Morgunblaðið - 07.04.1966, Síða 30

Morgunblaðið - 07.04.1966, Síða 30
30 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. apríl 1966 Landslið í körfuknattleik: í 3. sinn á Norðurlandamdti Þorsteinn Hallgrímsson — leikur með liðinu Bezti leikmaður Dana, Arne Petersen frá Gladsaxe, hefur Nr. Heldur utan í dag og á 2. paskadag III. POLAR CUP keppnin hefst í Kaupmannahöfn á föstudaginn langa og lýkur á páskadag. Mótið er jafnframt Norðurlandameist- aramót í körfuknattleik og senda Norðurlöndin öll fimm, lið til keppninnar. fslenzka liðið mun fara utan á skírdag og koma aft- ur á 2. páskadag. Polar Cup keppnin hófst i Stokkihólmi árið 1962 í tilefni af 10 ára afmæli sænska körfu- knattleikssambandsins. Gáfu Sví- ar veglegan hikar úr sænskum kristal, sem farandgrip, er keppa skal um eftir sérstakri stigatöflu. Finnar hafa sigrað glæsilega á þeim tveim Polar Cup mótum, sem haldin hafa verið, Svíar hafa hlotið annað sæti, Islendingar þriðja og Danir fjórða, en Nörð- menn hafa ekki sent lið á keppn ina fyrr en nú. Ekki hefur ennlþá borizt leik- skrá fyrir II. Polar Cup og því ekki vitað hvernig liðin verða skipuð. Það er þó óhætt að bera liðin saman, miðað við fyrri getu á þessum mótum. Norðurlandameistaramir, Finn- ar, hafa verið í sérflokki á þess- um mótum. Þeir hafa leikið körfuknattleik síðan árið 1938, og hafa langmesta keppnis- reynslu þessara liða. Finnar náðu góðum árangri á Olympíuleikun- um í Tokyo og á Evrópumeistara mótinu í Rússlandi s.l. sumar hlutu þeir 12. sæti, eftir að hafa verið óheppnir og tapað leikjum með nokkurra stiga mun. Finnska liðið verður skipað hávöxnum, sterklegum og ung- um leikmönnum. Þekktastir verða rbæðurnir Kari og Marti Liimo, ásamt Jormo Pilkevara. Marti Liimo 22 ára 198 cm. og ákaflega þreklega vaxinn, var valinn í úrvalslið Evrópu, sem sigraði Real Madrid á afmælis- móti T.S. Wisla í Póllandi s.L sumar. Hinar gömlu kempur Seppo Kuusela og Timo Lampen eru báðir komnir yfir þrítugt og óvíst hvort þeir verða með að þessu sinni. Telja má víst að Finnar sigri á þessu móti ,en ef til vill ekki með jafn miklum yfirburðum og síðast. Sviar hafa haldið öðru sæti á Polar Cypnum, en voru næstum búnir að tapa fyrir Islendingum í Helsinki 1964. Það hafa orðið miklar framfarir í körfuknatt- leik í Svíþjóð undanfarið. Svíar hafa sent efnilega körfuknatt- knattleiksmenn til Bandaríkj- anna í skóla þar, svo ,sem Hans Alibertsson 200 cm. og Kjell Rannelid 201 cm., ennfremur hafa þeir fengið bandaríska þjálfara og haldið uppi sérstök- um æfingabúðum. Svíar hlutu 16. og síðasta sætið á Evrópumeistaramótinu, en þeir töpuðu mörgum leikjum með litl um mun. Sænska meistaraliðið Alvik lék KR-inga grátt í Evrópuibikamum í haust og verður fróðlegt að sjá hvort Örjan Svidén fær leikið jafn fyrirhafnarlaust í gegn um landsliðsvörnina, eins og hann lék í gegn um vörn KR í haust. Danir töpuðu fyrir íslending- um með einu stigi í Helsinki og manu ákveðnir í að hefna harma sinna á heimaleikvelli, enda hafa þeir ákveðið að leikn- um við íslendinga verði sjón- varpað. Við höfum leikið fjóra lands- leiki við Dani, tapað tveim, sem leiknir voru í Danmörku, en unn ið tvo á hlutlausum velli. heivii verið við nám í Bandaríkjunum og leikið körfuknattleik með háskólaliði. Hann er nýlega kom- inn heim og mun styrkja danska landsliðið mjög mikið. Leikurinn milli Dana og Íslendinga verður væntanlega tvísýnasti leikur keppninnar. Körfuknattleikur breiðist nu óðfluga út um Danmörku og hefur tala leikmanna og félaga er ‘stunda körfu, margfaldast á fáum árum. Danir hafa vandað mjög til undirbúnings Polar Cup mótsins og var kostnaður kominn upp í 15000 danskar krónur fyrir nok'kr um dögum. Keppnin fer fram í Herlevhallen, sem er nýtt íþrótta hús í útjaðri Kaupmannahafnar. Norðmenn senda nú lið í fyrsta skipti á Polar Cup. Norskur körfuknattleikur er að mestu óþekkt stærð, hins vegar er þó vitað að körfuknattleikur á vax- andi vinsældum að fagna þar í landi og hefur íþróttin verið kennd í skólum um árabil. Norsk körfuknattleikslið hafa leikið talsvert við sænsk lið á undanförnum árum og staðið sig vel. Lið Oslóarháskóla lék við Kaupmannahafnarháskóla í Árós um í vetur og sigruðu Norðmenn í þeim leik. Islenzka landsliðið er þannig 4 Birgir Örn Birgis 5 Einar Bollason, 6 Agnar Friðriksson, 7 Hólmsteinn Sigurðsson, 8 Hallgrímur Gunnarsson, 9 Kolbeinn Pálsson 10 ólafur Thorlacius 11 Gunnar Gunnarsson 12 Þorsteinn Hallgrímsson, 13 Einar Matthíasson, 14 Kristinn Stefánsson, ^skipað: 23 ára, 191 cm. 14 landsl. Á 23 — 196 — 7 — KR 19 — 191 — 8 — 4 u 1 ÍR 26 — 189 — 13 ÍR 17 — 186 — 0 — Á 19 — 178 — 4 — 4 u1KR 28 — 184 — 12 — KFR 19 — 184 — 7 — 4 ulKR 23 — 183 — 12 — ÍR 23 — 191 — 7 — KFR 19 — 197 — 5 — 4 u 1 KR Meðalaldur liðsins er tæplega4> 22 ár, meðalhæð 188,2 cm og sam eiginlegur landsleikjafjöldi er 89 að við bættum 16 unglingalands- leikjum. Aðeins einn nýliði er í liðinu að þessu sinni, Hallgrímur Gunn- arsson, 17 ára Ármenningur sem vakið hefir athygli fyrir góðan leik í vetur. Þetta landslið okkar hefir langmesta leikreynslu af þeim landsliðum er við höfum áður sent á Polar Cup. Sjö af leik- mönnunum voru með í hinni erf- iðu, en lærdómsríku Bandarikja- för í fyrra. Liðið hefir æft undir hand- leiðslu landsliðsþjálfarans Helga Jóhannssonar. I fararstjórn verða Bogi Þor- steinsson formaður KKÍ, Gunnar Petersen féhirðir KKÍ og Jón Eysteinsson form. landsliðs- nefndar. Guðjón Magnússon körfuknatt Pdskohótíð í KR-skdlonum SKÍÐADEILD KR hefur nú skipulagt páskahátíðina í skíðaskála félagsins í Skála- felli. Verður opið hús í skál- anum alla helgidagana og allt til reiðu til að gera gestum dvölina sem ánægjulegasta. Híh fullkomna lyfta KR-inga verður í notkun og veitingar á boðstólum. Einnig verður hægt að fá gistingu eftir því sem húsrúm leyfir leiksdómari mun einnig fara ut- an með liðinu og dæma leiki á Polar Cup. Guðjón er fyrsti ís- lendingurinn sem dæmt hefir milliríkjaleiki í körfuknattleik, en hann dæmdi á Polar Cup í Helsinki 1964. Innaníélogsmót INNANFÉLAGSMÓTI Tennis- og badmintonfélagsins lauk sl. laugardag í Valshúsinu. Mótið hefur staðið frá ára- mótum og verið keppt á hverjum laugardegi í samæfingatímum fé- lagsins. Sigurvegarar urðu: 1. Drengir, einliðaleikur: Helgi Benediktsson. 2. Unglingar einliðaleikur: Haraldur Korneláusson. 3. Unglingar tvíliðal: Harald- ur Kornelíusson og Finnbjörn Finnbjörnsson. 4. Konur, tvíliðaleikur: Júlíana Isebarn og Lovísa Sigurðardóttir. 5. Tvenndarkeppni: Jónína Ní- eljóníusardóttir og Lárus Guð- mundsson. 6. Karlar, einliðaleikur: Jón Árnason. 7. Karlar, tvíliðaleikur: Stein- ar Petersen og Viðar Guðjónsson. Aðalfundur Fram Aðalfundur knattspyrnufélagsins Fram verður haldinn í félags- íl n.k. og hefst stundvíslega kl. heimilinu miðvikudaginn 13. apr 20.30. — Venjuleg aðalfundar- störf. Frá tslandsmótinu í bridge. Þarna eigast þeir við Ásmundue Pálsson og Hjalti Einarsson (á s kyrtum. íslandsmeistarar í tví- menningskeppni 1966 og Ingólfur Isebarn og Agnar Jörgensson. Ljósm. Bjarnleifur. íslandsmótiö í bridge um páskana SVEITAKEPPNI íslandsmótsins hélt áfram í fyrrakvöld. Voru þá Bpiluð 16 spil í II. umferð í meistaraflokki og að þeim leikn- um var staðan þessi: Sveit Agnars Jörgenssonar gegn sveit Benedikts Jóhanns- sonar 65:18. Sveit Gunnars Guðmundssonar gegn sveit Ólafs Þorsteinssonar 51:29. Sveit Halls Símonarsonar gegn sveit Hannesar R. Jónssonar 34:11. í gærkvöldi voru síðustu 32 spilin í II. umferð spiluð. Úrslit í II. umferð í I. flokki urðu þessi: A-riðilI: Sveit Torfa jafnt við sveit Þórhalls 3:3. Sveit Böðvars vann sveit Ás- gerðar 4:2. Sveit Guðrúnar vann Tyrfings 6:2. Sveit Kristjáns vann sveit Gests 6:0. B-riðill: Sveit Ragnars vann sveit Ár- manns 6:0. Sveit Alberts vann sveit Óskars 4:2. Sveit Aðalsteins vann sveit Eggrúnar 5:1. Sveit Gunnars jafnt við sveit Kristjönu 3:3. í leikjum meistaraflokks eru spiluð 48 spil, en í leikjum í L flokki 40 spil í hverjum leik. Keppnin heldur áfram í dag kl. 14.00 að Hótel Sögu og einnig verður spilað í kvöld á sama stað og hefst keppnin þá kl. 20.00. Síðustu umferðir keppninnar fara fram á morgun, einnig að Hótel Sögu og hefst keppni kL 14.00 og kl. 20.00. Sýningartjald er í notkun og eru áhorfendur hvattir til að koma og sjá spennandi og skemmtilega keppni. 2 umferðum lokid á Skákjpinginu 1 fyrstu umferð Skákþings Is- lands, sem fram fer að Hótel Sögu nú um páskana, urðu úr- slit þau, að Gunnar Gunnars- son vann Jóhann Sigurjónsson, Bragi Kristjánsson vann Hjfirleif Halldórsson, Jón Hálfdánarson vann Jón Kristinsson og HaúKur Angantýnsson vann Sigurð Jóns- son. Jafntefli gerðu Guðmundur Sigurjónsson og Jón Þ., Þór og Björgvin Víglundsson og Björn Þorsteinsson. 1 annarri umferð urðu úrslit þau, að Gunnar Gunnarsson vann Hjörleif Halldórsson, Jó- hann Sigurjónsson vann Jón Kristinsson, Jón Hálfdánarson vann Hauk Angantýnsson og Björgvin Víglundsson vann Jón Þ. Þór. Jafntefli gerðu Guðmund — Minnisblað Framhald af bls. 32 og venjulega, páskadag frá kl. 14 til 0.30 og annan páskadag frá kl. 10 til 0.30. Á skírdag og ann- an páskadag er aukaferð, eins og venjulega á sunnudögum, kl. 8 frá Reykjavík og 8.30 frá Hafn- arfirði. Strætisvagnar Reykjavíkur aka um páskahátíðina sem hér segir: Á skírdag verður ekið á ölllum leiðum frá kl. 09.00—24.00. Á föstudaginn langa á ölllum leiðum frá kl. 14.00—24.00. Laugardag á öllum leiðum frá kl. 07.00—01.00. Páskadag á öllum leiðum frá kl. 14.00—01.00. Annan í páskum á öllum leið- um frá kl. 09.00—24.00. Á tímabilinu kl. 07.00—09.00 á ur Sigurjónsson og Bragi Kristj- ánsson og Sigurður Jónsson og Björn Þorsteinsson. Þriðja umferð verður tefld á skírdag kl. 13. Töfluröð keppenda er þannig; 1. Gunnar Gunnarsson, 2. Hjör leifur Halldórsson, 3. Guðmund- ur Sigurjónsson, 4. Björgvin Víg lundsson, 5. Sigurður Jónsson, 6. Jón Hálfdánarson, 7. Jón Kristinsson, 8. Haukur Angan- 10. Jón Þ. Þór, 11. Bragi Kristj- týnsson, 9. Bj|örn Þorsteinsson, ánsson og 12. Jóhann Sigurjóns- son. Teflt verður alla bæna- og páskadagana, nema 2. páskadag. Skákþinginu lýkur með hrað- skákmóti á fimmtudag eftir páska. skírdag og annan páskadag, og kl. 24.00—01.00 sömu daga, á föstudaginn langa kll. 11.00—14.00 og kl. 24.00—01.00 og á páskadag kll. 11.00—14.00 verður ekið á þeim leiðum ,sem ekið er nú á sunnudagsmorgnum kl. 07.00— 09.00 og eftir miðnætti á virkum dögum. Lækjarbotnar, leið 12. Skírdagur: Fyrsta ferð kl. 9.15 og síðan eins og á sunnudögum. Föstudagurinn langi: fyrsta ferð kl. 14.00 og síðan eins og á sunnudögum. Laugardagur: Eins og venju- lega á laugardögum. Páskadagur: Fyrsta ferð kL 14.00 og síðan eins og venjulega á sunndögum. Annar í páskum: Fyrsta ferð kl. 9.15 og síðan eins og á sunnu- dögum. Nánari uppl. í síma 12700.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.