Morgunblaðið - 03.05.1966, Side 2
2
MORCUNBLAÐID
Þriðjudagur 3. maí 1966
1. mai ■ Peking:
Hatrömmustu árásir Kínverja
á Sovétríkin til þessa
Chou En Loi vísor ú bug öllum
súttutillögum í Vietnum-múlinu
1. MAÍ var hátíðlegur haldinn víða um heim á sunnudag og
fóru hátíðahöldin á flestum stöðunum fram samkvæmt hefð
undangenginna ára.
Ekkert var til nýlundu um hátíðahöldin í Moskvu, engin
ný hergögn sýnd og ræður svo keimlíkar ræðum fyrri ára að
kalla mátti óbreyttar.
í Peking bar það aftur á móti til tíðinda að ráðamenn
notuðu daginn og heimsókn forsætisráðherra Albaníu sem
átyllu til þess að veitasf harkalega að bæði Sovétríkjunum
og Bandaríkjunum, hinum síðari einkum fyrir stefnu þeirra
í Víetnam-málinu og hinum fyrri vegna 'endurskoðunar-
stefnu“ sinnar og þjónkunar við Vesturveldin, einkum í
Víetnam-málinu.
Það vakti og töluverða athygli í Peking að hvergi sást
þar hinn aldni leiðtogi kínverskra kommúnista, Mao Tse
Tung, og veitti byr undir báða vængi fregnum um að hann
myndi allur, en ekki fékkst á því nein staðfesting frekar en
fyrri daginn. Mao hefur sem kunnugt er, hvergi sést opin-
berlega síðan í nóvember í fyrra, og er þetta ekki í fyrsta
sinn, sem orðrómur kemst á kreik um að hann muni annað-
hvort hættulega veikur eða jafnvel ekki lengur í tölu lifenda.
Yfirleitt fóru hátíðahöld í Evrópu fram með venjubundn-
um hætti, ræðuhöldum, útifundum og skrúðgöngum verka-
lýðsfélaga og bar fátt til tíðinda. í Berlín héldu ræður rétt
við borgarmúrinn Wiily Brandt, borgarstjóri, og Per Hække-
rup, utanríkisráðherra Danmerkur, sem þar var staddur í
heimsókn. í Hóm messaði páfi yfir fjölmennum söfnuði í
St. Péturskirkjunni og í Varsjá talaði Gomulka yfir hálfri
milljón landsmanna sinna og var sagður sáttfúsari en menn
höfðu við búizt og mildari í máli. í Stokkhólmi brenndu
unglingar bandaríska fánann úti fyrir dyrum bandaríska
sendiráðsins til að lýsa andúð á stefnu Bandaríkjanna í Víet-
nam og hefur sænska stjórnin harmað atburð þennan.
f Peking héldu menn 1. maí
hátíðlegan með skrúðgöngum og
látbragðsleikjum þar sem kenna
mátti í gervi „bófans“ Johnson
Bandaríkjaforseta, sem sýndur
var fölur sem nár og skjálfandi
á beinunum.
Mjög mannmargt var á götum
borgarinnar og leiðtogar Kína
komu fram við hátíðahöldin að
vanda utan Mao Tse Tung, for-
manns kínverska kommúnista-
flokksins, sem þar var hvergi að
sjá og hvergi var á minnzt hvar
héldi sig um þessar mundir.
Mao hefur ekki sézt opinber-
lega síðan í nóvember í fyrra, en
kínverskir embættismenn bera
til baka allar fregnir, sem fram
hafa komið á Vesturlöndum um
að Mao sé sjúkur. í dagblöðum
í Peking birtust stórar myndir
af leiðtogum flokksins, en ekki
var að ráða af myndirmi af Mao
hvar eða hvenær hún hefði verið
tekin. Haft er eftir enska blaðinu
„Star“, sem gefið er út í Hong
Kong, að það gangi nú fjöiiun-
um hærra í Kanton, stærstu borg
Suður-Kína, að Mao sé látinn og
hafi andlát hans borið að fyrir
skömmu í bænum Hangchow í
Chekiang-héraði. Engin staðfest-
ing hefur fengizt á þessari frétt.
Rigning var í Peking á sunnu-
dag en borgarbúar létu það ekki
á sig fá og flykktust út á göt-
urnar að fagna deginum. Engin
hersýning var haldin að þessu
sinni og engin aðalskrúðganga,
en aftur á móti farnar margar
smærri skrúðgöngur í einstökum
borgarhverfum. Á stærstu í-
þróttasvæðum borgarinnar sýndu
fjölleikamenn listir sínar og víða
var einnig sýndur látbragðsleik-
ur, þar sem hæðst var að Banda-
ríkjamönnum, einkum í gervi
fanginna hermanna og flug-
manna, að ógleymdum Johnson
forseta, sem áSur sagði frá, og
sýndur v^ir fölur og skjálfandi
á beinunum.
Hatrammar árásir á Sovétríkin
Sendinefnd frá Albaníu var
stödd í Peking 1. maí, og var fyr-
ir henni forsætisráðherra lands-
ins, Mehmet Shedu. Óku þeir
Chou En-Lai, forsætisráðherra
Kína, milli skemmtigarða borg-
arinnar og var hvarvetna ákaft
fagnað. Setti þessi ökuferð
þeirra á daginn og hátíðahöldin
töluverðan and-sovézkan svip,
þar sem „baráttan gegn endur-
skoðunarstefnunni“ var eitt höf-
uðmálið.
Dagblöð í Peking helga mikið
rúm ræðum Chou En-Lais og
Shedus á opinberum fundi í Pek-
ing á laugardag, en á þeim fundi
urðu Sovétríkin fyrir hatramm-
ara aðkasti en nokkru sinni fyrr.
Sagði Chou m.a. í ræðu sinni á
fundinum að hinir nýju leiðtogar
Sovétríkjanna væru miklu verri
en Krúsjeff, að „aðstoð" sú sem
Sovétríkin veittu Víetnam væri
ekki annað en stórkostleg svik
og prettir og tilgangur hennar
að leiða styrjöldina í Vietnam
inn á þá braut að Sovétríkin og
Bandaríkin geti í sameiningu
ráðið öllu um gang hennar.
Einnig vísaði kínverski for-
sætisráðherrann á bug öllum
möguleikum á friðarsamninga-
viðræðum í Víetnam, einnig á
grundvelli tillagna Mike Mans-
fields öldungadeildarþingmanns
um að bæði Kína og N-Víetnam
skyldu eiga aðild að slíkri samn-
ingagerð. Sagði Chou að tillaga
Mansfields væri ekki annað en
nýtt tilbrigði fyrri tillagna
Bandaríkjamanna og til þess
ætluð að villa um fyrir almenn-
ingsálitinu í heiminum.
Chou vék einnig að tillögu
Rússa um að leiðtogar Sovétríkj-
anna og Kína hittust að máli,
annaðhvort í Moskvu eða Pek-
íng, til þess að reyna að jafna
ágreining sín í milli og sagði að
leiðtogar Sovétríkjanna freistuðu
nú að mynda ,.and-kínverskan
innilokunarhring“ umhverfis
Kína. Sagði Chou að innbyrðis-
erjur og ágreiningur gerði leið-
togum sovézka kommúnista-
flokksins erfitt fyrir þótt þeir
reyndu að láta sem allt væri
með felldu og lét að því liggja að
vel gæti dregið þar til tíðinda
innan skamms. „Leiðtogar sov-
ézka kommúnistaflokksins sitja
á eldfjalli", sagði Chou.
Um 100.000 manns sóttu fjölda
fund þennan á laugardag en eng-
inn sendifulltrúa Sovétríkjanna
sást þar og ekki við nein opin-
ber hátíðahöld vegna komu
albönsku sendinefndarinnar.
Tíðindalaust í Moskvu
Ekkert var til nýlundu við
hersýninguna á Rauða torginu í
Moskvu á sunnudaginn, engin ný
hergögn og engar óvæntar yfir-
lýsingar um alþjóðamál.
Sýndar voru flestar þær eld-
flaugar sem Sovétríkin hafa nú
yfir að ráða, m. a. tvær eldflaug-
ar, sem ætlað er að hringsóla
kringum jörðu og voru allar
sýndar við síðustu hersýningu á
Rauða torginu, 7. nóvember sl.
Síðast fór fram svb tíðindalaus
hersýning 1. maí 1963, en þau ár
sem liðin eru hafa verið sýnrar
á Rauða torginu við ýmis tæki-
færi samtals 18 nýjar tegundir
hergagna ýmisskonar þar á með-
al 12 nýjar gerðir eldflauga.
Leonid Brezhnev horfði á her-
sýninguna ofan af grafhýsi Len-
ins ásamt öðrum leiðtogum að
vanda og var til þess tekið að
mynd Brezhnevs, sem fest var
á rauðan fána var borin töluvert
framar í skrúðgöngunni en mynd
ir annarra ráðamanna og var
haft til marks um aukin völd
hans.
Rodion Malinovski varnarmála-
VORBOÐINN félag Sjálfstæð-
iskvenna í Hafnarfirði heldur
fund n.k. fimmtudagskvöld kl.
8,30.
Á fundinum talar frú Helga
Guðmundsdóttir, sem skipar
fjórða sætið á D-listanum og
Þorgeir Ibsen skólastjóri, en
hafnfirskar konur munu gera
það að metnaðarmáli sínu í
þessari kosningabaráttu að fá
hann kosinn í bæjarstjórn og
þar með hreinan meirihluta
Sjálfstæðisflokksins í bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar.
Ennfremur flytja ávörp á þess
um fundi frúrnar, Elín Jóseps-
dóttir, Sólveig Eyjólfsdóttir og
ráðherra flutti ræðu af stalli
grafhýsLsins áður en hersýningin
fór hjá og var harðorður i garð
Bandaríkjamanna fyrir það sem
hann kallaði „óþénlegt bófastríð“
þeirra í Víetnam og sagði að
leiðtogar Sovétríkjanna myndu
einskrs láta ófreistað að auka
varnarmátt landsins. Sagði mar-
skálkurinn, sem var hlaðinn
heiðursmerkjum eins og oftast
nær við slík tækifæri, að Sovét-
ríkin reyndu eftir fremsta megni
að leggja stein í götu glæpsam-
legra áforma árásaraðilanna.
„Eins og önnur sósíalistísk lönd
styðjum við bræður vora í Ví-
etnam“, sagði marskálkurinn. „og
munum veita þeim alla þá aðstoð
sem kostur er, nú eins og hingað
til“.
Þá réðist marskálkurinn í ræðu
sinnar einnig á það sem hann
kallaði „óhugnanlegt samsæri*4
vestur-þýzkra heimsveldissiina.
Við borgarmúra Berlínar.
I Berlín héldu menn 1. mai
Framhald á bls. 3
Kópavogur
Sjálfstæðiskvennafélagið Edda
heldur basar sunnud. 8. maí n.
k., kl. 3 s.d. í Sjálfstæðishúsinu
Kópavogi. Þeir, sem vilja
styrkja basarinn, hafi samband
við Guðrúnu Gísladóttur, Alf-
hólsv. 43, Kópav., sími: 40167 og
Sigríði Gísladóttur, Kópavogs-
braut 45, Kópav., sími: 41286.
SeBtjarnarnes
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
opnað kosningaskrifstofu fyrir
Seltjarnarnes að Melabraut 56.
Skrifstofan er opin alla daga frá
kl. 18 — 22. Sími skrifstofunnar
er 2-43-78.
Stuðningsfólk Sjálfstæðis-
flokksins er beðið að hafa sam-
band við skrifstofuna.
Sigurveig Guðmundsdóttir. Vor-
boðakonur í Hafnarfirði hafa
löngum unnið dyggilega fyrir
málstað flokks síns og bæjar-
félags og svo munu þær einnig
gera í þessum kosningum. Vor-
boðakonur heita á allar konur
að vinna vel fyrir D-listann og
vænta þess að félagskonur og
aðrar þær konur, sem vilja
stuðla að heill og hag Hafnar-
fjarðar komi á fundinn n.k.
fimmtudagskvöld, en þangað
eru allar konur velkomnar á
meðan húsrúm leyfir.
Fundinum stjórnar frú Jak-
obína Mathiesen formaður Vor-
I boðans.
Stjórnarkjör í Bifreiðastjóraf éla£-
inu Frama í dag og á morgun
Vorboða-fundur d
fimmtudagskvöld
UM nónbilið í gær var SV- hiti um eitt stig á Horn-
kaldi, skúrir og 7-9 stiga hiti ströndum og annesjum
sunnan lands, breytileg átt og nyrðra.
þurrt veður austan lands og í Síðdegis var ekki gert ráð
innsveitum fyrir norðan, en fyrir verulegum breytingum
A^-stipningBkaldá, slydda og á veðri fyrir daginn í dag.
Listi lýðræðissinna er A-listinn
STJÓRNARKOSNING fer fram í Bifreiðastjórafélaginu Frama í
dag og á morgun. Kosið er í skrifstofu félagsins, Freyjugötu 26,
og hefst kosningin kl. 1 í dag og stendur til kl. 9 í kvöld. Á morgun
(miðvikudag) verður kosið á sama tíma og lýkur stjórnarkjörinu
klukkan 9 annað kvöld.
Tveir listar eru í kjöri: A-listi stjórnar og trúnaðarráðs undir
forystu Bergsteins Guðjónssonar, sem um áratugi hefur haft for-
ystu í hagsrnunamálum bifreiðastjóra af dugnaði og framsýni. —
B-listinn er skipaður kommúnistum og fylgismönnum þeirra, en
í formannssæti á þeim lista er Steingrímur Aðalsteinsson, fyrr-
verandi alþingismaður kommúnista.
A-listinn er þannig skipaður:
Formaður:
Bergsteinn Guðjónsson, Bú-
staðavegi 77, Hreyfb
Varaformaður:
Jakob Þorsteinsson, Sigluvogi
16, BSR.
Ritari:
Narfi Hjartarson, Blönduhlíð
21, Bæjarleiðir.
Gjaldkeri:
Kristján Þorgeirsson, Háaleitis
braut 101, Borgarbílastöðin.
Meðstjórnandi:
Jón Vilhjálinsson, Ægissíðu 96,
HreyfiL
Varamenn í stjórn:
Páíl Valmundsson, Skólagerði
5, BSR, og Guðmundur Ámunda-
son, Fellsmúla 13, Hreyfli.
Endurskoðendur:
Tryggvi Kristjánsson, Drápu-
hlíð 39, Hreyfli, og Þorvaldur
Þorvaldsson, Langagerði 124,
BSR.
V araendurskoðandi:
Rósmundur Tómasson, Laugar-
nesvegi 66, Bæjarleiðum.
Trúnaðarmannaráð:
Karl Þórðarson, ÁLftamýri 14,
Hreyfli, Jens Pálsson, Sogavegi
94, BSR, Hörður Guðmundsson,
Skipholti 10, Bæjarleiðum, og
Karl Kristinsson, Bugðulæk 20,
Borgarbílastöðin.
Varamcnn í trúnaðar-
mannaráð:
Skúli Skúlason, Skipasundi 12,
Hreyfli, og Haraldur Guðjóns-
son, Skjólbraut 9, Hreyfli.