Morgunblaðið - 07.04.1966, Síða 10

Morgunblaðið - 07.04.1966, Síða 10
10 MORCU N BLAÐIB Fimmtudagur 7. april 1968 Framboðslisti Sjálfstæðis- manna á Selfossi fossbúum, þar sem þeir eru vel þekktir og að góðu kunnir. Framboðsiistann skipa eftir- Á ALMENNUM fundi, sem hald- inn var í Sjálfstæðisfélaginu Óðinn 30/3. ’66 var einróma sam- þykktur framboðslisti, sem upp- stillingarnefnd bar fram, til að vera í kjöri við sveitarstjórnar- kosningar á Selfossi, sem fram eiga að fara 22. maí n.k. F.kki þarf að kynna menn þessa mörgum orðum fyrir Sel- taldir menn: 1. Óli Þ. Guðbjartsson, kennari. 2. Snorri Árnason, lögfr. 3. Grímur Jósafatsson kaup- félagsstjóri. 4. Pái! Jónsson, tannlæknir. 5. Ólafur Magnússon, síma- verkstjóri. 6. Ragnar Hermannsson, iðn- verkamaður. 7. Gunnar Gunnarsson, bóndi. 8. Hergeir Kristgeirsson, lögr.þj. 9. Páll Árnason, málari. 10. Bergur Bárðarson, málari. 11. Sigursteinn Steindórsson, bankamaður. 12. Bjarni Guðmundsson, læknir. 13. Jón Guðbrandsson, dýral. CAMEL .... eru mest se/du sigarettumar i heiminum 14. Þorsteinn Sigurðsson, tré- smíðameistari. — Seðlabankinn Framhald af bls. 3° hagstæðu efnahagsþróun undan- farinna ára. Kvaðst hann eiga þar m.a. við innlánsfjárbinding- una. Góð stjórn á vaxtamálum hefði og haft í för með sér ag- stæða þróun í sparifjármyndun. Hann kvað Seðlabankann fara með einn þátt ríkisvaldsins og taldi að bankinn ætti að hafa sem mest sjálfstæði til að fara með þennan þátt. Hinsvegar yrði meirihluti Alþingis að ráða ef um djúpstæðan ágreining yrði að ræða milli ríkisvalds og bank ans. Hins vegar bæri að forðast slíkan ágreining. Ráðherrann lét í ljósi að gott samstarf hefði ríkt milli ríkisstjórnar og bankans og kvaðst ekki eiga betri ósk bankan um til handa en að það mætti jafnan haldast gott samstarf þarna á milli. I>á kvað ráðherrann ekki síð- ur ástæðu til að drepa á, að bank inn hefði látið gott af sér leiða í menningamálum þjóðarinnar, t.d. með fjárframlögum til Vís- indasjóðs og ekki hvað sízt við kaup Skarðsbókar, en með þeirri framkvæmd hefði bankinn skráð nafns sitt gullnu letri á spjöld sögunnar. Loks óskaði ráðherra hinum nýskipaða Seðlabanka- stjóra, Sigtryggi Klemenzsyni til hamingju með hið nýja embætti og Seðlabankanum jafriframt til hamingju með að fá að njóta starfskrafta hans. — Landrými Framhald af bls. 8 spildu af . þessu landi, upp i heiðina til vesturs eða um 65 ha. Síðan hefðu þó farið fram hljóð- mæling á þessari spildu og hefði þá komið í ljós að hún var nær óbyggileg fikum hávaða. Væri því þetta svæði ófullnægjandi og yrði því að fá annað og stærra landsvæði, og væri því lagt til að færa lögsagnarumdæmi Kefla víkur út til norðvesturs og norð- urs, en það landsvæði væri nú sett verði ákvæði til bráðabirgða í eigu Gerðahrepps. Ragnar sagði að lokum, að Keflavíkurkaupstaður væri nú fjórði stærstj kaupstaður lands- ins, og jafnframt landþrengsti kaupstaður landsins. Hefði þessi landþregsli staðið íbúðarbygging um í Keflavík mjög fyrir þrifum hin síðarj ár. — Vernd Framhald af bls. 8 yrðu felld inn í frumvarp um vinnuvernd. Að lokinni ræðu ráðherra var málinu síðan vísað til 2. umræðu og menntamálanefndar. ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.