Morgunblaðið - 03.05.1966, Side 1

Morgunblaðið - 03.05.1966, Side 1
32 síður B3. árg^ngnr. 98. tbl. — Þriðjudagur 3. maí 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Þræða Eeið Leifs heppna Scarborougih, Bretlan-di 2. maí NTB. 6 manna leiðangur lagði aí stað héðan í dag á 13 íeta töngum kútter, og ætla þeir að reyna að sigla til Ameríku sömu leið og mörkuð er á hinu umdeilda Vínlandskorti. Ætia þeir að ná til Ameríku með hjálp sömu hafstrauma og þeir menn norræ-nir, sem fóru til Ameríku á undan Kólum- busi. Leiðangursstjóri er Jo'hn Anderson sigiingarritstjóri brezka dagblaðsins „The Guardian“. Gera leiðangurs- menn ráð fyrir að vera við Grænland í lok maímánaðar og ætla þeir þá að reyna að kcwnast sem næst Julianehaab en það var þaðan, sem Leifur Eiríksson lagði upp í för sína árið 1001. Tíimamót i íslertzkri atvinnusögu: Álsamningarnir samþykktir á Alþingi — Eitt mesta nytjomól, sem samþybkt hefnr verið — sagði forsætisróðherra FRUMVAEP ríkisstjórnar- innar um álbræðslu í Straums vík var samþykkt í Efri deild Alþingis sl. laugardag, 30. apríl og afgreitt sem lög frá Alþingi. 10 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, 9 gegn en einn þingmanna var fjarstaddur. — Morgunblaðið sneri sér í gær til Rjarna Benediktssonar, forsætisráð- herra, og Jóhanns Hafsteins, iðnaðarmálaráðherra, og bað þá um að segja nokkur orð í tilefni samþykktar frunvvarps ins. Forsætisráðherra sagði: „Ég fagna samþykkt frum- varpsins og tel þettá eitt mesta nytjamál, sem sam- þykkt hefur verið“. Iðnaðarmálaráðherra sagði: ,.1’að hafa ekki verið illvígari deilur um álbræðslusamning- inn á Alþingi en gera mátti ráð fyrir. Fó hafa þær ef til vill orðið með nokkuð öðrum hætti en ég hélt. Gert hefur t.d. verið meira úr gerðar- dómsákvæðunum en mér fundust efni standa til. En nú er þessum þætti lok- ið og annarra að dæma um deilur og deiluefni. Mér er Ijóst að á miklu veltur að framkvæmd þessara samn- Stefai riMsstióinotiiuiar hefnr tryggt: og hag, frelsi og framtak þjóöar og einstaklinga — Sagðí Bfarrti Benediktsson við útvarpsumræðumar í gærkvöldi „SVO mikil breyting er nú o'rðin til bóta, að hætt er við að sumum gleymist ástandið sem áður var, og ætli að það sem áunnizt hefur sé sjálf- sagt og haldist án atbeina al- mennings. En vilji menn á- fram efla heill og hag, frelsi ©g framtak, þjóðar ©g ein- staklinga, er hollast að fylgja sömu stefnu og til góðs hefilr leitt undanfarin ár“. Þannig fórust forsætisráðherra, Rjarna Benediktssyni, orð við eldhúsdagsumræðurnar í gær kvöldi. — Forsætisráðherra rakti í ræðu sinni efndir á þeim fyrirheitum, sem gefin voru í stefnujfirlýsingu ríkis sljórnarinnar sl. haust, fjall- aði um álsamningana og sagði að starfræksla álbræðslunnar mundi stúðla að vaxandi tækniþekkingu og almennri iðnþróun. Þá vakti hann at- hygli á því að á sl. tveimur árum hefur kaupmáttur tíma kaups verkamanna í lægsta Dagsbrúnartaxta aukizt um 15—25%. Sigurður Bjarnason sagði í ræðu sinni, að menn yrðu að gera sér Ijóst, að „ný kynslóð er vaxin til manndóms og þroska á íslandi. Hún hefur tæknina, þekkinguna og vís- indin að vopni. Með henni er hún reiðubúin að vinna af- rek í þágu íslands og ört vax- andi þróunar þess“. Óskar Levý, sem var annar ræðumaður Sjálfstæðisflokks ins við umræðurnar, sagði að A Bjarni Benediktsson forsætisráðherra aldrei hefði verið búið jafn- vel að bændum og nú. Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, minnti í upphafi ræðu sinnar á yfirlýsingu þá, sem hann gaf fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar í upphafi þessa þings síðastliðið haust, og kvaðst mundu haga orðum sín- um nú með hliðsjón af því, að hægara væri að átta sig á efnd- um þess, sem í haust var lofað. Ágreiningslaust er að endur- skoða þarf skólalöggjöfina með vísindálegri starfsaðferðum, en hér hafa áður tíðkast. Til slrkr- ar endurskoðunar hefur nú ver- ið efnt frá lægsta skólastigi til hins æðsta. Ný löggjöf hefur verið sett um ’ðnfræðslu, sem margir ætla að marka muni tíma mót. En því meiri árangur sem verður af menntun og starfi upp vaxandi kynslóða, því eðlilegra er að vel sé búið að þeim, sem lokið hafa ævistarfi sínu, og er því ánægjulegt, hversu vel var tekið tillögu ríkisstjórnarinnar um samstarf að undirbúningi lífeyrissjóðs fyrir alla lands- menn. 1 aimanna áheyrn er ríkis- stjórnin enn skömmuð fyrir of mikia iinkind við eftirlit tolla og skatta, og samtímis hafa svo nokkrir litlir karlar laumast á milli og brýnt fyrir þeim, sem telja sig hafa orðið illa úti vegna aukins eftirlits að mjög sé nú breytt frá því, sem áður var. Hér er um það að tefla að halda uppi iögum og rétti á landi okkar. Bíkisstjórnin kom fram með margþætta löggjöf um eflingu fjárfestingasjóða atvinnuveg- anna, þ. á. m. algjöra nýjung um Stofnlánadeild verzlunarfyr irtækja og stóreflingu Iðnlána- sjóðs, þar á meðal með nýjum tegundum hagræðingarlána, sam eining Stofnlánadeilda sjávar- útvegsins í Fi / veiðasjóði ís- Iands og breytingu Framkvæmda bankans í Framkvæmdasjóð. Á Isamningarn ir. Talað er um það sem eins- dæmi, að sum atriði álsamning- anna eru hagkvæm gagnaðilan- um Sviss Aluminium. En hvenær halda menn að samningur um viðskiptamál milli óvandabund- inna aðila komizt á, nema báðir aðilar sjái sér hag í samnings- gerðinni. Ástæðan fyrir því, að hinn svissneski gagnaðili kaus heldur að reisa nýja álbræðslu hér heldur en í Noregi var sú, að hér fær hann lægra rafmagns- verð, og hefur aldrei verið farið leynt með það. Sumir segja gerða dómsákvæði mjög fyrir sig. Hlá- legt er að heyra menn láta svo sem óþolandi lítilsvirðing sé í því fólgin að við föllumst á að hlut- laus gerðardómur dæmi um deil ur okkar við hinn svissneska gagnaðila, ef ekki verður sam- komulajg um annað. Er þó skýrt tekið fram, að eftir íslenzkum lögum á að dæma, og ber gerðar dómnum vitanlega að kynna sér þau. Við megum ekki undrazt, þó að gagnaðilinn vilji tryggja sinn rétt með því að alþjóðlegpr gerðardómur sker úr um, hvort að réttum lögum, fyrst og fremst íslenzkum í/í farið. Gegn slíku stoða ekki bollaleggingar um, að gagnaðili sé í rauninni íslenzkur, bollaleggingar byggðar á því að dptturfélagið sé að formi til ís- Framhald á bls. 17 inga fari vel úr hendi. Allir óska þess að sjálf- sögðu að þeir geti orðið þjóðinni til farsælcíar. Ég hef jafnan borið traust til þ*ss að svo niætti verða, ef við næð- um þeim áfanga, sem nú hef- ur tekizt“. Framkvæmdir við álverk- smiðjuna í Straumsvík hefj- ast vorið 1967 og verður lokið á miðju ári 1969. Framkvæmd ir við höfn í Straumsvík munu hefjast litillega í ár en standa þó aðallega 1967 og 1968 og verður væntanlega lokið fyrir árslok 1968. Adenauer ffer * fil Israel Frankfurt 2. maí NTB. Dr. Konrad Adenauer, fyrrum kanslari V-Þýzkalands, fór í dag i opinbera heimsókn til ísrael og dvelur þar í 8 daga. Adenauer, sem nú er níræður, sagði að þessi heimsókn væri lokaatriðið i uppbyggingarstarfi því, er hann hóf árið 1949 er hann varð forsætisráðherra. Ein aí hans heitustu óskum undan- farin ár hefur verið að heim- sækja ísrael, og hefur hann otft lýst aðdáun sinni á ísraelsku þjóðinni. Ekki varð þó atf heimsókninni meðan Adenauer var við völd, því að löndin höfðu þá ekki með sér stjórnmálasamfoand. En það samfoand var aftur tekið upp í fyrra. Dortmund, 30. april NTB Efnahagsmálaráðherra ír- aks, Amdel Hamid El-Hilali, hefur lýst því yfir í viðtali, að flest Arafoaríki muni rjúfa stjórnmálasamband við V.- Þýzkaland, verði Bonnstjórn- in við itrekuðum beiðnum stjórnar ísraels um eínahags- aðstoð. Járnbrautarslys í Danmörku: 10 létu lífið - " slösuðust alvariega Heruing 2. maí — NTB. 10 MANNS biðu bana og 8 slös- uðust afvarlega í gær, er lang- ferðabifreið og farþegalest rák- ust saman á brautarskiptistöð við llammanim á Jótiandi í dag. Mikill fjöldi sjúkraliða og lækna voru kvaddir á vettvang, til að ta,ka þátt í björgunarstarfinu. Orsök siyssins er álitin vera sú, að hliðin sem loká veginum yfir teinana, þegar lestin fer framhjá voru ekki komin niður og þess vegna ók bifreiðastjórinn óhikað ytfir teinana. Lestin rakst á bifreiðana miðja, og sneið hana í tvennt. Varð framhlutinn eftir á temunum, en afturhlutinn dróst um 100 metra með lestinni, þar til hún stöðvaðist. Var hér um hraðlest að ræða, sem ók með 90 kílómetra hraða. Um 50 fanþegar voru í lestinni og sluppu þeir að mestu ómeidd- ir, en nokkrir munu hafa fengið taugaáfall og smáskuxði af völd- um glenbrota. Rannsókn er ekki enn lokið í málinu, en álitið að tæknileg bil- un hafi valdið því að hliðið fór ekki niður nógu snemma. >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.