Morgunblaðið - 08.03.1966, Side 24

Morgunblaðið - 08.03.1966, Side 24
24 MORGU NBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. marz 1966 — Lubba liggur eitthvað á hjarta. Kringum hálfan hnöttinn auðs hans og stöðu. Hann á rétt á að vita sannleikann. Þegar hann sækir þig í kvöld, Heat/her, þá segðu honum, að þú íarir ekki með honum ti'l Kyoto. Segðu honum allt, og jafnvel að þú getir orðið ákærð fyrir þjófn- að. Það tók talsverðan tíma að sannfæra Heather, en að lokum lofaði hiún systur sinni, að segja Rodney hreinskilnislega frá öllu, sem gerzt hafði. — Hvenær kemur hann hing- að? spurði Clothilde. Heather leit á úrið sitt. — Hann getur komið á hverri stundu. — Ég skal koma pabba út úr forsalnum, sagði Clotíhilde. — J»ú getur farið með Rodney þangað. Þar truflax ykkur eng- inn. Hún vafði systur sína örm- um og þrýsti henni að sér. — Gangi þér vel, elskan! 22. kafli. Allt í einu var dyrahjöllunni hringt. Olothilde veifaði Eiko úr vegi og fór sjálí til dyra. Þetta var leigubílstjórinn að spyrja um ungfrú Everett. Svo virtist sem Rodney viidi ekki sýna sig við dyrnar. dothilde gekk út að leigubíln- um og fann Rodney, sem sat inni í honum. — Halló, Rodney! Þú ert að vitja um hana Heather, er það ekki? Hann varð vandræðalegur á svipinn. — Er Heather tilíbúin? Við ætluðum að fara með nokkr- um kunningjum okkar til Kyoto yfir helgina. — Heather er inni. Hún þarf að tala við þig. Komdu inn. Hann varð enn vandræðalegri. — Ég þarf að láta bílinn bíða. — Ég mundi ekki kæra mig það. Ég býst við að þú standir góða stund. — Já, en við þurfum að ná í flugvél! — Ég býst ekki við, að það verði neitt úr þvi. En komdu inn, Heather mun segja þér hivernig í öllu liggur. Hún vorkenndi honum, er þau gengu saman upp garðstíginn. Hann var órólegur og vandræða- legur. Henni datt í hug, að upp- tökin um þessa fonboðnu helgi í Kyoto, væri ekki frá honum sprottin, heldur hefði það verið síðasta tilraunin hjá Heather til að öðlast ofurlitla hamingju áð- ur en hún giftist Minouru. Clothilde opnaði fyrir honum. — Gakktu inn, Rodney! Hún heyrði, að Heather and- varpaði: „Rodney“, og svo heyrð ist grátkjökur. — Heather, elskan mín, hvað hefur komið fyrir? Clothilde hlustaði ekki á meira heldur lokaði dyrunum. Svo gekk hiún inn í sitt herbergi til að bíða átekta þar. Hún velti því fyrir sér, hvað Gary veeri að að aðhafast að á þessari stundu. Var hann hjá James, eða hjá Mishima lögreglustjóra. Eða hafði þetta erindi hans til þeirra bara verið að notað sem átylla til að losna við að borða kvöld- verð með henni? Hún lagðist á rúmið og gróf andlitið í koddanum. En hvem- ig gat hún sagt frá Ken, þegar hann hafði engra skýringa kraf- izt — þegar hann hafði ekki einu sinni nokkurntíma sagzt elska hana? Clothilde vissi aldrei, hve lengi hún lá þarna í myrkrinu. Hún var of miður sín, tiil þess að skeyta um það. Það hefur Mklega verið góðri stundu síðar, að ljósið var allt í einu krveikt. Hún reis upp og sá, að Heather stóð þarna hjá henni. Heather var með tárvot augu, en brosið á henni ljómaði. Hún hneig niður á rúmið við hliðina á Clothilde. — Ó, elskan mín, sagði hún og það var eins og röddin ætlaði að bila. — Það er dásamlegt. Allt er svo dá- samiegt! Clothilde rétti sig upp. — Þú ert þá búin að segja Rodney allt? — Já, ég hef sagt honum alla söguna. Hann áfelldist mig ekk- ert. Hann sagðist elska mig of- mikið til þess að fara að áfell- ast mig fyrir neitt. Hann vill giftast mér, jafnvel þótt Min- ouru standi við hótun sína að fara í lögregluna með kæruna sána. Jafnvel þótt ég fari í fang- elsi, ætlar hann að bíða eftir mér. Ef eitthvert hneyksli verð- ur úr þessu, er hann reiðuibúinn að segja upp stöðu sinni í sendi- ráðinu og fara í járnvöruverzlun ina hans pabba síns í Birming- ham. Ég ætla að segja Minouru þetta þegar ég hitti hann á mánu daginn. Ó, ég er svo hamingju- söm. Hún faðmaði Olothilde inni lega að sér. — Ég er svo glöð! Faðir hennar átti eitthvað af jaoönsku viskíi, sem var að vísu ekki eins gott og skozkt, en full- gott samt. Svo fóru Rodney og Heather saman út að skemmta sér, en Clothilde og faðir hennar □--------------------------□ 38 □—.—------------------------n urðu ein eftir. Faðir hennar lék enn við hvem sinn fingur, því að hann var vongóður um ár- angurinn af viðtali sínu við hr. Hellman morguninn eftir. — Ef þetta gengur vel og hann býður mér samning, sagði hann, — ætla ég að fara beint til Mamma-san og semja við hana um frelsi til handa Yoshiko. Þú skilur, að kella hefur haft hana hjá sér í húsinu síðan þetta kom fyrir um daginn, í Sapporo. Það var ekki mjög framorðið. Skömmu eftir klukkan níu var dyrabjöllunni 'hringt. Eiko hafði fengið að fara út, og Clothilde fór sjálf til dyra. Hjartað í henni tók viðbragð, er hún sá, að þarna var kominn Gary og með honum Mishima lögreglustjóri. — Við erum með góðar fréttir, sagði Gary, og leiddi þau bæði inn í forsalinn. — Maðurinn, sem ætlaði að myrða þig, og heit ir Masoa Okta, hefur gefizt upp og játað, að það hafi verið hann, sem myrti Arao Hosoya. Hann hefur játað, að Kudo hafi lofað honum ærnu gjaldi til að myrða Arao og síðan þig. Kudo stóð í þeirri trú, að gengið hefði verið af Ken dauðum um borð í Nichi Maru. — En hvað er um Kudo sjálf- an? Mér skildist hérna um lcvöldið, að hann væri aiveg á förum til Suð ur-Amerík u. Lögreglustjórinn brosti. — Það hefur verið séð fyrir honum. Hann var tekinn fastur, þegar hann var að reyna að komast upp í flugvél til Buenos Aires. Farangurinn hans var rannsak- aður og í honum var brúða og api, hvorttveggja með miklu heróíni í. Ég hef verið að yfir- heyra hann, mestallan eftirmid- daginn og hann hefur loksins Játið uppi nöfnin á félögum sínum. Það var spennandi eftir- middagur! Hann skríkti en bar höndina upp að munninum í kurt eisis skyni. — Þér þurfið að mæta í réttarhaldinu á mánu- daginn, ungfrú Everett, en það er ekki annað en formsatriði. Svo drukku allir þrír japanska vískíið og ræddu málið. Lög- reglustjórinn lét í ljós mikla þakklátssemi sína við Ken og svo við Gary og Clothilde fyrir þeirra þátt í þvi að koma upp um eiturlyfjasmyglið. — Þegar leitað verður í Nidhi Maru í Tilbury, þegar þangað kemur, ættum við að hafa fleiri sannanir fram að bera, sagði Gary. — Okkar verki er sama sem lokið, sagði Gary við Clotíhijldie, um leið og hann bauð henni góða nótt. — En Ken vill vafa- laust heyra það nýjasta, sem gerzt hefur og þú vilt sjálfsagt sjá 'hann. Eigum við að fara i sjúkrahúsið í fyrramálið? Eða vildirðu kannski heldur fara ein? — Ég vildi miklu heldur, að þú kæmir með mér, Gary. Hann yppti öxlum og leit skrítilega á hana. — Jæja, ef þú vilt það heldur. En annars er ég hissa — ég hélt, að þú vildir heldur hitta hann ein. Japanska hjúkrunarkonan, sem talaði ensku, sagði þeim, að Ken væri orðinn svo miklu hress ari að hann gæti farið heim næsta mánudag. Ken var spennt ur eins og skólastrákur að heyra fréttirnar, sem þau höfðu að færa. — Ég hef lengi vitað, að það var Kudo sem stóð fyrir þessu smygli, sagði hann. — En mig vantaði bara að geta sannað það. — Nú, þegar bæði hann og morðinginn hafa játað, sagði Gary, — höfum við allar sann- anir, sem þörf er á. Ég held, að að minnsta kosti í bili hafi þetta smyglfyrirtæki orðið fyrir al- varlegu áfalli. Allt í einu sagði Gary, að hann ætlaði að ganga svoMtið um í skemmtigarðinum, en mundi sækja Clothilde síðar. Clothilde ætlaði eitthvað að fara að malda í móinn, en hann stóð upp, ein- beittur, og sagði: — Ég sé ykk- ur seinna, og gekk síðan út. Olothilde sat við rúm Kens. Hann tók í hönd hennar. — Þetta var fallega gert af hon- um Gary, sagði hann. — Hann veit, hvaða hug ég ber til þdn, Cloe. Þegar hún sagði ekkert, hélt hann áfram: — Ég elska þig, Cloe. En það hef ég nú víst sagt þér áður. Elskarðu mig? Vild- irðu giftast mér, elskan mín? Hún dró hægt að sér höndina, — Því miður, Ken. Mér er af- skaplega vel til iþdn, en ég elska þig ekki. Vil kaupa eðo leigja ris, kjallara eða skúr, sem mætti innrétta sem íbúð í Hafnarfirði, Kópavogi eða Reykjavík. Tilboð merkt: „IiMirétting — 8707“ sendist afgr. Mbl. Kona óskast í eldfhús og við að smyrja brauð fyrri h'luta dags, vegna veikinda um óákveðinn tíma. Smurbrauðsstofan Bjórninn Njáisgötu 49. S Ii5105 - 12230. ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN m ÉL= (m m m Það er eitt að kaupa bíl — og annað að eiga og reka bíl. — Kynnið yður verð og gæði Volkswagen bílanna. Svo og Volkswagen vara- hlutaþjónustuna og varahlutaverð. — Berið saman við aðrar gerðir. m S'imi 21240 [HEILDVERZLUNIN HEKLA hf Laugavegi 170-172

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.