Morgunblaðið - 02.04.1966, Síða 27

Morgunblaðið - 02.04.1966, Síða 27
iaugardagur 2. aprf! 1966 MORCUNBLAÐIÐ 27 i FLDGVÉL Landhelgisgæzl- unnar fór í ískönnunarflug í gær Reyndist isinn næst land inu 13 mílur norður af Rauðu núpum. Þaðan liggur ísjaðar- inn austnorðaustur og er um 40 mílur norðnorðaustur af Langanesi. Frá 13 mílum norð ur af Rauðunúpum er stefna ísjaðarins vestur og er um 5 mílur norðaustur af Grímsey. ístota teygir sig til suðurs fyrr ir austan Grimsey og er næst landi 19 milur norður af Gjögri. Isinn er um 50 milur norður af Skaga, 55 milur norður af Horni en næstur Vestfjörðum 35 milur norðnorðvestur af Kögri. ísinn norður af Skaga og austar er sundurlaus, 1/10— 3/10 20—30 sjómiiur noröur fyrir ísjaðarinn. Stangljakar hafa sézt frá bæjunum Biika- ióni, Sigurðarstöðum, Núps- kötlum og Grjótnesi á Sléttu. Eins og sagt var frá í Morgunbl. í fyrradag féll sextugur mað- ur niður í malargeymi í sand- og malarnámu við Álftanesveg. Hlóðst ofan á hann tveggja metra lag af möl. Tók um klukkutima að moka ofan af manninum, sem slapp tiltölulega lítið meiddur. — Wilson Framhald af bls 1 undanfarið, en er þó minni, en þær hafa gert ráð fyrir. Endaniegra úrslita er fyrst að vænta á morgun, laugardag, en vart verður um neina þá breyt- ingu að ræða, er þau verða kunn, sem skipta mun máli. Stjórnmálafréttp-'-’tarar í Lond on segja, að T ’ilson, for- sætisráðherra, geta horft rólegur til næsiu •_—ö ára, a.m.k. hvað snertir neðri málstofu brezka þingsins. Þegar er ljóst, að meirihluti Verkamannaflokksins í neðri mál stofunni verður ekki minni en 100 sæti, og er þar um mikla breytingu að ræða, frá því, sem var. NemeKidaBónleikair Tónlistarskólans í dag Shóksveit Bún- oðnrbankans f FRÉTTINNI af úrslitum í skák keppni stofnana sem birtist í blaðinu í gær, var ekki allskost- ar rétt með farið er skýrt var frá hverjir skipa hina sigursælu sveit Búnaðarbankans en í henni voru Jón Kristinsson, Bragi Kristjánsson, Arinbjörn Guð- mundsson, Stefán Þormar Guð- mundsson og Guðjón Jóhannsson sém var varamaður sveitarinnar. Leiðrétting í frétt sem birtist í blaðinu í gær, frá fundi í Hinu íslenzka náttúrufræðifélagi var ranglega farið með nafn formannsins. Stóð í fréttinni, að formaður fé- lagsins væri Eyþór Einarsson, en á að vera dr. Þorleifur Ein- arsson. Eru hlutaðeigendur beðn ir afsökunar á mistökunum. — Brynjólfur Framhald af bls. 1. sókn. Voru gestir víða að, ofan úr Connecticut, utani úr Jersey og lengst utan af eyju, eða af svæði, sem samsvarar frá Borgar nesi, austur um sveitir að Sel- fossi og suður til Keflavíkur. Mest voru þetta gamlir vinir frá fyrri mótum en þó voru nokkrir landar þarna, sem voru gestkomandi í bænum, Örn Þór og Halldór Jónatansson, Ásgeir Magnússon kaupsýslumaður og hans. Voru þau hjónin að koma frá Vestur-Indíum enda sólbrún. Fátt var um flugmenn og kon- ur, sem þó hefðu verið kærir gestir. Islendingafélagið starfar af miklum krafti undir öruggri stjórn Sigurðar Helgasonar og hans meðstjórnanda, Stefáns Wathne, Halldóru Rúts (Am- bassa-Dóru) Geirs Torfasonar, Flemming Thorberg og Þorgeirs Halldórssonar. Næsti fagnaður verður 17. júní og hlakka allir til. Geir. í DAG kl. 2 heldur Tónlist- arskólinn í Reykjavík nem- endatónleika, þar sem ein- t) ngu koma fram yngri nem- endur skólans. Þarna koma fram 26 nemendur, sem munu leika á píanó, fiðlu, celló, klirunettu og flautu. Einnig leikur hljómsveit yngri deild- ar skólans, undir stjórn Ingv- ars Jónassonar, en í skólanum starfa nú tvær nemendahljóm sveitir. Flutt verða verk eftir Beethoven, Mozart, Bach, Bela Bartok o.fl. Efri myndin er af þremur ungum piltum, sem munu leika sexhent á píanó, en neðri myndin er af stúlku, sem nemur cellóleik við skól- ann, ásamt undirleikar? sin- um. Isinn er13 mílur nœst landinu Wilson, forsætisráðherra, beindi í morgun þeim tilmælum til alþýðu manna í Bretlandi, að hún sýndi samheldni, því að mörg óleyst vandamál biðu stjórnmálamanna og þjóðarinn- ar í heild. Jafnframt lýsti Wilson því yf- ir, að hann og stjórn sín kynni að þurfa að grípa til óvinsælla aðgerða til þess að rétta efnahag Bretlands, og auka hlutdeild Breta í utanríkisverzlun, þ.e. auka útflutning, en draga úr inn- flutningi. Fyrsta ráðstöfun Wilsons, sem stefnir í þá átt, sem að ofan greinir, verður að öllum líkind- um samdráttur í fjárlögum, en fjárlagafrumvarp verður lagt fram í Bretlandi innan skamms tíma. stjórnar Stálskipasmiðjunnar h.f. M.s. „Baldur“ mun nú hefja flutninga til Breiðaifjarðarhafna og verða í föstum áætlunarferð- um á milli Reykjavíkur og Breiðatfjarðar. Ralph Weymouth Ræðir öryggis mál Atlantshafs ríkja VARÐBERG og Samtök um vest- ræna samvinnu halda hádegis- fund í Þjóðleikhúskjallaranum í dag, lauagrdaginn 2. april 1966, og hefst fundurinn kl. 12.30. í því skyni m. a. að minnast stofndags Atlantshafsbandalags- stofndags Atl.hafsbandal. og hafa félögin að þessu sinni boðið á fundinn yfirmanni varnarliðsins, rear admiral Ralph Weymouth. Hann mun ræða um öryggis- mál Atlantshafsríkjanna og svara fyrirspurnum. Flóabáturinn Baldur afhentur eigendum FIMMTUDAGINN 31. marz, 1966, var flóabáturinn „BALDUR'* af- hentur eigendum sínum, Flóa- bátnum Baldri h.f., Stykkisbólmi. Skipið er 180 brúttó rúmlestir að stærð, byggður úr sfcáli. Yfir- bygging öl'l, ofan þilfars. er gerð úr aluminium, bæði þilifarshús, og stýriahús. Skipinu er skipt í 6 vatnsþétt hól'f. Fremsfc er stafngeymir og áreksrarþil á milli hans og íbúðar áhafnar, en hún telur 6 manns í þrem tveggja manna klefum. Undir íbúðum er vatnsgeymir, sem rúmar 9 tonn. Aftan við íbúðirnar er lesfcin, ca. 150 rúmmetrar, en skipið ber 145 fcon.n af vörum. Lestin er öll klædd að innan. Aftan lestar er vélarúmið, en þar eru tvær KELVIN diselvél- ar, 320 hestöfl hvor, og knýja þær tvær skrúfur. Á framenda vélanna eru drif, sem knýja 20 kílóvafcta rafal á hvorri vél, og vökvadæla fyrir vökvavindur á annarri vélinni. Þá er ennfremur 75 hestafla KELVIN dieselvél sem hjálparvél og knýr hún 30 kílóvatta rafal, vökvadælu fyrir vökvavindur og austursdælu. Þar eru ennfremur aðrar dælur, miðstöðvarketill fyrir upphitun aftUrskipsins, en rafmagnshifcun er i framskipinu. Loftræsting vélarúms og íbúða er með raf- knúnum blásurum. Aftan vélarúms er farþega- klefi með fimm hvílum og aftan hans er stýrisvélarúm með vökva knúinni stýrisvél af TIENFJORD gerð. f hvalbak er póstklefi, farang- ursgeymsla og snyrtiherbergi áhafnar. í þilfarshúsi er eldlhús með kæliklefa, matsalur, snyrtiher- bergi karla og kvenna og far- þegasalur, sem rúmar 45 manns í sæti. í stýrishúsi er herbergi skip- stjóra og stjórnklefi. Þar er kom ið fyrir siglingatækjum, KELVIN HUGHES rafcsjá og dýptarmæli, Lilley & Gillie áttavitum, sjálf- stýringu, TAYO miðunarstöð, talstöð og ennfremur eru þar stjórntæki fyrir aflvélar ásamt mælaborði og aðvörunarkerfi. Lestarlúga er ein og er henni lokað með þreföldum stálhlera, sjiáliflþéttandi. ' Vökvavinda er fyrir 4 tonn, en bóma fyrir 5 tonna þunga. Þá er ennfremur vökvaknúið capstanspil og vökva knúin vinda til þess að hækka og lækka bómu. Vindurnar eru frá Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar, Reykjavík. Auk Stálskipasmiðjunnar h.f. unnu verktakar að smíði skips- ins. Skipasmíðastöðin Nökkvi h.f. sá um alla innréttingu og trésmíði undir umsjá Hans Lind- berg framkvstj. og Halldórs Ámundasonar. Raflagnir annaðist Áslaugur Bjarnason, rafvirkja- meistari. Af hálfu Stálskipa- smiðjunnar h.f. var Árni Mark- ússon verkstjóri yfir bolsmíði, en vélaniðursetningu, útbúnað og allan frágang annaðist Þórir B. Guðjónsson, vélvirkjameist- ari, sem jafnframt er formaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.