Morgunblaðið - 07.04.1966, Qupperneq 7
Fimmtudagur 7. »príl 1966
FRÉTTIR
MORCU NBLAÐIÐ
m
Drottinn er upprisinn.
Minnistexti: Drottinn er sannar-
lega upprisinn.
Sunnudagaskóli KFUM Amt-
mannsstíg 2 B. Barnasamkomur
verða í skólanum á föstudaginn
langa og á Páskadagsmorgun kl.
10:30 f.h. Öll börn eru velkom-
in.
Kristileg samkoma verður hald
in í Laugarnesskólanum á föstu-
daginn langa kl. 10:30 f.h. John
Holm og Helmut Leichsenring
tala.
Kristileg samkoma á Bæna-
staðnum Fálkagötu 10. Fáskadag
kl. 4. Bænastund alla virka daga
kl. 7. e.m.
Bræðrafélag Dómkirkjunnar
efnir til skírdagssamkomu í
Dómkirkjuimi í dag kl. 8:30.
Allir velkomnir.
Kristilegar samkomur í sam-
komusalnum Mjóuihlíð 16. Skir-
dagskvöld kl. 8. Föstudagurinn
langi kl. 8. Sunnudagaskóli.
Páskadagsmorgun kl. 10:30.
Unglingasamkoma á laugardags
kvöldið kl. 8. Allt fólk hjartan-
lega velkomið.
Hjálpræðisherinn samkomur
um páskana. Skírdag kl. 20:30
Getsemanesamkoma. Föstudag-
inn langa kl. 11:00 Helgunarsam-
koma. 20:30 Golgatasamkoma.
Pétur Háberg frá Færeyjum,
brigader Driveklepp og kafteinn
Skifjeld tala. 1. Páskadag 11:00
Hátíðarsamkoma. 14:00 Sunnu-
dagaskóli. 16:00 Útisamkoma á
Lækjartorgi. 20:30 Hátíðarsam-
koma (Páskafórn) Major Óskar
Jónsson og frú tala. 2. Páska-
dag 20:30 Söng og Hljómleika-
Eamkoma. Frú Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir cand. theol. talar.
Laugardagur 9. apríl: Harald-
ur Dungal Hverfisgötu 14. Kl.
10—12. Simi: 13270.
Laugardag 9. apríl: Engilbert
Guðmundsson Njálsgötu 16. kl.
1—3. Sími 12547.
Sunnudagur 10. apríl (páska-
dagur): Jóhann G. Möller og
Kristján Ingólfsson, Hverfisgötu
S7 kl. 9—11 Sími: 21717 og
21140.
Mánudagur 11. april (II. í pásk
um): Hafsteinn Ingvarsson Sól-
heimum 25. Kl. 10—12 Sími:
36903.
Barðstrendingaféiagið í Re.vkja
vík býður að venju fólki úr
Barðastrandarsýslu, sem búsett
er í Reykjavík og nágrenni, 60
ára og eldra, til samkomu í Skáta
beimilinu við Snorrabraut 7.
apr. n.k. (skírdag), kl. 1.30. e.h.
og verið hefur. Gestir úr heima-
byggðum veri einnig velkomnir.
Kvenfélag Grensásóknar heid-
ur fund þriðjudaginn 12. apríl.
kl. 8:30 í Breiðagerðisskóla. Árni
Óia ritstjóri flytur erindi: Horft
af Bústaðaholti. Séra Felix Ólafs-
son: Heimili Lúthers. Fjölmenn-
ið. Stjórnin.
Langholtsprestakall
Kirkjukórinn gengst fyrir 8.
Páskavöku sinni í safnaðarheim-
ilinu að kvöldi föstudagsins
langa kl. 12:30. Vönduð dagskrá.
EN nú varir trú, von og kærleik-
nr. þetta þrennt, en þeirra er kær-
leikurinn mestur (I. 1. Kor. 13,13).
í dag er fimmtudagur 7. apríl og
er það 97. dagur ársins 1966 .Eftir
Árdegisháflæði kl. 7:34. Síðdegis-
lifa 268 dagar. Skírdagur.
háflæði kl. 19:55. Föstudagurinn
langi Árdegisháflæði kl. 8:14.
Laugardagur Árdháfl. kl. 8:56.
Páskadagur kl. 9:40. 2. páskadagur
kl. 10:30. Þriðjudagur kl. 11:30.
Næturvörður í Lyf jabúðinni
Iðunni vikuna 2. apríl til 9. apríl.
Þá er páskahelgi og nauðsynlegt
að gera rá'ð fyrir henni. Nætur-
vörður vikuna 9. apríl til 16.
apríl er í Vesturbæjarapóteki
nema sunnudagar í Austurbæjar
apóteki.
Næturlæknir í Keflavík 7/4—
8/4 er Jón K. Jóhannsson sími
1800, 9/4—10/4 er Kjartan ólafs-
son sími 1700 11/4 Arnbjörn
Ólafsson simi 1840. 12/4 er Guð-
jón Klemenzson sími 1567 13/4
er Jón K. Jóhannsson sími 1800.
Helgivarzla á skírdag í Hafnar
firði og næturvarzla: 8/4 er
Eiríkur Björnsson, sími 50235.
9/4 Hannes Blöndal sími 50745
9—11/4 Kristján Jóhannesson,
sími 50056, 12/4 Jósef Ólafsson,
sími 51820, 13/4 Jósef Ólafsson.
Lpplýsingar um læknapjon-
ustu i borginni gefnar i sím-
svara Læknafélags Reykjavikui, j
Símin er 18888.
Slysavarðstoían í Heilsnvernd-
arstöðinni. — Opin alian sóLtr-
t.ringtnn — sími 2-12-30.
KJpavogsapótck er opið alla
virka daga frá kl. 9:15—20. laug-
ardaga frá kl. 9:15—16, helgidaga
frá kl. 13—16.
Framvegis verbur tekið á mótl þeim, ]
er gefa vilja blóð i Blóðbaukann, sem
hér segir: Mánudaga, þriðjudaga,
fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9—11
f.h. op 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA frA
kl. i,—8 e.h. Laugardaga fra kl. 9—11
fJi. Sérstök athygli skai vakin á mið-
vikudögum, vegna kvöldtímans.
Holtsapótek, Garðsapótek, Soga |
veg 108, Laugarnesapótek og
Apótek Keflavikur eru opin alla j
virka daga kl. 9. — 7., nema
laugardaga frá kl. 9 — 4 og helgi
daga frá kl. 1 — 4.
Bilanasími Bafmagnsveitu Reykja-
víkur á skrifstofutíma 18222. Nætur |
og helgidagavarzla 18230.
Upplýsingaþjónusta AA samtak
anna, Hverfisg. 116, sími 16373.
Opin alla virka daga frá kL 6-7
Orð lífsins svarar i síma 10000.
I.O.O.F. 1 = 147488^ = MA.
I.O.O.F. Rb. 1. s H54128& — Fl.
Tannlœknavakt
Fréttatilkynning frá Tann-
læknafélag íslands. Eins og und-
anfarin ár gengst Tannlæknafé-
lag íslands í ár fyrir tannlækna
vakt um páskahátíðina.
Nánar verður tilkynnt um
vakt þessa í dagbókum dag-
blaðanna á skírdag.
Fimmtudag 7. apríl (skírdag):
Ólafur Höskuldsson Tannlækn-
ingastofa Jónasar Thorarensen
Skólavörðustíg 2. Kl. 10—12
Sími 22554.
Föstudag 8. apríl (föstudaginn
langi): Þórir Gislason Tannlækn
ingastofa Jóhanns Finnssonar
Hverfisgötu 106 A kl. 10—12
Simi: 15725.
Fermingarskeyti
Fermingarskeyti sumarstarfs-
ins í Kaldárseli: Afgreiðslustað-
ir, Hús KFUM og K., Hverfisgötu
15. skrifstofu Brunabótafélagsins
hjá Jóni Mathiescn. Fjarðarprent
Skólabraut 2, sími 51714.
Sumarstarf KFUM og KFUK
býður yður falleg, litprentuð
fermingarskeyti, sem gefin eru
út til eflingar sumarbúðunum í
Vatnaskógi og Vindáshlíð.
Móttaka laugardag kl. 1—5:
KFUM, Amtmannsstíg 2B.
Sunnudaga kl. 10—12 og 1—5:
Miðbær:
KFUM, Amtmannsstíg 2B.
Vesturbær:
Barnaheimilið Drafnarborg
(bak við Ránargötu 49).
Melarnir:
Meiaskólinn
(inng. í kringluna).
Hlíðarnar:
Skóli ísaks Jónssonar, Ból-
staðarhlíð 20 (inng. frá Stakka
hlíð).
Laugarneshver f i:
KFUM, Kirkjuteig 33.
Langholtshverfi:
KFUM við Holtaveg (niðri).
Bústaða -og Grensáshverfi:
KFUM, Langagerði 1.
Upplýsingar ura skeytin og
sumarstarfið veittar í þessum
símum: 23310, 17536 og 13437.
VfSLKORM
Páskar færa blóm á ból.
Buguð nóttin svarta,
þegar lýsir sólna sól
sviðið inn í hjarta.
St. D.
Herdís Kristjánsdóttir, Njáls-
götu 64. ekkja Bjargmundar
Sveinssonar. rafvirkja, verður
80 ára á annan í páskum. þ. 11.
apríl.
80 ára verður á Páskadag 10.
apríl Sigríður Árnadóttir, Reyni
felli. Vestmannaeyjum.
»»v> (SBSBWWPWII
Filadelfia, Reykjavík: Samkomur verða að Hátúni 2, Skírdag, föstu
laus talar Einar J. Gíslason forstöðumaður frá Vestmannaeyjum
dag langa og páskadag ki. 8 (ath. samkomutímann). Að forfalla-
é öllum þessum samkomum. Hann talar einnig í Keflavik á föstu-
dag og páskadag, kl. 4 báða dagana. Á annan i páskum talar í Fila-
deJiíu í Reykjavík Pétur Háberg frá Færeyjum, á sama tima, kl. 8.
65 ára verður á Páskadag 10.
april Hans P. Christansen, kaup-
maður, Bólstaðarhlíð 13.
Laugardaginn 10. apríl verða
gefin saman í hjónaband ungfrú
Hanna B. Jóhannsdóttir, Ásg. 19
Reykjavík og Árni Óli Ólafsson,
Suðurgarði, Vestmannaeyjum.
Heimili brúðhjónanna fyrst um
sinn verður í Suðurgarði, Vest-
mannaeyjum.
Gefin verða saman í hjóna-
band á páskadag af séra Árelíusi
Nieissyni Kristín Jóhannesdótt-
ir skrifstofustúlka. Snorrabraut
35 og Erlendur Magnússon, sjó-
maður, Laugaveg 86.
HLEGARÐUR
HLÉGARÐUR
OATAR
LEIKA Á PÁSK ADAN SLEIKNUM
ANNAN í PÁSKUM.
SÆTAFERÐIR FRÁ
IÐNAÐARBANKANUM
V I Ð LÆKJARGÖTU
KL. 9 OG 10
MUNIÐ NAFNSKÍRTEININ.
INGÓLFSCAFÉ
GÖMLU DAIMSARIMIR
II. páskadag klukkan 9
Hljómsveit JORANNESAR EGGERTSSONAR leikuv.
Söngvari: Grétar Guðmundsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 5. — Sími 12826.
INGÓLFSCAFÉ
Bingó II. páskadag kl. 3
Aðalvinningur eftir vali:
Spilaðar verða 11. umferðir.
Borðpantanir í síma 12826.
pc
íl
B
á íslandi
w>
á íslandi
Tilkynning um námskeið
IBM á íslandi er ánægja að geta tilkynnt eftirfar-
andi fjögur námskeið, sem haldin verða í kennslu-
stofu Iðnaðarmálastofnunar íslands, Skipholti 37.
1. 18. — 21. apríl k.l 9—12 f.h.
Almenn kynning á gagnaúrvinnslu.
(Data processing).
2. 25. — 27. apríl kl. 9—12 f.h.
Kynning á kerfi IBM 360 model 20
rafreiknir og starfsmöguleikum hans.
3. 16. — 27. maí kl. 9 — 12 f.h.
Report Program Generator. Kennt verður
vélamálið RPG og notkunarmöguleikar.
4. Timi óákveðinn.
Basic Assembly Language. Kennt BAL
og hvernig hægt er að leysa flókin
verkefni á kerfi 360.
Allar nánari upplýsingar fúslega veittar hjá for-
stöðumanni námskeiðanna, Hr. Björgvin Hólm eða
undirrituðum.
OTTÖ A. MICHELSEIM
KLAPPARSTÍG 27 — SÍMI 20560.