að eru ekki eldflaugar, sem um er að ræða. Það gru bara pylsur.“ Afstaða konunnar í biðröð- Inni er ekkert einsdæmi. 1 bið- röðunum í verzlunum, í spor- vögnunum á mestu annatímum, þegar fólk snýr heim úr vinnu, heyrast menn biðja yfirvöldun- um bölbæna á opinskáan hátt. Með sanni má skilgreina nú- verandi stjórnmálastöðu sov- ézku ríkisstjórnarinnar á eftir- farandi hátt: Jörðin brennur undir fótum hennar, eins og maður segir. Annars vegar hefur siðferðilegt áhrifavald sovézku leiðtoganna orðið fyrir miklu áfalli fyrir ræður æðstu leiðtoga kommún- istaflokka hins frjálsa heims. Hins vegar hefur staða henn- ar veikzt vegna einingarskorts meðal stjórnendanna sjálfra, vegna baráttunnar sem á sér stað milli hópa þeirra og, eins og ég hef sýnt fram á, vegna stöðugt vaxandi og opinskárrar fyrirlitningar yfirgnæfandi meirilhluta þjóðarinnar. Fennum beitt Það sem mig langar til að gera er að draga aíhyglina að því mikilvæga hlutverki s»m rithöfundar andstöðunnar gegna nú í lífí sovézku þjóðar- innar. Hinn almenni borgari lítur á þá sem hina einu, sem verja hagsmuni fólksins gegn ofríkisstjórn yfirvaldanna. Yfirvöldin vita þetta og það er ástæðan fyrir því, að þau snúast gegn þeim á svo grimmd arlegan hátt. Allir vita hvaða kvalir Yesenin-Volpin, Bukov- sky og Narytsa urðu að þola af þeirra hálfu (Narytsa lézt nýlega, þar sem hann þoldi ekki pyndingarnar sem á hann voru lagðar í geðveikrahæli í L.eningrad). Hinn ungi rithöf- undur Vladimir Bukovsky rotn ar nú í spítala nr. 13. Hann er aðeins 23 ára að aldri og hefur þegar dvalið fjögur ár samtals í fangabúðum og í geðveikra- hæli. Einu rithöfundarnir sem lifa vel og blómstra í Sovétríkjun- um eru þeir, sem alþýðan ka.ll- ar „leiguþý“. Menn eins og Alexei Surkov. Eg efast um, að meira en 10 prósent af sovézkum rithöfund- um hafi nægilegt fé til að hafa til hnífs og skeiðar á hverjum degi. Þar til fyrir fáum vikum bjó ég í sambyggingu, sem til- heyrði Sambandi rithöfunda, en í henni eru 130 íbúðir, em rithöfundar búa í. Sjötíu þeirra hafa safnað geysimiklum skuld um hjá sameignarfiélaginu sem á íbúðirnar, svo þeir eiga á hætfcu að verða bornir út. Nú síðustu árin hefur sú upp hæð, sem rithöfundar hafa fengið í formi ritlauna, verið skorin niður um nærri helm- ing. Margir lifa á gjöfum frá svonefndum Bókmenntasjóði, þar sem þeir hafa ekki getað unnið sér inn einn einasta kópeka. Ritstjórarnir, sem skipaðir eru við útgáfufyrirtækin af hin um pólitísku yfirvöldum, eyða þremur til fjórum árum til að velta fyrir sér handritum, sem þeim eru fengin, og (þann tíma fá rithöfundarnir ekkert. Það er meira að segja dæmi til þess sem hinn vel þekkti rithöfund- ur Konstantin Simonov minnt- ist á í bókmenntatímaritinu, að bók hafi verið haldið þannig í sex ár. Þetta er sú aðstaða, sem rit- höfundar í Sovétríkjunum eru í. Að auki kemur það til að sjálfsögðu, að enginn þeirra, ekki einu sinni sjálfur Sholo- khov, getur skrifað það sem hann hefur löngun til. Tökum nýlegt dæmi: Ung kona var neydd til þess að umskrifa leik- sviðsverk 26 sinnum og árang- urinn varð sá, að hún lenti í sjúkrahúsi. Ég gæti nefnt hundruð svipaðra dæma. Lítum á málið frá enn ann- arri hlið: Fjölmargir hafa ein- arðlega neifcað að skrifa nokk- uð. í stað þess hafa þeir fengið sér vinnu við ýmislegt, á rit- stjórnarskrifstofum eða í kvik- myndaiðnaðinum. Einn þessara manna sagði við mig nýlega: „Það er allt í lagi fyrir þig að skrifa skáldsögur, þar sem Coll ins (útgáfufyrirtæki Tarsis í Englandi) sendir þér peninga. En ég get ekki leyft mér þess konar munað. Ef ég gerði það myndi kona mín og börn svelta í hel.“ Ég minnist Stalínstímans. Maður gekk upp Gorky-stræti og maður sá fjöldann allan af rauðum fánum koma á móti sér: „Þakka þér, félagi Stalín, fyrir okkar hamingjusama líf.“ Og maður gat ekki varist því að spyrja sjálfan sig: Hver er hamingjusamur? Þegar öllu var á botninn bvolft hafði allt bezta fólkið þegar verið skotið eða rotnaði í fangabúðum. Það var ekki ein einasta fjölskylda, sem ekki hefði átt að syrgja einihvern meðlim sinn. En ég er aðeins að tala um sorgina í táknrænum skilningi — að syrgja í huganum. Vegna þess að í þá daga varð maður að setja upp gleðisvip, þegar hjartað var að springa af sorg, því annars varð maður sjálfur fórnardýr Stalíns og þorpara hans. Svo kom röðin að Krúsjeff. Þeir lýstu því yfir fyrir öllum heiminum að framvegis yrði réttlætið og „sósíalskt lög- mæti“ í heiðri haft. Jú, fanga- búðirnar voru lagðar niður. En — það var engin þörf á að hafa þær. Allt landið hafði þegar verið gert að einum risavöxn- um fangabúðum, þar sem hin ógæfusama rússneska þjóð strit aði án hvíldar og nægrar fæðu. Á sama tíma spruttu upp nýj ar búðir til að hýsa þá, sem kusu að hugsa á annan hátt — fyrir hina raunverulegu stríðs menn frelsis og hamingju, ekki þá sem létust vera það. Þetta voru búðirnar fyrir þá, sem eru geðveikir: „Belye Stolby“, „Troparyovka", Kazansky Izol- yator“ og margar aðrar. Maður getur ekki vitað um þær allar, þar sem tilveru þeirra er vand- lega leynt aif yfirvöldunum. Þær svara til heilla bæja með tugum þúsunda ,,geðveikra“ íbúa. Umhverfis þær eru 10 feta háar gaddavírsgirðingar með sterkum rafstraumi. Þessum búðum til viðbótar verður að bæta þúsundum geð- veikraspítala, þar sem mörgum baráttumönnum frelsisins er haldið, svo og venjulegu fólki, sem hefur dirfzt að mótmæla harðstjórn sovézku leiðtog- anna. Nýr siður hefur náð öruggri fótfestu í Sovétríkjunum. Dáist maður ekki að afbrotum sov- ézku böðlanna er maður annað hvort glæpamaður eða brjálæð ingur. sig ungur maður, aðeins 23 ára. Hann hljóp af öllu afli á níð- sterka gluggarúðu og braut á sér höfuðið. Ólögleg orð En það er ómögulegt að upp- ræta meðal þjóðar okkar ést hennar á frelsinu. Hún vei: sér- hvern dag og sérbverja klukku stund. Ég hef *séð koma fram á sjónarsviðið tugi og hundruð ungra Ijóðskálda, málara og annarra skapandi listamanna, sem hata (hina sovézku kúgara og sem eru reiðulbúnir að fórna lífi sínu fyrir frelsi Rússlands. Þeir verða að birta verk sín í Valery Tarsis Á meðan ég dvaldist I „Kaschenko" geðveikrahæilinu, sem er betur þekkt í Moskvu undir nafninu „Landsetur Kanatchikoýs“, kynntist ég fjölmörgum, sem gert höfðu til raun til sjálfsmorðs, en verið bjargað. Flestir þeirra voru ungir menn — tvítugir að aldri eða jafnvel yngri. Sumir höfðu skorið sundur æðar, aðrir skor ið sig á háls, sumir höfðu reynt eitur, en aðrir reynt að skjóta sig. En þegar sár þeirra eða inn- vortis meiðsli höfðu hlotið læknismeðferð í venjulegu sjúkrahúsi voru þeir sendir beint í geðveikrahæli, þar sem þeir voru til „lækninga“ mán- uðum eða jafnvel árum saman. Þegar þessir „sjúklingar" mót- mæltu og kváðust vera algjör- lega heilir á geðsmunum þá var sagt við þá: „Hvernig get- ið þið í fullri alvöru talið ykk- ur heila á geðsmunum ef þið njótið ekki lífsins í Sovétríkj- unum og viljið losa ykkur við það? Aðeins geðsjúklingum gæti ekki tekizt að njóta hinn- ar sovézku paradísar okkar.“ Samt sem áður heppnaðist sumum „sjúklingunum“ að fremja sjálfsmorð í geðveikra- hælinu, þótt ekki væri einn ein asti nagli í veggjunum til að nota við hengingar og engum var leyíi að hafa hníf eða gaff- al. Á meðan ég var þarna drap ffölmörgum löglegum blöðum. Þeir eru mjög þakklátir fyrir þá hjálp, sem þeir fá frá vin- um erlendis, og þakklátir hin- um ýmsu útgefendum í Evrópu og Ameríku, sem hafa gefið út verk þeirra. Það er þeim mikil hvatning. Þrátt fyrir hinn mikla áróð- ur, sem tekinn er fyrir guð- leysi, þá fjölgar þeim, sem eru kristinnar trúar eins og blóm- um eftir hressandi vorrigningu. Rétt fyrir páska á síðasta ári fór ég í leigubíl með vini og heimsótti 10 af kirkjum Moskvuborgar. Það var sönn gleði að sjá langar raðir fólks við dyr hverrar kirkju. Allir báru páskakökur til blessunar hjá prestunum. í hverri biðröð voru nokkur þúsund manns og þær voru lengri en árið 1963 og það var jafnvel enn gleðilegra að sjá, hversu margar ungar konur voru þar. Ég hef iðulega haft tækifæri til þess nýlega að ræða við ung Ijóðskáld um það, hvernig við eigum að fara að því að lifa áfram. Erðiðleikarnir fara sí- fellt vaxandi .— ný alda of- sókna og fangelsana. Hópar" ungs fólks hafa verið hand- teknir í Moskvu, Leningrad og Kiev. Rifchöfundarnir Sinyav- sky og Juli Daniel (sem dæmd- ir voru nýlega til sjö ára og fimm ára þrælkunarvinnu) voru handteknir vegna svik- samlegrar skýrslu njósnara nokkurs. Svo undarlegt sem það má hljóma komumst við einróma að þeirri niðurstöðu, að bezta lausnin fyrir frelsisunnendur í Sovétríkjunum sé að skipa sér í fylkingu geðveikissjúklinga. Samkvæmt lögum er ekki hægt að handtaka eða ofsækja geð- sjúka og það er aðeins unnt að senda þá á hæli ef þeir brjóta af sér á opinberum vettvangi. En það er einkennilegt öfug- mæli í þessu öllu. Það er mjög erfitt í Rússlandi fyrir mann, sem er í rauninni geðveikur, að fá vist á sjúkrahúsi. Það er ekki rúm fyrir þá. Ættingjar flogaveikra eyða mörgum árum í að reyna að koma þeim í sjúkrahús. En það eru engin vandkvæði á því að finna pláss fyrir skáld eins og Yesenin- Volpin, L. Gubanov, Vladimir Bukonvsky, Vysihnevskaya og margra aðra. Auðvitað er það ekkert skemmtilegt að vera lokaður inni á geðveikrahæli. Það er ekkert til að státa af að vera skráður sem sjúklingur á hæili fyrir taugaveiklaða. En það er samt betra að mínu áliti en að vera í fangelsi. í dag geta allir gengið úr skugga um, að „geðsjúklingur** lendi ekki aðeins í geðveikra- hæli. Hann getur jafnvel kom- ist til London. Guð er með þeim sem berjast fiyrir frelsinu og hjálpar þeim. Ég væri meira að segja tilbú- . inn til að hlæja að leiðtogum Sovétríkjanna og leigulþýjun- um við Izvestia, Komsomolsk- aya Pravda og öðrum fasísk- kommúnískum blöðum, ef hjarta mínu sviði ekki vegna þess að vita, að félagar rnínir í frelsisibaráttunni hafa verið sendir í þrælkunarvinnu og að yfirvöldin eru að búa sig undir að fremja nýja glæpi. En látum þá ekki halda að við höfum gefizt upp. Við höf- um tekið ákvörðun af stað- festu og henni verður ekki breytt. Og við finnum til styrks í hjörtum okkar. Við „geðsjúklingarnir** mun- um sigra kommúnistana þrátt fyrir allt þeirra ,Jieilbrigði“, því við höfum guð okkar meg- in, sannleikann og alla góðvilj- aða menn á þessari jqrð. Rússar semja um kaup á frystum fiski Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild SÍS undir- rituðu í Reykjavík 5. marz s.l., samning við sovézku verzlunar- stofnunina „Prodintorg** um sölu á 8000 tonnum af frystum fiskflökum og 2200 tonnum af heilfrystum smáfiski. Samninga- viðræður fjöfðu staðið yfir milli aðila fra því í nóvember s.l. Um nokkra verðhækkun var að ræða frá fyrri samningi. Framangreindar sölur ná til hluta af því magni, sem gert er ráð fyrir að unnt sé að selja til Sovétríkjanna samkvæmt gild andi verzlunarsamnin.gi, og er fyrirhugað að samningaviðræður um sölur á viðbótarmagni af of- angreindum afurðum svo og heil frystri síld hefjist í júlí n.k. (Frá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Sjávarafurðadeild SÍS.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.