Morgunblaðið - 02.04.1966, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.04.1966, Qupperneq 8
8 MORGUNBLADIÐ 1 Laugardagur 2. apríl 1966 Æmmizrm —Alþingi Framhald af bls 1 stjórn sjóðsins taka ákvarðanir um lán og styrki úr honum og má eigi veita styrki nema allir stjórnarmenn séu á einu máli um styrkveitinguna. Stjórnin ákveð- ur vexti af lánunum og önnur lánskjör, að höfðu samráði við Seðlabantka Islands. I greinargerð fruimvarpsins segir m.a. svo: Fru.mvarpið er flutt í samræmi við þá stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar að mynda sjóð, til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins í ríkari mæli og á skipulegri hátt en auðið hefur verið að gera með hinu tak- markaða ráðstöfunarfé Atvinnu- þótasjóðs. Tryggir frumvarpið Atvinnujöfnunarsjóði miklum mun meira starfsfé en Atvinnu- bótasjóður hefur haft, og jafn- framt er sú meginstefna mörkuð, að unnið verði að eflingu at- vimnulífs víðs vegar um landið, fyrst og fremst eftir fyrirfram- gerðum áætlunum. I athugasemdum við einstakar greinar frumvarpsins er nánar vikið að hlutverki sjóðsins, en ráðstöfunarfé hans eingöngu af eigin fé mun verða um 50 milljón ir króna á árinu 1967, fer síðan árlega hækkandi og mun verða um 112 milljónir króna árið 1975. Er í þeim áætlunum þá ekki reiknað með hinum víðtæku lán- tökuheimildum, sem sjóðurinn hefur, og aðeins gert róð fyrir að innheimtist árlega 4 milljónir króna, að meðtöldum vöxtum, af lánum Atvinnubótasjóðs, sem um síðustu áramót námu 116 milljón um króna. Eigi er heldur með- talið það ráðstöfunarfé, sem ætla má, að Atvinnujöfnunarsjóður fái í samræmi við þá sérstöku útiánaheimild Atvinnuleysis- tryggingasjóðs, sem nú er verið að lögfesta á Aliþingi. Á árinu 1966 mun Atvinnujöfnunarsjóður hafa til ráðstöfunar 44 milljónir króna, en jafnframt hefur þegar verið gert ráð fyrir að sjóður- inn annist milligöngu um fjár- hagsaðstoð þá, sem ríkisstjórnin hefur saimþykkt að veita vegna erfiðleika útgerðar fyrir Norður- landi í vetur í samræmi við kjara samninga verkalýðsfélaganna á síðastliðnu sumri. Nemur sú að- stoð 6—7 milljónum króna, sem gert er ráð fyrir, að Atvinnu- leysistryggingasjóður leggi fram, þannig að ráðstöfunarfé Atvinnu jöfnunarsjóðs á yfirstandandi ári. verður a.m.k. 50 milljónir króna. Samtals má áætla, að At- vinnujöfnunarsjóður hafi á næstu 10 árum til ráðstöfunar, eingöngu af eigin fé sínu, rúmar 700 milljónir króna, og að hrein eign sjóðsins verði þá rúmar 545 milljónir króna. Má til saman- burðar geta þess, að á 15 ára tímatoili, frá 1951—1965, hefur samtals verið varið til atvinnu- aukningar, og síðar til Atvinnu- bótasjóðs 160 milljónum króna. Er því hér um að ræða mjög stór- fellda aukningu fjár til þess sér- staklega að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, enda þótt ekki séu meðtaldar þær miklu lán- tökuheimildir, sem Atvinnu- jöfnunarsjóði eru nú veittar, og heimildir Atvinnuleysistrygginga sjóðs, til. þess, að verja árlega hluta vaxtatekna sinna til þess að mæta sérstökum atvinnu- örðugleikum, sem ætla má, að Atvinnujöfnunarsjóður hafi að meira eða minna leyti milligöngu um ráðstöfdn á, og jafnframt leysi verkefni, sem oft hvíli með verulegum þunga á Atvinnubóta- sjóði. Verði á næstu árum þörf sérstakra átaka af hálfu Atvinnu jöfnumarsjóðs í samtoandi við framkvæmdaáætlanir fyrir ein- staka landshluta eða héruð, sem eigið ráðstöfunarfé sjóðsins hrekkur ekki til að mæta, á að vera auðvelt að grípa ti.1 lán- tökuheimildanna með hliðsjón af hinum öruggu framtíðartekjum sjóðsins, sem eru að verulegu leyti gengistryggðar. Ber jafn- framt að hafa það í huga, að At- vinnujöfnunarsjóði er ekki ætlað að létta af neinum öðrum stofn- lánasjóðum þeim verkefnum, er á þeim hvíla, heldur að veita viðbót lánveitinga annarra stofn- sjóða atvinnuveganna á þeim stöðum á landinu, þar sem nauð- synlegt er að veita sérstaka fjár- hagsaðstoð í samræmi við stefnu- mið Atvinnujöfnunarsjóðs. Lagt er til, að Atvinnujöfnunar sjóður verði í umsjá Landsbanka íslands, er annist afgreiðslu lána og iinnheimtu. Atvinnubótasjóður var í umsjá Framkvæmdabanka íslands, en gert er ráð fyrir, að sá banki verði lagður niður. Ekki er æskilegt að marka sjóðnum of þröngan starfs- ramma, heldur vereði sjóðsstjóm inni veitt rúm heimild til þess að setja sjóðnum lánareglur, er þjónað geti sem bezt þeim til- gangi, er sjóðnum er ætlaður. Þar sem sjóðnum er fyrst og fremst ætlað að starfa í sam- ræmi við framkvæmdaáætlanir og kerfisbundnar athuganir á at- vinnulífi einstakra landshluta og héraða, hlýtur fyrst og fremst að verða að laga starfsemi sjóðs- ins eftir þeim verkefnum, er þær áætlanagerðir leiða í ljós, að brýnust nauðsyn sé að sinna. Lagt er til að afla Atvinrau- jöfnunarsjóði stofnfjár með fern um hætti: 1. Með þvi að afhenda sjóðn- um eignir Atvinnubótasjóðs, en þær námu um síðustu áramót 116 milljónum króna í skulda- toréfum. Skipuleg innheimta af- borgana Og vaxta af atvimnu- aukningarlánum hófst fyrst eftir að Atvinnutoótasjóður tók til starfa. Má því gera ráð fyrir að lengja verði lánstíma flestra hinna-eldri lána, en ástæðulaust er hins vegar að innheimta ekki þessi lán, nema þar sem sérstak- lega stendur á. 2. Ríkissjóður leggi fram á næstu 10 árum 150 milljónir kr. með jöfnum ársgreiðslum, í fyrsta sinn á árinu 1966. Er reiknað með því framlagi í fjár- lögum yfirstandandi árs. 3. Atvinnujöfnunarsjóði verði afhentar 55 milljónir króna af mótvirði óafturkræfs framlags Bandaríkjastjórnar 1960. Verði Atvirxnujöfnunarsjóði greitt þetta framlag á árunum 1966—1969. ^ 4. Atvinnuj öfnunarsj óður • fái til eignar eftirstöðvar af mót- virðissjóði sem greiða átti til Framkvæmdatoanka íslands, sam kvæmt 4. grein laga nr. 17/1953. Nema þessar eftirstöðvar um 43 milljónum króna, og er gert ráð fyrir, að Atvinnujöfnunarsj óður fái þáð fé til ráðstöfunar á næstu 4 árum. Stofnfé Atvinnu j öf nunars jóðs er þannig um 364 milljónir kr. og sé reiknað með að 5% af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins séu styrkir og aðeins innheimtist ár- lega 4 milljónir króna í árgjöld- um af lánum Atvinnubótasjóðs, má gera ráð fyrir að höfuðstóll Atvinnujöfnuraarsjóðs verði rúm ar 545 milljónir króna árið 1975, þegar hinum föstu stofnfjárfram- lögum ríkissjóðs er að fullu lokið. Eðlilegt þykir að meginhluti skatttekna af væntanlegri ál- toræðslu renni til Atvmraujöfn- unarsjóðs, í því skyni að stuðla að eflingu atvinnulifs víðs vegar um landið, til þess að koma í veg fyrir óeðlilegan samdrátt lands- byggðarinnar. Áætlað er, að fyrsta heila starfsár álbræðslunn ar verði árið 1970, og að fram- leiðslugjald hennar, fyrstxu 3 ár- in þar á eftir nemi framleiðslu- gjaldið rúmum 24 milljómim króna á ári, þá verði gjaldið í 9 ár rúmar 51 milljón króna á ári. ár rúmar 51 milljon krona a ari, hækki þá næstu 3 ár, og svo verði árgjaldið rúmlega 90 miilj. króna í 4 ár. í 6. grein frumvarpsiras eru lagðar meginlínur um fram- kvæmdaáætlanir þær, sem sjóð- urinn á fyrst og fremst að starfa eftir. Er Efnahagsstofnuninni falið að annast áætlunargerð Iþessa í samráði við stjórn sjóðs- ins, og ennfremur að undirbúa lánsákvarðirnar. í greirairani er jafnframt skýrt tekið fram, að Atvinnujöfnunarsjóði sé ekki ætlað að taka á sig skyldur ann- arra lánasjóða heldur komi til viðbótar framkvæmdalánum ann arra fjárfestingalánastofnana. Atviranujöfnunarsjóði er veitt almenn og ótakmörkuð lántöku- heimild hjá Framkvæmdasjóði ríkisins, til þess að stuðla að framgangi framkvæmdaáætlana, en rétt þykir Og raauðsynlegt að hafa sérstaka heimild til þess að taka erlend lán í sama skyni. Nú þegar hefur verið samið um verulegar lántökur erlendis í sam bandi við Vestfjarðaáætlun og mjög líklegt er að leitað verði eftir erlendu lánsfé í samtoandi við einstaka þætti annarra fram- kvæmdaáætlana. Nauðsynlegt er, til tryggingar fjárhagsafkomu sjóðsins, að lánsfé sé eiraungis endurlánað til framkvæmda, er örugglega geta tryggt endur- greiðslu lána. Sérstök heimild er sett í þessa greira, til þess að veita móttöku fé, sem um kanra að semjast við Atvinnuleysistryggingasjóð, að ráðstafað verði fyrir milligöngu Atvinnujöfnunarsjóðs, samkv. hinni sérstöku heimild um ráð- stöfun fjórða hluta árlegra vaxta tekna Atvinnuleysistrygginga- sjóðs, sem nú er til meðferðar á Allþingi. IVIinningar Wenner- ströms birtar ... ? Stokkhólmi, 31. marz. (NTB) STOKKHÓLMSBLAÐIÐ „Aft onbladet“ segir í dag, að njósnaranum Stig Wenner- ström, sem nú situr í fangelsi, hafi tekizt að lauma endur- minningum sínum í bréfa- formi til konu sinnar og muni þær birtar innan skamms í sænsku vikublaði. Síðar segir blaðið, að ætlunin sé að gefa þær út í bókarformi. Hins vegar upplýsir síðdeg- isblaðið „Expressen“ að tegndamóðir Wennerströms hafi sagt, að dóttir hennar muni ekki láta endurmirin- ingar hans af hendi, hvað sem í boði sé. Hún hafi nú þegar fengið 250.000 sænskra króna tilboð en hafi hafnað því. „Ef til vill ætlar hún að geyma þetta til elliáranna" hefur ,Expressen“ eftir tengdamóð- urinni. NTB hefur eftir Sven Bro- man, ritstjóra blaðsins „Áret rundt“, að blaðið 'hafi haft samband við Wennerström í( fyrfasumar. — Síðan hafi hann skrifað greinar og sent til konu sinnar og gef- ið henni heimild til þess að semja um útgáfu þeirra. Hins vegar hafi ekki verið gerðir neinir samningar þar að lút- andi. Þá hefur NTB eftir fangels- isstjóranum á L&ngholmen, þar sem Wennerström afplán- ar dóm sinn, að öll bréf hans hafi verið gaumgæfilega rann- sökuð og sé því alls ókunnugt hvernig honum hafi tekizt að smygla út endurminningum sínum. Starfsstúlka óskast að Farsóttahúsinu í Reykjavík. — Upplýsingar gefur forstöðukonan í síma 14015 frá kl. 9—16. Reykjavík, 30. marz 1966. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. ATVINNA Oss vantar vélritunarstúlku, sem fyrst og ungan afgreiðslumann 15. maí. Abnennor tryggingar hf Pósthússtræti 9. Til fermingargjafa Tjöld, svefnpokar og nytsamur fatnaður. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Verzlumn Fífa Laugavegi 99. — Sími 24975. (§) HEILDSÖLUBIRGDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.